Þjóðviljinn - 02.02.1947, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 02.02.1947, Blaðsíða 3
Sunnudagur .2. febrúar 194-7 ÞJOÐVILJINN Mgwwðmr frórarinssom Uppá slðkastið hefur margt verið rætt og ritað um okkar landhelgismál og má ætla, að flestum landsmönnuim sé nú orðin ljós nauðsyn þess, að landhelgissvæðið verði rýmk- að. í samibandi við þetta hef- ur hvarflað að mér spurning in: Hverjum tilheyrir Kol- beinsey? Að því er ég bezt veit. telja þær þjóðír, sem lönd eiga að Norðuríshafi, að þær hafi einskonar eignarrétt vf- ir þeim hluta Norðuríshafs- ins, sem liggur norðan að löndum þeirra, allt til Norð- urpóls, þ. e- a. s. því haf- svæði, sem takmarkast- af þeiim lengdarbaugum, er snerta austasta og vestasta odda landanna. Hvernig þessi eignarréttur er nánar skilgreindur, er mér ókunn- ugt um, en eflaust vita sér- fræðingar okkar í alþjóða- rétti nánari deili á því. 17. júní 1944 bættist okkar land í tölu þeirra fullvalda landa, sem eiga strönd að Norðuríshafi. Ekki kann ég um að segja, hvort af þessu leiðir, að við eigum nú til- kall til einhverra sérréttinda á hafsvæðinu norðan lands- ins, en fróðlegt væri að fá úr því skorið. Þess ber að geta, að þetta hafsvæði, nær ekki a/l-la leið til Norðurpóls, því austasti oddi Grænlands liggur talsvert austar en aust- asti oddi íslands (Gerpir) og varla förum við að gera okk- ur að athlægi með að gera kröfur um yfirráð yfir Græn- landi. En við ættum að geta krafist einhverra urnráða yf- ir landgrunninu norður af landinu og erfitt juði að hrekja rétt okkar til yfirráða yfir nyrzta út-verði þessa landgrunns, Kolbeinsey. Kolbeinsey, sem útlenzkir kalla Mcvenklint, liggur 107 km. norður af Siglunesi og um 80 km- norðvestur af Grímsey. Virðist eyjan liggja nyrzt á landgrunnsflötinni, því örskammt norðan við hana kvað vera um 400 m. dýpi, en sunnan hennar er víða mjög grunnt. Eyjan er sögð uppbyggð úr blöðróttu blágrýti, lausu í sér. Sam- kvæmt mælingu Friðriks Ólafssonar skipherra, sem fór þarna norður á „Ægi“ sum- arið .1933 og mældi eyna, var hún þá 70 m. löng, 30—G0 m. breið og 8 m. há. Ekki er vitað, hvenær Kol- beinsey fannst. Hennar er get:ð í Landnámabók, sem segir dægui’s siglingu vera þaðan norður til Grænlands óbyggða- Samkvæmt Svarf- dælasögu dregur eyjan nafn af Kolbeini landnámsmanni Sigmundssyni, er bjó í Kol- beinsdal, en flutti það .m með fólki sínu og braut skip sitt og týndi sínu lífi við þá py er síðan ber hans nafn. Síð- an segir ekki af þeirri ey fyrr en á dögum Guðbrands biskups Þorlákssonar. Guð- brandur var mikill landfræð ingur og kortagerðarmaður. Hann fékk bræður þrjá, Bjarna, Jón og Einar Tómas- syni (Hvanndalabræður), til þess að leita að Kolbeins- ey og er sagt að hann hafi boðið þeim til þess mikið fé Þetta var sumarið 1580. Er þetta eini íshafsleiðangur sem gerður hefur verið út af Íslendingum í rannsóknar- skyni síðan á þjóðveldistím- anum. Varð ferð þeirra bræðra með miklurn ævintýr- um, sem hér yrði of langt að rekja, og þótti hin mesta svaðilför, enda hlutu þeir af henni mikla frægð, og orti séra Jón Einarsson langan brag um ferðina. Þeir bræð- ur fóru á áttæringi, dvöldu vikutíma við eyna og mældu stærð hennar (vaðbáru hana). Mældist þeim hún um 750 m. löng, 110 m- breið og rúrnl. 100 m. há. í eynni var ógrynni af fugli er var svo spakur, að taka mátti með höndum. Þeir tóku þar um þúsund fugla og ógrynni eggja. Engan gróður sögðu þeir á eynni. Olavíus getur um ferðir til Kolibeinseyjar á áttæringum, eftir dún, sel og fugli. Hann segir að Jón Jónsson, er stólpi var kallaður, bóndi á Básum í Grímsey, hafi síðast ur farið til Kolbeinseyjar, en hann fór þangað nokkrar ferðir á árunum 1700—1730. Er farið var að stunda há- karlaveiðar á þilskipum á 19- öld var oft komið til Kol- beinseyjar. Jockum M. Egg- ertsson, sem skrifaði fróðlega grein um Kolbeinsey í Eim- reiðina 1933, hefur það eftir Frímanni Benediktssyni. hreppstjóra í Grímsey, er þá var á áttræðisaldri, að hann hafi komið þar í land á yngri árum. Hafði þar oft verið mikið um fugl og egg og var stundum farið í land til eggjatöku, en fyrir kom, að ófært var að eyjunni, sakir sjávarylgju, þótt kyrrt væri á hafinu. Joclcum hefur það eftir Ilelga Ólafssyni, bónda í Grímsev. að um aldamótin hafi hákarlaskip úr Eyjafirði komið ti'l Kolbeinseyjar og hafi hásetar tekið á eynni 14 þúsundir eggja. Þetta var um varptíma svartfuglsins og eyjan svo þakin af fugli og eggjum, að sumstaðar höfðu eggin oltið saman í hrannir í holum og lægðum. Töldu sjómenn, að miklu af eggjunum mundi árlega skola út af eynni í sjóroki, enda væru þorskar, er veidd ust kringum eyjarnar um varptímann, oft fullir af eggjarauðu. 5.—8. júní 1932 fóru þrír Húsvíkingar í leiðangur á mótorbát til Rolbeinseyjar- Mældu þeir eyna og ljós- mynduðu. Engan fugl sáu þeir, hvorki á eynni eða á sjónum í nánd við hana. — Ekkert lausagrjót var í eynni og enginn vottur gróðurs. — Sumarið eftir fór varðskip- ið Ægir ti'l Kolbeinseyjar sem fyrr getur. Gera má ráð fyrir, að mæl- ingar þeirra Hvanndala- bræðra á stærð Kolbeinseyj- ar sumarið 1580 hafi ekki verið mjög fjarri réttu lagi. Sé gert ráð fyrir,.að eyjanj hafi þá verið um 75000 fer- metrar, en um 3000 fer- metrar 1933, hefur hún minnkað að meðaltali rúml. 210 fermetra á ári síðustu þrjár og hálfa öldina. Að með i altali hefur eyjan lækkað um þriðjung metra árlega á þessu tímabili. Þetta er næsta hröð eyðing, enda þóttust sjómenn á hákarlaskipunum sjá nær áúlegan mun á eynni,- Ef til vill á landlækkun nokkurn þátt í minnkun eyj arinnar, en vafalítið mun aðalorsökin eða jafnvel eina orsökin vera frostveðrun og særof (marin abration)- Mun það eiga sinn þátt í hinni hröðu eyðingu, að berggrunn urinn er næsta laus í sér. En fróðlegt væri að athuga eyna nánar jarðfræðilega og gera nákvæmt dýptaúkort af svæðinu kringum hana. Mundi það gefa m. a. nánari þekkingu en við nú höfurn um verkun særofsins. hina upprunálegu stærð eyjarinn- ar og aldur hennar. En líkur benda til að eyjan hafi aldrei stór verið og sé næsta ung. Til þessa bendir m. a. það sem nefnt hefur verið um aðdýpi, — því væri eyjah gömul, ætti að vera breiður landgrunnsflötur allt í kring — svo og, að eyjan var gróðui’vana 1580. Þó er eyjan að öllum líkindum ti! orðin fyrir landnámsöld og sýnir gróðurleysi hennar 1580, að gróður er seinn að berast til einangraðra eyja þótt fugla- líf sé þar mikið- Kolbeinsey mun að líkind- um fundin af íslendinguim og víst er, að rannsökuð og nytjuð hefur hún verið nær eingöngu af íslendingum, Framh. á 7. síðu. Séra Úfeigur Wigíús§®m* Fellsmúim Minninga^ðsð Séra Ófeigur Vigfússon andað- ist að heiimili sínu, Fellsmúla á Landi, þriðjudaginn 21. þ. m. Hann var fæddur að Framnes' á Skeiðum 3. júlí 1865, svo af hann var kominn á níræðis- ^ I 1H aldur. Námi í guðfræði laul l l hann árið 1892, og ári síðar varc hann prestur í Efri-Holtaþing- um- í Rangárvallasýslu. Alda- mótaárið fékk hann Landpresta- kall og settist þá að Fellsmúla og bjó þar síðan alla ævi. Ófeigur var kvæntur Ólafíu Ólafsdóttur. systur Ólafs heitins fríkirkju- prests. Þau hjón eignuðust fjög ur böm, misstu tvö, en á lífi eru tveir synir, Grétar. Fells rit- höfundur og séra Ragnar Ó- j og staðizt Það með góðum vitnis feigsson á Fellsmúla. Frú Ólafía I óurði. Fjölhsefari kennarar eru andaðist 1939 eftir skamma j trauðla t)1 hér á landi en þeir, legu, og einnig varð nú brátt |sem lcennclu a Fellsmúla. um séra Ófeig. ' En það eru ekki einungis Séra Ófeigur var einn af Fellsmúla-feðgarnir, sem hafa gagnmerkustu klerkum is- unnið fórnfúst starf í þágu ís- lenzku kirkjunnar og lét sig lenzkrar æsku. Skólahaldið þar miklu skipta málefni hennar. Að vísu hygg ég, að hann hafi Sr. Ófeigur Vigfússon hefur kostað konurnar á staðn- um firnamikið erfiði. — Frú ekki verið öðrum fremur fyrir-1 Ólafía var stórmyndarleg kona og listhneigð, og var heimili þeirra hjóna með þeim gestrisn- ustu á landinu og var öllum veitt af rausn og skörungsskap. Þar var aldrei farið í manngreinar- álit, ef gest bar að garði, heldur slegið upp veizlu. Á veturna settust nemendur og kennimenn irnir að borði með gestinum, og þar urðu oft allfjörugar umræð- ur langar stundir. Frú Ólafía var jafnan fáliðuð, en Ingigerð ur Brynjólfsdóttir, , vinnukona þeirra hjóna, var henni mjög samhent og trú. Þær báru ein- skæra umhyggju fyrir líðan allra, sem gistu það heimili, og lögðu oft meira á sig en sæmi- legt þykir að bjóða nokkrum manneskjum. Af góðvilja bökuðu Fellsmúlahjónin sér og heimili sínu svo mikið erfiði, að nærsýn- um sálum verður fórnarlund þeirra torskilin. Eg held. helzt, að þau hafi ekki vitað af því, að þau væru að binda sér nein- ar óþarfa byrðar með afskiptum af óskyldu fólki. Ef gest bar að garði var sjálfsagt að veita hon- um allan beina. Ef gesturinn var fróðleiksfús, þá var sjálf- sagt að fræða hann. Eg held þau hafi litið á störf sín sem sjálfsagða skyldu við lífið. Þau höfðu ánægju af því að sjá ungt fólk í kringum sig og glöddust af því að geta veitt öðrum. Oft hefur það komið fyrir, að misjafnir námsmenn hafa ver- ið sendir að Fellsmúla til reynslu, og dvölin þar eystra hefur reynzt mörgum slíkum giftudrjúg. Er þeir hafa horfið aftur í skóla sína, hafa þeir gerzt fótfimari í flengingaribrakk um prófanna en áður. Eg heyrði eitt sinn latan lærisvein, sem gerðist góður námsmaður eftir Fellsmúlavist, segja: „Á Fells- múla. lærði ég áð læra,‘. Skóla- ferðarmikill á prestastefnum eða öðrum allsherjarsamkundum þeirrar stofnunar, en hann var þéttur fyrir og vann kyrrlátt starf meira en nokkur annar íslenzkur klerkur honum sam- tíða. í æsku komst Ófeigur í kynni við fátækþna, og hún var föru- nautur hans lengi á lífsleiðinni. Eg hygg, að honum hafi aldrei verið sýnt um að safna í „sál“ prestanna. Margir, sem komast til mannvirðingar eftir fátækt og basl, vilja ekki muna fyrri daga sína. Þeir gerast stærilát- ir og Hta smáum augum á þá, sem berjast í bökkum. Ófeigur mundi aftur á móti alltaf, við hvað hann hafði átt að stríða, þess vegna rétti hann með skiln ingi hjálparhönd hverjum þeim, sem hann hélt sig geta stvrkt. Fellsmúli er allþekkt fræðasetur hér á landi, en fæstir munu vita, hvers konar mannúðar- og menn ingarstarf feðgarnir á Fells- múla hafa innt af hendi. Tala þeirra nemenda, sem dvalizt hafa á Fellsmúla og notið hafa tilsagnar prestanna, mun kom- in talsvert á annað hundrað. — Margt af því fólki, sem þar heí ur stundað nám, hefur verið svo efnum búið, að æðri skólar landsins hafa verið því lokaðir. En skólastjórinn á Fellsmúla var yfirleitt ekki frekur í fjár- kröfum. Flestir nemendur hans hafa sloppið með það eitt að greiða fæði, og húsnæði og sum ir fengið gjaldfrest á þeirri kvöð. Skólinn á Fellsmúla hef- ur þó eigi verið styrktur af af ríkinu á nokkurn hátt, og kennslan þar hefur eigi verið veitt með hangandi hendi. Menn hafa stundað þar nám í alls- konar bóklegum fræðum o? nokkrir hafa numið þar allan | lærdóm sinn undir stúdentspróf1 Framh- á 6. síðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.