Alþýðublaðið - 02.09.1921, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 02.09.1921, Blaðsíða 4
ALpYÐUBL aðið Rafmagnsleiðslur. Strauranum hefir þegar verið hieypt á götuæðarnar og menn ættu ekki að draga lengur að láta okkur leggja rífleiðslur um hús sín. Við skoðum húsin og segjum um kostnað ókeypis. — Komið í tíma, uieðan hægt er að afgreiða pantanir yðar. — H- f. Hiti & Ljó*. Laugaveg 20 B. Sími 830. fæst daglega á Laugaveg 17 (bakhúsið). Kaupf élögin símar 728, 1026. Brent og malað kaffi er sjálfsagt fyrir alla að kaupa hjá Kaupfélögunum, Símar 728 og 1026. Von heflv alt tll llfs- Ins þavfa. Það tilkynni eg minum mörgu og góðu viðskiftavinum, að syknr heflr lækkað mikið í verzluniuni »Von“, ásamt fleiri yörntegnnd- nm. — Kjöt kemur í tunnum að norðán, feitt Og gott, í haust. Eg vooa, að mun lægra en ann- arstaðar. Gerið pöntun í tfina. Vitðingarfylst. Gunnar 8. Sigurðss. Alþbl. er blafl allrar alþýðu. Steinolía góð tegund á o 65 lítrinn í vetzlun Simonar ]ínssonar Laugaveg 12. Alþýðnmenn verzla að öðru jöfnu við þá sem augiýsa í blaði þeirra, þess vegna cr bezt að auglýsa í Alþýðublaðinu. Kitetjóri og ábyrgðarmaðhr: óiafur Friðrikasoa, PrantBmiðian Gutenbers. Carit Etlar: Astin vaknar. una, sem duldist undir rólegu látbragði hans, eða ótt- aðist hún það, að hann mundi láta hana buga sig. „Ójá, nú er það loksins afráðið, á morgun förum við," sagði lávarðurinn, „og þess vegna vil eg tala blátt áfram við ykkur í kvöld. Þið hafið bjargað lífi mínu, og þvf, sem mér er meira virði, llfi dóttur minnar. Það er til- gangslaust að reyna að launa að verðugu slíka hjálp, því það er ómöglegt, en engu að síður getur maður skilið eftir eitthvað það, sem minnir á þakklátssemi manns, ekki svo vinur minn! Eg hefi reynt að geta mér til óskir yðar, spurt að því, hvort eg gseti hjálpað þér f nokkru? þér hristuð ætíð höfuðið og brostuð; þér hélduð, að þakklæti Lesley lávarðar væri í peninga- pyngju hans. Einu sinni heyrði eg Pétur Bos segja, að þér skulduðuð manni fyrir húsið, sem þér búið í. — Það mál er nú klappað og klárt, hér fáið þér aftur skuldabréfið; eg hefi glatt mig við þá hugsun, að hafa fundið upp á þessu, og vænti þess að þér sviftið mig ekki þeirri gleði!" Jakob fölnaði enn meir meðan lávarðurinn talaði, og á andliti hans brá fyrir blygðunarglampa. Þegar Lesley rétti honum skuldabréfið, hniklaði hann brýrnar, en tók ekki við því. Aftur á móti stóð Magdalena á fætur og retti úr sér. „Þetta getur Jakob Trolle ekki þegið," sagði hún reið. Eiinora sat beint á móti Jakob, ef tii vill hafði hún aldrei litið hann meiri bænaraugum, né verið ómót- stæðilegri, en einmitt nú, er hún lagði hendina á hendi hans. „Þér megið ekki neita. Pabbi verður svo hryggur," bætti hún við lágt. „Þér lfka!" sagði hann og brosti dauflega. „Eg fullvisssa yður um það, að eg hefi ekkert vitað um þetta, fyr en nú.“ Hún studdi hendinni enn þá ofan á hendi hans og dró hana ekki að sér. „En hvað þið þekkið bróður minn illa," hrópaði Magdalena hæðin, „fyrst þið getið haldið áfram að biðja hann að þiggja gjöf ykkar." „Hví skyldi eg ekki þyggja hana, systir góð?“ svar- aði hann hægt og blíðlega. „Lávarðurinn hefir ekki skilið okkur rétt, en hann hefir heldur ekki viljað lítil- lækka okkur, þess vegna held eg skuldabréfi mínu og þakka yður fyrir góðvilja yðar." „Þetta var rétt, þetta er fallega gert, við þessu bjóst eg af yður." mælti Lesley glaður og greip hendi hans. „Tölum ekki meira um þetta. Þér hafið lofað, að skrifa mér oft til, og eg treysti loforðum yðar; í staðinn skal eg senda yður mynd af mér, þér getið hengt hana þarna á vegginn hjá karlmannsmyndinni." „Þá fær hún góðan félaga," mælti Magdalena. „Líklega er myndin leyfar frá einhverju gamla aðals- setrinu hér í landi." „Nei, þetta er ættingi okkar." „Hann er að vísu ekki mjög llkur einum forfeðra minna, en mér dettur hann þó í hug, í hvert skifti sem eg lit á hann. Sá sem hann líkist er Lesley lávarður frá Rauðhúsum, frægur stjórnmálamaður og löggjafi á seytjándu öld." „En þessi er allmiklu eldri," svaraði Jakob. „Rekið þið ætt ykkar þá, svo langt aítur?" spurði Elinora. Magdalena leit brosandi á Jakob. „Ætt okkar er æfagömul," svaraði hann. „Og þið hafið aldrei sagt okkur það. Pabba þykir þó svo gaman að ættartölum. Hve langt eigum við þá að leita til þess að hitta ættfaðir okkar? Til sextándu aldar? Þar byrja Lesleyarnir," „Þér verðið að rekja lengra, ef þér viljið hitta hiun fyrsta Trolle," mælti Magdalena. „Kannske til fjórtándu aldar?" „Enn þá lengra. ~;Fyrstu sagnir úm þá eru í sögunni um Givke konung í Vermalandi; hann var uppi áður en kristnin kom til Danmerkur. Einn frænda hans tók upp nafn okkar og skjaldarmerkið sem við eigum síðan.“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.