Þjóðviljinn - 07.08.1947, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 07.08.1947, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 7. ágúst 1947 ÞJÓÐVILJINN Fimmtiu bankasfjórar stjórna þrem af atvlnnulíf! Sviþjóóar Viðtal við Hilding Hagberg um sænsk stjórnmál ® * Wssa frá herbúðum Bloiiend- Meðal Norðurlandaþing- mannanna sem hér dvöldust siðustu viku var Hilding Hag berg, einn af helztu forustu- m. sænskra kommúnista. Hann er 47 ára að aldri og einn af stofnendum sœnska Kommúnistaflokksins, sem varð 30 ára í sumar. Hann hefur verið þingmaður síðan 1932. Þjóðviljinn náði tali af: honum sem snöggvast og bað liann að segja lesendunum ör- lítið um stjórnmálaviðhorfið x Svíþjóð. J — Hver er stefnuskrá sœnsku stjórnarinnar? — Við síðustu kosn. lögðu sænskir sósíaldemókratar fram kosningastefnuskrá sem þeir nefndu „Arbetarrörelsens efter- krigsprogram", stefnuskrá al- þýðusamtakanna að stríði loknu. Kommúnistar lýstu því yfir að þeir myndu af alefli stuðla að því að þessi stefnu- skrá yrði framkvæmd og í engu livikað frá henni, og hún er nú jafnframt stefnuskrá sænsku stjórnarinnar, sem er hrein sósíaldemókratastjórn. — Hver eru helztu atriðin í þessari stefnuskrá? — Helztu atriðin eru atvinna handa Öllum, bætt lífskjör al- mennings og efnahagslegt lýð- ræði. Fyrsta atriðið hefur ekki enn valdið neinum örðugleikum vegna geysilegrar eftirspurnar eftir vinnuafli, en hún er svo mikil að stjórnin hefur sent út menn til suður- og mið-Evrópu til að leita eftir verkamönnum. Annað atriðið — bætt lífskjör almennings — hefur leitt til nokkurra launahækkana og end urbóta á sviðið félagsmála. Um þriðja atriðið — efnaliagslegt lýðræði — er það að segja að þar hefur engu verið um þokað. Hvaða skoðanir hefur þu á aðgerðum stjórnarinnar í heild í sambandi við þessa stefnuskrá? — Ja, allmiklar endurbætur hafa orðið í félagsmálum. Al- mannatryggingarnar hafa verið endurbættar að mun, barna- styrkur hefur verið ákveðinn — 260 kr. á barn til 16 ára ,ald- urs, — gerðar hafa verið nýjar reglur um ibúðarbyggingar, sem hafa í för með sér að það opin- bera tekur smátt og smátt á sig ábyrgð á því að fólk fái betri íbúðir fyrir lægra verð. Ökeypis skólaáhöld og bækur, ókeypis kennsla í æðri skólum, ókeypis skólamáltíðir, ókeypis sumar- ferðalög húsmæðra eru aðrar endurbætur sem þegar er byrj- að að framkvæma. Allmiklar endurbætur hafa verið ákveðn- ar í landbúnaðarmálum, sem hafa í för með sér meiri sam- yrkju og eru spor í rétta átt. Að lokum eru svo launahækk- anir og þar með er það helzta upptalið. — Er þetta ekki töluverður árangur? — Jú, það er mikils virði sem stendur. En endurbætur í félagsmálum geta stundum ver- ið eins og plástur á sári; þær dylja sárið, en lækna það ekki. Á meðan kapítalistarnir hafa öll fjárhagsleg völd geta þeir á ýmsan hátt gert endurbæturnar gagnslitlar. Tökum til dæmis verðlagsmálin. Vegna verðhækk ananna hafa almannatrygging- arnar þegar misst 15% af kaup magni því sem þær höfðu þegar endurbæturnar voru lagðar fyr ir þingið í fyrra. I ár hafa vinnu launin hækkað um 8% að meðal tali, en hin sifellda vöruhækkun veldur því að þau verða senni- HH Svend Linderoth, formaður sænska kommúnistaflokksins lega orðin óbreytt að kaup- magni um áramót. — En rœður ríkið ekki miklu um atvinnulífið í Svíþjóð? í Svíþjóð á 1% af íbúunum 50% af eignum þjóðarinnar, en 3/4 hlutar íbúanna eru eigna- lausir. Um það bil fimmtíu bankastjórar hafa vald yfir og stjórna þrem fjórðu hlutum af atvinnulífi Svíþjóðar. Þegar við tölum um efnahagslegt lýðræði eigum við við það að fulltrú- ar fólksins fái þetta geypilega vald í sínar hendur. Á því sviði hefur engu verið um þokað í Svíþjóð, og aðgerðarleysi rikis- stjórnarinnar á því sviði stofn- ar umbótunum í félagsmálum og kaupgjaldsmálum í beinan voða. — Eftir sænskum blöðum að dæma eru hörð pólitísk átök í Svíþjóð nú. — Já og þau birtast ekki að- eins í hvassyrtum blaðaumræð- um. Kapítalistarnir reyna á ýmsan hátt að torvelda stefnu stjórnarinnar og hefur orðið mikið ágengt. Þeir hafa m. a. skipulagt fjárflótta sem hefur á einu ári lækkað gull- og gjaldeyriseignir Svía úr 2000 millj. í 700 millj. Enn fremur hefur samkeppni þeirra um fjár festingu haft í för með sér all- miklar verðhækkanir. — Hvernig bregzt stjórnin við þessum vandkvœðum? -— Eins heimskulega og hugs azt getur. í stað hinnar upphaf legu stefnuskrár boðar hún nú svokallaða sókn gegn verðbólg- unni, en aðalatriðin eru þau að' launin eiga að standa í stað, umbæturnar stöðvast, vöruverð- ið hækkar á sumum sviðum og- skattar eiga að hækka t. d. á áfengi, tóbaki, veitingum og slíku. — Hvað segja kommúnistar við því? — Við segjum: launin eiga ekki að standa í stað; það verð- ur til þess eins að auka gróða kapítalistanna, sem eru liin beina orsök verðbólgunnar. Um bæturnar verða að halda áfram, og framkvæma verður aðalatrið- in í stefnuskrá alþýðusamtak- anna^ sem sé efnahagslegt lýð- ræða. Engar verðhækkanir, held ur aukna skatta á einokunar- hringana til að lækka vöruverð- ið. — Heldurðu að stjórnin víki frá hinni upphaflegu stefnuskrá sinni og fram- kvœmi þessa nýju afstöðu sem hún hefur boðað? —• Já, ef hún þorir. En hún veit að hið sívaxandi fylgi kommúnista er Þrándur í Götu. Það eru sífellt fleiri verka- menn sem skilja að hin róttæka stefnuskrá sem sósíaldemókrat- ar tóku upp að stríði loknu var bein afleiðing af fylgisaukningu kommúnista, og að framkvæmd hennar er komin undir áhrifum þeirra. Ráðamenn sósíaldemó- kratanna óttast að missa allt álit meðal verkamanna ef þeir láta undan kapítalistunum. Þess vegna er óþarfi að vera svart- sýnn um þróunina í Svíþjóð, bætir Hilding Hagberg við. — Svo heyrði ég einhverja hrópa að þú vær- ir dauður, og ég hugsaði glaður til svona: þar tapaði >.■:> ic : ; fjandinn. Og ég gekk yfir blóðið sem rann útí rykið og sandinn, sjá, Ríkíð lá sigrað og vegurinn breiður. og auður. En minning þín fylgdi mér langt inn á ókunnar leiðir, eins og lýgi um manninn: því hræþefur flakandi sára, með þeynum mun berast um þúsundir komandi ára, — og þó eru næturnar bláar og daganrir heiðir. Loks komst- ég til þeirra er komust sem ég yfir stríðsins kvalir og dauða, til landsins þar pálmarnir spretta, og einhvern ég spurði: Hver andskotinn sjálfur er þetta? í ösinni miðri stóðst þú eins og forseti lýðs- ins. Og bölvun mín kallaði: Bræður og ástkæru vinir.! Hin blessaða hvíldin — frá westrænu sjón- armiði — er stundarkorn liðið. Vér slítum við mann- kynið friðinn . . • — Eg sneri mér undan og sagði: Ókei eins og hinir. Jón Jóhannesson. ■IIBIII Ein af sölubúðum Kaupfélags Reykjavíkur og nágrennis.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.