Þjóðviljinn - 13.11.1947, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 13.11.1947, Blaðsíða 4
4 ÞJÓÐVIL.JINN Fimmtudagur 13. nóv. 1947. þlÓÐVILJINN Útgefandl: Bameinlngarflakkur alþýðu — Sósíalietaflokkurinn Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Slgurður Guðmundsson. áb. Fróttaritstióri: Jón Bjarnaxon. Ritstjórnarskrifstofur: Skólavörðustíg 19. Sími 7600. Afgreiðsla: Skólavörðustíg 19, aimi 2184. Auglýsingar: Skólavörðustig 10, sfmi 8399, ' Prentsmiðjusíml 2184. Aakriftarverð: kr. 8.00 á mónuðt. — Lausasöluverð 60 anr. eint Prentsmiðja Þjóðvlljans h,f. Alþýðuflokkurinn heimtar niðurskurð BÆJARPOSTIRINN Ályktun sú, sem flokksstjórn Alþýðuflokksins samþykkti um „lausn dýrtíðarmálanna“ s. 1. laugardag og Alþýðublað ið fagnaði sem mest s. 1. sunnudag, var loksins birt í gær. Hefur auðsjáanlega staðio í nokkru þófi um það, hvort hún ætti að fá að koma fyrir almenningssjónir, og er það mjög að vonúm. í ályktuninni segir m. a.: ,,Telur flokksstjórnin nauðsyn- legt að gera ráðstafanir til þess að samræmi náist milli framleiðslukostnaðar og söluverðs útfluttra afurða, og telur að ekki verði hjá því komizt, að allir landsmenn verði til bráðabirgða að leggja nokkuð í sölurnar, hver eftir sinni getu.“ Ennfremur: „Vill flokksstjórnin benda trún- aðarmönnum sínum á að athuga sérstaklega verðhjöðnun- arleiðina. Yrði þá að framkvæma hana á þann veg, að lækkað yrði verðlag á innlendum framleiðsluvörum til neytenda og allt vöruverð í landinu, sem vinnukaup orkar á, samtímis því sem allar verðvísitöluuppbætur á launa- greiðslur yrðu lækkaðar. . . .“ Þetta er það sem næst verður komizt vilja flokksstjórn- arinnar um „lausn dýrtíðarmálanna," en um nánari skil- greiningu tillagnanna segir svo: „Flokksstjórnin telur, að svo verði bezt gætt hagsmuna alþýðunnar (! >, að trún- aðarmenn Alþýðuflokksins í ríkisstjórn, á alþingi og í miðstjóm, beiti eftir megni áhrifum sínum til skynsamlegrar og réttlátrar(!) lausnar þessara miklu vandamála.“ Enn- fremur: „Flokksstjórnin felur ráðherrum flokksins, þing- mönnum og miðstjórn að vinna að lausn þeirra mála, til hagsbóta fyrir alþýðuna í landinu(!), og i samræmi við markmið, stefnu og starfsaðferðir Alþýðuflokksins, og láta þar sem endranær málefnin ráða(!) samvinnu eða samvinnuslitum við aðra flokka.“ Hið mikla afrek flokksstjómarinnar til „lausnar dýr- tíðarmálunum“ er því það, að gefa trúnaðarmönnum sín- um „í ríkisstjórn, á alþingi og í miðstjóm“ fullkomlega frjálsar hendur til hverra þeirra aðgerða, sem Stefán Jó- hann & Co. telja sér 'hagkvæmar. Þó vill flokksstjórnin ekki láta hjá líða, að benda þessum „trúnaðarmömium" sínum á — ef þeim skyldi nú ekki hafa dottið það í hug sjálfum! — að „athuga sérstaklega" niðurskurð á vísitölu og láta alla landsmenn „leggja nokkuð í sölumar". Ekki vill flokksstjómin btnda hendur ,,trúnaðarmanna“ sinna að neinu leyti. minnist t. d. ekki á gengislækkun, hrossakaup- in um lífskjör íslenzkrar alþýðu eiga að verða fullkomlega skefjalaus. Þetta er þá hin glæsilega samþykkt flokksstjómarinn- ar um „lausn dýrtíðarmálanna", það var ekki að furða þó Alþýðublaðið væri kampakátt. Hitt er ekki eins víst að óbreyttir Alþýðuflokksmenn verði miður sín af fögn- uði. Þeir hafa ekki þvílíka reynslu af Stefáni Jóhanni og Hedtoft er enginn hani Alþýðublaðið birti í gær mynd af Hans Hedtoft og stóð undir henni: Hane Hedtoft. í tilefni af þessu skrifar danskur maður, búsettur hér í bæ, eftirfarandi: „Eg vil hérmeð mótmæla ein dregið hinum dónalega áburði Alþýðublaðsins á Hans Hedtoft, foringja danskra jafnaðar- manna, að hann sé hani, eins og þetta blað, sem kallar sig jafnaðarmannablað leyfir sér að gera í dag. Eg er viss um, að allir Danir, búsettir hér á Is landi, sem sjá Alþýðublaðið í dag hneyklsast á þessu miður smekklega uppátæki blaðsins. Það eru tilhæfulaus ósannindi, að herra Hedtoft eigi nokkuð skylt við hænsn eða aðra fugla; en ef til vill finnst þeim, sem ætluðu að svívirða herra Hed- toft, að allir þeir jafnaðarmenn sem uppi eru eiga skylt við póli tísk pútnahús og fara í því eft ir eigin atvinnuvegi, en þetta á að minnsta kosti ekki við lierra Hedtoft. Virðingarfyllst Rvík. 12. nóv. 1947 J.P.C. Káklagfæringar á skömmtunarkerfinu „Húsmóðir“ skrifar: „Það gengur treglega að koma skömmtuninni í skynsam legt horf. Að visu. eru alltaf að koma einhverjar káklagfæring ar, þegar búið er að halda nægi lega mergjaðar skammaprédik- anir yfir hinum óhæfa skömmt- unarstjóra og yfirboðara hans Emil Jónssyni. En káklagfær- ingar á káki verða aðeins verra kák. Þjóðviljinn hefur oft minnzt á mjólkurskömmtunina og rétt- indaleysi barna, gamalmenna, sjúklinga og barnshafandi kvenna, en ekkert hefur áunnizt enn. Þessir aðilar finna ekki náð fyrir augum yfirvaldanna frekar en aðrir sem lítils mega sín í þjóðfélaginu. En það er auðvitað algert siðleysi að skammta eftir einfaldri deil- ingu, en taka ekkert tillit til sérþarfa manna. Mjólk beint til ueytenda óskömmtuð „En það er eitt sem ég hef ekki séð minnzt á í Þjóðviljan- um, og það er sú kynlega stað- reynd, að allmikið af mjólk er enn selt óskammtað í bænum. Allir framleiðendur sem selja beint ti! neytenda eru undan- þegnir skömmtunarreglum, þar á meðal bæjarbúið á Korpúlfs- stöðum! Þeir sem eru svo lán- samir að skipta beint við fram. leiðendur, fá hjá þeim eins mikla mjólk og um semst þeirra á milli og geta auk þess farið Heyrt og séð Framhald af 3. síðu Eg gaf mig á tal við nokkra menn, sem þarna voru. „Maður fær kannski dag og dag“, sagði ungur maður. „Atvinnuleysisár in?“ sagði gamall maður. „Já, hvort ég man atvinnuleysisár- in. Og þó svo ég væri búinn að gleyma þeim, þá er nú verið að minna mig á þau.“ — Eg stóð um stund-við hátt afgreiðslu- borð, sem liggur yfir þveran vesturendann og skammt frá mér tveir miðaldra menn og ræddust við. „Maður verður að fá sér kaffisopa, þó ekki sé ann- að,“ sagði sá, sem nær mér stóð og fékk sér sopa af svörtu kaffi úr krús. Á lægra borði innanvið afgreiðsluborðið voru tveir stórir kaffikatlar, rúg- brauðshleyfur, makarínstykki og bollapör. Á veggnum héngu fjögur almanök, er gáfu til kynna, að það var 11. nóvem- ber 1947, einn dagur á valda- tímabili „fyrstu ríkisstjómar- innar, sem Alþýðufiokkurinn myndar á íslandi". Aðalbækistöðvar fluttar Það er nú alllangt síðan íhald tala innlendrar vöru getur aldrei orðið miklu l£egri en sú erlenda. Raunveruleg vísitölulækkun í stórum stíl (t. d. niður í 200 stig)! er óframkvæmanleg vitleysa, og fölsuð vísitölulækkun, lækkun með valdboði, merkir ehihliða launa- lækkun ásamt gjaldþroti flestra þeirra. sem hafa lagt á sig skuldir til nýrra framkvæmda undanfarin ár. Þetta vita þeir menn mætavel, sem flokksstjómarfundinn sátu, og þegar þeir tala um verðhjöðnun, eiga þeir við einhliða fylginautum hans, að þeir vænti sér neins góðs af sjálf- j kjaraskerðingu alls almennings, þótt tæpitunga sé notuð í dæmi þeirra. Og þeim mun þykja næsta óþarft að minna þá háu herra á að „athuga sérstaklega" niðurskurð á vísitölu og þar með kaupi. Eins og þrásinnis hefur verið sýnt fram á hér í blaðinu er aðeins hægt að lækka verð og kaup að jöfnu á tiltölu- lega takmarkaðan hátt. Vísitala aðfluttrar vöru er um 360 stig. Það má lækka hana um nokkra tugi stiga með því að afnema tolla og skera burt milliliðagróðann, en að öðru ’eyti er Jiún háð aðstæðum, sem við ráðum ekki við. Vísi- blekkingaskyni. Það er athyglisvert að bera samþykkt flokksstjórnar- innar saman við hina alræmdu samþykkt Landssambands útvegsmanna, sem gerð var að undirlagi Finns Jónssonar og ríkisstjómarinnar. I samþykkt Alþýðuflokksstjómar- innar er þess gætt að brjóta að engu í bága við hinar hroða- legu samþykktir útgerðarmanna, hún veitir Alþýðuflokks- broddunum einnig sjálfdæmi til að fylgja þeim í einu og öllu. Tímhm mun bráðlega leiða í ljós.hvort svo verður. í verzlanir og fengið mjólk út á skömmtunarseðla sína! Og þetta viðgengst á sama tíma og þeir sem mesta hafa þörf mjólk urinnar fá ýmist hungurlús eða ekki neitt dag eftir dag, þegar lítil mjólk berst. Eg kalla þetta hneyksli og enn eitt dæmi um algert getuleysi skömmtunar- yfirvaldanna. Húsmóðir“. ★ Hver er leyndardómur- inn um steikta þorsldnn? Maður nokkur hringdi á skrif stofu blaðsins i gær- og sagðist hafa komizt að raun um, að steiktur jxirskur væri ekki allstaðar jafn hátt skrifaður. Með hliðsjón af verðinu á steikt um þorski í tveim verzlunum gerði hann þá ályktun, að einn kaupmaður teldi þessa fæðuteg und þriðjungi merkilegri en ann ar kaupmaður. Saga mannsins er í fám orð- um þessi: Hann fór um daginn í búðir til að kaupa steiktan þorsk að borða handa sér og f jölskyldu sinni. Fyrst fór hann inn í ,,Sæbjörgu“ á Laugavegin um og þar kostaði kílóið af steiktum þorski 8 kr. Svo fór hann í „Kjöt og fisk“ á horní Baldursgötu og Þórsgötu og þar kostaði kílóið af steiktum þorski 12 kr. Vill nú ekki sá, sem stjórnar „Kjöti og fiski“, vera svo góður að segja okkur, hverjir eru þeir eiginleikar hins steikta þorsks, sem hann metur svo mikils, að þessi fæðutegund er 4 kr. merki legri á kílóið hjá honum en hjá „Sæbjörgu"? Allir eiga jafnan rétt til að vita leyndardóminn um steikta þorskinn. ið flutti aðalbækístöðvar sínar úr Varðarhúsinu í virðulegra umhverfi milli útvarpsstöðvar- innai- og Morgunblaðsins. Þar standa nú mestu menn þess upp á fundum í glitrandi glæst- um húsakynnum og lialda á- jfram að segja „stétt með sétt“, —- og áheyrendur, eins og t. d. Guðrún Guðlaugsdóttir og Er- lendur Pétufsson halda áfram að hrópa. „heyr!“ af hrifningu. Og þangað koma ungu íhalds- piltarnir til að læra undirstöðu- atriði í því að vera pólitísk mikilmenni, læra að segja „stétt með stétt,“ — og ball á eftir. Og vel á minnzt, — þarna mun á morgun hef jast eitt stórkost- legt stjórnmálanómskeið með ótal ræðumönnum, hvaraf einn ætlar sér, að því er manni skilst, að sýna fram á kosti auðvalds- skipulagsins og ókosti sósíal- ismans. Aldrei er góð vísa of oft kveðin. ★ En niðrí Verkamannaskýli sitja ungir og gamlir menn eins og forðum og eru atvinnulausir. Og á svalir Varðarliússins, þar sem áður gat að líta hinn breiða borða íhaldsins með áletrun- inni „stétt með stétt", er nú komið skilti og á það skráð stór um stöfum: HEILDSALA. Lýkur svo þessari stuttu grtiin um tvö pólitísk hús.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.