Þjóðviljinn - 13.11.1947, Síða 8

Þjóðviljinn - 13.11.1947, Síða 8
þjÓÐVB” Sundmót Árntanns Sigurður Þingeyingúr methafi í 50 ml bringusimdi Á sundmóti Armaniis í Rærkvöid voru sctt fjögur ný met. í scrstakri mettilraun setti Sigurður Þingeyingur nýtt íslands- met í 50 m. bringusundi, 33,7 sek., en Sigurður KB-ingur, sem háði einvígi við hann, komst einnig fraúi úr gamla metnu á 33,8 sek. Ari Guðmundsson ruddi meti Jónasar flaildéj’ssonar i 200 m. skriðsimdi á 2 mín. 25,9 sek. Sigurður KR-ingur setti nýtt íslandsmet í 100 m. bringusundi, 1 mín. .17,2 sek og KoibiTm Ólafsdóttir úr Ármanni í 50 m. skriðsundi á 34,8 sek. — Ai' - var keppt í 10 greinum á mótinu . KRON hefur fengið nýjar fatahreinsunarvéiar og eru áfköst þeirra tvöföld á við gömlu vélanna og styttist afgreiðslutími þvá um helming. Vélar þessar hreinsa hin viðkvæm- ustu efni svro þau verða sem ný. — Hér að ofan sjáið þið hinar nýju hreinsunarvélar. — (Nánar í auglýsmgu á 7. síðu í dag.) 9. þing Bandalags. starfsmanna ríkis og bæja: táfið þá a me Aukaþing kvaft saman ef nauðsyn krefur Níunda þingi Bandalags starfsmanna ríkis og bæja lauk s.I. mánudag. Sátu þingið 60 fulltrúar frá 23 sambandsfélögum. Þingið ræddi og samþykkti allítarlegar til- lögur um dýrtíðarmál, skattamál, launalög, lýð- ræði í atvinnumálum, tryggingamál o. fl. Lárus Sigurbjörnsson var endurkjörinn formaður sam- bandsins, en Ólafur Björnsson varaformaður. Aðrir í stjórn pess eru: Meðstjórnendur: Ingibjörg Ögmundsdóttir Guð jón B. Baldvinsson Nikulás Frið riksson Pálmi Jósefsson og Þor valdur Árnason. Varastjórn: Hálfdán Helgason Hannes Björnsson Magnús Eggertsson, Sigríður Eiríksdóttir. Endurskoðendur: Andrés G. Þormar og Björn L. Jónsson, og til vara Karl Ó. Bjarnason. Fjölmenn minn- ingarathöfn um Steinþór Sigurðs- son Minningarathöfn fór fram í Dómkirkjunni í gær um Stein- þór Sigurðsson magister. Var mikið f jölmenni þar saman kom ið. Sr. Jón Thorarensen flutti stutta ræðu og bæn. Þeir Páll Isólfsson og Þórarinn Guð- mundsson léku lagið: Kom dauð ans blær, ennfremur Litanei eft ir Schubert og sorgargöngulag eftlr Johan Svendsen. Samþykkt B.S.R.B. uin Jýrtíðarmál ,,9. þing B.S.R.B. gerir svo- fellda ályktun varðandi dýrtíð- armálin: a. Nauðsynlegar byrðar vegna dýrtíðarinnar ber fyrst og fremst að leggja á þá, sem gjaldþolið hafa mest. b. Að gefnu tilefni varar þing ið mjög ákveðið við verulegri verðhjöðnun. c. í sambandi við umræður um niðurfærslu verðlags bendir þingið á þá staðreynd, að verð- lagsuppbót á laun hefir frá því verðbólgan hófst verið reiknuð ársf jórðungslega eða mánaðar- !ega eftir á með þeirri afleið- ingu að launþegar hafa um skemmri eða lengri tíma raun- verulega greitt hækkað afurða- verð með óbreyttri vísitölu, og þannig borið skarðan hlut frá borði, en þó einkum vegna ráðstafana um niðurgreiðslur afurðaverðs. Fyrir því telur þingið launþega eiga siðferðis- lega rétt á, að sá halli verði jafnaður, þegar dýrtíðin minnk ar, þanuig áð vísitölulækkun stafi af lækkuðu afurðavérði, enda gáfu þuigflokkarnir á sín- um tíma fyrirheit um að svo yrði. d. Þingið vekur sérstaklega athygli á því, að flest stéttar- félög með frjálsum. samnings- rétti um kaup og kjör hafa fengið verulegar grunnlcaups- hækkanir síðan gildandi launa- lög voru sett. e. Þingið ieggur áherzlu á að samtök launþega og framleið- slustétta eigi læss kost að fylgjast með ráðstöfunum þeim, sem Alþingi hyggst að gera. f. Þingið felur stjóm B.S.R.B. að kalla saman aukaþing þess, hvenær sem henni finnst á- stax5a til, vegna aðgerða lög- gjafans í dýrtíðarmálunum.“ ■ íslandskvikmynd Loftnr Guðmundssoii, ljós- myndari, hafði fyrstu opinbera sýningu á íslandskvikmynd únnl í Tjarnarbíó í gærkvöld. Sýningin hófst kl. 9 og luuk lienni tæplega 12. Húsið var i'ull.skipaó áhorfendum, sem klöppuðu höl'undi lof í lófa að 'okini’i sýningu. Þessi íslandskvikmynd Lofts kemur víða við. Hún sýnir ís- fenzkt landslag eins og það gerist fegurst og eins og það gerist tignarlegast, bæði sumar og vetur. Hun sýnir merka sögu itaði, menntasetur, söfn og fleira slíkt. Og hún sýnir þjóð- ina við hin ýmsu störf sín, lýs- ir helztu atvinnuvegum hennar. Langur kafli kvikmyndarinnar er algjörlega helgaður Heklu- gosinu. Síðasti kaflinn er al- gjörlega helgaður kveniegri feg urð, íslenzkri; — heitir ,,íslenzk ar blómarósir.“ Loftur ætlar fyrst að sýna myndina hériendis en mun seinna senda hana til' útlanda, m. a. til Islendingabyggðanna í Vesturheimi. • - Tírslit urðu sem hér segir: 100 m. bringusund karla: 1. Sig. Jónsson KR 1:17,2 sek. (Nýrtt met). 2. Ari Guðmundsson Æ 1:20,2 sek. 3. Atli Steinarsson ÍR 1:24,2 sek. — Gamla metið 1:17,7 sek., var sett af Sig. Jónssyni H. S. Þ. 50 m. skrið- sund kvenna: 1. Kolbrún Ólafsdóttir Á. 34,8 sek. (Nýtt met). 2. Sólrún Ingadc III 39,6 sek. — Gamla metiC vai’ 35,7 sett af Minnie Öiafs- dóttur úr Ægi. 200 m. skriðsund karla: 1. Ari Guðmundsson Æ. 2:25,9 sek. (Nýtt met). 2. Ólaf- ur Diðriksson Á. 2:43,0 sek. 3. Ragnar Gíslason KR 2:43,2 sek. - íslandsmetið í þessu sundi átti Jónas Halldórsson og var það 2:26,7 sek. 50 m. baksuitd drengir: 1. Theodór Diðriksson Á. 38,4 sek. 2. Helgi Jakobsson Eldsvoðar 1 gærkveldi kom upp eldur í Kexverksmiðjunni Esju í Rauð- arárholti. Hafði kviknað í út frá olíukyndingu í miðstöðvar- klefa. Slökkviliðinu tókst að kæfa eldinn áður en skemmdir yrðu verulegar. Um kl. 2 í gær kviknaði í kaffiskúr bæjarvinnumanna við Miklubraut. Skúrinn skemmd- ist talsvert og hiífðarföt, er verkamennimir geymdu í hon- um, brunnu. xírbók Slysa- varnafélagsins Arbók Slysavarnafélags ís- lands fyrir árið 1947 er komin út og flytúr hún m. a. starfs- skýrslu félagsins yfir árið 1946. í bókinni er ávarp séra Jak- obs Jónssonar við vígslu nýju björgunarstöðvarinnar í Örfir- isey í fyrrasumar og margar myndir frá þeirri athöfn, smíða lýsing björgunarskipsins Sæ- bjargar, um 15 ára starf kvennadeildarinnar í Keflavík, skrá yfir björgun og aðstoð úr sjávarháska og skip sem varð- skipin liafa veitt aðstoð árið 1946, sjóslys 1946 o. fl. Margar myndir eru í bókinni. — Ár- bókin verður seld á götunum í dag og eru söluböm beðin að mæta í dag í skrifstofu Slysa- varnaíélágslns í Hafnarftúslim. ÍR 42,3 sek. 3. Haukur Björns son KR 45,8 sek. 100 m. bak- sund karia: 1. Guðmundur Ing- ólfsson ÍR 1:18,7 sek, 2. Ólafur Guðmundsson ÍR 1:21,0 sek. 3. Halldór Bgchmann Æ. 1:25,2 sek. 100 m. bringusund drengja: 1. Kristján Þórisson-Ungmenna félagi Reykdæla 1:25,1 sek. 2. Þorkell Pálsson Æ. 1:33,3 sek. 3. Guðjón Þórarinsson Á 1:34,8 sek. 100 m. bringusund kvenna: 1. Þórdís Árnadóttir Á. 1:36,2 sek. 2. Lilja Auðunsdóttir Æ. 1:38,5 sek. 3. Kolbrún Ólafsdótt ir Á. 1:45,3 sek. 50 m. skrið- sund drengja: 1. Helgi Jakobs- son ÍR 32,5 sek. 2. Theodór Diðriksson Á. 33,3 sek. 3. Guð jón Jónsson Æ. 34,3 sek. 200 m. bringusund karia: 1. Sigurður Jónsson H.S. Þ. 2:51,6 sek. 2. Atli Steinarsson ÍR 3:10,3 sek. - í sérstakri mettilraun syntu þeir Sigurðarnir úr H.S.Þ. og KR 50 m. bringusund neðan við gamla metið, sem var 34,3 sek. sett af Herði Jóhannssyni úr Ægi. Synti Sig. Þingeyingur á 33,7 sek. en Sig. KR á 33,8 Jólaleikritið í ár: Einusinni var..“ eftir Drachman Leikfélag Reykjavíkur byrj- ar í næstu viku að sýna á ný leilíiitið „Skálholt” eftir Kamb- an, en jólaleikrit félagsins verð- ur „Einu sinni var ....“ eftir Drachmann. Leikfélag Reykjavíkur hefur undanfarið sýnt gamanleikirm „Blúndur og blásýra" og var 10. sýning í gærkveldi. Um eða eftir miðja næstu viku hefjast sýningar á leikritinu „Skál- holt“ eftir Guðmund Kamban. Aðalhlutverkin verða leikin af sömu leikurum og áður en nokk ur breyting verður á smáhlut- verkum. Þá hefur félagið ákveðið jóla- leikritið, en það verður að þessu sinni „Einu sinni var eft- ir Drachmann, en tónlistin er eft ir P. E. Lange-Mtiller. Æfíng- ar eru þegur byrjaðar. Þetta leikrit var sýnt hér árið 1925. Adam- Poulsen setti leikinn þá á svið og lék sjálfur aðalhlut- verk ierkritsins. Lárus Pálsson ‘er leikstjórr að þessu sinnl. v

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.