Þjóðviljinn - 05.08.1948, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 05.08.1948, Blaðsíða 4
iii - - • "¦ iii i.i _j, tt "V THmmtuctagur 5. i. JLgúst • !84>i. %S£ þJÓÐVILJINN Útgefandl: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (&b>. Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason. Blaðam.: Ari Kárason, Magnús Torfl Ólafsson, Jónas Árnason. Ritstjórn, afgrelðsla, auglýslngar, prentsmiðia. Skólavörtto- stig 19. — Simi 7500 (þrjár línur) ÁBkriftarverð: kr. 10.00 á mánuðL — Lausasöluverð 50 aur. elat. FrentsmiSja I-jóBvHjans h. f. SósíalLstaflokkurlmi, Þorsgötu 1 — Slml 7510 (þrjár línur) Smáflarblettur á lýðveldinu Það fer ekki hjá því að fréttaflutningur ríkisútvarpsins ©g borgarablaðanna um viðburðina á Malakkaskaga veki viðbjóð hjá hverjum íslending, sem kær er þjóðfrelsisbar- átta sinnar eigin þjóðar og annarra undirokaðra þjóða. Það hefur verið aðalsmerki íslenzkra skáJda og blaðamanna frá því á 19. öld að við fórum sjálf ir að hrista af okkur okið, að hafa fyllstu samúð með öðrum þeim þjóðum, sem berjast fyrir frelsi sínu. Það er smán fyrir ríkisútvarpið og borg- arablöðin hvernig sú stefna nú er svikin. Brezku einokunarhringarnir hafa rúð Malaja ver en danskir einokunarkaupmenn íslarid. Tinnámur og gúmmi- ekrur voru auðlindirnar, sem brezkir auðmenn usu af, en létu þjóðin lifa við sult og seyru. Brezku yfirvöldin voru hötuð. Því reyndist japanska hervaldinu svo auðvelt að reka hvítu kúgamana á brott og setjast sjálfir í sess þeirra. En Malajar börðust gegn Japönum fyrir eigin frelsi. Og þegar Japan beið ósigur komu Bretar til Malaja aftur, til að sölsa undir sig auðlindir þjóðarinnar á ný. En Malajar voru að ber/jast fyrir sjálfstæði sínu, ekki fyrir að fá brezka kúgun á ný. Þessvegna ólgar nú á Malakkaskaga, er Bretar hafa aftur hafið arðránið á verkalýð tinnámanna og gúmmíekraaina — og lækkað verðið, til þess að græða .það á Malajum, sem þeir tapa á viðskiptunum við Bandaríkin. Til þess að koma þessari kúgun f ram, haf a Bretar bann- að verkalýðssambandið í Mala jalöndum og gef ið lögreglunni rétt til þess að skjóta hvern, sem hún grunar um andstöðu við brezku kúgunarstjórnina. Út af þessum fasistisku ráðstöfunum þessara brezku kúgara, sem feta í fótspor japönsku yfirdrottnaranna, stendur nú baráttan á Malakkaskaga. Hver ærlegur íslendingur hlýtur að hafa samúð með þjóðfrelsisbaráttu þeirri, sem þar er háð. Þegar brezkt ránsvald fór svipað að í Búalandi um alda- mótin, kvað Stephan G. að brezka þjóðin ætti „helga heimt- ing á um höfuðglæp þinn níð að fá". Og Guðmundur á Sandi fordæmdi í mergjuðu kvæði: „níðinginn, sem Búa bítur, Búddalýð til heljar sveltur". En nú bregður svo við að sjálft íslenzka ríkisútvarpið ©g auðvitað hin þýlyndu borgarablöð taka undir brezku lygafregnirnar frá Malakkaskaga. Sómatilfinning og sann- leiksást hefur auðsjáanlega verið fyrsta afborgiuiin af Marshallláninu, eftir að þjóðfrelsi Islendinga var veðsett Bandaríkjunum. Þeir „íslendingar", sem nú samsinna niðingsverkum Breta með þátttökunni í áróðri þeirra og beegja málstaö fátækra, undirokaðra þjóða frá útvarpi og Wöðum, eru svívirða fyrir föðurland svtt, — og mest er svÍTÍrðlng þeirra, er þessu stjórna: ráðherranna. Slíkir „íslendingar" gætu eins 'hafa fagnað, er Ögmundur biskup var fluttur burt blindur með ofbeldi erlendra kúg ara, eða Jón Arason og synir 'hans hálshöggnir fyrir and- «töðu gegn erlendri kúgun, eins og forustumenn hinna fomu menningraþjóða í Austurlöndum nú. Bretar fremja nú .samskonar verk á Malakkaskaga og Danir frömdu hér 1541 og 1550. : Það er smánarblettur á lýðveldi voru að hér skuli finnast menn, sem með lygaáróðri í þjónustu kúgaranna taka af- ætöðu gegn frelsisbaráttu undirokaðrar þjóðar. Hér þarf að .iverða tafarlaus breyting á. Blettin þarf að þvo af. [BÆJARPOSTIJIUNN Ipfe. ¦ ¦ • ¦ ¦•SijijHS She's sure, are you? Ósköp finnst mér óviðfelldið, þegar fyrirtæki auglýsa hér í blöðum ágæti sinna vörute^- unda á útlendum málum. í gær mátti t. d. sjá í Morgunblaðiuu auglýsingu um eitthvert krem. sem á að fyrirbyggja svilalýlit, en auglýsingunní fylgdi mynd af manni og konu cg yfir henni stóð á ensku, að kon- an væri alveg örugg, og jafn- framt spurt, hvort aðrar konur gætu sagt hið sama — She's sure, are you? — Já, þetta er ósköp óviðfelldið. — FyrfrtæJu ættu helzt að tala íslenzku — eins þótt þau þurfi að spyrja viðskiptavini sína, hvort það sé svitalykt af þeim. Athugasemd varðaudi fiskbúðarumsókn Frá skrif stof u borgarst j 5ra hefur mér borízt eftirfarandi ;ií- hugasemd: „I Þjóðviljanum 20. júlí s. L (bæjarpóstur) eru þau ummæli höfð eftir fisksala á Óðinstorgi, að bæjarstjórn Reykjavíkur hsfi neitað honum um lóð undir uý- tízku fiskbúð í Kleppsholti. Út af þessu skal það fram tek ið, að maður þessi hefur aldrei sent bæjaryfirvöldum umsókn um lóð undir fiskbúð á þessum stað, og hefur því ekki verið urn hana neitað. Hann telur sjálfur nmmælin ranglega eftir 3ér höfð. — Skrifstofa borgar- stjóra". Honum var ságt það tilgangslaust Eg skrapp út á Óðinstorg í gærmorgun, sýndi fisksalanum bréfið og spurði, hvort har.n vildi ekki láta einhvers getið i sambandi við það. — Jú, þf.ð er ekki von að umsókn hatis finnist í skjalasafni borgav- stjóra, því þegar hann vildi koma henni á framfæri við þá menn, sem á sínum tíma örih- uðust úthlutun lóða í Klepv.-.s- holti fyrir bæinn, fékk hann þao svar, að tilgangslaust væri að sækja um lóð fyrir hús af þeirri stærð, sem hann hugsaði sér. Það átti að vera 35 fermetrar, nýtízku fiskbúð, eins og áðuv er sagt. Þegar þetla gérð'lst-, heldur hann, að engin föst fisk- búð hafi verið komin í Klepj>3- holt. Nú munu þar vera ei.nor þrjár fiskbúðir í óvönduðvrr. timburskúrum. hafa áður komið fram óskir um að hin vinsæla kvikmynd, Borg- arættin, yrði sýnd aftur, enda ætti slíkt auðveldlega að geta orðið, ef satt er, að kvikmynd- in sé í fastri eigu Nýja bíós. Nú hef ég fengið bréf, þar "á.nn þessa er eim óskað. „Þetta ætti að vera upplagt fyrir Nýja Ríó í rikjandi kvikmyndaskorti, því ekki þarf að kvíða ónógri að- sókn", segir bréfritarinn. 1» .',...¦• u I Vill fleiri almennings- síma Og loks er bréfkafli frá „bédé". Hann segir: „Hér í bæn um rikir hörmulegur skortur á almenningssimum. Afsökumn fyrir því, að ekki er úr þessu bætt, er vist sú, að ekki sé hasgt að auka við símum, meðni stækkun miðstöðvarinnar er ekki komin í framkvæmd. Eg held hinsvegar að mjög hentugt ráð til bráðabirgða lausnar á vandræðunum sé að setja upp almenningssíma á víð og dreif um bæinn. Ástandið getur tæp- lega verið svo slæmt, að mið- stöðin þoli ekki örfáa almen.'.- ingssíma til viðbótar, en mel þeim yrði hinum mörgu sírr.a- leysingjum veitt ómetanleg hjálp. — bédé" \ frá toíniíins Borgarættin enn Mörg kvikmyndahúsaiina hafa nú um tíma gert hlé á starfsemi sinni, önnur sýna nær eingöngu gamlar myndir. Ástæð an er sögð vera erfiðleikar á öflun gjaldeyris til útvegunar kvikmynda. — Hér í dálkunum © Karlsefni kom af veiðum í fyrra dag og hélt til útlanda strax um nóttina. Geir og Búðanesið komu af veiðum í gærmorgun. Geir fór nœr samstundis til útlanda en Búðanesið átti að fara í nótt eða dag. Tröllafoss lagði af stað til Vestmannaeyja í fyrrakvöld, en þaðan var fertiinni heitið vestvr um haf. Sutherland, Hekla, Esja, Herðubreið og Skjaldbreið vnrj í höfninni í gær, Foldin og Vatna- jökull sömuleiðis. Olíuskipið enska, Ladía, var farið í Skerjafjörð að aftappa olíu tíl Shell. Annað olíu- skip var komið til Esso í Hvalf jörð EIM8KIP: Brúarfoss er 5 Leith. Fjallfoss cv í Antwerpen. Goðafoss fór frá Jíi'.v York 2. 8. til Reykjavíkur. Lag^r- foss var væntanlegur til ReykJA- vfkur kl. 29.00 í gærkvöld 4. 8. frá Leith. Reykjafoss kom til Hull 3. 8. fór þáoan í gærkvöld 4. 8. til Rott- oidam. Selfoss fór frá Leith i fyira kvöld 3. 8. til Reykjavíkur. Trölla- foss var í Vestmannaeyjum í gær. HRjráá fór frá Vestmannaeyjum 31. 7. til Hulfc Sutherland kom til Reykjavikur 2. 8. frá Hull. Skip Emarssonar og Zoiíga Foldin og Vatnajökull eru i Reykjavík. Westhor lestar frjs- inn fisk í Keflavík. Lingestroom fór í gærkvöldi frá Amsterdam til HuII. ÚtvarpW í dagr: 19.30 Tónleikar: Óperulög (þlptur). 20.30 Útvarpshljómsveitin (plötuvc a) Húmoresk eftir Dvorák. b) „Á persneskum markaði" eícir Ketelby. c) Cahsonctta eftir d'Am- brosio. d) Mcnúett i rókóstíl nftir Henry Gechl. e) Hátíðargöngulsg eftir Árna Björnsson. 20.55 Frá. útlöndum y (Axel Thorsteinsson). 21.15 Tónleikar: Svita úr „Pétvi Gaut" eftir Grieg (plötur). 21.30 Erindi: Þingvallafundurinn 1849; fyrra erindi (Lúðvík Kristjánsson ritstjóri). 22.05 Vinsæl lög (plötur). Hið hlutlausa ríkisútvarp birtl þá furðufregn í fyrrakvöld að þa5 væri brottrekstr arsök úr „hin- um kommúu- istíska einíngar flokkl jafrtao- armanna"(!) Austurþýzka- landl aíi elga,. samstarf við jaínaoarmennO!) Mættl ég ^-iðja um að fá brezku fréttlrnar belnt, óþýddar, í staö- inn fyrir slíka og þvilika eud.v- leysu. Skátarnir gefa út sérstakt dag- blað meðan mót þeirra stendur á Þingvöllum. Nefnist blað þetta Ármann. f>að er 4 síður; hvert tölu blað flytur ýmiskonar fróðleik um skáta, einnig fréttir af mótinu og fylgir að jafnaði með f jöldi mynda. Fyrsta tölublað flutti m. a. reglur um mótið á þrem tungumálur-i, íslenzku, ensku og dönsku. Mótstjóri er Páll Gíslason, Bóiusetning gegn barnaveiki held ur áfram og er fólk minnt á að láta enduvbólusetja börn sín. Pönt- unum veitt móttaka frá kl. 10—12 á þriðjudögum og fimmtudögum í síma 2731. Næturakstur í nótt og aðra nótt annast Hreyfill. — Sími 6633. Næturvörður er í Ingólfsapóteki. — Sími 1330. Söfnin: Landsbókasafnið er opl3 kl. 10—12, 1—7 og 8—10 alla virka daga nema laugardaga, þá kl. 10— .12 og 1—7. ÞJóðskjalasafnið kl. 2 —7 alla virka daga. Þjóðminjasafn- ið kl. 1—3 þriðjudaga, fimmtudaga og sunnudaga. Listasafn Einara Jónssonar kl. 1,30—3,30 á sunnu- dögum. Bæjarbókasafnið kl. 10—30 alla virka daga, nema yflr sumar- mánuðlna, þá er safnið opið kl. 1—i á laugardögum og lokað k sunnudögum. Veðiið í dag: Vestan og suðvest- an gola. Skýjað með köflum en vrrkomulaust. SlysavarnafélagiS lætur gera kvik- mynd um Dhoon strandið Slysavarnafélagið hefar feng- ið Óskar Gíslason, ljósmyndara til að taka kvikmynd er sýna á Dhoon strandið og; aðstöðmva við björgun skipsbrotsmaim- anna. Óskar hefur þegar hafið verk- ið og er lokið fyrsta hluta mynd arinnar, sem er af sigimi í Látrabjarg. Óskar seig sjálfur í bjargið og tók nokkurn hluta. myndarinnar úr fjörunni. Me5 honum voru við þennan hliita myndatökunnar f lestir söm a mennirnir sem tóku-þátt í bjöig uninni þegar strandið varð. Seinni hluti myndarinnar verð ur hins vegar ekki tekinn f'/rr en í haust eða vetur þegar jörð verður orðin þakin snjó, en þaö var einmitt í frosti og byl sem strandið vildi til. Loks verðnr svo sjálft strandið tekið annara staðar sennilega í einhverjum strönduðum togara við strer.d- ur landsins.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.