Þjóðviljinn - 05.08.1948, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 05.08.1948, Blaðsíða 8
Miklll hluti síldveiðiflotans að hætta veiðum vegna fjárskorts ESJÓÐVÍUlNtS Ráðstafanir ríkisstjórnarinnar til að halda síldarút- gerðinni gangandi kák eitt Engln síld barst tll Siglufjarðar i gær þrátt fyrir ágætt veiðivedur Nýtt heimsmet sett á Olympíumótinu í London Allir íslendingarnir úr leik í gær Engin síld barst til Siglufjarðar í gær og varð fcíldar hvergi vart á miðunum þrátt fyrir ágætt veður. Stór hluti síldveiðiflotans er nú í þann veginn að hætta frekari síldarleit vegna féleysis. Ríkis- stjómin hefur gert síldarútvegsmönnum tilboð um að lána þeim fyrir kauptryggingu( fæði og olíu, en hjálpin er svo óveruleg að fáir útgerðarmenn munu sinna því boði. , Flotinn dreifðnr um i luiðin Veður var gott á síldarmiðun vim í fyrrinótt og þó sérstaklega i gær. Síldveiðiskipin voru á víð og dreif um veiðisvæðið ea urðu hvergi síldar vör. Leitai'- flugvélar eru daglega á sveimi fyrir Norðurlandi, en allt keir.- «r fyrir ekki; sild finnst hvergi. í Nokkur skipanna, sem síld veiðar stunda nú fyrir Norður- landi, hafa farið á reknetaveið- ar, en ekki fengið neina síld. Virðist því ekki koma að gag’.u jþótt breytt sé til um veiðiaö- ferð. Engin söltun, sem nokkvu nemur 1 Sildarsöltun hefur verið sára líLil á Siglufirði í sumar. A.lis mun hafa verið saltað þar í ca. 5000 tunnur. . Þær söltunarstöðvar sem xnesta síld hafa fengið í sum- .ar, hafa saltað í 10—11 hund'-- trð tunnur, en sumar hafa salt- að í innan við 100 tunnur. Sýndarráðstafanir rílds- 1 st.jórnarinnar ! Fjárskortur kreppir nú mjög 8ð síldarútvegsmönnum, sern yonlegt er. Fá skipin ekki út- tekna olíu, koi eða matvöru 1 verzlunum nema gegn stað- greiðslu. Riklsstjómin er nú að gera ráðstafanir til hjáipar útgerð srldveiðiskipanna, en tilboð henn ar um fjárframlög til þess eru skorin svo við nögl, að hjáip- in kemur ekki að neinu gagnr og munu fæstir útgerðarmeun sinna þeim tillx>ðuni. Vill ríkisstjómm lána 1 þús. kr. fyrir olíu og 2 þús. kr. fyr- ir fæði pr. skip, en það munár varla endast til einnar viku út- gerðar. Sýnir þetta að ríkisstjóminui er harla lítil alvara að hlaupa undir bagga með útgerðarmönn um, heldur eru ráðstafanir herrn ar kák eitt. enn sem komió er, gerðar til að sýnast. Ögerlegt er að segja um hvort síldin kemur seinna í sura ár, en menn vona i lengstu ’ög að svo verði. Er það vissulega slæmt ef mikill hluti síldveioi- flotans hættir síldarleitinni nú þegar, en reynir ekki að þrauki eitthvað lengur. Ófimdin Leitin að konunni sem ha arf frá Armrrholti fyrir nokkru síð an hefur ekki borið árangur. Kona þessi, sem ekki var heil heilsu, hafði þann sið að ganga frammeð sjónum og um Esju, 6 idst. dag hveni. Hefur hennar því sérstaklega verið leitað á þessum slóðum en á- rangurslaust. Yfir 15 þúsund í Tívolí um helgina í sambandi við frídag verzl- unarmanna, s.l. mánudag, voru mikil hátíðahöld í Tivolí og komu í garðinn frá laugardegi til mánudagskvölds milli 15 og 16 þúsundir manna. Veður var framúrskarandi gott alla dag- ana, en mestur mun mannfjöld inn hafa verið ú mánudagseft- irmiðdaginn. Æ. F. R. Farið xerður í vianu- og skenuutiferð í skiðaskálanu n. k. laugardag kk 2.30 stund víslega frá Þórsgötu 1 . Leikir og kvöld\aiía á laug ardagskvöldið. Askrlftallsti Hggur frammi í skrifstofmtm sírni 75 Í0, >pin 6—7. Fjölmennið. Nefndin. Dönsku og sænsku K.F.U,M.-dreng- irnir farnir heim- jPatton og Ewell á íþróttamóti í BaadaiTkjimum fyrir stuttu Heimsókn dönsku og sænsicu drengjanna, sem hér eni á veg- um Skógarmanna K.F.U.M., er nú lokið. Munu j>eir fara héðan í dag með „Dronning Alex- andrine". Erlendu drengimir og for- ingjar þeirra — alls 62 — dvöldust í Vatnaskógi ásamt rúmlega 40 K.F.U.M.-drengj- um og foringjum dagana 23.— 29. júlí var dvölin í Vatna- skógi öllum þátttakeádum hin mesta okemmtun, enda i>ótt veð ur væri ekki scm bczt. Dönsku drengimir i-iu um danskan dag og sýndu hvernig sumarbúða- lífi er háttað í Danmörku. Sænsku drengimir önnuðust sænska daginn. Sáu þeir um leiki og æfingar i skóginum og Frainhald á 7. síðu Nýtt heimsmet var sett á Olympíuleikjunum í London í gær, í 80 m. griudahlaupi kvenna. Hljóp Blaukers-Kohen (HoIL) skeiðið á 11,2 sek., en það er 1/10 ár sek. betm en heimsmetið. Nýtt Olymphimet \ur sett » undanrás í 110 tn. grindahlaupi, Porter (USA) rann skeiðið á 13.9 sek. (2/10 sek. betra en gamla Olympíumetið). Spjótkast: 1 forkeppninni var Jóel 16. af 27 keppendum, kast aði 55 m. en komst ekki í úr- slit, til þessi þurfti 64 m. lcast. Úrslit: 1. Rautivara (Finnl.) 69.47 m., 2. SeyTnour (USA) 67,56 m., 3. 'Ungverji 67,03 m. 80 m. grlndahlaup kvenna: Orslit: 1. Blankers-Kohen, (Höll). 11,2 sek. (nýtt heims- met), 2. Gardner (Bretl.) 11,2, 3. Strickland (Astr.) 11,4 (jafnt Olympíumetinu). 400 m. lilaup: RejTiir keppti í 12. riðli í undanrás, varð 3. á 51,4 sek. og þar með úr leik. Bezta tíma í undanrásinni náði Wint (Jam). 47,7 sek. Árekstur Tvær stórar bifreiðar rákust á um s.l. helgi á gatnamótum Miðtúns og Nóatúns. Önnur bifreiðin var strætisvagn en hin var þrjátíu og tveggja manna fólksbifreið. Strætisvagninn kastaðist til á götunni og lenci utan í steingarði umhverfis hús og urðu á vagninum allmiklar skemmdir. Nokkrir af farþeg- um strætisvagnsins meiddust uokkuð, en ekki eru þó ,iár neinna þeirra talin hættuleg. Aætlunarbifreiðin skemmdist einnig nokkuð en enginn varð fyrir meiðslum í henni. Maður hverfur fyrir austan fjall Lík hans lannst þrem viknm síðar í ðlíusá S.l. föstudag fannst kari- mannslík rekið á grynningar í Ölfusá undan Kirkjubæjarlijá- leigu. Var sýslumanui Arnes- inga gert aðvart um fund þenn- an, og fór hann á staðmn á- samt héraðsiækni og rannsak- aði lQdð. Kom í ljós að þetta var lík Bjarna Aðalsteins Jóns sonar, Snorrabrant 40 í Reykja vik. Við eftirgrennslan kom í Jjos að Bjami liafði fyrir þremur vdkum síðan farið í einkabil Framhaid á 7. síðu. 1500 m. hlaup: Óskar keppti í 3. riðli í undanrás, fór vel af stað, var 3.—4. fyrsta liringinn, tók síðan forystuna, en dróst hægt aftur úr, þegar 1 y2 hring ur var eftir og kom 6. í mark, og þar með úr leik. Beztu tím- um í undanrásinni náðu Berg- quist (Svþj.) 3,51,8, Smitii (USA) 3,52.4 Ericsson (Svþj). Whithfield, sigurvegarinn í 800 m. hlanpinu. 3.53.8 og Strand (Svþj.) 3.54.2. 110 m. grindahlaup: 1 undan- rás náðu 3 Bandaríkjamenn bezta tíma. 1. Porter 13,9 sek., 2. Scott og Dickson á sama tíma 14.1. Tími Porters er nýtt Olympíumet, en hinir tveir hlupu á gamia mettímanum. 100 m. baksund karla: Guðm. . Ingólfsson kom 5 að marki í sínum riðli, synti á 1,19.4 og er þar með úr leik. Beztum tima náði Stark (USA) 1.06.6. Groth (Svþj.) vann nútíma- fimmtarþrautina, hafði að með- altali 16 stig í hverri grein, en landi hans Vahlin varð fyrstur í 5000 m. viðavangshlaupinu á 40.9.9 mín.r 1 skotfimi vann Sví inn Ohlsson einstætt afrek, fékk 286 stig af 300 möguleg- um, skaut m. a. 5 skammbyssu skotum beint í mark á 8. sek. Brezkú konungshjónin höfðu boð inni fyrir fulltrúa íþrótta- fólksins í Buekingham Paiace. í gær. Fyrir hönd íslendinganna mættu fararstjórimi, fulltrúi íslands í Alþjóðaolympíunefnd- inni, og fulltrúar frjálsíþrótta- og sundfólksins .

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.