Þjóðviljinn - 01.10.1948, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 01.10.1948, Blaðsíða 8
Brjálaðai striðsæsmgar bandarískra forystumanna: Bandarískur öldungadeildarmaður krefst kjarnorkuárása á sovéfborgir Bandarísk hernaðarsen dinefnd ræðir við Franco rí! Meðan Marshall utanríkisráðherra vinnur* að því í París að sprengja SÞ ganga stríðsæs- ingarnar íjöllunum hærra í Bandaríkjunum og staríað er að því aí kappi að geía andkcmmún- istabandalagi Trumans þess rétta svip með því að taka í það einu leiíarnar, sem enn eru við lýði aí andkommúnistabandalagi Hitlers, ías- istaríkið Franco-Spán. Bandaríski öldvmgadeildar þingmaðurinn James O. East- land frá Mississippi úr flokki demokrata hefur krafizt þess, að Bandarikjastjónv setji sov- étstjórninni tvo kosti: annað hvort aflétti liún þegar í stað samgöngubanninu við Berlín eða kjarnorkusprengju vérði varpað á einhverja stórborg Sovétrikjanna. I>essar villimann legu stríðsæsingar hins banda- ríska þingmanns hafa valdið ráðamönnum í París og London miklum áhyggjum, vegna þeirra áhrifa, sem þeir telja þær muni hafa á almenningsálitið í V estur-E vrópu. 1 gær gekk Chan Gumey öld- ungadeildarmaður frá South- Dakota, formaður hermála- nefndar öldungadcildar Banda- ríkjaþings á fund Francos ein- ræðisherra Spánar í Madrid. 1 för með Gurney var nefnd skip uð fulltrúum landhers, flughers og flota Bandaríkjanna og sendi fulltr. Bandarikjanna í Madrid. Áður en þeir gengu á fund Francos höfðu Gurney og félag- a.r hans rætt við Fidel Davila, yfirhershöfðingja Francos. Dansað í Jcsefs- dal um heigina Útiskemmtunum sumarisins er lokið. En um næstu helgi gefur skíðadeild Ármanns mönn um alveg óvænt tækifæri til þess að skreppa undir bert loft, dansa og skemmta sér í Jósefs- dal. Þessi nýbreytni mun áreið- anlega verða vel þegin. Á skemmtvm skíðadeildarinnar á laugardagskvöldið verða j'mis skemmtileg atriði til dægrastytt ingar meðan menn hvíla sig frá dansinum. Farið verður uppeft ir á laugardagskvöld kl. 9, en i sumar var gex-ður bílvegur alla leið að skíðaskálanum. Loksins neyðist zíkisstjórnin til að lækka kjöt ng kartöíluz^ í gær tilkynnti ríkis- stjórnin að kjötkílóið yrði lækkað með niðurgreiðsluin um kr. 2 og kartöflukílóið um allt að því helming, eiimig með niðurgreiðslum. Undan- farna tvo mánuði hefur á- standið sem kunnugt er ver ið þanuig að aðeins hefur fengizt nýtt kjöt og nýjar ísl. kartöflur, en í vísitölunni hefur verið reiknað með verði á gömlu kjöti sem ekki hefur verið til og hollenzkum vísi- tölukartöflum sem aðeins hafa fengizt 1. hvers mánað- ar og þá x/2 kg. á mann! Af þessum ástæðum einum hef- ur fölsun vísitölunnar nnmið tugum stiga. En nú gekk þessi brella ekki lengur vegna Iagafyrir mæla og þá neyðist ríkis- stjórnin loks til að lækka verðið með niðurgreiðslum sem teknar eru af almannafé. Á að svíkja hafnfirzkt námsféSk um afslátt á fargjöldum? Emil Jónsson játar a5 haía lagzt á máiió Á fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar s.1. þriðjudag vakti fulltrúi sósíalista, Kr. Andrésson, máls á því, að þar sem nú væri að hefjast nýtt skólaár, bæri brýna nauðsyn ‘til þess að Ekki var tilkynnt um hvað við ræður hinnar bandarísku sendi- nefndar og forystumanna fas- istastjórnarinnar á Spáni hefðu fjallað, en Gurney sagði við blaðamenn að þeim loknum, að hann vonaðist til, að stjórn- málasambandið milli Spánar og Bandaríkjanna kæmist bráðlega í eðlilegt horf. forráðamenn bæjaiins gerðu allt sem í Jæirra valdi sta>ði til að fá framgengt Jieirri kröfu hafnfirzkra nemenda er nám stunda í Reykjavík að lækkuð yrðu fargjöld þeirra á leiðinni Haínarfj.— Reykjavík. Kristján sagði, að á si. hausti hefðu nokkrir nemendur snúið sér til Eiríks Pálssonar, bæjar- stjóra og óskað eftir því að hann hlutaðist til um að fá far- Neituðu félagsfundi um sama rétt og stjérninni Hindruðu frjálsar uppásiungur á félagsfundi I Þjóðviljanum í gær var nokkuð skýrt frá hinnj f'árán- legu baráttu Álþýðublaðsmanna gegn því að félagsfundur í Hreyfli stillti upp til ftilltrúa- kjörs við allsherjaratkvæða- greiðslu í félaginu. Hér fer á eftir hin „voðalega" tillaga er þeir voru hræddir við: „Fundur haklinn i bifreiða stjórafél. Hreyfill 28. 9. ’48 ákveður að láta fara fram frjálsar uppástungur um fnlltrúa á Alþýðusambands- þing og kjósa úr hópi Jieirra G menn til Jiess að vera í kjöri, sem aðalmenn og síðan 6 til vara, af hálfn fundar- ins við allshcrjaratkv.gr. þi sem ákveðin hefur verið að í'ram fari um l'ulltrúakjör tií 21. Jiings Alþýðusambands íslands." Eftir miklar málalengingar tókst Jóni klofningi að fá sam- þykkta frávísunartillögu. Það er algert einsdæmi í sögu verkalýðssamtakanna að neita félagsfundi um jafnan rétt við stjórn félagsins. Barátta Alþýðublaðsmanna gegn frjáls- um uppástungum á félagsfundi, gegn því að félagsfundur stilli sýnir því tvennt í einu: einræð- ishneigingar þeirra og ótta við vilja almenns félagsfundar. gjöldin lækkuð. Bæjarstjóri hafi sikrifað Skipulagsnefnd fólksflutninga 3. okt. og óskað eftir lækkuninni. Nefndin hafi afgreitt máiið þegar 1 stað og lagt til að lækkunin næmi 50%, síðan hafi hún sent tillögu sína til Póst- og símamála- tjómar. Kröiur æskuiýðsíélag- anna svæiðar á liærri stöðum í desember tóku æskulýðsfé- lögin í bænum málið upp og sendu bæjarráði crindi þar um. Bæjarráð fól þá bæjarstjóra og form. bæjarráðs að beiia sér þegar fyrir þvi að fé jákvætt svar við málaleitun bæjar- stjóra. Er lifiið var fram í febrúar kvaðst Kristján hafa g rt fyr- irspurn til bæjarstjóra og for- manns bæjarráðs um þetta mál. Bæjarstjóri hafi svarað að hann hefði bæði skrifað og hringt til póst- og :Jmamála- Framhald á 6. síðu. IIJÓÐVIÚINli Úr hinni nýju kvikmynd Lofts. Géðkunnir íslenzkir leikarar í nýrri talmynd, sem Lofftur Guðmundsson hefur ffekið Loftur hefur einnig samið efni þessarar kvikmynd- ar, sem væntanlega verður sýnd hér í fyrsta sinn um næstu áramót Um næstn áramót verður Reylcvikingum væntanlega sýnd fyrsta ísleuzka tal- og ‘tónmyndin. Loftur Guðmundsson hefur í suniar unuið að tökn Jiessarar kvikmjndar, seni er x litum. Loftur hefur sjálfur samið efni hennar, en Jtað lýsir íslenzku þjóðlífi á öldinni sem leið. Seytján persónur koma Jiarna fram. Þetta er ca. tveggja tíma mynd og nefnist „Milli fjalls og fjöru**. Þeir hlutar kvikmyndarinnar,! sem teknir eru á lelksviði voru filmaðir í Hafnarfirðí. Fék! Loftur leigðan stóran fimleika- sal hjá St. Jósefssystrum, léf gera þar baðstofu, krambúð of nokkur herbergi. En mikill hlut' kvikmyndarinnar er tekinn úti víðsvegai' um Suðurland. Loft- ur var sjálfur leikstjóri og Ijósc meistari, en séra Hákon, sonui Lofts, sem á námsárum sínum ; Bandaríkjunum kynnti sér tón upptöku í kvikmyndir, annaðist þann lið verksins. Kvikmynda- tökunni er að fullu lokið, en eftir er að setja mjmdina sam- an og ganga endanlega frá henni til sýninga. Því verki verð ur, sem fyrr segir, væntanlega lokið fyrir næstu áramót. Leikendurnir Aðalhlutverkin í kvikmjmd þessari hafa góðkunnir leikarar úr Leikfélagi Reykjavíkur: Brynjólfur Jóhannesson, Alfreð Andrésson, Inga Þórðardóttir. Bryndís Pétursdóttir, Jón Leós, Ingibjörg Steinsdóttir, Lárus Ingólfsson, Gimnar Eyjólfsson, Nína Sveinsdóttir og Anna Guð mundsdóttir, ennfremur Gísli Andrésson, Steini Guðmundss., Gretar Andrésson, Þórarinn S. Gunnarsson, Einar I. Jónsson, og loks tvö böm, Laila Andrés- son, 9 ára, og tveggja ára bam. Loftur hefur sjálfur borið a!i an kostnað af þessari kvikmj-nd, sem skiljanlega var allmikill. En Loftur telur, að ef nægilegt f jár magn væri fyrir hendi að gera fullkominn kvikmyndaskála mætti hæglega framleiða hér á landi 4—6 kvikmyndir árlega. Ný kvikmynd á döfinni Loftur er þegar byrjaður á <9 n Elskendumir í myudinni nýrri tónmynd, sem verður eins konar listamannakvikmynd. I henni verður leitazt við að sýna sem flesta íslenzka listamenn, t. d. sem komið hafa fram í út- varpi, en sem fæstir landsmenn hafa séð. Fyrsti listamaðurinn. sem þar kemur fram, er Þórunn litla Jóhannsdótttir, píanóleik- ari. Þessi tónm\-nd er tekin á filmu, en ekki gramófón eða stálþráð, því að ekki er hægt að samstilla við kvikmyndina, þeg- ar slík tæki eru notuð. Og að sjálfsögðu er kvikmyndin „Milli fjalls og fjöru“, alveg tekin á filmu, myndir tónn og tal. Geymslaskðr brennar Á níunda tímanum í gærkvökl kom upp eldur í geymsluskár á baklóð á Laugavegi 80. Skár- inn var alelda, er slökkviliðid kom á vettvang kl. 8,40 og var allt brunnið innan úr honum. áður en því tókst að ráða nið- urlögum eldsins.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.