Þjóðviljinn - 07.01.1949, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 07.01.1949, Blaðsíða 6
0 Þ JÖÐ VIL JINN Föstudagur 7. janúar 1949, 100. Gordon Schuffer: AUSTUR ÞYZKALAND eins og að rekast á afturgöngur frá fyrri tilveru manns, að sjá gömlu kennarana sína — ekki einn einasti þeirra var yngri en sjötugur — reyna að hefja á ný sitt gamia starf“, sagði Þjóðverji einn, sem hafði litið inn í gamla skólann sinn. Enn eru mörg vandamál óleyst, en þess sjást líka mörg merki, að alltaf miðar í áttina. Eg ræddi í Weimar við rússneskan uppeldisfræðiprófessor, sem var þaulkunn- ugur fræðslukerfum í fjölda landa- Hann var yfir mennta- máladeild rússnesku hernámsstjórnarinnar í Thuringen. Hann játaði, að ástandið hefði verið mjög erfitt. „En við urðum að byrja á byrjunni," sagði hann. „Verið getur að við verðum að draga saman seglin fyrstu árin, en það er vonlaust verk að reyna að útrýma hemaðarandanum í Þýzkalandi án þess að losa skólana við þann afturhalds- anda, sem í þeim hefur ríkt allt frá því Þýzkaland va’ ð til sem ríki.“ Eg sá starfað cftir hinu nýja fræðslukerfi í smábænum Tannroda nálægt Weimar. Börnin voru frá sex til f jórtán áfa gömul. Skólastjórinn, Carl Diesel, hafði verið skóla- kennari þangað til 1933, er nazistar viku honum frá störf- um. Árin þar á eftir hafði hann farið úr einu starfi í ann- að, en alltaf haldic' fast við andstöðu sína gegrt stjórninni- Fjórum kennurum, sem verið höfðu nazistar, hafði verið vikið frá skólanum. I nýja kennaraliðinu voru fyrrverandi kaupmaður, fyrrverandi starfsmaður [ stjórn járnbraut- anna, skraddari, ung stúlka, sem var nýútskrifuð úr gagn- fræðaskóla og un / stúlka sem ekki hafði unnið neitt fyrr, en búið heima hjá foreldrum sínum. Nokkur þeirra fengu leyfi frá störfum til að taka þátt í námskeiði í sögu. Enska er fyrsta erlenda málið, sem kennt er í skólanum, og rússneska það næsta. Einu kennararnir, sem notið höfðu kennaramenntunar, voru skólastjórinn sjálfur og kennslukona, sem komið hafði frá pólsku héruðunum, Frau Olga Orsel. „Eg hafði ekki gert mér ljóst, hve mjög aðferðir nazistanna höfðu haft áhrif á börnin, fyrr en ég fór aftur að kenna“ sagði skólastjórinn. „Það var eins og þau væru uppþornuð. Þau gátu hreint ekki leyst verkefni, sem krafðist framta.ks, en ef þau voru beðin að læra eitthvað utanbókar vöknuðu þau allt í einu við og tileinkuðu sér efnið á furðulega skömmum tíma. Það kom á daginn, að ekki var sérstak- lega erfitt að uppræta leifarnar af hugmyndakerfi naz- ismans úr hugum barnanna, lang'tum erfiðara var að eiga við foreldrana. Næstum því daglega kemur einhver faðir eða einhver móð!r til mín og segir, að ef ég berði börnin myndi ég ná langtum betri árangrí." (Líkamlegar refsing- ar í skólunum voru afnumdar á dögum Weimarlýðveldis- ins, en voru síðar teknar upp aftur og nazistar héldu þciin mjög fram. Þær varða nú við lög á sové’thernáms- svæðinu, og nokkrir kennarar, sem urðu uppvísir að því að beita líkamlegum refsingum, voru strax reknir.) Diesel s~kólastjóri mætti andstöðu af hálfu hreppsnefnd- arinnar, þar sem Frjálslyndir lýðræðissinnar eru í meiri- hluta, og af hálfu foreldranna. „Þessi f jandskapur sprett- ur að nokkru af óvilc^ í garð kennaranna,“ sagði hann, „og að nokkru af þeirri einföldu staðreynd, að nazistískar houls Bromfield 131. DAGUR. 24 STUNÐIR Hún gat ekki sagt nákvæmlega hvað það var sem hún hafði vppgötvað með honum og sjálfri sér í myrkri næturinnar, en það virtist samslungið veru- leika blíðu og einfaldleika og heiðarleika. Það var vissulega nokkuð sem hún hafði aldrei áður komizt í kynni við. Hún settist aftur niður fyrir framan eldinn og fór að hugsa um hann, og hún vissi ekki hvað hún sat þarna lengi, en hún áttaði sig þegar Viktoría kom af markaðinum. Hún var með fangið fullt af pökkum, og -5 annarri hendi hélt hún á Daily Record — en fyrsta síða þess var aðeins mynd af einhverj- um kvenmarni undir geysistórri fyrirsögn: FRÆG KLÚBBSÖNGKONA KYRKT I IBÍJD Á MURRAY HILL. „Eg er með hræðilegar fréttir, ungfrú Janie. Rosa Dugan er dáin, Það hefur einhver kynkt hana í í- búðinni hennar. Hún Anna sem er hjá henni frú Tumer lás það fyrir mig á meðan ég vár að blða hjá Reeves.“ Hún lagði frá sér pakkana og fékk Janie blaðið- Augun ljómuðu af æsingi. „Eg þekki stúlkuna sem vann hjá henni. Það var hún Minerva frænka mín. Hún er dóttir hans séra Enoks Fis«hers, og það var Minerva sem fann líkið. Eg veit allt um það, ungfrú Janie. Minerva sagði mér alla söguna. Ungfrú Rósa hafði víst einhvern fínan vin sem var ríkur. Eg man ekki alveg hvað hann heitir en það var eitthvað líkt Wilson. Og ung- frú Rósa hélt fram hjá honum með öðrum náunga. Minerva segir að hann hafi heitið Tony og verið Itali. Það boigar síg aldrei að halda framhjá manni sem er góðui við mann. Það hef ég alltaf sagt, ung- frú Janie. Maður á aldrei að halda fram hjá þeim sem er góður við mann.“ Janie smitaðist ofurlítið af æsingi Viktoríu, en hún hlustaði ekki á allt sem hún sagði, því Viktoría hélt áfram að tala og tala, að því komin að springa- „Eg skal segja yður það allt saman undir eins og er búin að hitta Minervu. Að hugsa sér bara, ungfrú Janio .... aumingja Minerva kemur inn um morguninn til að taka til alveg eins og hún er vön, og finnur hú&móður sína dauða í rúminu — kyrkta í hel. Það er eins og ég kæmi hingað inn og fyndi yður alla helbláa í framan. Eg hef einu sinni séð mann sem lie.ngdi sig niður í Georgíu. Hann var all- ar blár og það nálegasta lík sem ég hef nokkurn ;íma séð.“ Nýtt æsirtgakast greip hana. „Að hugsa sér, lík- ega verður Minerva að mæta fyrir rétti sem vitni og iitja þarna í stúkunni þar sem allir horfa á hana íkt og hún væri merkilegasta kona í licimi. Eg var >inu sinni vilni, ungfrú Janie. Það var mál þar sem cona hafði hoppað út um glugga. Eg hef víst sagt /’ður frá þvi. Það yar dækjan sem hoppaði út úr Srand Alcazar. Eg sá hana hoppa og ég sannaði að A V I Ð hún hoppaði sjálf og vinur henmar hafði ekki ýtt henni út.“ Janie hélt áfram að horfa á blaðið. Á fyrstu síðu var mynd af Rósu Dugan þar sem hún sat á borði með krosslagða fætur, og undir h.enni var lína sem hljóðaði svo: „Frásögnin á bls- tvö og þrjú.“ Hún fletti og byrjaði að lesa um „Morðið í ástabúrinu. Fræg söngkona, eftirlæti bæjarbúa, fundin kyrkt í mölvuðu sveínherbergi. Húfa og skyrtuhnappar ein- ustu leiðbeiningar lögreglunnar." Það var fátt merkilegt í frásögninni. Ungfrú Minerva Fischer, blökkustúlkar frá 1047 W est A Hundred and Thirty-Fifth Street, vinnukona Rósu Dugan, hafði komið eins og venjulega þegar klukk- una vantaði kort í níu til að taka til í íbúðinni og IIIIIIIIIlIIIIIIIIIIIIKIIIIflllllllllllllllIIIIKIIIIIIIIIIIIIIllllIllllllll Bogfflennirnir Únglingasaga um Hróa bött og félaga hans — eftir ----- GEOFREY TREASE ---------------------------- „Hafi hann þá ekki skotizt út, áður en hliðunum var lokað.“ „Og hafi hann ekki komizt út, þá verð- ur ekki af því fyrir honum héðan af. Sé hann í kastalanum, finnst hann fyrr eða seinna. Engum verður hleypt út, nema hann sér fyrst athugaður gaumgæfilega. Ekki sleppur hann, víst 'er um það.“ „Yið verðum samt sem áður að leita hér.“ Leitin hlaut að fara fram með mestu nákvæmni, eftir því að dæma, hve lengi þeir voru. Dikon heyrði þá staulast upp turnstigann og varð var við þá í myrkr- inu rétt'hjá sér, Þeir gægðust yfir á bjálkaröðina. Dikon hélt niðri í sér and- anum. Loks heyrði hann þá feta niður aftur, dyrnar lokuðust og honum var borgið í bili. En hvernig átti hann að komast út úr kastalanum? Ef þeir tækju upp á því að rannsaka hvern -og einn, spyrja um nafn hans og starf, 'var loku fyrir það skotið, að hann kæmist nokkru sinni út um virkið við innganginn. Hárið kæmi upp um hann, þótt ekki væri annað. Sá illi, svarti lokk- ur, þar hlaut Allan að hafa yfirsézt. Ekki þurfti þá um hliðið að hugsa. En múrinn? Hvernig væri það? Fjörtíu fet niður, þá þverhnýptur bakki, svo kast- alasíkið. — Hefði hann aðeins reipi, hver veit, nema hann gæti þá komizt þessa leið. En því að vera að slíku ? Átti hann að leita að 40 feta langri taug í óvinahús- um? Hann sæis't án efa. Og enga hug- mynd hafði hann um, hvar slík taug væri geymd. Auk þess gat hann lent í klípu, jafnvel álpast beirit í flasið á her- mönnunum.- ;k.,L;íÁ-;v' .r ■■ L '

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.