Þjóðviljinn - 16.01.1949, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 16.01.1949, Blaðsíða 4
ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 16. janúar 1949. LIINN i igefamU'. Sameiningarílokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn ftitstiórar: Magnús Kjartansson Sigurður Guðmundsson (áb). Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason. Biaðam.: Ari Kárason, líagnús Torfi Ólafsson, Jónas Árnason. Ritstjérn, afgroiðsia, auglýsingar, prentsmiðja. Skólavörðu- stíg 19 — Sími 7500 (þrjár iíuur) Askriftarverð: kr. 12.00 á mánuði. — Lausasöiuverð 50 aur. eint. Prentsmiðja I'jóðviljans h. f. siOsfalístnf)okkurinn, Þórsgötu 1 — oími 7510 (þrjár línur) mwmm Enn einu sinni þjáir atvinnuleysið heimili reyk\'lskra verkamanna. Síðustu vikurnar hafa margir Reykvíkin'gar verið að nokkru eða öllu atvinnulausir. Þetta atvinnuleysi er bein afleiðing af óstjórn núverandi ríkisstjórnar og um leið alvarlegur kreppuboði, en þeim f jölgar stöðugt í auðvaldslöndunum, bæði í Bandaríkjunum ■og Evrópu. Hrunstjórn Stefáns Jóhanns og Bjarna Ben. mistókst að skella á miklu atvinnuleysi í fyrra, vogna vetr- arsildveiðanna, en atvinnuleysi um miðbik vetrarins og lengur átti að veroa átylla til að ráðast enn frekar á lífs- kjör fólksiiis en gert hefur verið. Nú hyggst ríkisstjórnin að þjarrna að alþýðu með atvinnuleysi og dýrtíð og hefja nýjar á.rásir á lífskjör og laun fólksins, það eina sem hefur tafið hana er sú staðreynd að hún hefur verið of „veik“, of sundurljmd til að framkvæma stefnumái sín, eins og Vísir orðaði.það fyrir nokkrum dögum. Ríkisstjórnin telur slíkar árásir vænlcgri r.ú vegna þcss að hún liafi liina ólöglegu stjórn Alþýousambandsins í vis- anum. Enn hefur ekki sást opinberlega „mótmælaályktun" Alþýðasambandsstjómarinnar gegn dýrtíðarlögurn ríkis* stjórnarinnar, -sem sambandsstjórnarmenn hafa þó sagtfrá á fundum sér til réttlætingar. Verkamemi hljóta að krefj- ast þess að sú stjórn sern tekið hefur völd í Alþýðussm- bandinu sitji ekki aðgerðalaus og horfi á það með jafnaðar- geði að lífskjör fólks séu rýrð dag frá degi með atvinnu- ley.-i og dýrtiðaraukningu. AJþýðusambandsþing samþykkti einróma að sambandið beitti sér fyrir grunnkaupshækkun- urn ef dýrtíðin héldi áfram að vaxa. Ætli sambandsstjórn- in að lyppast niður og svíkjast um þá sjálfsögðustu skyldu sína að framfylgja þeim einhuga vilja verkalýðsins verða hin einstöku verkalýðsfélög að taka til sinna ráða. .-Oliiíiiígartffl «g JáráSliisgar14 B’öj isl. Bandaríkjaleppanna hafa enn á ný uinhverfzt vegna fnnda þjóðvarnamanna á morgun. Stefár. Pctursson er látinn frrðufe’Ia í Alþýðubl. og öckra ao þ :im mönnum utan Sósíalistafl, isem risið hafa uþp til að hir.dra að ísland verði þátttakanai í 'hernaðarbandalági og þao án þe3s að þjóðin fengi vitneskju um hvað væri að gerast fyrr en eftir á. Aðalmá’gagn AlþýðUfl. hik- ar ek'ki við að tit-Ia á!la þá sem íslenzka málstaðnum fylgja „kommúnista og ginningarfífl þeirra", „hina nytsömu sakleys- ingja úr háskólanum", „fáráðlinga, jafnvcl þótt stúdentar cða háskólakennarar séu.“ Starfsemi þjóðvarnamanna er lýs'c þann- ig, að „nokkrir værukærir broddborgarar, jafnvel prófessorar jg ■dósentar, sem venjulega ekki mega heyra sitt virðuléga nafn mefnt í sambandi við kommúnista Itafa orðið hálfvitlausir og jafnvsl gengið fram fyrir gkjöldu til þess að b.reiða þennan ó- rökstudda áróðursþvætting kommúnista" (þ. c. mótmælin gegn þátttcku fslands í hernaðarbandalagi) ,,út á meðal almennings." Meðal þeirra manna' sem aðalmálgagn AlþýðufL. ve-lur slíkar ikveðjur eru: Sr. Sigurbjörn EinarsEon, Einar Ói. Sveinsson pró- fessor, Guðm. Thoroddsen prófessor, Bolli Thoroddsen bæjar- verkfræðingur, Gylfi Þ. Gislason prófsssor, Friðfinnur ólafsson viðBkiptafræðingur, Pálmi Hannesson rektor Hallgrímur Jónas- £-on kennari, dr. Matthías Jónasson, dr. Sigurður Þórarinsson, cg ýmsir fleiri kunnir menntamenn og embættismenn. Stcfán Pétursson getur auðvitað gert Alþýðubl. og Alþýðufl. þann sóma að stimpla þá sem „ginningarfífl 'kommúnista" og fáráðlinga". Hití ska! ósagt látið' hvort hann gerir m.:o því greiða hinum er- lendu húsbændum er hafa aðalmálgagn Alþýðufl. að ginningar- fifii sem látið er öskra að liverjum manni er fylkir sér um islenzkan málstað á örla.gaetundu. ÖhoHt veðurfar. Það er varla heilsusamlegt að eiga heima hér í Reykjavik einsog nú viðrar. Maður fer til i vinnunnar i asahláku að morgni og kemur aftur í nístingskulda að kvöldi. Daginn eftir er farið aö rigna. •— I gær var bæði rigning og rok, óhemju mikið af hvorutveggja. í dag verður líklega komið logr. með heiðskírum himni og hálku svo ao hvergi er stætfc. — Sumir ieggjast í rúmið með kvef, aðr- ir með snúinn ökla. Og það er engin furða. * Fyrir það er hún fræg. En þetta er einmitt það veður far, sem Reykjavík er löngu orðin fræg fvrir. Otlendir fréttamenn sem heimsótt hafa fsland, nota. flesíir hin stóru lýsingarorðin ti! frásagnar af dutlungum veðurfarsins i Reykjavík, þ. e. a. segja ef þeir hafa nokkur stór lýsingar- crð aflögu, þegar lokið er frá- sögn af drykkjuskap íbúanna í sönau borg. — Segí hefur verið að Rcykjavík sé höfuðborg fvili raftanna. Hún er líka höfuð- borg allra vinda og veðra heims. Kannski er hér um að ræða orsök og afleiðingu, á ann an hvorn veginn. ic Skóhlífar. f þessu sambandi fer vel á því að taia um skóhlífar. Það liggur við að skóhlífar séu lífsspursmál, þegar svona viðrar. — Engir skcr eru svo sterkir, að þeir þoli daglega brúkun í krapa og for, sízt af öllu gamlir skór, en slíkir eru flestir skór á íslandi nú til dags. Sumir -skór eru jafnvei þannig á sig komnir fyrir a!d- urs sakir, að í krapa og íor gera þeir tæpast meira gagn cn særnilegir sokkar. Siðan kemúr kvef. — Þao eru skóhlífar, og I einungis skólilífar, sem hcr geta bjargað málúnum. Samt ríkir skóhlífaleysi í landinu. — Ríkisstjórnin ætlar að flyfja inn bíla fyrir S milljónir. Væri eklci hægt að láta fylgja með ofurlítið af skóhlífum handa þaim, sem hafa ekki ráð á að eiga bíl, hanaa þeim, sem liaf.i bara ráð á að eiga skóhlífar? ★ ÓspiIIíur ís!. sveitamaður þegir. „Gamall sveitarmaðuv“ skrif- ar: „Margir gera sér leik að því að liæða hann Halldór minn frá Kirkjubóli, og víst má scgia að vel liggi hann tíðum við höggum háöfugla. Ekki get ég þó allskostar fellt mig við sí- endurteknar árásir manna á Halldór, því að þao þykist cg m:ga fullyrða, að. Halldór ér einlægur í liverju máli og lieið- arleika hefur hann til að bera, sem hvorttveggja ber að meta að verðleikum, þó að málflutn- ingur mannsins. sé á .etundum ;um of sórvizkulegur, jafnyel cf'Suækiikonndur svo að verr er gert en elcki ... En eitt hcfur vakið furðu mína með tilliti til þeirra fyrna se.m maðurinn legg ur til af lesefni Tímans: Hann þegir algjörlega um mál mál- anna, sjáifstæðismálið. Halidór frá Kirkjubóli er ekki farinn að segja eitt orð til andmæia við fyriiáugaða inngöngu Is- lands i hernaoarbandaíag. Hefði ég þó haldið að slíkt ráðabrugg ófyrirleitinna' stjórnmálabrodda mundi ekki vera áhyggjulaust jafii óspilltum íslenzkum sveit- armanni og Ha51dóri.“ BtKISSKIF: Esja var á Akureyri í gær. Hekla er i Álaborg. Herðubreið var á Seyðisfirði í gær á norðurieið. Skjaldbreið er í Reykjavík. Súðin var á isafirði í gær á suöurleið. Þvrill er í Reykjavík. Hermóður er á Vestfjörðum á r.orðurléið. Sverrir er á Breiðafirði. SUip Einarsson & Zoega: Fo'.din er á förum frá Austfjörð- um áleiðis til Lor.don. Lingestroom fór frá Hull á fímmtudagskvöld til Kaupmannahafnar. Reykjanes er á VestfjörSum, lestar saltfisk til Grikklands. 15.15 Útvarp til lí~ erlendis: g erindi (Bjarni Guðmunds son blaðafulltrúi)) 15.45 Miðdegistón- leikar: a) Chialiapine syngur b) Lúðrasveit Reykjavikur leikur (A1 bert Klahn stjórnai'). 1G.30 Skák- þáttur (Guðmundur Arnlaugsson). 18.30 Barnatími (Sveinbjörn Jóns- son o. fl.): Leikrit: „Fundurinn." b) Sögur og söngvar frá Finnlandi. 19.30 Vínardansar eftir Beethoven. 20.2G Samleikur á fiðlu og píanó (Björn Ólafsson og Fritz Weiss- happcl). 20.10 Erindi Sögulegar staðreyndir um ævi Jesú frá Naz- aret (Ásmundur Guðmundss. próf- essor). 21.05 Tónleilcar: Brandon- borgar-konsert nr. 1 í F-dúr eftir Bach (plötur; — konsorUnn verður endúrtekinn næstk. þriðjudag). 21.25 Skemmtiþáttur. 22.05 Dans- lög 23.30 Dagskrárlok. Útvarpið á inorgun: 19.25 Tónleikar; Lög úr tónfilmum. 20.30 Útvarpshljómaveitin: Norslc alþýó.ulög. 20.45 Um daginn og veg /inn (dr. Broddi Jóhannessop). 21.05 Einsöngui' (Anna Þórhallsdóttir): a) „Kvöldsöngur" eftir Marltús Kristjánsson. b) „Vöggukvæði“ eft ir Emil Thoroddsen. c) „Eg lít í anda liðna tíð“ eftir Sigv. Kalda- ións. d> „Söngurinn um köngu- lóna“ eftir Jean Sibelius. e) „Det gáller" eftir Ilmari Hannikaincn. 21.20 Erindi: Elztu bæjarnöfn á Islandi; III. erindi: Upprunaleg bæjanöfn (dr. Hans Kuhn pi'ófes- sor. — Þulur flytur). 21.45 Lönd og lýðir: Suður-Afríka (Ástvaldur Ey- dal licensiat). 22.05 Búnaðarþættir: Byggingamál bænda (Gísli Krist- jánsson ritstjóri). 22.30 Dágskrárl. GuIIfaxI or í N.Y. Væntanl. á morg- un. Geysir, Hekla eru í Re.vkjavík. Helgidagslæknir: Jóhannes Biörns- son, Hverfisgötu 117. — Sími GÍ89. Næturvörður er í Ingólfsapétek! — c:~xi ’3?.n Nætnrakstur í nótt Hreyfill - Síir.i 66K3. Kvennadeild Slysavarnafélagsins heldur fund á rnorgun kl. S.30 í Tjarnarcafé. Emilia Jónasdóttir leikkona slcemmtir og á eftir verð- ur dansað. I gær voru gef- in Samaa í ajónaband, ung- frú Guðný Sig- íríður Jónsd,- og Símon Þorgeirs- son, eirsmiður, Baidursgötu 9. — 1 gær voru gefin saman í hjóna- band, ungfrú Sjöfn Ingadóttir og Jón Matthíasson, framreiðslunemi. Heimili þeirra verður fyrst um sinn aö Bragagötu 22 A. — Séra Sigurbjörn Einarsson dósent gaf brúðhjónin saman. -r- I gær voru gefin saman 'í hjónaband unyfrú Guðrún Guðiónsdóttir, Stórhólti 14 og Bernharður Guðmur.dsson, afgreiðslumaður, Hverfisgötu 42 B. Nýlega voru geíin saman í hjóna- band ungfrú Hafdís Haraldsdóttir, Skúlagötu 70 og Magnús Tómas- son, Helludai, Biskupstungum. Séra Jón Thórarensen gaf brúð- hjónin saman. Heimili þeirra verð- ur á Skúlagötu 70. Hjórmnum Freyju Leopóldsdóttur og Sveini Jónassyni, húsgagnasmið, Öldugötu 24, Hafn- arfirði, fæddist 17 marka sonur í fyrradag, 14. jan- úar. Hjónoefnunum Kristínu Sveinsdóttur og Vigfúsi Vigfús- syni, Lundi við Nybýlaveg fæddist 17 marka sonur í gær, 15. jaxiúar. Ægir, okt. — nóv. — heftið 1948, hefur borizt blaðinu. Efni: Fisk- magn og hagnýting; Sldpasmíða- stöðvar, eftir Hjálmar, Bárðarson, skipaverkfræðing; Fjögurra ára áætlun Islendinga; Fjögurra ára áætlun Norðmanna; Togaraútgerð Færejúnga; Útgerð og aflabrögð í október; Islenskar hvalveiðar sl. sumar; útflutningsskýrslur o. fl. — Frjáls ve'rzlun, 11.—12. hefti 1948, er komið út. 1 lieftinu eru m. a. þessar greinar: Svolitið uppgjör, eftir Baldur Pálmason; Frægðar- feriil Sir Francis Drake, eftir Leif Beckman; Nemendasamband Verzl skóla Isl. 10 ára; Andrew Carne gie; Innanbúðar og utan; Vegur- inn heim, eftir A. Kielland o. fl. I gær, laugardag, opinberuðxx trúiof- un sína, unsrfrú Matthildur Þ. Matt híasdóttir frá Helli candi og Knstjárr Jens Iíi'istjánsson sjómaður frá Skagaströnd. — Nýlega opinber- uðu trúlofun sína, ungfrú Ólöf Auður Erlingsdóttir (Pálssonar yfirlögregluþjöns) og stud. mrig. Ingvar Gíslason (Kristjánssonar, útgerðarrxanns ú Akureyri). — Ný lega opinberuðu trúlofun sína, ung frú Bjöi'g Ólafsdóttir frá Patreks- firði og Magríús Guðmundsson, Mávahlíð 18, Reykjavik, — Nýlega opinberuðu trúlofun sina, unafrú Unnur Arngrimsdóttir (Kristjáns- sonar, slcólastjóra), Hringbrar.t 39 og Hermann Ragnar Stefánsson, Engihlið 16, Reykjavík. pómkirkian. Messá í dag klukka-n 11 f. h. — Séra Jón Auðuns. Messa kl. 5 e. h. — Séra Sig- nrbjörn Einarsson, dosent. Friklrkjan. Kl. 11 f. h. í dag, barnaguðsþjónusta. Messa kl. 2 e. h. — Séra Arni SigurtSsson. Laugarnesprestakall. Messa kl. 2. e. — Barnaguðsþjónusta kl. 10 f. h. — Séra Garðar Svávarsson. Iíaf i) a r f.jaiðarli i rkja. Mesra í dag kl. 2' e. h. — Séra Garðar Þorsteinsson. Nessókn. Engin messa í dag, vegna breytinga i sambandi við hljóðfæri í kapell- unni. Hallgrímskirkja. Messa kl. 11 f. h. í dag. — Séra figur- jón Árnason. Messa kl. 5 e. h. í da.g. — Séra Jakob Jónsson. Ræðuefni: Heimiiið í niitímsb'ióð- félagi. Barnaguðsþjónusta kl. 1.30 e. h. í dag. — Stud. theol Jón a.s Gíslason. Samkoma kl. 8.30 i kvöld — Bjarni Eyjcjfsson rit- stjóri og séra Sigurjón Árnason.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.