Þjóðviljinn - 19.01.1949, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 19.01.1949, Blaðsíða 4
9 ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 19. janúar 1949. pJÓÐVILJINN litgefandl: Sameinlngarflokkur alþýðu — Sóslalistaflokkurliin Ritstjórar: Magnús Kjartansson Sigurður Guðmundsson (áb) Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason. Blaðam.: Ari Kárason, Magnús Torfi Óiafsson, Jónas Árnason, Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja. Skóiavörðu- atíg 19 — Sími 7500 (þrjár línur) Askriftarverð: kr. 12.00 á mánuðl. — Lausasöluverð 50 aur. eiat. Prentsmlðja Þjóðviljans h. t. Bósíalistnflokkurlnn. Þórsgötu 1 — Sími 7510 (þrjár línur) œiœaœœiaooKœiffSSin-ISeHiæHSHiaaiaaBBSHiiiiiffliffl í&e’gdíFS'iesl-S-ilS BÆJAIIFOSTI'BINM wa 11 ni!■% ít 'ifiiib'iiigeifMI Reisum jmsnnhe w S.l. laugardag birti Alþýðublaðið grein „Eftirlitið á Keflavíkurflugvelli“, þar sem þvi var haldið fram að þar syðra væri ástandið jafn dásamlegt og frekast er hægt að hugsa sér, enginn ólifnaður, engin' lögbrot, ekkert smygl. „Starfsmenn eftirlitsins á vellinum t&lja að smygl frá honum sé lítið sem ekkert.“ Þennan sama laugardag birti Timinn hins vegar viðtal við Guðmund I. Guðmundsson, sýslumann í Gullbrihgu- og Kjósarsýslu, lögreglustjóra á Keflavíkurflugvelli og þing- mann Alþýðublaðsins. I því viðtali er komizt svo að orði: „Bæjarfógetinn sagði meðal annars, að það .,vri mik- ið,,ótrúlega mikið, af ótolluðum vörum flutt út aí flugvell- inum.“ Sennilega hefði St&fán Pétursso-n neitað að birta slík ummæli í blaði sínu, jafnvel þótt Guðmundur I. Guðmunds- son ætti í hlut, því Alþýðublaðið er eins og dr. Sigurður Þórarinsson benti á í Mjólkurstöðinni bandariskasta blað í heimi, og á velli þeim sem útsendarar hinnar göfugu þjóð- &r hafa aðsetur á skal ekki gerast neitt misjafnt — hvað sem staðreyndimar segja. En Guðmundur I. Guðmundsson heldur áfram í Tím- anum og rekur orsakir þessa „ótrúlega mikla“ smygls: „I fyrsta lagi væri flugvöllurinn sama sem opinn. Það væri alls staðar hægt að komast út af honum, og sums staðar jafn vel með bíla. Þess vegna kæmi varzla vlð hliðið innan við Keflavík að litlu haldi. í öðru lagi væri flugvall- arsamningurinn við Bandaríkin túlkaður á þann hátt, að þeir Bandaríkjamenn, sem á vellinum vinna, en búa utan hans, mættu flytja þaðan burt ótollaðar vörur og varning.“ Þarna kemur þessi þingmaður Alþýðublaðsins að ■kjarna málsins. Keflavlkursamningurinn er túlkaður þann- ig af núverandi ríkisstjóm að ekki er hægt að koma í veg fyrir smygl. Samkvæmt samningnum skyldu þær vörur ein- ar vera tollfrjálsar sem nauðsynlegar voru vegna sam- gangnanna við Þýzkaland, en það er aðeins örlítið brot af 'heildarinnflutningnum. Hins vegar hefur þessi undanþága verið „túlkuð á þann hátt“ í trássi við lög og samþykktir Alþingis að allur innflutningurinn er undanþeginn tollskoð- im. Og síðan streyma inn eftirlitslaust bandarískar vörur, áfengi og sterkur biór, nælonsokkar, kvenskraut, kjólar og lrápur og annað það sem teljast má hæfilegt legkaup í við- skiptum við nýfermdar íslenzkar telpur. Það er því ríkisstjórnin og fyrst og fremst Bjarni Benediktsson utanrikisráðherra sem ber ábyrgð á smygl- inu, óreiðunni og siðleysinu á Keflavikurflugvelli — en að sjáifsögðu ekki þeir eftirlitsmenn sem á vellinum starfa og vinna verk sín af trúmennsku. Það ráð sem bent hefur ver- ið á í stjórnarblöðunum, að girða „mannhelda girðingu'* tim völlinn, er að sjálfsögðu fásinna, og reyndar undarlegt að heyra það af vörum þeirra manna sem alltaf hafa halclið því fram að Keflavíkurflugvöllurinn væri alíslenzkur staður, í engu frábrugðinn öðrum íslenzkum blettum á þessu landi! Það eina ráð sem dugar er að framkvæma Keíiavíkursamn- Inginn eins og ákvæði hans mæla fyrir nm, en til þess þyrfti að vísu að reisa „mannheida girðingu" kringum Bjarna Benediktsson og aðra þá Bandaríkjaagenta sem nú stjórna jþessu landi. Þegar rafmagnið verður úti. Reykvískt rafmagn er í viss- um skilningi einsog illa búinn og. þreklítiil maður á ferð yfir óbyggðir- Það villist og verð ur úti undir eins og eitthvað bjátar á um veðrið. — Sl. sunnudag fengu fæst okkai nokkurn hádegismat. Plöturnar á e'.davéiinni voru kaldar og dauðar einsog hver önnur járn- stykki sem aldrei hafa komizt í tengsl við töfra vísindanna. Daginn áður og um nóttina hafði verið slæmt veður; — þessvegna ekkert rafmagn. — ■ Það hafði orðið úti. ★ Göngutúr í hádeginu. En þegar ekki er neitt raf- magn og þar af leiðandi ekki neinn heitur matur, þá er í raunihni ekki annað að gera en fá sér göngutúr í hádeginu. Og þetta ráð tók ég; félck mér göngutúr um hverfið mitt í há- deginu. — Nú var komið lógn og blíða, tilveran sakleysiðleg og prúð einsog strákur, sem er búinn svala ærslalöngun sinni með velheppnuðu prakkara- striki. — Prakkarar eiga það stundum til að kyssa með blíðu brosi þann, sem þeir voru að enda við að hrekkja. — Kyrðin var svo mikil, að greinilega heyrðust ha'marshöggin frá timburskúr hinumegin í hverfinu. Maður nokkur var að reisa skúrinn. '★ Snjótitlingar í vnnda. Á lauflausri trjágrein sat skóg arþröstur og söng. Hann h&fði ekki kært -sig lim að fylgjast með bræðrum sinum til heitari landa í haúst. Sumum þykir svona vænt um Reykjavík, þrátt ’fyrir hrekki hennar og veður- farsduttlunga. Ög þeir fara að syngja henni lof og dýrð strax og lygnir. — Snjótittlingarnir flugu um kvikir og stefnulausir. Það var því líkast sem þeir ættu erfitt með að ráða við sig, hvar nú myndi bezt að bera niður nefið í leit að lystugri fæðu. Því jörð var að mestu orðin auð, og þegar þannig stendur á, mæta auganu margir lokkandi blettir sem setja viljafestuna úr jafnvægi og rugla allar á- kvarðanir. — Samskonar vandi verður fyrir okkur manneskjun- um, þar sem of margar sortir eru með kaffinu. * Litlu systur leika sér. Eg var kominn vesturað sjó. Á veginum var mikið af alskon- ar braki, kassafjölum, þangi, blikkbútum, korktöppum — ó- sköpin öll af korktöppum. Þessu braki hafi veðrið feykt uppúr fjörunni daginn áður og utn nóttina. — Það var svo lágsjáv- að ganga mátti þurrum fótum útí skerið, sem enginn veit hvað heitir- Hóglátt hafið vaggaði máfunum vært og nærgæthiS- lega. Yfirlætislausar smábárur reyndu að komast sem lengst uppí sandian; — en þær kom- ust ósköp stutt. Stóru systur höfðu aflokið æðiskasti sínu. Litlu systur fengu nú að leika sér í friði. ★ Mont í girðingu hæsna. Á leiðinn til baka gekk ég framhjá hæsnagirðingu. Girðing in var opin útá Hringbraut, en íbúunum virtist sama um það. Getur Hringbrautin boðið uppá nokkuð, sem hæsnagirðing hef- ur ekki ? — Hænurnar spíg- sporuðu um með reiginssvip, og í öllu fari þeirra gætti sælla á- hrifa frá monti hanans. — Síð- an fóru þær að tínast inní kof- ann sinn íbyggnar á framan og létu á sér skiljast að nú skyldi eggjum verpt. En ég er viss um, að þétta voru tóm látalæti. Þær voru bara að þykjast ... ★ Marz kom frá Englandi í gær. Skjaldbreið fór. í slipp. Skeljungur fór í ferð í gær. Skallagrímur var væntanlegur i gærkvöld frá Eng- landi, Esja kom í fyrradag áð vest- an. Helgafell kom af véiðum í fyí-radag og fór áleiðis til útlanda. Ingólfur Arnarson fór áleiðis til útlanda sl. sunnudag. t S F I S K'S A L A N : Elliðaey seldi 4835 kits fyrir 12924 pund 15. þ. m. i Qrimsby. Skúli Magnússon seldi nýlega 5665 vættir fyrir 13001 pund. Sklp Elnarsson & Zoega: Foldin er væntanleg til London í kvöld. Lingestroom er væntanleg úr til Færeyja á morgun. Reykja- nes ér 'á Vestfjörðum-,lestar salt- fisk til Grikklands. RIKISSKIP: Esja fer frá Reykjavjlc kl. 20 í kvöld vestur um land í hringferð. Heltla eé i Álaboi-g. Herðubreið er væntánleg til Akureyrar í dag. Skjaldbreið ec í Rvik. Súðin var á Isafirði í gær á suðurleið. Þyrill er i Rvík. Hermóður var á Patreks- firði í gær á norðurleið. Sverrir er á Breiðafirði. Gullfaxi var í Gand er. Væntanlegur hingað i dag. Geys ir og Hekla eru í Reykjavík. Hnndavinnunámskelð Handiða- skólans. Handíðaskólinn hefur á- kveðið að gefa allt að 24 stúlkum úr gagnfræðaskólum bæjarins kost á ókeypis kennslu í handavinnú. Fáist næg þátttaka mun verða kennt í tveimur ílokkum. Kennsl- an fer fram kl. 10—12 árd. eða 1—3 síðd. eftir ástæðum nemand- anna. Þar eð engin kennsla í handavinnu fer fram í gagnfræða- skólunum í vetur má búast við því, að færri stúikur komist að en óska. I síðustu viku byrjaði kvöldnám- skeið í saumi drengjafata og er það fullskipað. Vegna margra um- sókna, sem eigi var hægt að sinna, verður stofnað til annars náin- skeiðs í þessari grein og mun kennslan í þeim námsflökki fara fram síðdegis,' kl. 5—7.' Námskeið í útsaumi byrja eftir nokkra daga. Er líklegt að náms- flokkarnir verði tveir, annar síð- degis en hin á kvöldin kl. 8—10. Væntanlegir ujnsækjendur eiga að senda umsóknir sinar til skrif- stofu skólans, Laugavegi 118. Skrif stofan er opin daglega, nema laug ardaga ,kl. 11—12 árd. Sími 80807. Önnur námskeið fyrir konur sem ráðgerð eru, m. a. í leðurvinnu og hanzkasaumi byrja þegar er tæki og efni til þeirra kemur til landsins, en þess má vænta H jög bráólega. 18.30 Islenzku- kennsla. — 19.00 Þýzkukennsla. 19.25 Tónleikar: Lög leikin á gítar og mandólin (plöt- ur). 20.30 Kvöldvaka: a) Oscar Clausen rithöfundur flytur erindi: Þegar tugthúsið var reist í Skóla- vörðuholti. b) Steingerður Guð- mundsdóttir leikkona les kvæði eft ir Einar Benediktsson. c) Upplest- ur: Þjóðsögur. 22.05 Óskalög. Síðastliðinn laugar dag opinberuðu trú lofun sína ungfrú Oddný Þorkelsdótt- ir, Borgarnesi, ög Jón .Kr. Guðmunda son, Hjarðarholti Stafholtstungum. . — Siðastliðinn laugardag opinberuðu trúlofun sína, ungfru Guðrún Magnúsdóttír Fállcagötu 14, Rvík og Ásgeir Ás- geirsson stud. pharm. frá Flateyri. — Nýlega bpinberuðu trúlofeun sína, Erna Þorsteinsdóttir og Sverr ir M. Gíslason, prentmyndasmiður. — Nýlega hafa oþinberað trúlofun sina, ungfrú Anne Julie Bieber frá Aalborg í Danmörku og Guðmund- ur Halldórsson trésmiður frá Bol- ungavík, bæði til heimilis á Akra- nesi. — Nýiega opinberuðu trúlof- un sína, Björg Einarsdóttir, Skip- holti 27, Reykjavik og Sigurður Björnsson frá Búrfelli í Grímsnesi, nú til heimilis á Snorrabraut 22, Reykjavík. —. Sl. laugardag oþin- beruðu trúlofun sína, ungfrú Guö- laug Magnúsdóttir, Bræðraborgar- stíg 10 A og Karl Óskarssón, flug- vélavirki, Miðtúni 66. Sl. sunnudag vóru gefin sam an í hjónaband, ungfrú Ingi- lijörg Þórðár- dóttir og Ingv- ar Björnsson. Séra Jakob Jónsson gaf brúðhjónin saman. Heimili ungu hjónanna er á Skeggjagötu 19. — Sl. ilugardag voru gefin saman í hjónaband, ungfrú Á3dís Óskarsdóttir, Selvegi 7 og Jóhann- és Gunnar Jóhannesson vélstjóri, Gauksstöðun).' Séra Eirikur Brynj- ólfSson Útskálum gaf brúðhjónin samán, Heimili brúðhjónanna verð ur að Reynistað i Garði. HJónunum Sigriði Guðmuhdsdóttur w /-.i - og Gordon Young, j Jtr\\ \ Hverfisgötu 24, [ i Hafnarfirði, fædd- ist 15 marka sonur 15. janúar. — Hjónunum Magnús- ínu Guðmundsdóttur og Ólafi H. Árnasyni, Bergstaðastræti 78, fædd ist 11 marka sonur 9. janúar. Næturakstur í nótt Hreyfill — Sími 6633 Veöurspáin i gærkvöld: Norðvest an og vestan átt með allhvössum éljum. — Handknai!- leiksíisótið Frnmhald af 8. sí6u. Valur . . Í.R..... Fram .. Víkingur Í.B.H. . . K.R...... 2 2 9 1 1 1 1 1 2 2 3 2 42:31 56:45 70:75 58:53 58:70 58:86 Mótifi hef3t kl. S og a.nnait Firðaskrifsiofan flutning fóíica að og frú íþróttahÚ3i I. B. R. r F. . .

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.