Þjóðviljinn - 22.01.1949, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 22.01.1949, Blaðsíða 6
B ÞJÖÐVILJINN Laugardagur 22. janúar 1949. 111. Gordon Sehaffer: AUSTUR- ÞYZKALAND vildu að minnsta kosti ekki gera neitt til að berjast gegn áætluninni um skiptingu stórjarðanna. Nýju bændurnir borga frá 200 til 300 mörk fyrir jarðir sínar (sömu peningaupphæð og fjórar enskar sígarettur kosta á svarta markaðinum í Berlín), og þeir geta fengið að greiða þær á mörgum árum. Þeir borga ekkert fyrir á- höfnina og geta fengið ríkislán til nýrra bygginga. Eg heimsótti venjulega byggð nýrra bænda í Nieder- Rossia nálægt Weimar, og skal nú reyna að lýsa henni: Stórjörðin, sem þarna var áður, var yfir 400 hektarar, hún hafði verið í eigu stórhertogans af Weimar og ríkið hafði tekið hana í sínar hendur eftir 1918. En ríkið rak ekki búið- Það var leigt manni, sem rak það á sama hátt og aðrir gósseigendur. Átján bændur fengu hluta af því við skiptinguna. Fimmtán höfðu áður verið vinnumenn á búinu en hinir þrír höfðu áður átt litla jarðarskika, sem ekki gátu framfleytt fjöldskyldu. Landið var fyrst virt og nýju eigendurnir fengu skika af góðu landi og skika af lélegu landi, svo að eignir þeirra voru ekki samfelldar. Tveir af garðyrkjumönnunum á góssinu fengu hvor sinn hluta af vermihúsunum og því minna land en hinir. Smal- inn fékk fleira fé en hinir en minna af öðrum bústofni. Áttatíu og sex verkamenn úr bænum Apolda, sem liggur þarna nærri, fengu litla landskika. Skipting landsins fór fram strax og lögin um skiptingu stórjarðanna höfðu verið samþykkt og hana framkvæmdi landsskiptanefndin á staðnum án íhlutunar af hálfu þýzku eða rússnesku yfirvaldanna. Boðaður var fundur um málið og á þeim fundi var kosin sjö manna fiefnd. Trésmiðurinn í þorpinu, Walter Albrecht, sem var kunnur að þvi að hafa tekið þátt í leynistarfsemi gegn nazist- um, var kjörinn formaður nefndarinnar. Sá, sem áður hafði haft góssið á leigu, sjötíu og sex ára gamall maður, flutti í stórt hús fyrir utan þorpið, þar sem hann býr enn. Nóg var til af handverkfærum til þess, að hver og einn nýju bændanna gat fengið það, sem hann nauðsyn- lega þurfti, en dráttarvélin og þreskivélin voru teknar til sameiginlegrar notkunar- Svínunum og sauðfénu var taf- arlaust skipt milli bændanna, en þeir vörpjðu hlutkesti um kýrnar og hestana sem voru misjafnlega verðmæt. Sérhver bóndi fékk sjö kindur, fjögur svín, einn hest, tvær kýr og einn kálf, Þeir sem höfðu sæmilegar vistarverur í þorpinu voru þar um kyrrt. Sjö fjölskyldur settust að í aðalbyggingunni á góssinu, sögulegum kastala frá tólftu öld, þar sem Göthe hafði verið gestkomandi um tíma- Peningshúsum, hlöðum og fjölda annarra útihúsa var einnig skipt milli nýju eigendanna. Louis Bromfield 142. DAGUR. 24 STUNÐIU Allt þetta framkvæmdu bændurnir sjálfir í samráði við hreppsnefndina, en úr henni hafði verið vikið öllum, sem fylgt höfðu nazistum að málum.Oddvitinn, Arthur Zeun- ert, 'var þekktur og virtur í þorpinu. Hann var nýkominn h'eim úr stríðsfangabúðum á bandaríska hernámssvæðinu. Annars var minna um nazisma í Nicder-Rossia en í flest- um öðrum þorpum, sem ég heimsótti á austursvæðinu. Aðeins 60 af 2000 þorpsbúum höfðu verið meðlimir í naz- istaflokknum og ekki varð annað séð en að örfáum ; Hún sendi ekki eftir stúlkunni vegna þess að hún vildi vera ein, og vegna þess að í fyrsta skipti á ævinni blygðaðist hún sín fyrir að hafa misst stjórn á sér í augsýn þjónustufólks. Blygðunar- kenndin spratt upp úr þeirri miklu ró sem snögg- lega hafði gagntekið hana. Hún fór að hugsa á skynsamlegan hátt og mjög rólega og sá jafnvel sig úr einkennilegri f jarlægð sem kom henni á óvart og truflaði hana. Henni virtist að þegar Jim var sofnaður í næsta herbergi væri aðalvandamálið leyst, og hún gæti nú snúið sér að hinum- Henni fannst að ef hann gæti aðeins haldið áfram að sofa í næsta herbergi án þess að skipta sér af áformum hennar eða gera einhvern fíflaskap sem steypti þeim öllum í glötun, gæti hún séð fyrir öllu, skyn- samlega og æðrulaust. Þessi nýja sjálfsvirðing færði henni djúpa ánægju. Allt í einu var hún, Fanney, orðin fyrirmaður fjölskyldunnar, og Jim var með kjánaskap s’num og vífillengjum aðeins eitt barnið í viðbót sem hún varð að sjá um. Án þess að hugsa sig um valdi hún sér svartan kjól, vegna þess að það virtist eini viðeigandi liturinn þegar svona stóð á, og vegna þess að svart hafði alltaf farið henni vel. Þegar hún var búin að klæða sig sendi hún eftir Elísabetu dóttur sinni áður en hún færi í píanótíma til frú Kraus, vegna þess að hún varð að hitta Elísabetu, og telpan héldi auðvitað að hún væri steinsofandi og ekki mætti ónáða hana. Hún var stór eftir aldri, of há og of þrekin, og alls ekki lík móður sinni heldur lík Jim Towner, fremur vöðvamikil og stórbeinótt, ógreind, og átti ekki þann þokka sem faðir hennar hafði átt í æsku og hafði þá fært honum allt er hann lysti. Af þessum ástæðum og vegna þess að hún hafði engan áhuga a fötum leit Fanney á hana sem umskipting, sem með ást sinni á hestum og iþróttum væri að visu barn Jims en væri í engu tengd Fanneyju sjálfri. Hún hafði -engan sérlegan áhuga á barninu annan en þann að hafa áhyggjur af því hvað yrði um hana þegar hún væri orðin nógu gömul til veizluhalda, þar sem hún myndi lenda í skugga stúlkna sem voru fríðari og kvenlegri og yfirborðslegri og vildu allt ;til vinna að ganga í augun á karlmönnunum. Stundum hafði Fanney jafnvel haft ógeð á telpunni og óskað þess að hún væri jafn fíngerð og bróðir hennar, ungi Jim, sem var eftirmynd Fanneyjar. Á vanstillingarstundum var hún einnig afbrýðisöm vegna þess að telpan kaus jafnan að sýna föður sínum trúnað og láta honum í té alla ástúð sína. tJndanfarið hafði hún stundum hugsað að Elísabet kæmi eins fram við sig og Jim og síðar Melbourn, eins og hún væri heimsk og léttúðug og ekki ástæða til að taka hana alvarlega. Telpan kom nú inn feimin og klaufaleg og tilbúin að flýja — líkt og ungur foli sem sleppt er lausum iiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiifiiiiiiiiiiiiiiiiirifmtiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiie Bogmennirni Úngflingasaga um Hróa hött og félaga hans — eftir GEOFREY TREASE D A V / Ð „Opnið dyrnar,“ sagði Allan við félag- ana tvo, sem orðið höfðu eftir á verði. „Lokið þeim svo rammlega á eftir okkur og verjið þær eins lengi og þið getið.“ Svo þutu þeir með brugðnum sverðum niður að miðhurðinni, sem þegar brak- aði og nötraði undan þungum bjálka- höggum. „Og nú!“ hvíslaði Allan. Dyrnar opnuðust skyndilega. Þeir, sem fyrir utan stóðu, hrutu inn og féllu við. Áður en þeir gætu áttað sig, stóðu á þeim vopn útlaganna. „Áfram svo!“ sagði Allan aftur. Þeir réðust út í kagtalagarðinn með blóðug sverð sín á lofti. „Sherwood!“ gall við svo hátt, að það yfirglnæfði kall h|nna: „D’Eyncourt!“ — „Bændurnir sigri!“ æpti Dikon hæst allra og þaut yfir garðsvæðið. Bogmaður einn réðist að honum og beitti laghníf. Dikon hjó til hans í blindni, án þess að nema staðar. Orustu- æði greip hann, og honum sortnaði fyrir augum. Óljóst greindi hann hina gnæf- andi turna virkisins við innganginn. Virkisverjum kom þetta áhlaup svo mjög að óvörum, að þeir tóku ekki eftir því, hve fáir óvinirnir voru. Hermenn- irnir æddu fram og aftur í dauðans skelf- ingu, án þess að vita, hvert þeir ættu að forða sér. Allt var í höndum útlaganna: turninn, kapellan, norðurmúrinn — og nú voru þeir að ná á sitt vald virkinu við innganginn ..... Innri fallhurðirnar hófust á loít hægt og hægt! Yf-ir orustu- gnýinnbarst söngur að eyrum þeirra, sem í kastalanum börðust. Nú sungu þeir, mennirnir, sem svo oft sungu við vinnu sína, er þeir strituðu í þágu Hrólfs riddara. Nú sungu þe.ir, á meðan þeir undu upp hinar þungu fallhurðir í virki hans. Nú voru hliðin opin, vindubrúin hiðri, og meginlið umsátursmanna þyrpt ist inn í innri kastalagarðinn. Dikon stóð allt í einu augliti til aug- lits við meis.tara Vilhjálm — og fyrsta sinn á ævinni án þess að líta undan augnaráði hans. Hann fann þvert á móti, að hann óttaðist ekki ráðsmanninn að þessu sinni, heldur ráðsmaðurinn hann. Sverð þeirra skullu saman. Fógetinri. stökk á Dikon og ætlaði að buga ungl-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.