Þjóðviljinn - 02.02.1949, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 02.02.1949, Blaðsíða 4
 rr Þ J ð ÐVILJINN ~1 Miðvikudagar 2. febrúar 1949. ÞlÓÐVILJINN Ltgefandl: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn % Ritstjórar: Magnús Kjartansson. Sigurður Guðmundsson (áb'. Fréttaritstjóri: Jón Bjamason. Blaðam.: Arl Kárason, Magm'13 Torfi Ólafsson, Jónas Árnason. Rltstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja. Skólavörðu- stíg 19 — Sími 7500 (þrjár línur) Áskriftarverð: kr. 12.00 á mánuðl.—LausasCluverð 50 aur. eint. Prentsmiðja Þjóðviijans h. f. Sösíalistafiokkurinn, Þórsgötu 1 — Sími 7510 (þrjár Iínur) BÆJAIIPOSTLKIMM KOSNINGARNAR Kosningarnar í Dagsbrún, stærsta og volclugasta verkalýðsfélagi landsins, eru einstæð sönnun um sívaxandi stéttanþroska reykvískra verkamanna og hina öru fylgis- aukningu sósíalista í alþýðusamtökunum hin síðari ár. Þær eru rothögg á vonir ríkisstjórnarinnar og auðstéttarinnar hér á landi um að takast mætti að trylla verkamenn með hinni ellidauðu rússagrýlu. Reykvískir verkamenn vita nú glöggt hverjir það eru sem markvisst hafa unnið að því að skerða lífskjör íslenzkrar alþýðu hin síðustu ár og h\-erjir það eru sem setja hagsmuni íslehzkrar alþýðu öllu ofar, og þeir hafa fellt sinn dóm í samræmi við það. Þessi úrslit eru þungt áfall fyrir ríkisstjómina og stefnu hennar, en þó hitta þau ráðamenn íhaldsflokksins þyngst. Þeir höfðu haft alla forustu fyrir afturhaldsmönn- um í kosningunum, Morgunblaðið var látið hamast dag eft- ir dag í stjórnlausum ofsa (en Vísi skipað að þegja!) og skrifstofa íhaldsflokksins skipulagði smölun og persónu- áróður með gegndarlausum fjáraustri. Þrátt fyrir þetta urðu úrslitin þau að stjórnarflokkarnir þrír fengu aðeins 602 atkvæði, eða sem svarar 200 atkvæðum á flokk, en þeir verkamenn sem fylgja stefnu sósíalista í verkalýðsmálum 1317; fleiri en nokkur dæmi eru til í félaginu áður. Þátttaka var nú einnig meiri eít nokkurn tíma áður, og er þetta í fyrsta sinn sem Dagsbrúnarstjórn hefur fengið hreinan meirihluta atkvæðisbærra manna á bak við sig í kosningum. Svona fór um sjóferð þá! Afturhaldsmenn reyna nú að sleikja sár sín með þvi að flytja hlægilega sögu um að mörg hundruð manna hafi verið strikaðir út af kjörskrá. Þetta er að sjálfsögðu þvætt- ingur frá rótum. Allir skuldlausir félagsmenn fengu að greiða atkvæði og þeir sem skulduðu höfðu tækifæri til að borga árstillög sín kosningardagana báða og öðlast þannig kosningarétt. En vel mega- afturhaldsmenn kóróna eymd sína með þeirri spaugilegu staðhæfingu að meginþorri fylgismanna þeirra hafi skuldað árgjöld og ekki viljað greiða þau! Þá eru úrslitin í Hreyfli ekki siður athyglisvert dæmi iim þróunina innan reykvískrar alþýðu. Þar bæta þeir sem íylgja stefnu sósíalista í' verkalýðsmálum við sig 59 atkv. á þremur mánuðum — en hið þríeina afturhald tapar. Stjómarflokkarnii' þrír fengu samtals 355 atkvæði, eða um 118 á flokk, en sameiningarmenn einir 272 atkvæði. Einnig þietta er al\*arlegt tímanna tákn fyrir rikisstjórnaraftur- haldið. í Þrótti héídu þeir sem fylgja verkalýðsmálastefnu sósíalista fylgi sínu til fulls, fengu 126 atkvæði, en ríkis- stjórnarmönnum tókst að merja fimm atkv. meirihluta, og fengust þgr að jafnaði 44 menn á hvern ríkisstjórnarflokk- inn. Um þau úrslit segir Morgunblaðið í gær: ,,Er þetta. því einhver sá mesti ósigur, er þeir hafa beðið innan verka- lýðshreyfingarinnar í seinni tíð ... Þessi úrslit eru mikill sigur fyrir lýðræðisöflin innan verkalýðshreyfingarinnar og sýna á áþreifanlegan hátt, að kommúnistar tapa stöð- ngt fylgi þar.“!! Litlu verður Vöggur feginn, myndi ein'hver vilja segja. Og ef það mál Morgunblaðisins er rétt að 5 atkvæða meiri- hluti, fenginn með óheiðarlegum baráttuaðferðum, sé mesti sigur afturhaldsins „í seinni tíð“, \árðist vissulega ástæða fyrir ríkisst jórnina að gá að sér! Hagsunarháftur Ameríkuagents. Að undangengnum landráða- fyrirlestrum í ýmsum bíóhúsum hefur nú Pétur frá Vallanesi þótt hæfur í útvarpið. Sl. sunnu dagskvöld flutti hann erindi um of litla kirkjusókn íslendinga -og lét í ljós þá skoðun sína, að hentug leið til úrbóta á þessu væru hótanir af hálfu vald- stjórnarinnar. Jón Helgason, fréttastjóri Tímans, ræðir í gær þennan athyglisverða hugs- unai’hátt Ameríkuagentsins; og leyfi ég mér að endurprenta nokkuð af hinum skynsamlegu athugasemdum Jóns. Hann kveðst vilja vekja athygli á ,,aö hér er verið að falast eftii árás á athafna- og samvizku- frelsi manna og þau mannrétt- indi, sem dýrmætust hafa feng- izt í langri baráttu, sem kostað hefur miklar fórnir og þjáning- ar. Undir silkigrímu. Og Jón heldur áfram: „Það þyk ir kannske ekki öllum umtals- vert, þótt slíkri rödd skjóti upp. En það hafa því miður á seinni misserum skotið víðar upp koll- inum svipuð viðhorf, þótt lik- lega hafi aldrei verið meira tal- að um frelsi- Þess vegna er rík ástæða til þess að gjalda var- huga við röddum og tilhneighig um af þessu tagí — og engu síð ur þótt þessir menn bregði á sig silkigrímu. Öll mestu óhappa verk miðaldanna voru til dæmis unnin i nafni réttlætisins og jafnvel kærleikans, því að þetta átti að vera barátta þl útrým- ingar hinu illa. Undir svipaðan hjúp skríða þeir nú, er blindir eða sjáandi vega að skyldum og réttindum hins frjálsa, vest- ræna manns.“ ★ Um kvenraddir í út- varpinu. Stúlka nokkur sendir eftirfar andi bréf, dagsett 28. janúar: — „Kæri Bæjarpóstur. — Eg held það hafi verið Vikverji sem var að ræða um það í dag, að síðan Sigrún Ögmundsdóttir fór frá útvarpinu hafi ekki heyrzt þar almennileg kvenmannsrödd. Harmaði hann það mjög, þar sem ákjósanlegt væri að við út, varpið störfuðu einnig kvenþul ir. Eg er sammála því, en ekki hinu að S. Ö. sé eini íslenzki kvenmaðurinn . með góða út- varpsrödd. Finnborg Örnólfs- dóttir hefur afar viðfeldna rödd — stúlkan, sem stundum les veð urfregnir á morgnana sömuleið- is, Margrét Indriðadóttir hefur einnig hljómfallega og skýra rödd í útvarpið og sjálfsagt margar fleiri þó að ég kunni ekki að nefna þær. Ekki er nokk ur vafi á þvi að útvarpið gæti náð sér i fyrsta flokks kvenþul, ef það hefði á því minnsta á- huga. ★ B*ra þ»ir leiðinlegu- menn komið fram í útvarpinu, en einhverra hluta vegna heyr- ist miklu sjaldnar í þeim skemmtilegu en í hinuni, sem ætla mann lifandi að drepa með sínum leiðindavaðli. — Langt er síðan heyrzt hefur í Jóni Helga- syni. Hann hefur nú líka leyft sér undanfarið að minnast á hið viðkvæma Keflavíkurmál, i pistl um sínum. 1 Margréti Indriða- dóttur hefur ekki heyrzt síðan hún flutti bráðskemmtil. erindi um endaleysuna í Hóllívúdd, enda hafði hún áður leyft sér þann lúxus að gera biturt grín að Herraþjóðinni í Blaðamanna- bókinni 1948. ... — Puella.“ Vögguvísa stjórnarliðsins. Að endingu ætla ég að birta vísu frá einum lesendanna. Hann nefnir hana „Vögguvisu stjórnarliðsins Fyrst Ameríka óskar þess að eignast hérna völd og sess, áttu að segja í auðmýkt Yes eins og hann Pétur Vallaness. s.o.s. Reykjafoss, Selfoss, Goðafoss Foidin, Súðin, Þyrill og Hermóður voru hér í höfninni í gær. Enskur togari kom hingað í gær með bilaða skrúfu. ISFISKSALAN: Geir seldi 5639 vættir fyrir 13494 pund, 31. f. m. í Fleetwood. Venus seldi 4063 vættir fyrir 9622 pund 1. þ. m. í Fleetwood. Kári seldi 3824 kits fyrir 11476 pund, 1. þ. m. í Grimsby. Bjarni riddari seldi 4667 kits fyrir 14896 pund 1. þ. m. í Grimsby. x Skip Einarsson & Zoega: Foldin kom til Reykjavíkur kl. 9 á mánudagskvöld frá Englandi. Lingestroom hefur væntanlega far- ið frá Færeyjum á mánudagskvöld áleiðis til Reykjayíkur. Reykjanes fór frá Húsavílc hinn 28. f. m. áleiö is til Grikklands með viðkomu í Englandi. RIKISSKIP: Esja er á Austfjörðum á r.orð- urleið. Hekla er í Álaborg. Herðu- breið var á Breiðafirði í gær á vesturleið. Skjaldbreið er í Reykja vík. Súðin er í Reykjavík. Þýrill er í Reykjavík. Hermóðtur er í Reykjavík. * Geysir fór til Prest fjg| víkur kl. 8—9 í gær kvöld með 23 far- þega og var vænt- anlegur þaðan í nótt. Átti að fara til Kaupmannahafnar kl. 8 i morg un með 35—40 farþega. Væntanleg- ur hingað á morgun. Hekla er í Reykjavík. Gullfaxi kom ekki frá Gander í gær, eins og búizt hafði verið við, en var væntanlegur í nótt ef flugskilyrði yrðu hagstæð. Vegna veðurs var ekkert flogið innanlands í gær. Leikfélag Reykjavíkur sýnir Gullna hliðið í kvöld kl. _8, 03' „Volpone" annað kvöld kl. 8. Hjónaefnunum Guðrúnu Ólafsdótt ur og Jóni Björns- V* syni, Camp Knox, fæddist 12 marka dóttir 28. janúar. Bólusetning gegn barnaveiki held- ur áíram, og er fólk áminnt um að koma með börn sín til bólusetn- ingar. Pöntunum er veitt móttaka í síma 27S1, aðeins á þriðjudögum kl. 10—12. 18,30 Islenzku- kennsla. — 19.00 Þýzkukennsla. 20:30 Kvöldvaka: a) Einar Öl. Sveinsson prófess- or flytur erindi: Frá íslandi; II. erindi: Við Hamrafell. b) Daði Hjörvar flytur ferðaþátt: Frá Lu.n- dúnum til Kaupmannahafnar. c) Karl isfeld ritstjóri les frumort kvæöi. d) „Hríðardagur", frásaga úr Laxárdal í Þingeyjarsýslu (Kristján Róbertsson stud. theol. flytur). 22.05 Óskalög. S.l laugardag opin beruðú trúlofun sina ungfrú Signý Egilsdóttir og Henning Bach- mann, Háaleitisveg 23. — Nýlega hafa opinberað trúlofun sína, ungfrú Valgerður Kristjánsdóttir Laugar- nesskólanum og Sigutþór Sigurðs- son Múlakoti, Fljótshlíð. Næturakstur i nótt annast B.S.R. — Sími 1720. Hallbjörg Bjarnadóttir endurtek- ur söngskemmtun i Austurbæjar- bíó n. k. föstudag kl. 11,30. Áfengisvarnarnefnd hefur fyrst um sinn viðtalstima fyrir áfengis- sjúklinga og aðstandendur þeirra í Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund. Herbergi nr. 40. Viðtalstími nefndarinnar er daglega kl. 5—3. Ungbarnaverndarnefnd Líknar Templarasundi 3, er opin á þriðju- dögum, fimmtudögum og föstu- dögum kl. 3,15—4. G E N G I »: Sterlingspund 26,22 100 bandarískir doliarar 650,50 100 svissneskir frankar 152,20 100 sænskar krónur 181,00 100 danskar krónur 135.57 100 norskar krónur 131,10 1000 franskir frankar 24.69 100 hollenzk gyliini 245,51 100 belgiskir frankar 14.80 100 syissneskir fandkar 152,20 Frönskunámskeið Aliianco Fraa- caise. Þeir sem ætla sér dð taka þátt í námskeiðum félagsins, eru vinsamlega beðnir að koma til við- tals í Háskóla Islands í dag mið- vikudag kl. 6,15 síðdegis. Veðurspáin: Suðvestan stinn- ingskaldi, með hvössum skúr- um eða slydduéijum. Lie bySur SÞ ef Stalín og uman vuia - AMwteKalt er i iæknavarðstot ttaal „Það hafa allmargir biaða- aimi Tryggve Lie, aðalritari SÞ lýsti yfir í gær, að hiálp og húsakynni SÞ bæði í Evrópu 0g Bandaríkjunum stæðu Stalín og Truman til reiSú, ef þeir viidu nota það við áð undirbúa og halda fund með sér. Þessu boði Lie var mjög kuldalega tckið í Washington. Queuilie, forsætisráðherra Frakklands sagði í gær, að heimurinn myndi fagna hverju merki um bætta sambúð Söv&tiikjanna _Pg iBandaríkjanna. .

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.