Þjóðviljinn - 03.02.1949, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 03.02.1949, Blaðsíða 4
4 ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagar 3. febrúar 1949. SSIÓÐViLliNN Liigefandl: Samemingarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn Hitstjórar: Magnús Kjartansson. Sigurður Guðmundsson (áb'. Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason. Blaðam.: Ari Kárason, Magnús Torfi Giaísson, Jónas Árnason. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja. Skóiavörðu- stíg 19 — Sími 7500 (þrjár línur) Askriftarverð: kr. 12.00 á mánuði.—BausasUuverð 60 aur. eint. Prentsmlðja Þjóðviljans h. f. Sósíalistaíiokkurinn, Þórsgötu 1 — Sími 7310 (þrjár línur) Austrænar kosniisgar eg vestrænar Það hefur mikið verið talað um „austrænt" fyrirkomu- lag af íslenzkum stjórnarblöðum undanfarin tvö ár. Dag eftir dag hafa þau þrástagazt á því efni og talið allt sem austrænt er öllu öðru verra ekki sízt kosningafyrir- -komulagið. Hinsvegar hefur mönnum verið næsta óljóst hvernig þetta margumtalaða austræna fyrirkomulag er, 'hlöðin hafk lagt á það meiri áherzlu að lasta það en skýra frá staðreyndum sem væru forsendur lastsins. En nú hefur loksins verið úr þessu bætt, nú vita íslend- ingar loks út í yztu æsar hvernig „austrænar kosningar“ eru framkvæmdar. Það er Alþýðublaðið sem á þakkir skil- ið fyrir að koma þessari vitneskju á framfæri, en það gerði það s.l. sunnudag með fimm dálka fyrirsögn á forsíðu: „Ausírænar kosningar í Dagsbrún.“ Og hin blöðin tóku undir svo að ekki er að efa að mat Alþýðublaðsins er rétt. Þess vegna vita íslendingar eftirleiðis að ef minnzt er á austrænar kosningar er átt \*ið: kosningar eins og í Dágs- brún. Austrænar kosningar merkja þannig frjálst framboð og frjálsan, almennan og leynilegan kosningarétt allra sem fullnægt hafa vissum lágmarksskilyrðum. ★ Á sama tíma og Alþýðublaðið færði íslendingum þessa nytsamlegu fræðslu voru tilkynqt úrslit annarra kosninga, sem framkvæmdar voru af Alþýðublaðsmönnum, samkvæmt þeirra göfugustu hugsjónum, og hljóta því að vera í fyllsta máta „vestrænar". Það eru stjórnarkosningarnar í Sjó- mannafélagi Reykjavíkur. Eins og alkunnugt er fá sjómenn sjálfir ekki að oera fram lista í þessu félagi í samræmi við hagsmuni sina ,og óskir. Það má aðeins stilla upp þrem mönnum í hvert sæti og af þeim eru tveir vildir af „uppstillingarnefnd“ land- hersins en sá þriðji af félagsfundi, sem ævinlega er haldinn J>egar sem fæstir sjómenn eru í landi. 1 haust tókst þó svo illa til að Alþýðublaðsmenn urðu í minnihluta á þessum fundi, en þá gerðu þeir sér aðeins hægt um vik og fölsuðu atkvæðagreiðsluna, svo að meirihluti fundarmanna neyddist til að ganga burt í mótmælaskyni! Þannig var tryggt að aðeins Alþýðublaðsmenn yrðu í kjöri! Afleiðingarnar af þessu urðu þær að af 1600 félags- mönnum greiddu aðeins 730 atkvæði. Af þessum 730 greiddu 357—474 atkvæði með núverandi stjórn, en 256— S73 greiddu atkvæði með öðrum í mótmælaskyni eða skil- nðu auðu. Valdamesti maður stjórnarinnar, Sæmundur Öl- afsson kexverksmiðjuforstjóri, \nraforseti Alþýðusam- bands íslands, fékk minna en helming greiddra atkvæða! Dæmið lítur í stórum dróttum þannig út: ca. 400 félags- menn styðja stjórnina, ca. 300 taka þátt í kosningunum til að mótmæla henni, ca. 900 neita með öllu að taka þátt í skrípaleiknum. Þetta eru þá að mati Alþýðublaðsins ,,vestrænar“ kosningar: aðeins fámenn klíka hefur leyfi til að bjóða fram, atkvæðatölur eru falsaðar ef með þarf, og mikill minnihluti, eða f jórðungur félagsmanna, er látinn ráða lög- •um og lofum, hinir eru réttlausir. ★ Þetta er þá munurinn á austrænum kosningum og vest- rænum, samkvæmt yfirlýsingu Aiþýðublaðsins. Almenn- ingur mun hafa það í huga þegar minnzt er á þessar höf- uðáttir næst. mSBBBB [BÆJAUFOSTlllM aiiÍiiifnH Bjarni Benediktsson frá Hofteigi skrifar: „Eg þakka „Verkamanni“ kurteislegt bréf í Bæjarpóstin- um í morgun (1. febr.). En ég viL andmæla því, að ég hafi ver- ið „að gefa í skyn landráð í sambandi við núverandi (letur- br. V.) skipv. á Súðinni.“ Eg var ekki einu sinni að gefa í skyn landráð í sambandi við fvrrverandi skipverja á Súðinni, heldur var ég að vekja athygli á því, að þeir menn kynnu að finnast, sem aðra skoðun .hefðu á hernaðarbandalagi en þeir, sem ég var að tala um og gert höfðu samþykktir gegn því. En auðvitað skildust þessi orð mín ekki af öðrum en þeim, sem muna eftir súðarsamþykktinni um Keflavíkurflugvöllinn. * Skráveifan. „Síðari hluti setningar minn- ar, um skráveifuna á hafinu, skilst eingöngu út frá náttúru- lögmáli einu í skáldskaparheim- inum' og mun vera velþekkt þar. Nefni maður eihhvern hlut, dragi til einhverrar myndar, sem tákna skuiu eitthvað annað en sjálf sig, þá er skáldskapur- inn melcanískur og dauður, nema hluturinn og myndin séu líka gædd persónulegu lífi, eig- in lífi. Ræða mín var raunar ekki skáldskapur, eh ég reyndi þó að beita þessit lögmáli við umrædda setningu- Um leið og ég nefndi skipverjana á Súðinni sem tákn þeirra manna, er enn hefðu ekki látið uppi skoðun sína á hernaðarbandalagi én kynnu að hafa háskasaihlega afstöðu til þess, þá gaf ég (eða æílaði að gefa) þessu tákni sjálf stæða tilveru með því að nefna þessa skráveifu, sem allir vissu að þeir höfðu nýlega orðið fyr- ir sem sjómenn og einstakling- ar. ★ Þakkar gefið tilefni. „Með þessu er ails ekki ságt að ég hafi náð tilgangi mínum, og enn síður að hans hafi ver- ið þörf í þessu sambandi. Og það tel ég vafalaust, að hefði mig órað fyrir þeim miklu breyt ingum sem virðast hafa orðið á áhöfn Súðarinnar frá því haust- ið 1946, þá mundi þessi setning hafa orðið á annan veg — eða fallið burt með öllu. Eg hefði ekkert viljað eiga á hættu um misskilning. Því þakka ég „Verkamanni" gefið tilefni til að biðja þá skipverja Súðarinn- ar, sem hjartahreinir eru í sjálf stæðismálum íslendinga, afsök- unar á vangá minni og ógætni- Beiðni mín er nákvæmlega jafn- einlæg og reiði þeirra kann að vera réttlát. — Bjarni Benediktsson .“ * Bílakandi sóðar. Oft hefur hér verið minnzt á sérstaka ónærgætni, sem vegfar endur verða oft fyrir af hálfu þeirra, er bifreiðum aka, ónær- gætni, sem einkum verður vart, unum. Að undanförnu hef ég fengið ófá bréf um þetta efni og hér er kafli úr einu þeirra: ...... Fátt er eins gremjulegt og það að fá forarsletturnar undan hjólum þessara öslandi bifreiða, sem haga sér gagnvart vegfarendum einsog væru þeir fyrirlitlegar skepnur eða hreint og beint dauðir hlutir til þess gerðir að ausa á þá skít. .... Hugsum okkur að brjálað- ur maður tæki sig til og færi að skvetta úr forarpollum yfir þá, sem framhjá gengju. Mundi hann ekki fljótlega fjarlægður? Vissulega .... Én því er þá verið að sýna þessa linkind gagnvart bílakandi sóðum, sem eru sekir um hið sama ? .... Þrifinn." Gullfaxi er enn á Ganderflugvelli í Nýfundnalandi og óvíst hvenær hann kemur hingað. Innaniands- flug var ekkert i gær. Nýlega opinberuðu trúlofun sína ung- frú Sigríður Axels- dóttir hjúkrunar- nemi frá ísafirði og stud. með. Bald- ur Jónsson frá Akureyri. Árshátíð Húsmæðrafélagsins verð- ur haldin mánudaginn 7. febrú- ar kl. 6, Borðhald og- mörg skemmtiatriði. Árshátíðin vprður haldin í Tjarnarcafé. Hjónumim Ingu B. Jóhannsdóttur og ~~ Snorra Halldórs- V syni, Gunnarsbraut 42, fæddist 15 marka sonur 28. januar. Salt á götunam. Loks ofurlítil athugasemd frá „Cz:“ „Eg leyfi mér að mótmæla því að salti sé blandað í sand- inn, sem settur er á gangstétt- irnar til að verjast hálkunni. Þégar hláka kemur og' slabbið með henni sezt saltið með vatn inu í skóna og skilur eftir hvítar skellur......Það er sjálfsagt að gera ráðstafanir til að fyrir- byggja hálkuna, en það má ekki kosta allan almenning stórkost- legar skemmdir á skóm.......“ Sklp Einarsson & Zoega: Foldin er > Reykjavík. Lingest- room er væntanlegur til Rvíkur á fostudagámorgun frá Færeyjum. Reykjanés fór frá Húsavík 28. f. m. áleiðis til Grikklands með við- komu í Englandi. RIKISSKIP: Esja er á Austfjörðum á norður- leið. Hekla er í Álaborg. Herðu- breið er á Breiðafirði á norðurleið. Skjaldbreið fór frá Reykjavík kl. 24 í gærkvöld til Vestmannaeyja. Súðin er í Reykjavík og fer héðan væntanlega í kvöld til Italíu. Her- móðúr fer frá Reykjavílt í dag til Patreksfjarðar, Sauðárkróks og Hofsóss. Þyrill er í Reykjavílc. E I M S K I P : Brúarfoss er á Bíldudal ,lestar frosinn fisk. Dettifoss fer frá Kaup mannahöfn 8. 2. til Álasunds, Djúpavogs og Reykjavíkur. Fjall- foss fór frá Siglufirði siðdegis i fyrradag til ísafjarðar og Reykja- víkur. Goðafoss kom til Reýkjavík- ur i fyrradag frá Leith. Lagarfoss er í Reykjavík. Reykjafoss fór frá Reykjavík í gærmorgun, til Ant- werpen. Selfoss kom til Rvíkur 29. 1. frá Newcastel-on-Tyne. Trölla- foss fór frá Halifax 27. 1. til Rvikur. Horsa var væntanleg til Hamburg í gær. Vatnajökull fór frá Vestmannaeyjum 29. 1. til Ham borgar. Katla fór frá N. Y. 26. 1. til Rvíkur . Geysir kom frá Prestvik kl. 8 í gærmorgun, og fór til Kaupmanna- hafnar kl. 9,30 f. h. Væntanlegur hing- þegar for og krapi eru á göt- að ki. 5—7 í dag. Hekla er i Rvík. Leiðrétting. 1 frásögn af fyrir- lestri dr. Hermanns Einarssonar, í frh. á 7. síðu, 6. lið átti að standa: „I Irmingerhafinu suðvest- ur af íslandi" o .s .frv., og í næst síðustu málsgrein: „Islenzka þjóð- in á nú svo mikið undir fiskveið- um og þá ekki sízt síldveiðum að hún ætti að verja milljónum króna árlega til fiskirannsókna, svp dreg- ið yrði úr áhættunni sem er að gera þjóðarbúskapinn að eins konar allsherjarhappdrætti." 20.20 Útvarpshljóm sveitin (Þórarina Guðmundsson stjórnár):' a) For- leikur að pperunnj „Töfraflautan" eft- ir Mozart. b) „Dina ögon áro éld- ar“ eftir Nils Söderström. c) Slav- neskur dans eftir Dvorák. d) Tangó eftir Albeniz. 20.45 Lestur fornrita: Úr Fornaldarsögum Norð urlanda: Hróifs saga Gautreksson ar (Andrés Björnsson). 21.10 Tón- leikar (plötur). Dagskrá Kvenrétt- indafélags Islands. — Upplestur: „Völusþá á hebresku" smásaga eft- ir Halldór Kiljan Laxness (Inga Laxness leikltona les). 21.40 Tón- Jeikar (plötur). 21.45 Spurningar og svör um íslenzkt mál (Bjarni Vil- hjálmsson). 22.05 Webertónleikar (plötur): a) Oberon-forleikurinn. b) Lítill konsert fyrir klarinett og hljómsveit. c) Jubel-forleikurinn. d) Konzertstúck í f-moll fyrir píanó og hljómsveit. e) Eyryante- forleikurinn. 8. janúar sí. voru gefih sam- an í hjónaband í Bandaríkjun- um, ungfrú Mar. grét Gunnlaugs- dóttir (heitins Indriðasonar, veð- urfræðings) og Jón H. Björnsson (heitins Björnssonar teiknikenn- ara). Heimili þeirra er Couuga Tailer Park, R. D. Ithaca, N. Y. — I dag verða gefin saman í hjóna band af séra Jóni Auðuns. Anna Guðmundsdóttir Smiðjustíg 13 og Helgi Helgason slcrifstofumaður, Langholtsvegi 75. — Heimili brúð- hjúnanna verður á Langholtsvegi 75. Næturakstur í nótt annast Hreyfill — sími 6633. Ungbarnaverndarnefnd Líknar Templarasundi 3, er opin á þriðju- dögum, fimmtudögum og föstu- dögum kl. 3,15—4. G E N G I »: Sterlingspund 26,22 100 bandarískir dollarar 650,50 100 svissneskir frankar 152,20 100 sænskar krónur 181,00 100 danskar krónur 135.57 100 norskar krónur 131,10 1000 franskir frankar 24.69 100 hollenzk gyllini 245,51 100 belgiskir frankar 14,86 100 svissneskir fandkar 152,20 Veðurspáin í gærkvÖld: Váxah suðaustanátt síðdegis'í dag. Hva viðri eða stormur, með snjókon eða sliddu, en síðan rigningu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.