Þjóðviljinn - 04.02.1949, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 04.02.1949, Blaðsíða 4
ÞJÓÐVILJ I N N Föstudagar 4. febrúar 1949. HIÓÐVILJINN Dtgefandl: Samelningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn v Hitstjórar: Magnús Kjartansson. Sigurður Guðmundsson (ftb'. Fréttarltstjóri: Jón Bjarnason. Blaðam.: Ari Kftrason, Magnús Torfi Ólafsson, Jónas Árnason. Hitstjórn, afgreiðsla, auglýslngar, prentsmlðja. Skólavörðu- ■tíg 1» — Sími 7600 (þrj&r línur) Áskriftarverð: kr. 12.00 & mftnuðl. — Lausasuluverð 60 aur. elnt. Frentsmlðja Þjóðvlljans h. f. ' Sósísllstaflokkurlnn, Þór&götu 1 — Sími 7510 (þrjár línur) Lækkirn útsvara. Nú er skattaframtali lokið að þessu sinni og flest- ir munu hafa skilað skýrslu sinni með geig. Ekki þó auð- stéttin, ekki hinir 200 riku sem samkvæmt framtölum sínum eiga 5—600 milljónir í skuldlausri eign, þeir aðilar hafa ótal smugur til að koma ofsagróða sinum undan; held- ur láglaunamennirnir, þeir sem allt verða að telja fram og ekki hafa rieinar „duldar tekjur“. Það eru engar ýkjur að alþýða þessa bæjar er að sligast undan útsvörum og sköttum, að málum er svo komið að fólk stendur ekki und- ir þessum óhemjulegu byrðum. Engan þarf að undra að málum er nú svo komið eftir tveggja ára völd „fyrstu stjórnar sem Alþýðuflokk- urinn hefur myndað“. Eaup allra launþega hefur verið lækkað með kaupránslögunum. Dýrtíðin hefur verið aukin markvisst, þannig að raunvcruleg visitala. er nú orðin nokk- uð yfir 400 stig, og á enn eftir að hækka að mun á þessu ári vegna „dýrtíðarráðstafana" stjómarinnar um síðustu áramót. Tollar og óbeinir skattar verða nú áætiaðir á f jár- lögum rikisins 175 milljónir króna og hafa meira en þre- faldazt á tveim árum. Mun varlegt að gera ráð fyrir að Reykvíkingum sé ætlað að greiða ca. 70 milljónir af þeirri upphæð . Útsvör bæjarbúa eru eins og nú stendur áætluð um 53 milljónir. I þokkabót er Reykvíkingum ætlað að greiða ca. 20 milljónir í beinum sköttum til rikisins. Sú upphæð sem Reykvíkingum er ætlað að greiða í tolla, ó- beina skatta, beina skatta og útsvör nenuir þannig um 140 milljónum ltróna, eða að meðaltali tæpum þrem þús- undum á hvern cinstakling I bænum, að meðtöldum börn- um og gamalmennum. Þessar byrðar hvíla hlutffaUsIega langþyngst á láglaunafólki vegna rangláts skatta- og útsvarsstiga og vegna hinna hneykslanlegu tolla og óbeinu skatta. Þetta ástand er orðið algerlega óviðunanlegt, al- menningur rís ekki lengur undir þessum ósköpum að ó- breyttu kaupi. Það verður að hefja sókn gegn Alþýðu- í'lokkstollunum og Alþýðuflokkssköttunum og hinum rang- láta útsvarsstiga íhaldsins í Reykjavík. Fulltrúar sósíaiista í bæjarstjórn Reykjavikur hafa þegar lagt fram raunhæf- ar og merkilegar tillögur um verulega lækkun á útsvör- um iaunþega, en þær eru í stuttu máli á þessa leið: Ekkert útsvar af tekjum undir 9000 kr. Útsvar lækki um 450 kr. fyrir hvert barn á framfærsluaídri. Útsvarsstigicn verði lækkaður á launþegum almennt. Tekið verði tillit til húsaleigu manna við álagningu út- svars. Til þess að vega upp þá tekjulækkun bæjarsjóðs, sem af þessu myndi leiða, leggja sósíalistar m. a. til að fcærinn krefjist þess að fá í sínar hendur kvikmyndahús einstaklinga og einkarétt á framleiðslu gosdrykkja, öls og sælgætis, þannig að gróði af slíkum fyrirtækjum renni •ekki i vasa einstakra gróðamanna heldur til bæjarfélagsins I heild. Eflaust má gera ráð fyrir að íhaldið hunzi allar þéssar tillögur og vilji halda. áfram að gera sitt til að rýja alþýðu Reykjavíkur inn að skyrtunni. En þær verða eklci Jiunzaðar af almenningi, heldur leiddar fram til sigurs — ef ■ekki fyrr, þá við næstu bæjarstjómarkosnmgar. bæjarpostijun^ wmmmammim Hln sérstöku áhrif. Stundum þegar skilningarvit- in setja menn aftur í samband við umhverfið eftir svefn næt- urinnar, verður jnaður, fyrir sér- stökum áhrifum, sem fela í sér fullvissu um, að heimurinn hafi tekið einhverjum meiriháttar breytingum; hann sé orðinn all- ur annar en hann var í gær- kvöld. — Slíkt var eðli þeirra áhrifa sem heilsuðu skynjun minni þegar ég vaknaði í gær- morgun. Eg hafði farið seint að sofa og klukkan var orðin yfir 10. Innum gluggann komu sindrandi sólargeislar, — og söngvar kátra barna urðu þeim samferða. — Eg flýtti mér að líta út. Sippubönd og brúðurúm. 1 litla garðinum bakvið húsið voru fjórar telpur að leika sér. Þær léku sér og sungu. — Tvær þeirra hoppuðu fram og aftur, sveiflandi sippuböndum. Flestir halda að þessi íþrótt geti ekki staðizt nema júlímegin á ár- inu, en þarna fékkst óræk sönn- un. fyrir því, að það má iðka hana með fullteins góðum á- rangri í febrúarbyrjun. — Hin- ar telpurnar höfðu tekið með sér brúðurúmin sín. Brúðurnar lágu léttklæddar í rúmunum og höfðu ekkert oná sér- Mömmurn ar voru nefnilega að viðra sæng urfötin. — Hugboð hins nývakn aða um breytingu heimsins reyndist á rökum reist. Eftir langvarandi vont veður var kom ið gott veður. Mömmurnar sáu ekki einu sinni ástæðu til að breiða oná börnin sín undir ber- um himni. Lykillinn. — Turninn. Eg fékk mér göngutúr í há- deginu og leiðin Iá framhjá Landakotskirkjunni. Alltaf lang ar mig uppí turn, en alveg sér- staklega þegar gott er veður. Samt þorði ég ekki að biðja um lykilinn. Það er ósiður að trufla matfrið fólks, og vingjarnlegi maðurinn í vingjarnlega húsinu með vingjarnlega glergluggabí- slaginu var áreiðanlega ekki bú- inn að borða. En gott á sá mað- ur að ráða yfir þeim lykli sem gengur að þeim turni sem mann langar alltaf uppí. — Mótor- skellir bárust gegnum logn- kyrra hádegishvíldina, og þeir heyrðust jafn greinilega á Landakotstúninu einsog maður stæði um borð í bátnum. — Eg gekk á hljóðið. Múgsefjun- Báturinn lá við eina Verbúða- bryggjuna. Dökkleitur maður hallaði sér frammá lunninguna með olíu á höndunum og reykti pípu. Aðrir menn voru ekki sjá- anlegir um borð. Þrátt fyrir mót orslcellina virtist báturinn sem sé hvorki vera að koma né fara. — Hinumegin við spegilslétta höfnina sátu máfarnir í þéttri og skipulegri röð á grandagafð inum, og mér kom í hug, hvort Silli og Valdi mundu geta raðað betur í hillurnar hjá sér. — Allt í einu flaug einn máfur upp, og síðan allir hinir á eftir honum. Það var ekki hægt að sjá neina gilda ástæðu fyrir þeirra tauga- truflun. En þess verður raunar tæpast krafizt af máfum, að þeir geti komizt hjá múgsefjun frekaren aðrir. — Siðan settust þeir aftur. — Súðin lá við Sprengisand og var búin að ná sér eftir löðrung úthafsins, staffírug á svipinn, staðráðin í að komast allaleið til ítalíu með unga listamenn og saltfisk. Sel- foss lá á öðrum stað og hafði sem betur fer ekki komið með neina inflúensu frá Englandi í síðasta túr. Flugmál. Fyrren varði var ég kominn uppá Arnarhól. 3 snáðar voru þar að leika sér með stóra og vandaða svifflugu- Einn þeirra kiifraði með hjálp hinna uppá stallinn til Ingólfs, og þaðan lét hann sviffluguna svífa í stór- um og tignarlegum boga yfir túnið. — í gamla daga létum við strákarnir okkur nægja litl- ar skutlur til að senda yfir bekk inn, þegar kennarinn sneri sér uppað töflu. Síðan hafa orðið miklar framfarir í flugmálum þjóðarinnar .... Nýlegra varu gel in saman i hjónaband, ung frú Sigrún Sig- tryggsdóttir og Halldór Rand- ver Þorsteinsson sjómaður. Heim- ili þeirra er á Lindargötu 36. — Séra Garðar Svavarsson gaf brúð- hjónin saman. Sl. laugardag opin- beruðu trúlófuh sína, ungfrú Helga Óslc Margeirsdótt- ir, Fagurhlíð Sand- gerði og Guðmund- ur Rósant Þorkels son, Tungu, Sandgerði. — Sl. laug- ardag opinberuðu trúlofun sína, ungfrú Svava Kristjánsdóttir Leifs götu 22 og Auðunn Þorsteinsson, húsgagnasmiður, Miklubraut 16. Hjónunum Cnnu Þói-arinsdóttur og Jóhannesi Guð- nfo _ ^ l & v 53 fæddist dóttir þann 3. febrúar. Þau hjónin eiga bæði afmæli þann dag. Geysir var væntan- iegur frá Prestvík fBBp' og Kaupmanna- höfn kl. 6,10 í gær með 20 farþega, Hekla er í Rvík. Gullfaxi kom frá Gander kl. 5 í gærmorgun. 1 gær var flokið héðan til Akureyrar, Vestmannaeyja og Fagurhólsmýrar. Ennfremur var flogið norður að Reykjaskóla I Hrútafirði (sjúkraflug). / Kolaskipið „Nerva“ kom hingað í gærmorgun. Katla, Fjallfoss og Lingestroom eru væntanleg frá útlöndum í dag. Sklp Elnaxsson & Zoega: Foldin er í Rvík, Lingestroom varð að snúa aftur til Færeyja vegna veðurs; hefur sennil. farið þaðan áleiðis til Rvíkur i gærmorg un. Reykjanes fór frá Húsavík 28. f. m. áleiðis til" Grikklands iw/j viðkomu í Englandi. BIKISSKIP: Esja er á Austufjörðum á noi'ð- urleið. Hekla er í Álaborg. Herðu- breið er á Vestfjörðum á norður- leið. Skjaldbreið er væntanleg til Rvikur í dag frá Vestmannaeyj- um. Súðin fór frá Rvík kl. 20 í gærkvöld á leiðtil Italiu. Þyrill er í'Rvik. Hermóðúr fór frá Rvík um hádegi í gær á leið til Patreksfjarð ar, Sauðáxkróks og Hofsóss. E I M S K I F : Bxúarfoss er á Álftafirði. Detti- foss fer frá Kaupmannahöfn 8. 2. til Álasunds, Djúpavogs og Rvíkur. Fjallfoss fór frá Isafirði kl. 11,00 í gær til Rvíkur. Goðafoss kom til Rvíkur 1. 2. frá Leith. Lagarfoss er í Rvik. Reykjafoss fór frá Rvík 2. 2. til Antwerpen. Selfoss kom til Rvíkur 27.1. frá Newcastle- on-Tyne. Tröllafoss fór frá Halifax 27. 1. til Rvíkur. Horsa kom til Hamborg 2. 2., fór þaðan væntan- lega í gær til Álasunds. Vatna- jökull fór frá Vestmannaeyjum 29. 1. til Hamborgar. Katla fór frá N. V. 26. 1. til Rvíkur 20.30 1 Útvarpssag- an: „Jákob“ eftir Alexander Kiel- land; XIII. lestur. (Bárður Jakobs- son). 21.00 Strok- kvartett útvarpsins: Kvartett í F- dúr cftir Mozart. 21.15 Frá útlönd- um (Jón Magnússon fréttastjóri). 21.30 íslenzk tónlist: Lög eftir Þór- arin Guðmundsson (plötur). 21.45 Bækur og menn (Vilhjálmur Þ. Gíslason). 22.05 Útvarp frá Hótel Borg: Hljómsveit Carl Billich leik- ur létt lög. Ungbarnavernd Líknar, Ternpl- arasundi 3, verður framvegis opin þriðjudaga og föstudaga kl. 3,15— 4 e .h. G E N G I Ð: Sterlingspund 28,22 100 bandarískir dollarar 650,50 100 svissneskir frankar 152,20 100 sænskar krónur 181,00 100 danskar krónur 135.57 100 norskar krónur 131,10 1000 fránskir frankar 24.69 100 hollenzk gyllini 245,51 100 belgiskir frankar 14.86 100 svissneskir fandkai' 152,20 Alþýðublaðið sagði frá því í gær að á « »- stjó rnmálanám- f 1 .sljeiðl ungra jafn- aðarmanna ætti Helgi Sæmundsson að kenna mælskulist! — Eg er oft að velta því fyrir mór hvort Helgi sé ekki Moskvuagent sem hafi fengið það hlutverk að gera krat- ana hlægilega. f>öfnln: Landsbókasafnið er o-aW kl. 10—12, 1—7 og 8—10 alla viritíi daga nema laugardaga, þá kl. 10— 12 og 1—7. Þjóðskjalasafnið ki. 3 —7 alla virka daga. Þjóðminjasafn.- lð kl. 1—3 þriðjudaga, firr.mtud.tga og sunnudaga. Listasafn Einarí •Tónssonar kl. 1,30—3,30 é sunnu- dögum. Bæjarbókasafmð kl. 16—10 alla virka daga. Næturakstur í nótt annast Hreyfill — sími 6633. Næturvörður er í Reykjavíkur- apóteki. -— Sími 1760. Næturiæknlr er I læknavarðsr.of- unni. Austurbæjarskólanum — Síml 6030 Veðurútlit í dag: sunuaa, rigning. Allhvass

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.