Þjóðviljinn - 04.02.1949, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 04.02.1949, Blaðsíða 6
ÞJÖÐVILJINN Föstudagur 4. febrúar 1949. ir inenn iis § Framhald af 3 -síö*i. húsvíska verkamenn heímsókn sinni. með Fundurinn Verkamenn höfðu ákveðið að fjölmenna á fundinn og' var húsfyllir. Þá rann upfl sú 'stiínd ao þeir höfðu fyrir augliti verk- fallsbrjótinn frá Isafirði. Hann er maður stór og hinn myndar- legasti að vallarsýn, en bar á sér heldrimanna snið. Hann .tók upp úr tösku sinni þykkan bunka af skrifuðum blöðum, sem hann að líkindum hefur samið i næði hinna rólegu daga á skrifstofu Alþýðuflokksfé- lags Reykjavíkur og hóf lestur- inn, er mestmegnis var lævís- legur rógur um fyrrverandi al- þýðusambandsstjórn og per- sór.ulegt níð um Hermann Guð- mundsson. Ennfremur drýginda legt sjálfshól yfir að geta feng- ið því áorkað að verkalýðsfé- lögin á Vestfjörðum hafa ein- angrað sig frá verkalýðshreyf- ingu kmdsins í skjóli hinnar Iandfræðilegu legu Vestfjarða og einangrunar. í lok lesturs- ins bætti hann við að verka- lýðsfélögin ,,hlýddu“ ekki sambandsstjórn og mun þar hafa átt við sjálfan sig og Baldur. (Helgi Hannesson hyggst nú, trúlega ætla að kenna verkamönnum' að ,hlýða‘ úr forsetastól). Helgi Hanesson á lengi cftir að minnast þessa fundar. Hann fann ískalda en þögla fyrirlitn- ingu alls þorra verkamanna, er hann sátu, á öllu hans athæfi. Þeir yerkamenn og konur, er staðið hafa í fylkingarbrjósti verkalýðsbaráttunnar hér á staðnum árum og áratugum saman risu upp úr sætum sín- um, ekki til að flytja- skrifaðar ræður, heldur orð töluð af brjóstviti og reynslu margrá baráttuára, er sýndu og sönn- uðu að Helgi Hannesson og hans stallbræður eru i dag hættulegustu óvinir verkalýðs- hreyfingarihnar í landinu. En þegar einn hæverskur og greindur verkamaður spurði í hvers umboði hann væri kom- inn hingað og hversu marga silfurpeninga hann , fengi að launum, varð honum ógreitt um svör. Og þegar sami maður bauð honum að heimsækja sig daginn eftir og rökræða við sig persónulega svaraði hann því til að hann myndi þiggja boðið. En Helgi Hannesson kom aldrei í þá heimsókn. Fínir menn þurfa ekki að rökræðá við verkamenn. Hann fann 'sannarlega lítinn fögnuð hjá verkamönnum yfir komu sinni, en það voru aðrir, sem glödd- ust yfir komu hans. Verkamenn tapa í kosninaunum í ársbyrjun 1948 hafði at- vinnurekendum hér í Húsavik tekizt að ná stjórn verka- mannafélagsins i sínar hcndur, eftir að tugir sjómanna og vcrkamanna voru farnir á suð- urlandsvertíð og i atvinnuieit. Þeirrar aðstöcu siniiar hafa þeir síðan neytt til ao smala óviðkomandi fólki inn í félagið í stórum stíl. Var þetta sérstak- lega áberandi fyrir kosningarn- ar í haust. Þeir, er nú höfðu mestan áhuga fyrir kosningum í félaginu eru ekki verkamenn, það voru menn, sem aldrei sækja fundi í félaginu og láta sig engu skip'ta hag þess og störf og þaðan af síður hug- sjónir og markmið verkalýðs- félagsskaparins. . Virðulegir embættismenn, er aldrei eiga nægilegan orðaforða til að lýsa ást sinni á lýðræðinu, töldu heldur ekki eftir sér að labba heim til ístöðulítilla verka- manna, er þeir aðra daga ekki telja ofarlega í virðingarstiga mannfélagsins. Eitt var það mál, er atvinnurekendur reyndu að gera að æsingamáli, hin svo- nefnda bílstjóradeila, er ekki- verður rakin hér. Meiri hluti kjörstjórnar ákvað'áð strika út af kjörskrá 12 bílstjóra, cr eft- ir beiðni atvinnurekenda (að sögn eins þeirra) höfðu gengið í félag sveitabílstjóra og jeppa- eigenda, er hafði það að mark- miði að fjandskapast við deild atvinnubílstjóra, er stofnuð hafði verið og samþykkt í Verkamannafélagi Húsavíkur. Ennfremur áHi sveitabílstjóra- félag þetta í útistöðum við Al- þýðusambandið. Var upptöku- beiðni þsss" felld á gíoasta 4-1" þýðusambandsþingi, sem kunn- ugt er. Hinir 12 bílstjórar hafa nú séo sig um liönd og sagt sig úr sveitabílstjórafélagi þessu, sem eins og áður er sagt var stofnað af mönnum, sem vildu koma af stað illdeilum og ófriði við verkalýðssamtökin. í sam- bandi við þetta mál, má og geta þess að einn af hvatvís- ustu þjónum atvinnurekenda hér í Húsavík, Helgi Kristjáns- son að nafni, er kallar sig kjötmatsmann, hefur ritað sorp grein í blaðið Dag á Akureyri um fulltrúa verkamanna í kjör- stjórn og aðra forustumenn verkamanna og sjómanna hér á stáðnum. Er grein þessi hreinasta viðurstyggð. Enda er maðu-rinn frægur hér um slóðir fyrir slík skrif og líka hitt að hafa stundum brostið kj'ark til að skrifa undir nafni. Ennfremur þá hvimleiðu fylgju í skrifum sínum að geta aldrei farið með rétt mál. Niðurlagsorð Eg befi nú dregið upp litla mynd af starfsaðferðum and- stæðinga verkalýðshreyfingar- innar hér í Húsavík. Það er nauðsynlegt fyrir verkamenn landsins að fá vitneskju um vinnubrögðin eins og þau eru á hverjum stað. Andstæðingar verkalýðssamtakanna hafa unnið töluverðan sigur í bili. En það er skammgóður sigur. Það munu þeir Heígi Hannes- son og Jón Sigurðsson finna siöar á Sama hátt og Quisling hinn norski og Laval . hinn franski. Þess vegna skrifar Jón Sigurðsson núverandi formanni Verkamannafélags Húsavíkur og spyr um það hvort útsölu- maður tímaritsins Vinnan sé „okkar maður“. Sálufélagar Jóns Sigurðssonar og Helga Ilannessonar hafa slegið eign sinni á hús, sem ber nafnið Al- þýðuhús. Annað hús, sem ber nafnið Iðnó. Fyrirtæki, sem ber nafnið Alþýðubrauðgerð. Ann- að fyrirtæki, sem ber nafnið Alþýðublað. En íslenzka al- þýðu geta þeir aldrei eignazt og ! okki heldur þá hugsjón, er Þor- j steinn Erlingsson var braut- : ryðjandi að á íslandi. i Halldór Þorgrímsson. Happdrætt i s I á n ríkissjóðs Þann 15. fébrúar verður dregið í fyráta sinn í B-flokki Happdrættisláns ríkissjóðs. Dregið verður þá um 461 vinning, samtals að upphæð 375 þúsund krónur, þar af er 1 vinningur 75 þúsund krónur, 1 vinningur 40 þúsund krónur, 1 vinningur 15 þúsund krónur og 3 vinningar 10 þúsund krónur — allt skattfrjálst. Samtals eru í B-fl. 13,830 vinnmgar, að heildarupphæð rumar 11 millj.kr. Hver sá, sem lánar ríkissjóði í nokkur ár andvirði eins eða fleiri happdrættisskuldabréfa, fær tækifæri til þess að vinna einhverja af þeim mörgu og stóru happdrættisvinningum, sem hér eru í boði. Vinningslíkur eru allverulegar, því að vinningur kemur á næstum tíunda hvert númer. Hvert happdrættisskuldabréf jafngildir þeim 100 krónum, sem greiddar eru fyrir þau en ' . - verðgildi eins happdrættisbréfs getur þiisundfaldazt Fé það, sem þér verjið ,til kaupa á happdrættisökuldabréfum ríkissjóðs, er því alltaf öruggur sparisjóður, en getur auk þess fært yður háar fjárhæðir, fyrirhafnar- og áhættulaust. Athugið, að hér er aðeins um f járframlög í éitt skipti fyriröll að ræða, því bréfin gilda fyrir alla þrjátíu útdrætti happ- drættisvinninganna. Nauðsynlegt er því fyrir fólk að kaupa sér bréf nú þegar, svo að það geti verið með í happdrætt- inu öll skiptin. Happdrættislán ríkissjóðs býður yður óvenjulega hagstott tokitori til þess að safna öruggu sparifé, freista að vinna háar fjárhæðir áhætCulaust og stuðla um leið að mikilvægum framkvæmdum í þágu þjóðarheildarinnar. Þetta þrennt getið þér sameinað með því að kaupp. nú þegar Happdrættisskuldabréf ríkissjóðs

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.