Þjóðviljinn - 13.02.1949, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 13.02.1949, Blaðsíða 3
Sunnudagur 13. febrúar 1949 ÞJÖÐVILJINN Sagan endurtekur sig - ekki Það er Ólafur Thors sem manna skýrast og umbúða- lausast hefur sett fram kröf una um þátttöku íslands i hernaðarbandalagi Vestur- veldanna og rakið í hverju þátttakan yrði fólgin og hvað af henni myndi leiða. Enda fer vel á því. Hann er mikilhæfastur agent Bandaríkjanna hérlendis og var nýkominn frá Barís þeg- ar lrann skrifaði áramóta- grein sína, en þar hafði hann . hitt yfirboðara sína, þegiö af þeim fyrirskipanir og 'svar ið þeim eiða. Áramótagrein hans verður merkilegt skjal í sögu þessarar þjóðar, fái hún að eiga sér öllu lengri .sögu. Hins vegar hefur hún legið mjög ómaklega i lág- inni undanfarnar vikur, smá- agentar hafa fengið að leika listir sínar og spreyta sig meðan hinn mikli matador bíður átekta þar til að loka- atlögunni kemur. Það er þjóðinni náuðsyn- legt að rifja upp orð Ólafs Thors nú, þegar smáagent- arnir gera sitt ýtrasta til að rugla hugtökin. Meginatriði boðskapar hans má taka saman í þrem tilvitnunum. I þeirri fyrstu hyggst hann ganga af hlutleysinu dauðu, það er „óvita hjal“, og segir síðan við landa sína að „ekk- ei'; sé til varnar aunað en sterkustu vígvélar og öfl- ugustu morðtæki, svo sterk og öflug tæki til varnar og árásar að engir þori að ráð- ast á þá“. I þeirri næstu legg ur liann áherzlu á að fslend- inga stoði ekkert vigbúnað- ur annarra Og geti. einskis skjóls af þeim vænzt, hér, einmitt hér, verði vígvélarn- ar og morðtækin að vera: „Við skulum hugsa okkur að varnarbandalag Atlanz- ha.fsríkjanna sé myndað án þáttöku íslands. Setjum svo að Vestur-Evrcpa sé orðin ein vígvél. Norður-Ameríka önnur helmingi sterkari. Hvar mundi sá, sem slíka s^yrjöld liefur, byrja? Á hvern mundi hann fyrst ráð- a:1;? — Er ekki a. m, k. á- kaílega sennilegt að hann sneri sér fyrst að þeivn, sem hernaðarlega er mikilvægur, en jafnframt óvarinn?" Og að lokum þriðja tilvitnunin, þar sem hann talar um sjálfa forsendu hins vest- ræna hernaðarbandalags, sem á að gera Vesturevrópu að einni vigvél og Norður- ameríku að annarri helmingi sterkari: „Er þá röðin kom- in að okkur Islendingum, því sagt er, að eitt skilyrði þess sé, að ísland og Poi* ú- gal gerist meðlimir banda- lagsins þegar í upphafi“. Þá, én ekki fyrr, verður banda- lag irinna • muéhuíu „«vo *■»!» Uim 9 M1 ■ M. U fU-OOPtW »» sterkt, að enginn ráðast á þá“. * þori að Þarna eru nú ekki maðkarn ir í mysunni, heldur má segja að þar streymi fram hinn sanni og ómengaði land sölumjöður, svo likt sé eft- ir orðbragði sjálfs matadors- ins. Merkingin gæti ekki ver-. ið Ijósari. Hingað skal koma óvígur erlendur her, víg- girða ailt íandið milli fjalls og fjöru og koma upp sterk- ustu vígvélum og öflugustu morðtækjum til varnar og árásar. Og höfuðagentinn leggur áherziu á að ekkert annað stoði. Jafnvel þótt Islendingar vildu neyta smæðar sinnar og skríða i skjól bak við vígvclar Vest- urevrópu og Norðurameríku, þá er það fánýtt ráð; hinir austrænu Rússar myndu ein- faldlega hoppa yfir þá vest- rænu vígvél og „byrja“ ein- mitt á þessum ávarða hólma. Og meira er í húfi. Þessi ó- varði hólmi yrði þá sjálfur Akkilesarhæll „hinna vest- rænu lýðræðisríkja", þamiig að það er sjálf forsendan að hernaðarbandalagi þeirra að þau fái að verja hann. ¥ Hér skal ekki rökræddur boðskapur Ólafs Thors, það hefur verið gert svo ræki- lega af öðrum að óþorfi mun við að bæta. Hins vegar er ástæða til að bera hann saman við orð hinna smærri spámanna sem undanfarnar vikur hafa geystst fram á sviðið. Þeir hafa iðkað þá list að gera sér upp undrun- arsvip þegar á þá var yrt og spyrja með furðu: Herstöðv ar? Hver var að tala um herstöðvar? Það hefur eng- inn haldið því fram að her- seta yrði afleiðing af þátt- töku Islands í hernaðar- bandalagi! Það hefur aldrei verið minnzt á morðcæki og vígvélar í því sambandi! Ein asta afleiðingin af þátttöku íslands í hinu vestræna hern aðarbandalagi yrði sú að Bjarni Benediktsson skrif- aði undir samning, og meo einu pennastriki hlotnaðist íslandi fullt öryggi um alla eilífð! Þannig grein eftir grein, endalaust, jafnt í skrif um Sigurðar frá Vigur, sem enn fetar nokkuð penpíulega landsölubrautina, þótt hon- um muni vegna góðrar þjálf- unar ekki reynast erfitt að skipta um göngulag, i skrif- um Jóhanns Havsteens, Val- týs Stefánssonar (seinustu vikurnar!), Stefáns Péturs- sonar (einnig seinustu vik- urnar!) og annarri hvorri grein Þórarins Timaritstjóra. Þessi áróður er greinilega samhæfður, einnar upp- sprettu, og tilefni þess að breytt hefur verið um bar- ' ui|gB>*i.i»«" nú áttuaðferð er að sjálfsögðu' hin skjóta og einarða and staða almennings. Hinn vold ' ugi matador hélt að hann væri að fá’st við skynleys- ingja, en sendlar hans kom- ust brátt að raun um að þeir liöfðu sem andstæðing ís- lenzka þjóð. * Það gengur að vonum erf- iðlega að sannfæra almenn- ing um það að öryggi lands- ins só tryggara ef íslend- ingar ganga í hernaðarbanda lag — án vígvéla og morð- tækja ,,til varnar og árásar“. Flestum finnst að þá sé einmitt verið að bjóða hætt- unni heim. En þetta skipt- ir ekki máli. Hitt skiptir máli að það er Ólafur Thors sem túlkaði það sem koma skal ] í áramótaboðskap sínum, allt það sem síðar hefur ver- ið boðað er fleipur og mark-1 leysa. Hins vegar hefur ver- ið ákveðið að stefna að mark inu í áföngum af illri nauð- syn. Sagan endurtekur sig. Það er álíka bil milli hins upphaflega boðskapar Ólafs Thors og þess sem nú er fluttur, og áður var milli kröfu Bandaríkjanna um þrjár herstöðvar í 99 ár og hins endanlega Keflavíkur- samnings. Og því skyldi þjóð ‘ in ekki gleyma að Keflavík- ursamningurinn var sam-' þykktur og er nú mjög á- þreifanleg staðreynd í ís- lenzku þjóðlífi. Og hver veit nema sagan eigi eftir að end urtaka sig enn nákvæmar. Á það benda líkur að stjórn- arflokkarnir hyggi á sýndar iklofning og nýjar kosning- ar í vor. Ákvörðuninni um þátttöku Islands í hernaðar- bandalagi yrði þá frestað, en upp myndu hefjast svardag ar um land allt. „Ég sver,' sver, sver — við allt sem | þessari þjóð er og var- heil-1 agt frá upphafi: ísland skal ekki verða selt“. Síðan verð1 ur ísland selt. . * Og þó þarf ekki svo ac • fara, það er allt á valdi ís- lenzkrar alþýðu. Hún ræð- ur því liverja hún velur til þingsetu, og hennar er ao' taka ' fram' fyrir hendur Aí- þingis ef það svíkur helg- ustu heit sín. Þeir 52 menn, sem á Alþingi sitja eiga að hafa það eitt hlutverk að framkvæma vilja íslenzku þjóðarinnar, bregoist þeir því hlutverki ber þjóðinni að taka í taumana og knýja fram vilja sinn með valdi samtakanna. Það var ekki gert 5. október 1946, en var- lega skyldu umboðsmenn ^ hins vestræna hervalds treysta því að sagan endur- taki sig í yztu æsar. SKAK Ritstjóri: GUÐMUNDUR ARNLAUGSSON Eggert Gilfer Reykja- víkurmeistari Skákþingi Reykjavíkur lauk með sigri Eggerts Gilfer er hlaut 6l/2 vinning af sjö. Annar varð Baldur Möllér með 6 vinninga. Eggert vann alla keppinauta sína nema Árna Stefánsson, en sú skák varð jafntefli. Baldur tapaði fyrir Eggerti en vann allar aðrar skákir sínar. Peðaglettur Peðin eru sjaldan kvödd tú mikilla afreka snemma í skák- inni. Þau eru fótgöngulið og fallbyssufóður, þeirra er að þrauka á leiðinlegum reitum og varna óvinunum aðgöngu, þau eru silaleg í hreyfingum, kyrrstaðan er þeirra hálfa líf, enda eru það venjulega þau sem veita stöðunni sinn fasta svip. Þau búa enn við svipuð lífskjör og bændur lénsherranna á mið- öldum og ber ekki hærra en ef þau fá að fórna sér til að ryðja aðalsmönnunum sóknarbraut- ina. í þeirri trú að hann væri að vinna mann myndi hvítur leika 8. Hxa7!! Hxa7 9. c7 og peðið verður drottning. Perlis lék því. 7.----- Eb8xc6 og tapaði þar með peði. 2. SCHUSTER — CARLS Oldcnburg 1914 1. e2—e4 c7—c6 2. d2—1!4 d7—d5 3. Rbl—c3 c!5xe4 4. Rc3xe4 Rg8—f6 5. r trc co Ii7—Ii5 G. Bcl—g5 h5—h4 7. 8. Bg5xf6 Bf6—e5 Ii4xg3 Hingað hafði hvítur reiknað og séð að 8. — Hxh2 9. Hxh2— gxh2 10. Bxh2 stenzt. En hann. verður fyrir vonbrigðum. 8. --- HliSxhU 9. Hhlxh2 Dd8—a5t 10. c2—c3 Da5xe5f!I 11. a4xe5 g3xh2 og hvítur gafst upp því að svartur fær'drottningu í næsta leik og hefur þá unnið manru Skárra hefði verið að leika 10. Dd2 því að þá væri hægt að leika 12. 0—0—0 með máthót- En hvert peð á sér draum un og verjast eitthvað. (12. um gullna veröld handan byrj- Rbd7 13. e6!). unar og miðtafls. Ef sóknaröld- urnar brotna án þess að til úr- slita dragi og megin aðalmann- anna fellur í hríðinni, rennur upp gullöld peðanna. Þá er hvert peð orðið þýðingarmikil persóna á sjónarsviðinu: mjór 1 eða mikill vísir til nýrrar drottn ingar. Þegar svo ber undir snýst allt við, þá er aðalmönnunum hildaust fórnað til að ryðja drottningarefnunum brautina. Þessi gullni draumur rætist sjaldan, en vonin' gefur lífinu gildi. Það borgar sig að vera peð í níu lífum ef maður sveifl- ast til æðstu metorða í því tí- 3. NAGY — BALOGH Búdapest 1948 1. e2—e4 c7—c5 2. b2—b4 Að þessu bragði lék Spillmann sér stundum. 2. ----------------- c5xb4 3. d2—d4 e7—e5 Þetta mótbragð er sjálfsagt uppfynding Baloghs. 4. d4xe5 Rb8—c6 5. Rgl—f3 Kg8—e7 6. Bcl—f4 ? Bcl—b2 var miklu betra. 6. ---- Re7—g6 ' 7. Bf4—g3 * Dd8—a5! Nú er fráskákarhótunin ó- unda! En stundum haggast þessi jþægileg og Rbd2 væri líklega Jj| venjulega framvinda skákarinn- öruggasta svarið. ar,' þannig að peð gegnir aðal- I 8. Ddl—d5 b4—b3f! hlutverki snemma í tafli. Það er nógu sjaldgæft til að.koma manni á óvart og ávalt er það ins“ Rbd2 væri betra dramatískt og spennandi eins 'engan veginn gott (Dc3!). 9. Dd5xa5 - Hvítur er „handan góðs og þó og dæmin þrjú hér á eftir sýma. 1. SCHLECHTER — 'PERLIS Itarlsbad 1911 1. d2—d4 d7—<15 2. c2—c4 c7—c6 3. Rgl—fS Bc8—Í5 4. Ddl—b3' Dd8—b6 5. c4xd5 DbGxb3 6. a2xb3 Bfðxbl Svartur fer í mannakaupin því að honum lízt ekki á 6. — cxd5 7. Rc3 e6 8. Rb5. En nú bregða atburðirnir sér á leik. 7. d5xc6!! Er hvítur að leika af sér manni? Ef svartur léki nú Be4 11.---- b3—b2!! 10. Da5—c3 Bf8—b4 Þar fór síðasta vonin. 11. Dc3xb4 • Rcbxb4 og hvítur gafst upp. Getið þið ráðið þetta? 1. „Givis Bononiae“ (Borgari í Bonn á 13. öld) Hvítt: Kd8—Ha8—Hc5. Svart: Kd6--Hhl. Hvítur leikur og vinnur. Zdeiiko Mach Hvítt: Kb7—Df4—Pc2. Svart: Kb5—Pa5—Pb4—Pc5 Hvítur Jeikur og mátar í, 3. leik. AF HEILUM hug þakka ég þeím, vinum og vandamönnum, sem heiðruðu nlig á 75 ára afmælisdegi mínum, með gjöfum, skéyt- um og heimsóknum. GUÐRÚN STERÁNSDÓTTIR • frá Gaitafelli. rfrnniéiir^nrit.—i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.