Þjóðviljinn - 15.02.1949, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 15.02.1949, Blaðsíða 6
6 ÞJ ÖÐVILJINN ,i...»....1 Þriðjudagur 15. íebrúar 1949. Sigur kinverskrar alþýSu Eftir töku stórborganna Peip- ing og Tientsin í Norður-Kína hefur kommúnistaherinn gert hlé á stórsókn þeirri, sem hófst 'í október í haust með töku seinustu virkja Kuomintang- hersins í Mansjúríu. Síðan sóttu kommúnistaherirnir fram jafnt og þétt á þrennum víglínum suð ur járnbrautirnar til Nanking Qg Hanká við Jangtsefljótið og að norðan og sunnan að land- ræmunni í Norður-Kína, þar sem Peiping og Tientsin liggja. Nú ráða kommúnistar yfir sam- felldu landflæmi norðan frá Mansjúríu suður að Jangtse- fljóti, landsvæði, sem er yfir 2500 km. frá norðri til suðurs, •og geta hvenær sem þeim sýn- ist sótt suður yfir Jangtsefljót, því að beztu herjum Kuomin- tang hefur verið tvístrað. ★ Hversu langt hléð á bardög- unum verður, er erfitt að segja. Kommúnistar eru nú sem óðast að lagfæra þær truflanir á sam- göngum og atvinnulífi, er styrj- öidin hefur valdið á þeim land- svæðum, sem nú eru á valdi þeirra. Snemma í þessum mán- uði gátu farþegaflutningar á járnbrautunum hafizt á ný, og má af því marka, að endurreisn arstarfinu miðar vel áfram. Jafnframt er verið að fram- kvæma þá þjóðfélagsbyltingu, sem kommúnistar hafa forystu fyrir og aflað hefur þeim fylgis kínverskrar alþýðu og þar með gert sigra þéirra á vígvöllun- um mögulega. Stórjörðum léns- herranna er skipt upp milli sveitaalþýðunnar og bændur kjósa sér forsvarsmenn úr eig- in hópi, en spilltum Kuomintang lýð, sem skattpínt hefur kín- verskan almenning en auðgazt sjálfur, er vikið frá störfum. ★ Fláttslcapurinn í friðarboðum Kuomintangleiðtoganna, sem tóku við er Sjang Kaisélc hrökl- aðist frá völdum, verður æ aug- ljósari. Kommúnistar hafa lýst yfir, að friðarsamningar geti hafizt þegar er Sjang Kaisélc og aðrir helztu stríðsglæpamenn irnir í hópi Kuomintangforingj- anna hafa verið handteknir. Ef Lí forseti og Sún forsætisráð- herra settu frið öllu ofar, myndu þeir ekki hika við að veröa við þessari kröfu; en það hafa þeir ekki gert. Þvert á móti hjálpa þeir Sjang Kaisék og Soongbræðruinum mágum hans að koma úr landi þeim • milljónaauði sem þeir hafa rak- að saman þá tvo áratugi, sem þeir hafa farið með Kínd eins og mjólkurkú sína. ★ Allt bendir til, að tilgangur- inn með friðarumleitunum Lí og Sún sé að fá nokkurra mán- aða frest tii að koma upp nýj- um Kuomintangher í Suður- Kína. Éf það tekst hafa þeir von um áframhaldandi banda- ríska aðstoð. * Þessar fyrirætlanir eru þó reistar á ótraustum grunni. Kommúnistaher er þegar kom- inn yfir Jangtsefljótið, eina verulega farartálmann milli kommúnistaherjanna og strand- ar Suður-Kína fyrir utan veg- lengdina. Ibúar stórborganna Sjanghai og Nanking reyna með öllu móti að fá Kuomin- tangstjórnina ofan af því að verja kommúnistahernum borg- irnar. Skeyti bandaríska ræðis- mannsins í Tientsin Robert L. Smyth, um fyrirmyndarfram- komu kommúnistahersins, sem tók þá borg, hefur haft þau áhrif, að það eina, sem ibúar stórborganna, sem enn eru á valdi Kuomintang hugsa um er, hvernig hægt sé að koma því til leiðar, að þær falli kommúnist- um í hendur bardagalaust. ¥ Um allan heim er mönnum að verða Ijóst, að byltingin, sem er að gerast í Kína er heims- sögulegur atburður, jafnvel sá afdrifaríkasti, sem gerzt hefur síðan byltingin sigraði í Rúss- landi og Sovétríkin urðu til. I Kína búa 488 milljónir manna og af þeim fjölda býr um helm- ingur á þeim svæðum, sem kommúnistar hafa nú á valdi sínu. Fyrir utan Sinkiang og Tíbet er Kína um sjö milljónir ferkílómetra. Um þrjár milljón- ir þeirra eru nú í höndum al- þýðuhersins. Því fer fjarri, að afgangurinn af Kína sé örugg- iega á valdi Kuomintangmanna. • 1 sérhverju héraði Suður-Kina eru stór svæði á valdi vopnaðra bænda og skæruliða. Á suður- bakka Jangtsefljóts bíða 70.000 skæruliðar eftir að ganga í lið með meginher kommúnista, er hann brýzt yfir fljótið. ★ Með frábærri herstjórnar- og stjórnmálasnilli hafa kínverskir kommúnistar bjargað Kína úr greipum innlends afturhalds og bandarískrar heimsvaldastefnu. Draumur bandariskra heims- valdasinna um Kína sem óseðj- andi markað fyrir bandaríska offramleiðslu og hráefnaupp- sprettu fyrir bandarískan iðnað er að engu orðinn. Alþýða Kína undir forystu kommúnista hef- ur sagt úrslitaorðið. M.T.Ó. Hákor. Noregskonimgnz um HússahiæSsluna: „Rússahræðslan er ekki nýtt fyrirbrigði. Það nýja sem varð til eftir byltinguna í Rússlandi, var bolsévikahræðslan. Allt fram á þennan dag höfum við ekki fengið hina minnstu sönn- un fyrir því, að Rússland hafi nokkru sinni haft í hyggju að ráðast á Noreg. Hinsvegar skort ir okkur ekki sannanir fyrir því, að stórveldi og hópar manna, sem ætluðu að ráðast á Rússland, blésu að glóðum Rússa- og bolsévikkahræðslun- ar. Sannanirnar eru óþrjótandi í stjórnmálasögunni frá 1918 til þessa dags.“ Þetta sagði Hákon VII Nor- egskonungur árið ' 1944. Orð konungs gætu ekki verið tíma- bærari þótt þau væru ■ töluð í dag. 158. DAGUR. Louis Mromfield setningu væri hann kominn á kaf í þetta mál og nafn hans dregið í sorpið af þessu sama blaði sem nú lá á borðinu hjá honum. Það yrðu langar greinar með myndum um' „spillingu: héldri manna“.og fyrirsagnir um „heldra fólks hneykslL í Park Avenue" og annað slíkt sem létti lífið múgnum sem fyllti strætisvagnana og bíóin. Hann David Melbourn fengi nafni sínu velt upp úr óhreinindum til skemmtunar múg af hálfvita skepnum. Og liann gat orðið að steypa sér í þetta fyrir mann sem hann fyrirleit og sem einungis skar sig úr múgnum vegna auðæfa sinna. Enn hugsaði hann: „Þetta getur ekki verið veyxleiki. Svona atburðir gerast ekki.“ En svo skildist honum að hver sem lenti í slíku hlaut að hugsa þannig. Meira að segja morðinginn, þegar hann kæmi til sjálfs sín hlaut hann að hugsa: „Það er ekki satt. Það getur ekki hafa gerzt.“ Hann reyndi að hugsa sér „litla, svarta manninn" sem skyldi eftir skitugu húfuna. Fyndist hann var allt í lagi, og það versta sem fyrir Jim Town- er kæmi væri hneykslið. En hvernig átti að finna hann, eiganda húfu sem var eins og milljón ann- arra húfa? Gimsteinaskyrtuhnappar og nafnið „hr. Wilson“ gáfu miklu betri leiðbeiningar. Allt í einu varð hann smeykur, líkt og áður fyrr í litla herberginu með læstum dyrum, og Verna Hostetter utan við dyrnar ýmist formæl- öndi honum eða narrandi hann í rúm til sín. Leifturskýrt sá hann hve nærri morði hann hafði verið og að í hjarta sínu og huga var hann morðingi, því oft hafði hann hugsað sér að hann myrti Vernu Hostetter, kalt og eftirsjár- laust. Slíkt gat gerzt. Hver maður gat orðið morðingi. Það fór eftir aðstæðum og nauðum. Hann vissi að hann varð að gera eitthvað. „Eg hef áður sloppið, komizt framhjá tugthúsinu. Eg gat það vegna þess að ég hugsaði skýrt og varð ekki uppnæmur. Nú verð ég að bjarga Jim Town- er til að bjarga sjálfum mér. Það er ekki hægt að horfa á það að maður sé sendur í fangelsi eða dauða án þess að skýra frá atriði sem gæti bjarg- að honum eða að minnsta kosti dregið úr líkum að sekt hans. Nei, ekki heldur ég gæti það.“ Hann hugleiddi í beizkju að það voru ekki ill- menni sem yllu fólki mestum örðugleikum, held- ur bjánar sem lentu í uppnámi eins og Jim Town- er, skiljandi ef-tir auðþekkta flibba og gimsteina- hnappa. Liklegast var morðinginn líka asni eða brjálaður maður að skilja eftir skítuga húfuna til að segja eftir. Svo mundi hann eftir gim- steinahnöppunum. Hann minntist þess að hafa íarið að horfa á þá af einskærum leiðindum með' an hann heyrði Jim Towner segja langa og leið- inlega sögu við borðið hjá Hektor Campion. Hann sá þá í anda, glitrandi græna, í skyrtubrjóstinu ■ STUNBin_____________________ blettóttu af víni sem Jim Towner hafði misst ofan á sig. Nei, það var ekki um að villast. Jim Town- er átti hnappana. Hann hefði ekki tekið eftir þeim ef Jim Towner hefði ekki ætlað að drepa hann úr leiðindum með löngu sögunni um póló- hestana sína. Hann blótaði því í hljóði að þetta skyldi ger- ast einmitt þegar hann þurfti að hafa hugann skýran vegna annarra mála. Nú gæti hann ekki einbeitt hugsun sinni að Gobinámunum, því hann hlyti jafnframt að hugsa um Jim Towner og hættuna sem vofði yfir Jim Towner og þá líka yfir honum sjálfum og nú skildi hann að hugboð hans um samband þeirra Fanneyjar hafði verið rétt. Hann hefði aldrei átt að skipta sér af henni, iiiiiiiiiiimiiiiimiimiimmiiiimmimmiiimimimimiii Bogmennirnir Únglingasaga um Hróa hött og félaga hans — eftir — GEOFREY TREASE — Hrói kom til þeirra á harðastökki. Hann brosti til Jóns: ,, Eg hugsaði með mér, að gott væri að vera meðal vina,“ sagði hann. „Nú bíður okkar ekki annað en að falla með vopn í hönd. Öllum fyrirskipunum er ofaukið.“ „Við getum höggvið okkur leið í gegn,“ sagði Jón áfjáður. „Það er hægt að hefja starfið að nýju, annars stað- ar á Englandi.“ „Þeir eru að koma,“ tók Hrói fram í fyrir honum. Enn einu sinni brotnaði áhlaup ridd- araliðsins á hinni bjargföstu bænda- fylkingu. Enn á ný gerðu langbogar skógarmannanna drjúgan usla í hópi- óvinanna. En lengi gat það ekki staðið. Þarna rofnaði röðin, bylgjandi fjaðra- skúfar flæddu gegnum skarðið. „Sherwood bjargast!“ öskraði Jón. Hann sveiflaði heljarmikilli öxi, rudd- ist inn í þéttustu orustuþvöguna og hjó á.báðar hendur, hvað sem fyrir varð. Dikon fylgdi honum fast eftir og lá ekki á liði sínu — en viðbúinn bana- högginu, hvenær sem væri. Bændurnir 0 A V I Ð

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.