Þjóðviljinn - 16.02.1949, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 16.02.1949, Blaðsíða 1
Sún Fé sagður hafa sagt af sér 14- árgangur. Miðvikudagur 16. febrúar 1949, sljérn og jjing- ielStogar osam- raáfa cim Ailanz- hafsfeanáaiagið Umræðurnar í bandarisku öldungadeldinni í fyrradag Ieiddu í ljós, ad rnikið djúp er stacfest milli afstððu þings og stjórnar til fyrirhngaðs Atlanz- hafsbandalags, segir frcttarit- ari brezka útvarpsins i Was- hington, Lennart Mi'.es. Conn ally, formaður utanrikismá’.a- nefndar öidungadeildarinna- lýsti yfir að nefndin myndi aldrei failast á- það sem álitið hefur verið meginatriði banda- lagssáttmálans, að líta skuli á árás á eitt bandalagsríki sem árás á þau öll. Sendiherrar Vestur-Evrópu- landanna, sem tekið hafa þátt í undirbúningi undir bandaiags stofnunina í Washington, hafa ákveðið, að krefja Bandaríkja- stjórn skýrra svara um hvaða skuldbindingar hún hugsi sér að undirgangast í bandalagssátt málanum. Connally öldungardeildarmað Framh. á 5. síðu. Athyglisverðar mðnrstöður sérfræðinga SÞ lest i löndum, ihallaðstoð Óstaðfestar fregnir bárust frá Sjanghai í gær, um að Sún Pó, forsætisráðherra Kuomin- 6. tölubláð.; tangstjórnarinnar í Kína hefði sagt af sér. Vitað er, að Sún og Lí forseta hefur borið nokkuð á milli undanfarið, Li verið fús- ari til að ganga að friðarskil- málum kommúnista. Kuomin- tangher hörfaði úr þrem víg- girtum stöðvum ánorðurbakka Jangtsefljóts norðvestur af Sjanghai í gær, og er nú allur norðurbakkinn milli Nanking og Sjanghai á valdi kommúnista. „Það er aihj-glisverf, að í Sovétríkjunum og. ýmsum öðr- um rík um, sem ekki þiggja MarsIiaOaðstoð, hefur iðn- framléíðslan aukizt meira en í mörgum löndum \restur- Evrópu“, segir í frétt frá fréttaritara bandaiúsku frétta- tttofunnar Asspciated Press í aðalstöðviun SÞ í Lake Suceess. Fréttaritarmn er að skýra frá niðursfcaðum skýrslu, sem liagfræðingar SÞ hafa gert um þróimina í efnahags- málum, verzlunarmálum og iðnaðarmálum á árinu 1948. . Sórfræðingamir afhentu skýrslu þessa efnahags- og fé- lagsmálaráði SÞ snemma í þess- um mánuði. Skýrslan gefur í heild glæsilega mynd af árangri endurreisnarstarfsins, en frétta- ritari AP segir að niðurstöðurn- ar af samanburðinum á árangri einstakra landa hafi komið mörgum á óvart. Iðnframleiðslaukningin mest í Sovétríkjunum Bráðabirgðaútreikningar leiða í ljós, að fyrstu níu mánuoi árs ins 1948 var iðnframleiðslan í heiminum 32% meiri e-n ú sama hluta ársins 1937. Framieiðslan hefur aukizt um 11% frá því 1947. Sjö lönd, þeirra á með- al Sovétríkin, Bandaríkin og Svíbjóð hafa farið mikið meira en 25% fram úr framkiðsl- unni 1937. Fjögur lönd, Dan- mörk, Noregur, Pólland og Bretland hafa náð alLt að 15% aukningu. I öðrum hlutum heimsins er framleiðslan enn minni en 1937. f þessu sambandi er bent á, að meginorsökin til auluiingar- innar á iðnframíeiðslunni í heiminum fram yfir það sem var 1937, er framleiðsluaukn- ingin í SovOiríkjnnum. Uppskeruaukning mest í Danmörku Ein mikilvægasta framförin í efnahagsmálum eftir styrj- öldina er stóraukin framleiðsla landbúnaðarvara. Uppskera hveiti og rúgs hefur allstaðar aukizt, mest í Danmörku eða 170% yfir uppskeruna 1947. Meðaluppskeniaukningin ér 30 til 40%. Hagfræðingar SÞ hafa kom- izt að þeirri niðurstöðu, að Marshalláætlunin hafi hmdrað verzlunarviðskipti milli Austur- og Vestur-Evrópu. Fasisíar ógna brezkum Gyðingum Á sunnudaginn gengu með- limir ,,Union Vovement," en svo hefnist nú fasistasamtök Sir Oswald Mosley í Bretlandi, fylktú liði um götur Gyðinga- hverfisins í East End í London. Er þetta ífyrsta skipti síðan all- löngu fyrir stríð sem Gyðinga- haturssamtök þessi ögra Gyðing um á þennan hátt. Landsölublökk S| álistæðisf lokksins í minnihluta á flokksfundi! Þjóðviljahátíð Á Þjóðviljahátíðinnl n. k. föstudagskvöld munu þeir Sig-I fús Sigurhjartarson og Einar Olgeirsson flytja röksemdir ís-j lenzkra sósíalista gegn þátttöku Islands í hernaðarbandalagi. Mun það eitt nægja > il þess að keppni verður um aðgöngumiða. En auk þessara.tveggja fyrir- lestra um mesta alvörumál ís- 1 lenzku þjóðarinnar eru skémmti I atriðin óvenjulega glæsileg. IJÓN >IÚLI ÁKNASON verður ikynnir.FKITZ WEISSHAPPEL, ÞÓBABINN GUÐMUNDSSON og ÞÓKHALLUE ÁKNASON leika saman nokkur lög. EINAK PÁLSSON, hinn ungi, glæsilegi leikari, les upp íslenzk ljóð. LANZKY-OTTO 3g UKBANTSCHITSOH leika sainan á vvaidhorn og píanó. Og \ð loknum verður sýnd hin 'nega músíksnynd, þar sem rOSCANINI stjórnar lofsöngn- mi til þjóðanna. i ’.ogöncrcmioar íási í skrií i loíu Sósíaljsiaílokksins, 'órsgöiu 1, í Bókabúð Táls cg menningar og ókabúð KRON. Mvm ör- iggasí að íryggja sér niða í dag — það er ekki j /íst að neinn verði eítir á morguni Sigfús Sigurlijartarson Einar Olgeirsson Einar Pálsson. \ Jón MúSi Árnason v w Meirihluti fiindarmaiina gekk át eða sat lijá þegar ályktun fiokks ráðsins varborin undir atkvæði! Fundurinn í Holstein í fvrrakvöld sannaði á áþreifanlegan hátt að landsölublökkin sem stjórn- ar Sjálfstæðisflokknum er í algerum minnihluta meðal fylgjenda hans. Fundinn sóttu um 400 manns, en áður en ályktun sú sem samþvkkt var, var borin upp gengu út á annað hundrað manns. Af þeim sem eftir voru greiddi um helmingur at- kvæði með ályktuninni, en hinir sátu hjá! Var ályktunin þó mjög varlega samin og svo loðin að erfitt var að henda reiður á henni. Eru þessi úrslit' mikið áfall fyrir landsölublökkina. Ályktun sú sem samþykkt var, er í þrem liðum. í fyrsta lið segir að ekkert sé ,,jafn nauð synlegt sem það að tryggja ör- yggi sitt mcð þeim hætti, sem bezt hentar hverri þ-icð fyr- ir sig.“ Mun slík speki vart valda miklum ágreiningi meðal þjóðarinnar! ! I öðrum lið segir að Islending- um ,,beri að stefna að þvf .... að hér verði ekki herseta á frið artímum og ekki herskylda." Menn taki eftir orðávalinu ,.beri að stefna að því.“ Það er í sam ræmi við önnur hálfyrði land- söluforspraklcanna í Sjálfstæðis flokknum á undanförnum árum, hálfyrði sem notuð eru til blekk jinga og til að hylja einmitt þau jatriði sem ætlunin er að fram- kvæma. Menn taki einnig eftir því að „herslcylda" er þarna sér staklega nefnd og sagt að það „beri að stefna að því“ að forð- ast hana. Það er sem sé engan veginn afdráttarlaus skoðun Sjálfstæðisforsprakkanna að herskylda íslenzkrar æsku komi ekki til mála. Þvert á móti, mætti öllu heldur segja, þegar þetta atriði er sérstaklega tek- ið fram hlýtur það einmitt að vera mjög á dagskrá. í seinasta lið er því síðan lýst vfir að hlutleysi íslands sé „fyr- ir löngu úr gildi fallið fjrrir at- burðanna rás.“ Hlutleysi ís- lands getur ekki fallið úr gildi nema með samþykki íslenzku þjóðarinnar, og er ekki úr gildi fallið fyrir neina „atburðanna rás“, það var upp tekið sem yfir Framhald á 7. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.