Þjóðviljinn - 16.02.1949, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 16.02.1949, Blaðsíða 4
4 ÞJÖÐVILJINN Mijvikudagur 16. febrúar 1949. Ligefandl: Samemingarflokkur alþýðu — Sósíalietaflokkurinn Ritstjórar: Magnús Kjartansson. Sigurður Guðmundsson (áb». Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason. Blaðam.: Arl Kárason, Magnús Toríi Ólafsson, Jónas Árnason. Rltstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja. Skólavörðu- Stíg 18 — Sími 7500 (þrjár línur) Áskriftarverð: kr. 12.00 á mánuði. — LausasCluverð 50 aur. eint. Prentsmiðja Þjóðvtljans h. f. Sósfalistaflokkurlni!, Þórsgötu 1 — Sími 7510 (þrjár línur) BÆJAKPOSTÍRINN gjÍjÍÍpÍil; HllpgjljPWÍnM Kippt í sprellikarlaBa Sennilega er laridsölulýðnum ekki Ijóst hve óheppi- legt er að hefja nýjan kafla í áróours'herferð fyrír bátt- töku í Atlanzhafsbandalagi rneð menn eins og Stefán Jó- hann Stefánsson og Ólaf Tryggvason Thors í farar- brodai, sömu mennina og sendir voru fram um áramótin, sér til langvarandi smánar og alþjóð til óþurftar. Ekki sízt vegna hins frekjulega Bandaríkja- og hern- aðaráróðurs þessara tveggja aftuihaldsbrodda blossaði hpp með þjóðinni þjóðvarnarstefnan, auk Sósíalistaflokks ins sem alltaf hefur staðið óskiptur ao íslenzka málstaðn- um, komu nú heiðarlegir menn úr öllum stjórnarflokkunum og fylktu sér til varnar gegn hættunni sem yfir vofði. Þjóð- varnarhreyfingin hefur sannað íslenzku Bandaríkjalepp- unum að þeim tekst ekki að koma íslendingum í hernað- arbandalag undir því yfirskini að verið sé að berjast gegn kommúnisma. Meginþorri þjóðarinnar skilur, og skild- ist það ekki sízt af hroka- og frekjuáróðri fóstbræðranna Ó2afs Tryggvasonar og Stefáns Jóhanns um áramótin, að kjarni málsins var barátta fyrir baiidaríska heimsvalda- hagsmuni, barátta gegn íslenzkum málstað. Samfylking allra þeirra er beittu sér fyrir þjóðvörn gegn erlendri á- gengni varð svo sterk, að aftur'haldsfylking Bandaríkja- leppanna hefur verið knúin til undanhalds, eða hefur að minnsta kosti neyðzt til að breyta um bardagaaðferð. Og þess er ekki að dyljast, að vegna þjóðvarnahreyfinganna á Norðurlöndum hefur sjálfur húsbóndinn, Bandaríkja- stjórn, talið vænlegast að halda ekki að þeim hernaðar- bandalaginu eins og tilætlunin var þegar íslenzku fígúrurn- ar skrifuðu og töluðu um áramótin, heldur reyna að fela hernaðareðli samningsins svo liægara verði að smeygja fjötrunum á Evrópuþjóðirnar. Og í miðju kafi fer svo Bandaríkjaþing að ræða um það atriði samningsins að Bandaríkin lofi að koma Evrópuríki til hjálpar ef á það yrði ráðizt og helztu áhrifamenn þingsins telja að ekki nái neinni átt að lofa neinni bandalagsþjóð slíkri vernd! í ★ ^ Mitt í þessum andstyggilega loddara- og blekkinga- leik er svo kippt í loddarafígúrurnar íslenzku, Ólaf Tryggvásori Thórs, Bjarna Ben. og Stefán Jóhann Stefáns- £on og þeim úppálagt að ryðja úr sér nýrri áróðursgusu, og segja nú allt annað en um áramótin, umfram allt.reyna að friða íslenzku óróaseggina, sem vogi sér að halda fram málstað Islendinga gegn bandaríska málstaðnum. Og fíg- úrurnar kippast til, en svo mikið liggur á að húsbændurnii frétti vikalipurðina, að orðum Stefáns Jóhanns, sögð á flokksklíkufundi, er útvarpað frá erlendum útvarpsstöðv- um áour en íslenzkur almenningur fær nokkuð um það að vita, íslenzka ríkisútvarpið segir ekki orð, en útlendar útvarpsstöðvar básúna út klíkufundárræðu í Alþýðuflokkn- um sem álit ábyrgs íslenzks forsætisráðherra. Nýja áróðursherferðin sem þessir fígúrufóstbræður hófu nú um helgina mun ekki reynast þeim árangursrík- ari en hin fyrri. Þjóðin horfir ekki einungis undrandi, heldur líka reið og sárhrygg á sprellikarlalæti Bandaríkja- leppanna og mun mæta með sívaxandi árwkni hverri til- yaun þeirra að klafabinda Islendinga. i. Slctíugheit sumra manna. Það er til marks um sérstök slóttugheit sumra manna, að venjulegt fólk þreytist aldrei á að láta þá gabba sig. Mætti í þessu sambandi nefna sem dæmi nokkra úr hópj hinna svoköll- uðu miðlá, sjálfskipaðra fundar stjóra annars heims. Það er al- veg sama, þó hvað eftir annað sé dregin útúr líkamsfylgsnum þessara manna ýmiskonar vefn- aðarvara, alveg gjövsneydd yfir- náttúrlegu eðli, svo sem gas- bindi, cg jafnframt færðar á það órækar sönnur, að þarna sé fólgin öll hin mikla þekking viðkomenda varðandi fyrirkomu lag annars lieims; — strax og miðlarnir byrja að praktísera uppá nýtt, flykkjast um þá forn ir aðdáendur, áfjáðir að gera sig aftur að fífium fyrir fimm- tánkall eða meira. Forniaður íhaldsins. Ólafur Thors álítur sig auð- sæilega þeim hæfileikum búinn að geta beitt samskonar slóttug heitum með fullum árangri. — Það eru aðeins rúmar sex vikur síðan hann flutti þjóðinni þann áramótaboðskap, að hún ætti ekki annars völ en að beita fyrir sig ,,sterkustu vígvélum“ og „öflugustu morðtækjum,“ — ella mætti hún vænta alls hins versta. Þessi boðskapur fól í sér ótvíræða kröfu um, að ísland tæki á sig hersetu á friðar- tímum; og ékki nóg með það, þjóðin sjálf skyldi einnig gerast virkur þátt- takandi í vígbúnaði. — Síðan hefur það komið æ betur í ljós, að almenningur er eindregið and vígur þessari hugmynd. — Þá gerir Ólafur Thors sér lítið fyr- ir og lætur flokk sinn birta þá yfirlýsingu, að hann hafi alltaf verið andvígur hersetu á friðar- tímum, sömuleiðis herskyldu Is- lendinga. HeSdur hann, að þjóðin falli í trans? Slóttugir miðlar falla ekki í trans sjálfir, en list þeirra er hinsvegar su að láta auðtrúa manneskjur falla í trans þann- ig að þær glati allri dómgreind og skoði auðvirðilegustu loddarábrögð sem hátíðlegan himnaboðskap. — Ólafur Thors virCist-álita að þjóðin muni falla í slíkan trans frammi fyrir á- sjónu hans. Ákveðnasti mál- svari friðartímahersetu og ís- lenzks vígbúnaðar, fer allt í einu að veifa gasbindum lævís- legra slagorð um enga friðar- tímahersetu og engan íslenzkan vígbúnað! Það vita allir að maðurinn hefur einungis breytt um taktik til að ná því marki, sem hann setti sér í áramótaboðskapnum, sameiginlegu hagsmunamarki hans og hinna bandarísku sálu- félaga í Wall Street. Þetta er sama aðferðin og notuð var til að svíkja Keflavíkursamninginn uppá þjóðina. — En því miður, Ólafur okkar elskulegur. Það er tilgangslaust að boða íslend- inga á pólitiskan andafund. Gasbindin þekkjast. Ekkert heiIbrigSiseftir- lit í stærsta framhalds- skóla landsins. N. skrifar: „Mér hefur orðið kunnugt um þá furðulegu stað- reynd, að engln heilbrigðisrann- sókn hefur farið fram á kennur um og nemendum Iðnskólans í Reýkjavík, en í honum munu nú vera ca. 900 nemendur. Hér hlýt ur að vera um stóralvarl. brot á heilbrigðislöggjöf landsins að ræða, og það því alvarlegra sem skólahúsið er ófullkomið og um- gegni um það ekki upp á það bezta. Til marks um það, hversu alvarlegt brot þetta er, skal þess getið, að einn nemandi, sem hóf nám í skólanum í haust, dvelur nú í heilsuhælinu að Víf- ilsstöðum; fór þangað fyrir jól. Krafa nemendanna. „Það hlýtur að vera krafa nemenda og aðstandenda þeirra að upplýst verði hverjum þetta hneyksli er að kenna og að heilbrigðisrannsókn verði lát in fara fram tafarlaust. Annars er ég undrandi yfir því, að Skólafélag Iðnskólans hefur ekki svo vitað sé látið þetta sig nokkuru skipta og hélt ég þó að því bæri skylda til að standa á verði og sjá um að slíkt sé ekki látið viðgangast." — Ef hlutaðeigandi aðiljar vilja koma á framfæri athugasemd við bréf þetta, skal hæfilegt rúm fúslega veitt hér í dálkun- um. Reykjavík 13. 2. ti) Grimsbjc Lag- arfoss er í Reykjavílt. P.eykjafoss er í Antwerpen. Selfoss kom til Akureyrar í gærmorgun. Tröllafoss er í Reykjavík, fer í kvöld kl. 20.00U1 N. Y. Horsa kom til Reykjavíkur i gær frá Álasundi og Vestmannaeyjum. Vatnajökull er í Menstad. Katla fór frá Rvík 13. 2. til N. Y. Gullfaxi kom ekki frá Stokkhólmi í gærmorgun, en fór til Kaupmanna- hafnar i gær og er væntanlegur hing- að um Prestvík i kvöld. Kemur lneð farþega úr áætlunarferðinni til Prestvíkur og Kaupmannahafn- ar. Hekla og Geysir eru í Reykja- vík. 19.30 Islenzkii- kennsla. — 19.00 Þýzkukennsla —- 19.25 Þingfréttir. 20.30 Kvöldvaka: a) Gísli Guðmunds- son fyrrv. alþm., flytur erindi: „Við reisn Islands eftir Móðuharðindin. b) Prú Guðrún Sveinsdóttir flytur ævisöguþátt af fiðluleikaranum Camillu Urso. c) Einar Magnússon menntaskólakennari flytur ferða- þált: Gengið á Löðmund um vetur. Ennfremur tónleikar. 22.05 Passíu- sálmar ((ICristján Róbertsson stud. theol.). 22.15 Óskalög. Heimilisritið, 1. hefti 1949, er komið út. í ritinu er þetta m. a.: Endurómar, smásaga eftir Guð- mund K. Eiríksson; Roy Rogers (æviágrip); Segðu eitthvað fallegt við mig, smásaga eftir Thomas Bell; Ungur blökkumaður, smá- saga; Hver á að fá íbúðina; smá- saga; Prinsinn af Wales, sjálfsævi- saga hertogans af Windsor, o.m.fl. Leikfélag Reykjavíkur Volpone kl. 8 í kvöld. sýnir H Ö F N I N : Þyrill fór héðan í gærmorgun með lýsisfarm til Englands. Hval- fell fór úr slippnum í gær. Horsa kom frá útlöndum. Enskur togari, sem kom hingað vegna bilunar, fór héðan í gær. Bjarni Ólafsson var væntanlegur af veiðum kl. 6 í gær. EIKISSKIP: Esja var á Akureyri í gærniorg- un á leið austur um land. Hekla er í Álaborg. Herðubreið er á Aust- fjörðum á suðurleið. Skjaldbreið var á Boi'ðeyri um hádegi i gær á norðurleið. ^Súðin er á leið frá Eng- landi til Italíu. Þyrill er á leið frá Reykjavik til Danmerkur og Hol- lands. Skip Einarsson & Zoega: Foldin er í Reykjavík, Lingest- room fermir í Ántwerpen 15. þ. m. og í Amsterdam 18., Reykjanes er á leið til Grikklands frá Éng- landi. EIMSKir: Brúarfoss fór frá Hamborg i gærkvöld til Leith og Reykjavikur. Dettifoss var væntanlegui' til Djúpavogs í gærkvöld frá Ála- sundi. Fjallfoss fór frá Reykjav ík 6.2. til Halifax. Goðafoss fór frá Síðasii fræSsIufundur iðnnema verður i verzlunarmannahúsinu kl. 21 í kvöld. Emil Jónsson, ráðherra, flytur framhaldserindi sitt um. stöðu iðnaðarmannsins. Hjönunum Þuríði Jóhannesdóttur og Sigurði Skaphéðins- syni, Sufeurgötu 55, Hafnarfirði, fædd- ist 10 marka sonur 13. febrúar. Næturvörður er i Ingólfsapótelri. — Sími 1330. Næturaktsur í nótt annast Hreyf- ill. Simi 6633. Bölusetning gegn barnaveiki hcldur áfram;og-er fólk áminnt um, að koma með börn sin til bólu- setningar. Pöntunum er veitt mót- taka i síma 27S1 aðeins á þriðju- dögum kl. 10 — 12. Ungbarnavernd Líknar, Templ- arasundi 3, verður framvegis opin' þriðjudaga og föstudaga kl. 3,15— 4 e -h. ý Næturlæknlr er í læknavarðstot- unnl, Austurbæjarskolanurn, — Síml 5030. Veiðimaðurinn, afmælisblað Stanga veiðifélags Reykjavíkur er nj'Tkom- ið út. 1 blaðinu eru m. a. þessar greinar: Stangaveiðifélag Roykja- víkur 10 ára; Aðalfundur Stanga- veiðifélags Reykjavikur; Óvenju góð veiði sl. sumar; Bændur og veiðimenn, eftir Gunnlaug Péturs- son; Rabbað við sjötugan veiði- mann; Þeir stóru — 20— 40. — p.; eftir Guðmund Einarsson frá Mið- dal; Fiskistofn sóttur i vatnsföt- um; Er þörf fyrir landssamtök veiðimanna, eftir Þór Guðjónsson o. fl. Húnvetningamót. — Næstkom- andi föstudag efnir Húnvetninga- félagið til móts að Hótel Borg. Hefst það með borðhaldi ld. 6,30; en meðal skemmtiatriða verður ræða, flutt af Sigurði Nordal próf- essor, píanóleikur Ragnars Björns sonar og samsöngur „Húna“. Veðurspáin í gærkvöld: Suð- vestan og vestan átt, með all- hvössum að hvössum éljum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.