Þjóðviljinn - 24.02.1949, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 24.02.1949, Blaðsíða 6
6 ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 24. febrúar 1949. Norska Verkamanna- flokksstjórnin gegn norskri alþýSu JjUMMTUDAGINN í síðustu viku, daginn áður en flokksþing norska Verkamanna flokksins, sem samþykkti inn- göngu Noregs í hernaðarbanda- lag með Vesturveldunum, hófst, hélt félag málm- og járniðnað- armanna almennan félagsfund i Alþýðuhúsinu í Oslo. Fundar- efnið var utanríkisstefna Nor- egs og frummælandi Jens Christian Hauge, hermálaráð- herra x rikisstjórn norska Verkamannaflokksins. Hauge hét á vei'kamennina, að fylkja sér um yfii-lýsta stefnu ríkis- stjórnarinnar, inngöngu í Atl- anzhafsbandalagið. Yfir þessa stefnu lagði flokksþingið þrem dögum síðar einróma blessun sína. Ef sú samþykkt gæfi rétta mynd af viðhorfi norskrar al- þýðu hefðu málmiðnaðarmenn- irnir átt að taka hernaðarbanda lagsboðskap Hauges með fögn- uði og lýsa ánægju sinni yfir, að Noregur væri innlimaður i hernaðarkerfi Bandaríkjanna. ■WI*N það var nú eitthvað ann- að. Af 16 verkamönnum, sem tóku til máls á fundinum var aðeins einn sem mælti bót utanríkisstefnu stjórnarinnar. Síðan samþykkti fundurinn með 248 atkv. gegn 112 eftirfar andi ályktun: „Sameiginlegur fundur málmiðnaðarmanna i Oslo .... lætur hér með x ljós andstöðu okkar gegn því að land okkar gerist aðili að At- lanzhafssáttmála. Við berum ekki í brjósti fjand skap til nokkurrar þjóðar, sízt þeirrar rússnesku, sem við höf- um aldrei ált í ófriði við og sem færði þungar fórnir í síðustu styrjöid og hafði svo mikla þýð ingu fyrir okkar eigin frelsis- baráttu. Rússar hafa ekki ógnað okk- ur, þeir hafa þvert á móti boðið okkur griðasáttmála og upp- fyllt allar skuldbindingar gagn- vart landi okkar .... Við hljótum því að vísa ein- dregið á bug aðild lands okkar að myndun ríkjasamsteypa. Við hljótum með fögnuði að aðhyll- ast griðasáttmálann ,sem okkur er boðinn". g^ESSI samþykkt norsku málmiðnaðarmannanna er. ekkert einsdæmi. Svipaðar sam þykktir hafa drifið að undan- farnar vikur úr öllum lxlutum Noregs, frá hverju verkalýðsfé- iaginu á fætur öðru. Andstaða norskrar alþýðu gegn þátttöku í hernaðarbandalagi gegn Sov- étríkjunum er hvað harðsnún- ust í Norður-Noregi, meðal fólksins, sem af eigin raun kynntist Rauða hernum, er hann hrakti nazista þaðan á brott. síðasta styrjaldarárið. Blað Verkamannaflokksins í Tromsö hefur tekið eindregna afstöðu gegn hernaðarbanda- lagsstefnu rikisstjórnarinnar. rg^IL þess að koma fram fyrir- ætlunum sinum um þátt- töku í hernaðarbandalagi hefur norska Verkamannaflokks- stjórnin notið óskipts stuðnings norsku borgaraflokkanna og blaðakosts þeirra. Andstaðan gegn stefnu hennar hefur kom- ið fi'á hennar eigin flokksmönn- um og Kommúnistaflokki Nor- egs. Þetta kann i fljótu bragði að virðast einkennilegt, en er það alls ekki. Norsku hægri- kratarnir eru að framkvæma utanríkisstefnu norska auð- valdsins. Norsku stórútgerðar- mennirnir byggja gróðamögu- leika sína á vinsamlegri afstöðu ráðamanna í Vesturveldunum. Norsku sósíaldemókrataráðherr arnir hafa sjálfir sagt, að sem siglingaþjóð verði Norðmenn að ganga í Atlanzhafsbandalagið. Allt talið um samstöðu vest- rænna lýðræðisrikja og önnur faguryrði er aðeins ætlað til að slá ryki í augu fólksins. Þegar til kastanna kemur eru það út- gerðarmennirnir, sem ákveða afstöðu Noregs. J^ANGE utanríkisráðherra Noregs, hefur sjálfur sagt að stofnun Atlanzhafsbandalagsins sé „stórkostleg ögrun" við Sov- étríkin. Mesta ögrunin er þátt- taka Noregs í bandalaginu. Nor egur hefur landamæri sameigin- leg með Sovétríkjunum. Enginn hefur getað bent á, að Sovét- ríkin hafi í einu né neinu ógn- að öryggi Noregs. Þvert á móti voru þau fyrsta Bandamanna- rikið, sem fór alfarið með her sinn úr Noregi eftir styrjöldina. Nú hefur stjórn Noregs ákveð- ið að taka þátt í hernaðar- bandalagi, sem yfirlýst er að beint er gegn Sovétríkjunum. Vegna andstöðu norsks almenn ings hefur norska stjórnin lýst yfir, að Vesturveldin fái ekki herstöðvar í Noregi á friðartím um. Danska blaðið „Finanstid- ende“ segir, að kringum þá yfxr- lýsingu verði farið á þann hátt að „hafnir og flughafnir verð.x til reiðu Bandaríkjunum til af- nota.“ Herstöðvarnar eiga sem sagt að vera tilbúnar svo að bandarískt árásarlið geti fyrxi'- varalaust tekið þær x notkuxx. jJþAÐ sem hingað til hefur haldið aftur af kjarnorku brjálæðingunum bandarísku svo að þeir hafa ekki ráðizt á Sovétríkin, er vitfxeskjan um, að hvað sem öllum kjarnorku- sprengjum liður gæti so/Sth 'i- inn á skammri stund svarað árásinni með sókn gegn árásar stöðvunum vestur að Atlanz- hafi. Nú á að setja undir þenn- an leka með því að samræmxx herbúnað og hernaðaráæt’.anir og senda Vestur-Evrópu bandá rísk vopn. Með þessu er striðs- hættan í heiminum stónega aukin. Þeim mun hörmulegi'a cr það, að smáríki eins og Nor egur, sem aldrei getur uppskorið annað en eyðingu og hórmung- ar í styrjöld, skuli glopjast út í þann gráa leik, sem samvizku- lausir yfirgangsseggir leika nú með framtið mannkynsins að veði. Hlutverlc smárikianna á alþjóðavettvangi er að efia frið inn með öllum ráðurxi tn ekki auka á úlfúðina. M.T.Ó. 166. DAGUR. Eiouis Bromiield STUMIR fyrr en hneykslið væri gleymt, og það tók alltaf tvö — þrjú ár. Hann sneri frá glugganum og ákvað að fara til Cartiers þegar hann hefði skilað Sir John heim að Ritz og kaupa gimsteinamen handa Ruby og fara svo meó henni til Savínu Jerrolds. Nú þegar Fanney var farin, gátu þau Ruby gert sem þau lysti. Dymar voru opnar og ungfrú Einstein kom með síðdegisblöðin. Hann leit yfir fyrirsagnirnar og sá að morðingi Rósu Dugan hafði náðst. Hann hafði að því er virtist gefið sig á vald lögregl- unnar. Og morðinginn var ekki hr. Wilson. Morð- inginn var „litli svart maðurinn“ sem skildi eftir skítugu húfuna. XXIII. Valpariso hótelið var ljótt hús — hátt og mjótt og broddskitugult á litinn — og sneri út að járn- brautarteinunum og höfnunum við North River, þar sem skip frá Miðjarðarhafi lögðu upp. Á fyrstu haeð hafði einu sinni verið knæpa, sem um tíma hafði verið breytt í matsölu en síðan í krá að nýju, en ógagnsæju glerin í gluggunum og ömurlegri grárri málningunni hafði ekki verið breytt. Uppi voru tuttugu klefar, sem kallaðir voru svefnherbergi, lýstir upp með gasi, flestir þeirra óupphitaðir, og þeir voru leigðir hverjum þeim sem var nógu tilfinningalaus eða nógu ógæfusamur til að geta þolað við í þeim. Við skiptavinirnir voru negraflakkarar og hafnar- verkamenn og drukknir sjómenn, og stöku sinn- um einhver hinna harðeygu kvenna í nágrenninu sem komu til að selja ást sína eina eða tvær stundir kyndara sem ekki hafði séð kvenman?' vikum og mánuðum saman. Rúmfötin voru brek- án, saurgrá á litinn, og eitthvað, sem átti að heita lök, úr bómullarpokum, gul og blettótt eftir snarpa suðu, sem var eina hreinlætisráðstöfun- in. Forstöðukonan var í samræmi við stofnunina, stór og digur kona með karlmannsburði, með skvapkennt andlit og grátt, strítt yfirskegg. í æsku sinni hafði hún verið skækja á götum Brem- en og Hamborgar og hún hafði keypt hótelið fyrir fé sem hún hafði aflað sér sem forstöðukona hóruhúss í Valpariso. Hún talaði bjagaða ensku og drakk mikið af lélegu gini sem hún seldi í „veitingahúsi“ sínu. Hún fór snemma á fætur og seint í rúmið, starfaði sem forstöðukona, fi amrni- stöðustúlka og jafnvel sem þvottakona í fyrir- tæki sínu. Hún var seig og þrekmikil og hngrökk, óttaðist engan og ekkert nema fangelsið. Það stóð svo á að hún hafði farið snemma á fætur og var að sópa knæpuna þegar Sikileyjar-Tó.uý kom inn í dyrnar utan úr slotandi hríðinni Hún sá hann, án þess að hún sæist sjálf, horfa urn öxl skelfdan og loka hurðinni með snöggu, laumu- legu handtaki; og þegar hann gekk rétt fram hjá henni sá hún blóðhlaupið augnaráðið. Þar sem hún hafði lifað allt sitt líf í heimi þar sem slík atriði höfðu merkingu, vissi hún að Sikileyj- ar-Tóný var í vandræðum, og að vandræði hans kynnu að snerta hana. Hún stóð í allgóðu sambandi við lögregluna. Hún var vingjarnleg við þá lögregluþjóna sem voru tíðir gestir í hennar bæjarhverfi, gaf þe'm í staupinu og sagði þeim jafnvel slúðursögur um atferlið í þessum ógeðslega borgarhluta. Áhyggj- ur hennar beindust aðeins að mönnum frá hæstu stöðum, sem þekktu ekki blíðmæli hennar, ne þá sterku aðstöðu sem hún hafði við hafnarbakk- iiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiuiii Bogmennirnir tJngling-asaga um Hróa hött og félaga hans — eftir — GEOFREY TREASE — Næsta dag héldu þeir áfram hærra til heiða og fóru upp með Derwent- ánni. Landið varð æ kaldranalegra og eyðilegra. Jafnvel í daladrögunum urðu trén strjálli og strjálli. Áin fór minnkandi því nær sem dró upptök- um hennar. Fjallabrekkurnar á báða vegu þrengdu æ meir dalverpið, unz eftir var aðeins þröng gilskora. Loks beygðu ferðamennirnir til hægri upp með gljúfri, sem önnur á myndaði, ofar og ofar héldu þeir og stefndu upp til hæstu brúna. „Þetta er talsvert drjúgt“, varð Litla-Jóni að orði. Óþreytandi skálm- aði hann á undan, sá skreflangi fjalla- garpur. Dikon óskaði þess, að víðáttan væri minni. Aldrei yrðu þeir víst komnir leiðina á enda. X hvert sinn, er þeir þóttust vera að ná efstu brún, sáu þeir, jafnskjótt og upp kom, aðra ofar og lengra í burtu. Á báðar hendur teygð- ust gráleitir lyngmóar eins og óþrot- leg eyðimörk. Kynlegar klettastrýtur á stöku stað rufu tilbreytingarleysið. Götuslóðinn hvarf þeim. Þrátt fyr- DAVÍÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.