Þjóðviljinn - 27.02.1949, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 27.02.1949, Blaðsíða 6
6 ÞJOÐVILJINN Sunnudagur 27. febrúar 1949. Börn fá ekki aðgang. FJALAKÖTTURIN N Meðan við bíðum. Sjónleikur í þrem þáttum eftir JOHAN BOKGEN. Sýning annað kvöld (mánud.) í Iðnó kl. 8. Aðgöngumiðar seldir í dag frá kl. 4—7. Sími 3191. Börnum innan 16 ára bannaður aðgangur. I iiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiíiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiii F. í. H. F. f. H. Aðalfundur Félags íslenzkra liljóðfæraleikara ^■erður haldinn mánudaginn 28. febrúar 1949 kl. 1 e. h. að Hverfisgötu 21. FUNDAREFNI: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Félagar fjölmenni og mæti stundvíslega. Félags járniðnaðarmanna verður að Hótel Borg laugardaginn 5. marz og hefst með borðhaldi kl. 5.30 e. h. Aðgöngumiðasala verður í skrifstofu félagsins sunnudaginn 27. þ. m. kl. 2—5 og þriðjudaginn 1. marz. kl. 6—8 e. h. burt fyrr en hann væri dauður eða einhver úr flokki hans kæmi að hjálpa honum og þá færu þeir að skjóta úti á götunni og kannski inni í hótelinu líka og þá yrði bölvað að eiga við lögregluna. Kannski vissu félagar Tónýs ekki hvar hann var nema hann kæmi boðum til þeirra og hann gat ekki símað, því að það var enginn sími á hótelinu og hann komst ekki út nema verða skotinn. Hún sat lengi þungt hugs- andi og fægði glös og velti fyrir sér hvað hún ætti að gera. Hún sá að hún varð að losna við Tóný án þess að komast í kast við lögregluna og hún varð að gera það á þann hátt að hvorugur flokkurinn fengi höggstað á henni, annars myndi annarhvor koma og hleypa öllu í bál og brand. Hennar vegna máttu þeir skjóta hver á annan þangað til enginn stæði uppi, en hún vildi bara ekki láta blanda sér í það. Og meðan hún fægði glösin komst hún að raun um að hvernig sem málið færi þá ætti Sikileyjar-Tóný ekki langt eftir ólifað. Hann gæti eins verið dauður nú þeg- ar. Loksins þegar öll glösin voru orðin glampandi kom hún aftur út úr barnum og gekk út í dyrnar og stóð þar um stund og horfði eftir glampandi hvítu strætinu, rétt eins og hún hefði aðeins komið út til að gá til veðurs og hinum megin við götuna, innanum körfur og kassa, sá hún hvar þriðji maðurinn sat. Hann húkti á körfu í sólskininu ,hitaði sér og reykti sigarettu og hún tók eftir því að hann hafði kassa á milli sín og Valparaiso hótelsins, svo að enginn sem leit út um gluggana gæti skotið hann. En samt gat hann haft gætur á dyrunum. Þegar hún kom inn aftur tók hún eftir því að það var næstum komið hádegi og þegar hún sneri sér við til að fara inn í eldhúsið og aðgæta hvort allt væri tilbúið, sá hún Tóný koma inn úr ganginum og þá ákvað hún sig. Hann leit verr út en nokkru sinni fyrr og blóðhlaupin augu hans voru æðisleg. Hún nam staðar á miðju gólfinu og beið eftir honum. Hann gekk til hennar og sagði: „Heyrðu. Þú verður að gera dálítið fyrir mig.“ Hún var ekki hrædd við neinn mann, en hún sá að þessi vera með blóðhlaupnu augun var ekki maður, heldur eitthvað tryllingslegt og viti sínu fjær, svo að hún sagði: „Heyrðu. Eg þarf tkki að gera neitt fyrir neinn.“' „Þú verður að senda bréf fyrir mig.“ STJÓRNIN. iiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiillillliliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiik itiiiimimimmmimiiimmmiiiimmiiiiimmmiiimiiimiimminimimt Ársliátíðarnefndin. Hún sá allt í einu að hann hagaði sér ekki svona af eintómri löngun í kókín. Ilann hafði séð Dabba Spítalavink og hina bíða fyrir utan. JIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII Hann var dauðhræddur. Hann var fölur og ........................................................................................„,«traði. Hún hafði áður séð menn sem voru hræddir, en aldrei hafði það verið svona slæmt. Henni leið illa af því. Svona maður var til alls vís, svo að hún sagði: „Jæja, hvað viltu að ég geri?“ Hann lét fallast niður í stól og sat þar fölur og skjálfandi; hún vorkenndi honum ennþá dá- lítið vegna þess að hann var sama sem dauður, hvað sem fyrir kæmi, og hún gaf honum í staupinu og það losaði um málbeinið á honum. iiimimmiimiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiimiiiimmii Bogmennirnir Únglingasaga um Hróa hött og félaga hans — eftir — GEOFREY TREASE „Haltu þér rígfast." Það þurfti ekki að eggja hann til þess. Hann lokaði augunum og hékk á stafnum ens og blóðigla. Hann bifað- ist úr stað. Hægt og hægt þokaðist hann upp úr foraðinu. Innan skamms stóð hann á þurru landi útataður, svo sem mest mátti verða. Kviksyndið seig saman aftur eins og kjaftur ferlegrar ófreskju, sem orðið hefur að láta lausa bráð sína. Nær dauða en lífi af kulda og hungri komust þeir loks yfir þessar hræðilegu háfjallaslóðir og ofan í Jórvíkurhérað. Nú var skammt til Barnesdals. Þeir voru áhyggjufullir út af sári Hróa. Enginn orð hafði hann á því sjálfur, en Jón vissi, að það var illa gróið og olli honum mikils sársauka. Það þurfti aðbúð kunnáttumanna. Og einn dag, er þeir voru skammt frá Huddersvöllum, gafst foringi skóg- armannanna upp. Hann var þrotinn að kröftum. Þeir breiddu yfir hann ullarábreiðu og báru svo saman ráð sín. Það var svo sem augljóst, að hann þjáðist af hitasótt. „Einhvers staðar verðum við að korna honum undir þak,“ sagði Litli- Jón ákveðinn. „Hann lifir ekki til morguns, ef við látum hann liggja hér.“ „VIÐ STRAUMANA” Aðgöngumiðar að frumsýningunni seldust upp á svipstundu á föstudaginn og verður því sýningin ENDURTEKIN kl. 3 e. h. í dag í Gamla Bíó. —- Aðgöngumiðar verða seldir frá kl. 1 e. h. í Gamla Bíó. — Ættu menn að tryggja sér miða í tíma til þess að forðast þröng við dyrnar á síðiustu stundu. iiiiliiiiiiiiiiiriiiiiiiiiiiiiiiJiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiimm DAVIÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.