Þjóðviljinn - 03.03.1949, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 03.03.1949, Blaðsíða 6
6 1» I Ó Ð VI L J I N N Fimmtudagur 3. marz 1949. Ný árás Framhald af 5. siðu. t%'eggja ára óstjórn og tveggja ára þungar fórnir af hálfu al- þýðunnar. Svo klyklcir fundurinn út nieð það, að þetta eigl að gera í „samráði" við stéttasamtök launþeganna! Þannig eru þær framtíðar- horfur, sem auðstéttin og ríkis- stjórn hennar l)ýður launþeg- unum, sem búið er að kanp- svíkja árum saman. Gegn liinum nýju yfirvofandi árásum á iífskjör alþýðunnar, þurfa allir launþegar og öli samtök þeirra að standa saman sem einn maður. Svar þeirra verður að vera sterkt og einróma NEI. Tími auðstéttarinnar til að berá byrðarnar er meir en kom inn. Louis Uromfield 171. DAGUE UNGLINGA VANTAR til að bera blaðið til kaupenda á Seltjarnarncái og í Laugarneshverfi (Teigunum.) STUNÐIU Farísfflax! Grímadans- leiknrlnn að Röðli föstud. 4 marz hefst kl. 8.30 e. h. — Gríman fellur kl. 11. — Aðgöngumiðar í Helga felli Laugaveg 100 og Verð- anda. — Mætum öll og mætum stundvíslega. Skemmtinefndin. Olíukyndingartæki Á síðustu árum hefur notkun olíukyndingartækja færst mjög í vöxt. Margskonar tæki hafa verið fáanleg, bæði erlend og innlend, sem gefið hafa misjafna raun. Vér teljum, að oss hafi tekizt að framleiða þá gerð olíu- kyntra katla, sem að sparneytni, öryggi (að sjálfsögðu er miðað við að öryggistækin séu ekki úr lagi færð eftir afhendingu frá verksm.) og gæðum taki fram öllum þeim gerðum slíkra tækja, sem þekkt eru hér á landi. Eftirfarandi umsagnir bera með sér, að oss hefur tekizt að gera viðskiptamenn vora fyllilega ánægða: • Eftir ósk Viðskiptanefndar hefi ég athugað nokkra olíukynta miðstöðvarkatla, sem Vélsm. Olav Olsen i Njarðvíkum hefur smíðað. Mér líst mjög vel á katlana og kyndingarumbúnaðinn. Tel ég mikla nauðsyn á því að þeir séu athugaðir gaumgæfilega og bornir saman við innflutta katla. Að sögn þeirra sem notað höfðu katlana 2 vetur var olíueyðsla þeirra sérlega lítil og kyndingarkostnaðurinn langtum minni en venjulega. Reykjavík, 2. sept. 1948. Sveinbjörn Jónsson. byggingarmeistari. Emil Björnsson, gjaldkerí Bj’ggingarsamvinnufélags starfsmanna stjórnarráðsins segir: í ágústmánuði sl. sumar smíðaði Vélsmiðja- Ol. Olsen h.f. Ytri-Njarðvík fyrir mig olíukyndingarketil með tilheyrandi olíukynd- ingu. Áhöld þessi hafa reynzt ágætlega, og með góðum hita 6 herbergja íbúðar hefur eyðslan veríð um 130.00 kr. pr. mánuð, enda þótt rörlagnir í miðstöðvarklefa hafi til þessa verið óeinangraðar. Marteinn M. Skaftfells, kennari, segir: Mér er I júft að votta, að olíukyntur ketill frá Vélsmiðju 01. Olsen í Ytri-Njarðvík hefur reynzt sérstaklega vel. Ketiilinn hitar tvær 100 ferm. ibúðir. Kynt er allan sólarhring- inn og hitakostnacur um kr. 100 á íbúð mánaðarlega. Einnig vll ég taka fram, að tæki þessi frá Vélsm. Ol. Olsen valdi ég eftir að hafa aflað mér upplýsinga bæði um þau og önnur tæki, sem fáanleg eru... Þorsteinn Guðmundsson Mávahlíð 24 segir: Eg undir- ritaður votta hér með að hafa keypt olíukyntan míð- stöðvarketil frá Vélsmiðju 01. Olsen í Ytri-Njarðvík. Ketillinn hitar upp 250 ferm. húsnæði. Hitakostnaður á mánuði er um 200 kr. 1 fyrravetur 'hafði ég olíukynd- ingu af annarri gerð, og var hitakostnaður þá um 400 kr. á mánuði eða helmingi meiri. Margar slikar umsagnir hafa oss borizt. Sparið pen- inga yðar og kaupið aðeins það bezta, sem völ er á. Fullkomið öryggi gegn eldhættu. Leitið tilboða frá oss áður en þér festið kaup annars staðar. Styðjið innlendan iðnað í gjaldeyrisvandræðunum. Vélsmiðja 01. Olsen h. í. Ytri-NjaxSvsk. Sími 222. Nú var aðeir.s einn maður í innganginum — litli feiti maðurinn með skallann og hvíta hýunginn og geysilegu lendarnar — en fyrir handan innan um kassa og körfur biðu tveir eða þrír aðrir. Hún stakk bréfinu til Mister Alassio í beltið sitt og fór inn í eldhúsið og þar sagði hún negra- konunni og Svíanum sem hjálpaði til í eldhúsinu að hún væri að fara út og þau yrðu að afgreiða alla sem kæmu inn og vildu fá mat. Og þegar hún var búin að gá í alla koppa og kyrnur og fullvissa sig um að allt væri tilbúið, fór hún aftur inn í veitingastofuna, gegnum anddyrið, þar sem hún náði sér í gamla ullarpeysu og sjal og fór síðan niður í kjallarann. Þar tók hún lít- inn stiga, opnaði dyr og gekk upp tröppur og út í lítinn húsagarð sem var á kafi í ösku og rusli. Þarna tók hún stigann og setti hann upp að veggnum sem aðskildi garð hennar frá garðinum við næsta hús, og þegar hún var búin að að- gæta hvort stiginn þyldi hinn mikla þunga henn- ar, þá klifraði hún eftir honum upp á vegginn, dró stigann upp á eftir sér og fleygði honum nið- ur hinumeginn í garðinn bak við vöruhúsið. Þegar hún var búin að þessu faldi hún stigann bak við nokkrar tunnur, dró sjalið þéttar að sér og fór inn í sjálft vöruhúsið. Þetta var um há- degisleytið og það var enginn þarna sem gæti séð hana, og þegar hún háfði fullvissað sig um að hað væri óhætt fór hún inn í myrkrið, þreifaði sig áfram framhjá- kössum og tunnum og allt i einu var hún komin út á götuna hinum megin og birtan af snjónum'skar í augun. Mennirnir sem héldu vörð um hótelið gátu ekki séð hana núna. Þeir höfðu ekki hugmynd um að hún hefði farið út. Hún gekk af stað framhjá sorptunnum og úr- gangi sem ægði saman við forugan snjóinn í göturæsunum og hélt beint í austur framhjá tveim blökkum þangað til hún kom að tóbaksbúð- I . Iinni a horninu. Hun fór inn og sagði: „Góðan daginn,“ og litli afgreiðslumaðurinn með svarta lolíuborna hárið sagði: „Góðan daginn, frú Dackle horst. Hvað var það fyrir yður?“ Ilún keypti tvo pakka af sígarettum og tók leftir því að búðin var alveg tóm. Svo sagði hún: |,,Eg ætla að fá að hringja," og fór í hinn end- lann á búðinni og inn í símaklefann. Hún hafði gætur á afgreiðslumanninum með olíuborna hár- ið til að fullvissa sig um að hann kærni ekki svo- nálægt klefapum að hann heyrði hvað hún segði. Hávaðinn í sporvögnunum úti fyrir var hagkvæmur fyrir hana og rétt hjá heyrðist skrölt í lyftu. Hún tók heyrnartólið af og heyrði: „Hvaða númer?“ og flýtti sér að segja: „Lögreglustöð- ina.“ Röddin sagði aftur: „Hvaða númer?“ og hún endurtók örlítið hærra: „Lögreglustöðina.“ Það heyrðist suð og skellir og síðan sagði rödd: „Lögreglustöðin." Ilún tók andann á lofti og sagði: „Eg hef upp- lýsingar handa ykkur.“ „Hver er þetta?“ „Það kemur út á eitt. Eg hef upplýsingar handa ykkur. Ef þið viljið ná í Sikileyjar-Tóný þá er hann í Valparaiso hótelinu í Nástræti og hann kemst ekki þaðan. Skilurðu mig?“ „Já. En hver er þetta?“ iiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiii 0 Únglingasaga um Hróa hött og félaga hans — eftir — GEOFREY TREASE — ,,Jú, þetta hlýtur að vera Hrói Hött- ur.“ Honum. ífannst enn sem hann heyrði hina hvíslandi rödd og sæi hið föla, hatursþrungna andlit abbadís- arinnar lúta ofan að sér í birtu kerta Ijóssins. „Hann lifir þetta af,“ höfðu þær sagt. „En við verðum að halda honum hér, þangað til þeir geta komið því við að senda eftir honum. Sendi- maður frá okkur er þegar kominn drjúgan spöl áleiðis. Hver veit, nema hertoginn láti okkur hafa verðlauna- féð.“ Svikræði! Og það á slíkum stað sem þessum, þar sem meir var rætt um mannúð og sannleik en annars stað- ar. Svitinn brauzt fram á enni hans. Hann var hjálparvana í höndum þess- ara kvenna. „Voruð þér að kalla?“ Nunna kom hlaupandi inn og stað- næmdist við rúmstokkinn. „Eg vil fá að tala við vini mína, mennina, sem komu með mig hingað.“ „Það er ómögulegt. Engum karl- manni er leyft að koma inn í klaustr- ið. Við liefðum ekki einu sinni tekið á móti yður, ef þér hefðuð ekki verið að dauða kominn.“ DAVÍÐ r' ' v I 1 ■ rí ' Vt . " //y } . — r

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.