Þjóðviljinn - 12.03.1949, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 12.03.1949, Blaðsíða 4
ÞJOÐVIL JINN Laugardagur 12. marz 1949. 4 þlÓÐVILIINN titgelandl: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíaliataflokkurinn Ritstjórar: Magnús Kjartansson. Sigurður Guðmundsson (áb> Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason. Blaðam.: Ari Kárason, Magnús Torfl Ólaísson, Jónas Árnason. Ritstjórn. afgraiðsla, auglýsingar, prentsmið.ia. Skólavörðu «tíg 19 — Sími 7500 (þrjái línur) Askriftarverð: kr. 12.00 á mánuði. — Lausasuluverð 50 aur. eint. Prentsmiðja Þjóðvlljans h. f. Sósialistaflokkurinn, Þórsgötu 1 — Sími 7510 (þrjár línuri „Minar frekiegusiu biekkingar" Það hsfur verið hljótt um nýjársgrein Ölafs Thors í herbúðum landsölumanna undanfarið, svo hljótt að jafn- vel Morgunblaðið hefur enga tilraun gert til að verja um- mæli hennar, þótt þau hafi mikið \*erið rædd af almenn- ingi. Þetta stafar af því að nú hefur verið tekin upp sú bar- áttuaðferð að halda því að fólki að Atlanzhafsbandalagið sé meinlausasta góðgerðastofnun og eigi ekkert skylt við vígbúnað og hermennsku, a. m. k. ekki að því er íslendinga snerti. En þessi nýja baráttuaðferð er í algeru ósamræmi við stríðsæsingar Ólafs Thors um áramótin, og því hefur verið reynt að hylja grein hans gleymsku, hversu ósam- boðin sem slík framkoma er þessum virðulega umboðs- manni Bandaríkjanna. En í fyrradag bar s\*o við að Morgunblaðið birti for- ustugrein, þar sem loksins var vikið að áramótagrein Ólafs Thors á nýjanleik og á þann hátt að ástæða er til að vekja athygli á því. Morgunblaðið segir: « „Yfirlýsing flokksráðs Sjáífstæðisflokksins var þess vegna I algeru samræmi við stefnu áramóta- i greinar formanns hans“, og blaðið bætir við að menn hafi „farið með liinar freklegustu blekkingar er þeir hafa talað um stefnubreytingu frá áramóta- ræðu Ólafs Thors“. Það er ánægjulegt að fá þessa yfirlýsingu í Morgun- blaðinu. Hún er staðfesting á því sem sósíalistar hafa aila tíð haldið fram, að einmitt í áramótagrein Ólafs Thors hafi komið fram sannleikurinn um hernaðarbandalagið og hina væntanlegu aðild Islands að því, að það sé sú stefna sem Ólafur Thors boðaði sem framfylgja eigi hér á iandi og engin önnur. Því skulu enn einu sinni rifjuð upp örfá meginatriði úr boðskap hans. Ólafur Thors hélt þ\\ fram að íslending- ar væru ekki dómbærir um þessi mál, þeir skyldu beygja sig í auðmýkt og lúta forsjá annarra: „Sjálfsagt er Islendingum hentast að setjast ekki í dómarasess í þessum málum. Forustumenn þessara þjóða, sem lifað hafa tvær heimsstyrjaldir, munu nú þykjast okk- ur dómbærari um það, hvort hætta sé á ferð, hvaðan hún stafi, hversu skuli til vamar snúizt, og hvert gildi hlut- leysisyfirlýsingarnar hafi í þeim efnum“. Og hann segir í beinu áframhaldi að þessir forsjármenn íslendinga sem eru okkur dómbærari um framtíð og lif þessarar þjóðar telji ,, að hlutleysið sé óvita hjal. — Ekkert sé til varnar annað en sterkustu vígvélar og öflugustu morðtæki, svo sterk og öflug tæki til varnar og árásar, að engir þori að ráðast á þá“. Greinin er síðan öll byggð á þessum. sömu hemæðingarskoðunum, ísland má ekki vera ,,óvarið“, víg- vélarnar og morðtækin hér eru forsenda þess að Bandaríkin telji bandalag nokkurs virði; þegar það er komið í kring, en ekki fyrr, verða 'hinir vestrænu lýðræðissinnar svo sterkir ,,að engir þori að ráðast á þá“!! Það em sem sagt þessar skoðanir sem eru ,,í algern samræmi við“ núverandi stefnu Sjálfstæðisflokksins og „hinar freklegustu blekkingar“ að halda öðru fram. Þess- arar yfirlýsingar verður þjóðin að minnast, þegar tilboðið kemur frá hinum dómbæru fyrir vestan haf. Það kann nefnilega að vera að tilboöið verði nokkru varlegar orðað en áramótagrein Ólafs Thors, en tilgangur þess er túlkaður |>ar og þar er að finna þá stefnu sem framkvæmd verður. ___ifaMMiilÍtaiðM* KÆJAIHMISTIKINN Getur það verið? ‘Á götum bæjarins bregður fyrir frakkalausum mönnum þessa dagana .... I einum garði veit ég til þess, að rabbab arinn er búinn að reka rauðan nebban upp í gegnum áburð- inn frá í haust .... Það eru nokkfir dagar síðan telpurnar fóru að krota karlaparís á gang stéttirnar vesturí bæ .... I fyrradag sá ég dúfu með hálm- strá í nefinu og svo mætti ég kunningja mínum sem sagðist vera að sækja nýja dragt handa konunni sinni og bjóst við að fara á hausinn í leiðinni .... Meðan ég skrifa þetta eru tveir snáðar að elta skröltandi gjarð- ir inneftir Njálsgötunni . . Get ur það verið að vorið sé að koma ? gamlir. Allir voru þeir í eins ,,úniformum“, amerísk her- mannastæling. Átu fyrir 60 krónur. Veifuðu hundrað-köll- unum — og áttu whisky-flösku. Höfundur segir þetta vera speg- ilmynd af nokkrum hluta æsku- lýðsins í höfuðborginni. Alveg rétt! Eg vil upplýsa Bergmál um það, að eftir öllum líkindum eru þessir piltar hluti af þeim ungmennahópi, sem stundar smygl í gegnum Keflavíkurflug- völl, útvegar kvenfólk handa Könum, selur tyggigúmmí og nylonsokka á böllunum. Þeir hagnast vel á þessu, og verður þessvegna ekki mikið fyrir, að borga t. d. árgjaidið í Heim- dalli. — 388“, ★ Örlæti sólarinnar. Já, meðan þetta er skrifað skín sólin af þvílíku örlæti inn- um gluggann, að ef ekkert lát verður þar á, hlýt ég að kaupa mér Nivea-olíu eftir hádegið .. . .... Hann blindar mann glampinn frá gljáfægðum bílunum sem aka upp Skóla- vörðustíg, og þeim veitist jafn auðvelt að þyrla upp ryki götunnar einsog þegar vatns- bíllinn liggur í lamasessi um miðjan júlí .... Stúlkurnar í Fatabúðínni hafa stillt út þunn um, rósóttum kjólum .... Mað urinn, sem hefur um hádegisbil í allan vetur komið upp Klapp- arstíg hægt og rólega eins og hann vildi opinbera fyrirlitningu sína á flýti annarra, er allt í einu farinn að taka frammúr fólki .... Getur það verið að vorið sé að koma? ★ Getur það þá verið? Svo hringi ég í Veðurstofuna og spyr hvort vorið sé að koma .... Ja, þess hefur að vísu ekki orðið vart að ískyggilegar lægð- ir séu í bráðri uppsiglingu, og sennilegt að svipað veður hald- ist yfir helgina . . Hitt skyldu menn engu að síður hafa hug- fast að víða um land eru vetrar hörkur ennþá miklar, þriggja stiga frost í Vestmannaeyjum, 6 stiga frost á Akureyri, — svo ekki sé talað um sjálfa Gríms- staði á Fjöllum þar sem frostið er akkúrat 12 stig .... Getur það þá verið að vorið sé ekki að koma? * Unglingar með smyglgróða. „388“ skrifar — „Kæri Bæj- arpóstur. — I Bergmáli Vísis sl. miðvikudag, er grein um peningaráð unglipga. Iiöfundur segist hafa gengið inn á matbar einn hér í bæ. Þar voru þrír unglingar á að gizka 16—17 ára RIKISSKIP: Hekla er á Austfjörðum á norð- urleið. Esja er á Austfjörðum á suðurleið. Herðubreið er væntan- leg til Akureyrar í kvöld. Skjald- breið er væntanlég til Reykjavíkur í dag. Þyrill er í Reykjavík. Súðin er á leið frá ítalíu til Gibraltar. Hermóður er í Reykjavílt. Einarsson & Zoega: Foldin fer vsentanlega í kvöld frá Reykjavík til Vesfjarða. I.inge stroom fór frá Vestmannaeyjum á miðvikudag áleiðis til' Amster- dam með viðkomu í Hamborg. Reykjanes fór frá Trapani á þriðjudagskvöld áleiðis til Islands. Nýlega voru gefin saman í hjónaband af séra Garðari Þorsteinssyni, ungfr. Ólöf Har aldsdóttir og Magnús Bjarnason. Heimili ungu hjónanna er á Suð- urgötu 64, Hafnarfirði. Dómkirkjan. Guðsþjónustur á morgun; Messa kl. 11 f. h. — Séra Björn Magnússon dósent. Síðdegis- messa kl. 5 — Séra Bjarni Jóns- son. —- Laugarneskirkja. Barna- guðsþjónusta á morgun kl. 10 f. h. — Séra Garðar Svavarsson. — Haligrímskirkja: Guðsþjónustur á morgun: Kl. 11 f. h. ---- Séra Sigurjón Árnason. Barnaguðsþjón- usta kl. 1.30 e. h. — Séra Sigurjón Árnason. Messa kl. 5 e. h. — Séra Jakob Jónsson (Ræðuefni: Er fað- irvorið að gleymast?) Samkoma kl. 8.30 e. h. — Séra Jón Árni Sig- urðsson pg Markús Sigurðsson. Fríkirkjan. Barnaguðsþjónusta kl. 11 f. h. á morgun. Messa kl. 2 e. h. — Séra Árni Sigurðsson. — Nes- prestakall: Messa í Mýrarhúsa- skóla kl. 2.30 e. h. á morgun. - Séra Jón Thorarensen. Gruman-flugbátur UpÍ frá Loftleiðum h. f. átti að fara til Ameríku í dag. Geysir og Hekla eru í Reykjavik í dag. Flugvélar Loftleiða fóru til Isafjarðar, Patreksfjarðar, Þorskafjarðar (sjúkraflug) og Akureyrar í gær. Gullfaxi fer á þriðjudagsmorgun til Prestvikur og Kaupmannahafn- ar. Flugvélar Flugfélagsins fóru í gær til Akureyrar, Vestmanna- eyja, Hornafjarðar og Fagurhóls- mýrar. 20.30 Leikrit: „Harpagon" eftir . . -- Moliére (Leikend- ur: Alfreð. Andrés; son, Eit.3. Sigur^ leifsdóttir, Stein- dór Hjörleifsson, Regina Þórðar- dóttir, Einar Pálsson, Ernilía Jón- asdóttir, Valdimar Helgason, Bryn jólfur Jóhannesson, Lárus Páls- son, Árni Tryggvason og Þorgrím- ur Einarsson. — Leikstjóri: Lárus Pálssonj. 22.40 Danslög: a) Karl Jónatansson, Páll Ólafsson og Arnljótur Sigurðsson leika gömul og ný danslög. b) Ýmis danslög af plötum. 24.00 Dagskrárlok. Hjónunum Ástu Jónsdóttur og Sig- urði Magpússyni, Flverfisg. 24, Hafn arfirði, fæddist 18 marka sonur þann 9. marz. — Hjónunum Guðrúnu Axelsdóttur og Ólafi Sigurjónssyni Korpúlfsstöðum, fæddist 14 marka dóttir 8. þ. m. Dregið var í happdrætti Tónlistar- skólans 5. marz hjá Borgarfógeta. Þessi númer hlutu vinninga: 1. 79827 málverk eftir Ásgrím Jónsson. 2. 26312 málverk eftir Jón Stefánsson. 3. 2173 málverk eftir Jóhannes Kjarval. 4. 65220 mál- verk eftir Jón Þorleifsson. 5. 67598 málverk eftir Kristínu Jónsdóttur. 6. 53785 málverk eftir Jón Engil- berts. 7. 27940 málv. eftir Þorvald Skúlason. 8. 4102 málverk eftir Gunnlaug Blöndal. 9. 30956 mál- verk eftir Finn Jónsson. 10. 53527 málverk eftir Gunnlaug Scheving. 11. 62374 Keramikvasi. 12. 80805 Annar keramikvasi. 13 10455 Postu línsstytta af Thorvaldsen. Eftirtalin 25 númer hiutu 500 kr. hvert: 88842 — 59503 — 48063 — 48428 54445 — 75663 — 84983 — 43052 62298 — 56254 — 44696 — 36631 73147 — 3013S — '27627 — 9924 14728 — 17987 — 65002 — 62507 12502 — 25539 — 52643 — 73599 56470. • Eftirtalin númer hiutu 100 kr. hvert: 31398 — 71731 — 87635 — 17816 29559 — 27098 — 34978 — 38833 49427 — 14602 — 2794 89577 88248 — 84214 — 38582 — 26352 36130 — 35119 — 80200 — 81242 63887 — 48467 — 27935 — 37100 58062 — 54645 — 19322 — 25646 14620 — 50595 — 40140 — 14889 12185 — 38020 — 25354 — 24106 58899 — 61230 — 16106 — 12437 49422 — 4039 — 37537 — 51715 63702 — 6173 — 57748 — 12454 16525 — 45682 — 63727 — 36832 55792 — 55793 — 71626 — 52885 65261 — 60667 -- ,46404 — 17160 63664 — 62944 — 74642 — 70584 45979 — 44110 — 24556 — 58535 25464 — 87045 — 72061 — 82905 4768 — 59525 — 12500 — 54889 19489 — 87083 — 60090 — 65751 58282 — 51552 — 65713 — 88854 74900 — 10993 — 61154 — 17755 6949 — 84126 — 30150 — 19981. Vinninganna má vitja á skrif- stofu Tónlistarskólans Laufásv. 7. Stjórn Tóniistarskólans. (Birt án ábyrgðar). □ Sjómannablaðið Vikingur, 3. tbl. 1949, er nýkom- ið út. 1 heftinu eru m. a. þess- ar greinar: Hall grímur Jónsson; Fertug félags- samtök. Sigurjón Kristjánsson: Vélstjórafélag Islands 40 ára. Þor- steinn Loftsson: Mótorskipin og vélstjórastéttin. Þorsteinn Árna- son: Skólaskip. Kjartan T. Örvar: Atvinnumöguleikar vélstj. Richard Beck: Fornvinur kvaddur. Næturaktsur í nótt annast Hreyf- ill. Sími 6633. Hallgrímskirkja. Kvöldbænir og Passíusálmasöngur lcl. 8 í kvöld. Kaupendur Eyjablaðsins í Reylcja- vik eru beðnir að vitja blaðsins eftirleiðis í afgreiðslu Þjóðviljans. Næturvörður er í lyfjabúðinni Iðunn. — Sími 7911. Veðurspáin í gærkvöld: Léttir til með allhvassri norðan og norðvestan átt sídegis.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.