Þjóðviljinn - 13.03.1949, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 13.03.1949, Blaðsíða 4
ÞJÖÐVILJINN Sunnudagur 13. marz 1943. UINN 1 Liigofandl: Samemingarflokkur alþýðu — Sósíalistafloklcurmr Ritatjórar: Magnúa Kjartansson. Sigurður Guðmundason (áb*. Frét.tarltstjóri: Jón Bjarnason. Blaðam.: Arl Kárason, Magnús Torfi ólaísson, Jónas Árnason. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja. Skólavörðu- stíg Í9 — Sími 7500 (þrjái línur) Áskrlí'arverð: kr. 12.00 á mánuði.—Lausasöluverð 50 aur. eint. Prentsmlðja Þjóðviljans li. f. BOslaUstaflokkurlm:, Þórsgötu 1 — Sími 7510 (þrjár línur) Hrunsfjérnin verlsir að víkja Ríkisstjórn Alþýðuflokksins, Framsóknar og íhalds- ins hefur nú sýnt þjóðinni það eins áþreifanlega og gert varður, að hún er gersamlega ófær um að stjórna landinu, nema þá skemmdarverk hennar séu af ráðnum huga gerð í þjónustu þess erlenda og innlenda auðvalds, sem 'nyggst að geta lagt undir sig íslenzku þjóðina með því að eyði- ieggja efnahagslíf hennar. Alþýðuflokkurinn, Framsókn og íhaldið, hafa nú í tvo ár tekið höndum saman um að auka þannig dýrtíðina í landinu að hún er orðin óbærileg. Samtímis hafa þessir þrír stjórnmálaflokkar sameiginlega skipulagt svívirðileg- asta svartamarkað, sem þekkzt hefur á Islandi og leitt, í samábyrgð sinni skort og fátækt inn á fjölda heimila, sem áður hafði tekizt að reka þá vágesti af höndum sér fyrir markvissa endurbótabaráttu alþýðunnar undir forustu Sós- íalistaflokksins á árunum 1942 til 1946. Alþýðuflokkurinn, Framsókn og íhaldið hafa í sam- einingu ráðist á ríkissjóðinn eins og rándýr, til þess að sölsa sem mest af bráðinni til sín. Þess vegna hafa þessir þrír flokkar aukið ríkisbáknið svo gífurlega og hækkað út- gjöldin þannig að almenningur er að sligast undir þeim. Þó keyrir óstjórn þessara þriggja flokka á þjóðarbúinu fram úr öllu hófi. Þar hefur aðeins verið farið eftir einni reglu: Banna þjóðinni að bjarga sér sjálfri, en gera s\-o sjálfir ekkert af viti. Fiskimönnunum er bannað að selja fisk sinn þar sem þeir geta fengið mest fyrir hann. Iðn- rekendunum er bannað að kaupa hráefni, — þannig tekst ríkisstjórninni að skapa atvinnuleysi í iðnaðinum og leyfa heildsölum sínum síðan að eyða útlendum gjaldeyri í vörur, sem, hægt var að framleiða hér. íslendingum er bannað að byggja hús yfir sig í húsnæðisleysinu, en Ameríkanar spyrja ekki einu sinni um leyfi til að eyða tugum milljóna króna í húsbyggingar á íslenzkri grund. Hámarki hefur ósÚjómin náð, þegar þessir þrír flokk- ar: Alþýðuflokkurinn, Framsókn og Ilialdið sameinast í nafni togaraauðvaldsins í Keykjavík og með aðstoð Lands- bankavaldsins, um að stöðva togaraflotann og valda þjóð- inni tugmilljóna króna gjaldeyristjóni. Þessir þrír flokliar hafa ár eftir ár heimtað kauplækkanir af þjóðinni og brennimerkt eðlilegar kauphækkunarkröfur liennar sem glæp. Með þessum asnaíega áróðri sínum hafa þeir nú hjálp- að togaraauðvaldinu til stöðva togaraflotann I ltauplækk- unarskyni, þegar vitanlegt var að togarasjómenn áttu kröf- ur á hækkun á kaupi sínu fyrir sinn endalausa ])rældóm. Nú sér þjóðin í framkvæmd þá hrunpólitík í atvinnu- lífinu, sem afturhaldið vildi koma á strax 1944: mánað- arlanga stöðvun á framleiðslutækjunum. Nú eru lirunfíokk- arnir við völd og skipuleggja nú allt atvinnulíf þjóðar- inn í rúst með ræfilshætti, úrræðaleysi og takmarkalausr: undirgefni við milljónara í Keykjavílí. Nýsköpunarstefnan gaf þjóðinni togarana nýju, — en hrunflokkarnir hafa nú stöðvað þá. Allt, sem þjóðin hefur djarfast hugsað og bezt gert, verður til bölvunar í hönö- um þeirrar ógæfustjómar, sem svikizt hefur til valda að þjóðinni fomspurðri, en eftir fyrirskipunum erlenúá árás- arvalds sem fjandsamlegt er sjálfstæði íslands. Það sýnir bezt takmarkalausa fyrirlitningu þessarar amerísku leppstjórnar á lýðræði og þingræði Islendinga, að hún skuli ekki fyrir löngu hafa sagt af sér. Þessi stjórn á engan tilverurétt. Hún stendur í veginum fyrir öllum Jieilbrigðum aðgerðum í þjóðmálum Islendinga. Hrun- fe,tjómin á að víkja tafarlaust. ÍI5Æ J AUPOSTlKINNj •jéi ' ' iT ' messa kl. 5 Einhver Sigríður og einhver bílstjóri. Atvinnubílstjóri skrifar:----- „Kæri Bæjarpóstur! — Gjarn- an vildi ég biðja þig fyrir eftir- farandi línur: — Hannes á horninu birti nú nýverið í dálk- um sínum bréf frá einhverri Sigríði, er skýrir frá því að ein- hver bílstjóri hafi bæði sýnt henni dónalega framkomu og tekið af henni ósvífnislega hátt gjald, þrátt fyrir að einhver húsbóndi hafi greitt fullu verði það er átti að aka henni. Það framferði bílstjórans sem frá er skýrt í bréfi þessu, ef rétt er hermt ætla ég ekki á neinn hátt að verja, síður en svo. Atti að birta númer bílsins. „En það vil ég segja Sigríði þessari að ætlist hún til, að frá sögn hennar sé tekin alvarlega af almenningi, hefði hún átt að birta skrásetningarnúmer bíls- ins, hvaðan henni var ekið og hvert og hve mikið áminnztur húsbóndi greiddi fyrir þann akstur. Eða láta annars vera að hlaupa með þetta á opinber- an vettvang. Því Sigríður má vita, að ákæra sú er hún ber þama á „einhvern bílstjóra" leggst á alla bílstjórastéttina, meðan ekki er upplýst hver í hlut átti. Hitt þori ég að full- yrða að atvinnubílstjórum og samtökum þeirra væri þökk í því, að komið væri upp um slíka dóna ef til eru í stéttinni og myndu gjöra ráðstafanir gegn þeim. — Með þökk fyrir birting una. — Atvinnubílstjóri.“ Bréf sett í póst, finnst á götu. Það er staðreynd — hvað sem hver segir — að ískyggi- lega oft verður vart mistaka að því er snertir dreifingu og hirð ingu bréfa hér í bænum. Einn af starfsmönnum Þjóðviljans segir t. d. eftirfarandi sögu: „Síðastliðinn þriðjudagsmorg- un kl. 10.30 setti ég bréf í póst- kassa inni í Lauganeshverfi. Kl. 3 þann sama dag fannst bréf þetta liggjandi á götu inni í Kleppsholti ásamt öðru bréfi. Eg hafði samkvæmt venju sett heimilisfang mitt aftan á um- slagið og eftir því fór finnand- inn, er hann skilaði bréfinu til mín.“ — Þetta dæmi sýnir víta- verðan trassaskap þeirra starfs manna póstsins, sem hér eiga hlut að máli, og mættu stjórn- endur málanna gjarnan veita þeim hæfilega áminningu í stað þess að rjúka upp með stór- yrði um, að bornar séu lognar sakir á starfsmenn póstsins sem heild. Bæjarpósturinn. I gær asnaðist ég til að tala um vorið, og fékk fyrir bragð- ið skammir hjá einum prentar- anum. „Eg mælizt til þess, að þú látir vorið í friði,“ sagði hann er við hittumst rétt fyrir hádegið. „Það er sannað mál að þú ert manna seinheppnastur í slcrifum um tíðarfarið. Þú skrif ar ;:m skautasvell á Tjörninni, og það er komin asahláka, þeg- ar kjaftæðið birtist. Þú skrifar um hláku, og það er komið hörkufrost um leið og þú slepp- ir pennanum. Þú skrifar um vorið, og — „Hann leit útum gluggann og það var kafalds- snjór, vetur ekkert nema vetur. — En hvað verður svo í dag? Katla kom hingað í gærmorgun, frá ■ útlöndum. . Enskur togari, og annar þýzkur, komu hingað í gær- morgun. RÍKISSKIP: Esja er á Austfjörðum á suður- leið. Hekla er á Austfjörðum á norðurleið. Herðubreið var á Akur eyri i gærkvöld. Skjaldbreið er væntanleg til Reykjavíkur um há- degi í dag. Súðin er á leið frá ltal- íu til lslands. Þyrill er í Reykja- vík. Hermóður átti að fara frá Reykjavík í gærkvöld til Blöndu- óss, Skagastrandar og Sauðár- króks. E I M S K I P ; Brúarfoss fór frá Vestmannacyj- um í fyrrinótt 12.3. til Hamborgar. Dettifoss fór væntanlega fr4 Rott- erdam í gær 12.3. til Reykjavíkur. Fjallfoss fór frá Vestmannaeyjum í gær 12.3. til Leith og Khafnar. Goðafoss fór frá Reykjavík 9.3. til N. Y. Lagarfoss fór væntanlega frá Khöfn. í gær, 12.3. til Reykjavík- ur. Reykjafoss er á Akureyri. Sel- foss fór væntanlega frá Khöfn í gær, 12.3. til Reykjavíkur. Trölla- foss er í N. Y., fer þaðan væntan- lega 14.3. til Reykjavíkur. Vatna- jökull kom Antverpen 11.3. frá Rotterdam. Katla kom til Reykja víkur kl. 13.30 í gær 12.3. frá N. Y. Horsa er á Dalvík, lestar fros- inn fisk. Munið félagsvistina i kvöid á Þórsgötu 1. Sjá nánar auglýsingu á öðrum stað í blaðinu. Gullfaxi fer á þriðjudagsmorgun til Prestvíkur og Khafriar. Geysir og Hekla eru í Rvik. Véiar frá P. í. fóru í gær til Akur eyrar og Vestmannaeyja. Sænidir riddarakrossl fálkaorð- unnar. Forseti Islands hefur 5. þ. m. sæmt eftirtalda málsmetandi menn riddarakrossi fálkaorðunnar: Davíð Stefánsson skáld, fyrir skerf hans til íslenzkra bók- mennta; Jens Guðbjörnsson for- mann Glímufélagsins Ármann, fyr ir störf í þágu íþróttamála; Lárus Einarsson prófessor í Árósum fyrir vísindastarf; og Þórð Jónsson yfir- tollvörð, fyrir ósérplægna fyrár- greiðslu íslenzkra námsmanna í Kaupmannahöfn urn 40 ára slieið. Dómkirkjan Guðsþjónustur i dag: ; Messa kl. 11. f. h. — Séra Björn Magnússon dósent. Síðdegis- Séra Bjarni Jóns- son. — Laugarneskirkja. Barna- guðsþjónusta í dag kl. 10 f h. — Séra Garðar Svavarsson. — Hallgrímskirkja: Guðsþjónustur í dag: Kl. 11 f. h. --------- Séra Sigurjón Árnason. Barnaguðsþjón- usta kl. 1.30 e. h. — Scra Sigurjón Árnason. Messa kl. 5 e. h. — Séra Jakob Jónsson (Ræðuefni: Er fað- irvorið að gleymast?) Samkoma kl. 8.30 e. h. •— Séra Jón Árni Sig- urðsson og Markús Sigurðsson. Fríkirkjan. Barnaguðsþjónusta kl. 11 f. h. í dag. Messa kl. 2 e. h. — Séra Árni Sigurðsson. — Nes- prestakall: Messa i Mýrarhúsa- skóla kl. 2.30 e. h. í dag. ----- Séra Jón Thorarensen. Iíaupendur Eyjablaðsins i Reykja- vík eru beðnir að vitja blaðsins eftirleiðis í afgreiðslu Þjóðviljans. 1 gær voru gef in saman í hjónaband ung- frú Áse Christ- ensen og Viggó .Tacobsen, bók- ari hjá Ludvig Storr. — Heimili ungu hjónanna vérður á Laufás- vegi 5. — í gær voru gefin saman í hjónaband, ungfrú Lára Magnús dóttir, Víðimel 23 og Kristmundur Sigurjónsson. — 1 gær voru gefin saman í hjónaband, ungfrú Stefan ia Torfadóttir Björnssonar Laufás veg 59 og Wilbur Stephenson Er- vin jr. veðurfræðingur, Keflavíkur flugvelli. — Nýlega voru gefin sam an í hjónaband, ungfrú Svanhvít Tryggvad. frá Dalvík og Sveinn Ólafsson, verkamaður, Keflavík. — Heimili þeirra er að Fagrahvoli, Ytri-Njarðvikum. — Nýlega voru gefin saman í hjónaband, ungfrú Jósefína Jóhannesdóttir (Haraldar Jóhannessen) og Gunnar Norland, menntaskólakennari. — 1 gær voru gefin saman í hjónaband, Unnur Kjartansdóttir og Ágúst Björnss. Heimili þeirra verður á Langholts veg 158. Sextugur er í dag Ásgeir Ásgeirs son, Ægisgötu 10. Smáauglýsingar Þjóðviljans eru á 7. síðu. 13.15 Erindi: Upp- Vv eldi og afbrot; XI.: Á hálum brautum — framhald (dr. Matthías Jónass.) 15.15 Útvarp til Is- lendinga erlendis: Fréttir og érindi (Jón Magnússon ;fréttastjóri). 15.45 Miðdegistónleikar. 16.30 Spilaþátt- ur (Árni M. Jónsson). 18.30 Barna- tími: Börn skemmta með söng, upplestri, einleik á píanó og gam anþætti: „Söguleg kaupstaðar- ferð." — Ýmislegt frá Irlandi (Svbj. Jónsson). 19.30 Tónleikar: Prelúdía og fúga í C-dúr fyrir orgel eftir Bach (plötur). 20.20 Samleikur á fiðlu og píanó (Óskar Cortes og Fritz Weisshappel): Són ata í D-dúr op. 12 nr. 1 eftir Beet- hoven. 20.35 Erindi: Frá gröf Kon- fúsíusa.r til fjallsins helga (Ólafur Ólafsson, kristnfooði). 21.00 Tón- leikar; Kvartett í Es-dúr eftir Moz art kvartettinn verður endurtek- inn næstk. þriðjudag. 21.25 Heyrt og séð (Gunnar Stefánsson). 21.45 Tónleikar: Pianólög eftir Schubert 22.05 Danslög. 23.30 Dagskrárlok. Næturalctsur í nótt annast Hreyf- ill. —1 Sími 6633. Aðra nótt: Litla bílstöðin. — Sími 1380. Munið eftir smáauglýsingadálkum Þjóðviljans. Sýning Leiltfélagsins á Volpone. sem átti að vera kl. 3 í dag, fellur niður vegna veikinda eins aðal- leikarans. Helgidagslæknir: Ófeigur J. Ó- feigsson, Sóivallagötu 51. — Simi 2907. Næturvörður er í Ingólfsapóteki. — Sími 1330.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.