Þjóðviljinn - 16.03.1949, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 16.03.1949, Blaðsíða 4
4 ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 15. marz 1949. þlÓÐVIUINK rtgefandi: Samelningarflokkur alþýðu — Sóaíalistafloklturinn Kitstjórar: Magnúa Kjartansson. Sigurður Guðmundsson (áb> Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason. Blaðam.: Axl Kárason, Magnús Torfi Ólafsson, Jónas Árnason. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja. Skólavörðu- ■tíg 19 — Sími 7500 (þrjár línur) Áskril arverð: kr. 12.00 & mánuðl. — Lausasöluverð 50 aur. eint. Prentsmlðja Þjóðviljans h. f. Hóslalistaflokkurlnn, Þórsgötu 1 — Sími 7510 (þrjár línur) Erindi leppanna Sanmingar hálfrar ríkis'stjómarinnar við Acheson, ut- anríkisráðhorra Bandaríkjanna hófust í gær í Washington. I þeim munu íslenzku ráðherrarnir þrír hafa lagt fram til- lögu, sem samþykkt hefur verið af meirihluta allra stjórn- arflokkanna, en liún er þess efnis að fyrst í stað verði framlag íslendinga fólgið í því að Bandaríkin fái að stækka Keflavíkurflugvöllinn og breyta honum þannig að hann verði fullltomin árásarstöð. Hefur þessi stækkun og breyt- ing þegar verið samþykkt af ríkisstjórninni, eins og stað- fest var af Morgunblaðinu í fyrradag, og 500 manna flokk- ur bandarískra sérfræðinga er að leggja af stað til lands- ins með nauðsynleg iiæki til breytingarinnar. Munu ráð- herramir leggja áherzlu á, að þar sem raunvemleg lierstöð sé þegar fyrir hendi á fslandi og samþykkt hafi verið að gera hana eins fullkomna og kostur er á, geti Bandaríkin látið sér nægja það „í fyrsta áfanga“. Annað sé ekki vog- andi vegna andstöðu íslenzku þjóðarinnar. Hins vegar verði í sáttmálanum ákvæði um frekari aðgerðir þegar „hættu ber að höndum“ eða „árás er yfirvofandi“. Bandaríkin munu hins vegar hafa krafizt stómm við- tækari aðgerða, og fæst úr þvi skorið næstu daga hvort ráðherrunum þremur tekst að fá frest — sem þó á ekki að vera lengri en fram yfir næstu kosningar. Það verður þó að teljast trúlegt að Bandarík jastjóm sýni hinum íslenzku leppum sínum þá tilhliðrun að eyðileggja tkki um of kosningahorfur þeirra. Keflavíkurflugvöllur- inn verður að sjálfsögðu ævinlega mikilvægasta bækistöð Bandaríkjanna á fslandi. Má í því sambandi benda á Nor- eg, en einnig þar var Iögð aðaláherzla á flugvellina, að þeir væm sem stærsfir, fullkomnastir og vel varðir. Brezka sósíaldemókratablaðið |New Statesman and Nation skýrði frá því fyrir skömmu að herstjóm Bandaríkjanna væri þeirrar skoðunar að ekki væri hægt að verja Noreg. Aðgerðum yrði hins vegar að haga svo að hægt yrði að verja' fTúgvelIina nógu !; lengi til þess að þaðan væri hægt að leggja í rústir borgir Vesturrússlands með kjarnorkusprengjuárásum. Þannig er sú „vemd“ og það „öryggi“ sem Norðmönn- um er boðið upp á. Þegar búið er að nota Noreg á þennan hátt á röðin að koma að fslandi. Önnur ásfæða til þess að vænta má að Bandaríkin sýni þremenningunum tilhliðranarsemi er sú að í sáttmálanum er gert ráð fyrir algem bandarísku hernámi „ef liættu ber að höndum" eða „árás er yfirvofandi“. Hvernig það ákvæði verður túlkað kom skýrt í ljós í áramótagrein Ólafs Thors'.1 „Sjálfsagt er fslendingum lientast að setjast ekki i dómarasess í jiessum málum. Forustumenn þessara jijóða, sem lifað hafa tvær heimsstyrjaldir munu nú jiykjast okkur dómbærari um jiað, livort liætta sé á ferð, hvaðan hún stafi, In ersu skuli til varnar snúizt“. Það væri jiannig auðvelt að ganga svo frá öllum hnútum að Bandaríkin fái öllu sínu framgengt, en landsöhimenn þykist samt geta harið sér á brjóst fyrir næstu kosningar og sagt: „Engar herstöðvar á friðartímum“. Það er að- eins eitt sem ekki hreytist með neinum samningum: Þjóð- in lætur ekki blekkja sig. Hún veit að jjátttaka í árásar- bandalagi er svik við frelsi hennar, sjálfstiæði og framtíð. í jiví sambandi skiptir engu máli hvemig lepparnir kjósa að liaga svikum sínum. Þjóðin mun koma í veg fyrir j>au. ÍBÆ JARP0STIRINM ----- ‘ Sjálfsögð venja hverfur Sú hefur verið hin sjálfsagða venja útvarpsins okkar, á merkum tímamótum í ævi ein- hvers þeirra manna, sem lagt hafa óvenjulegan skerf til ís- lenzkrar menningar, að helga honum og starfi hans stóran hluta dagskrárinnar. Ætti t. d. eitthvert stórskáldið eða rit höfundurinn meiriháttar af- mæli, þá voru til kvaddir leik- arar og æfðir upplesarar að kynna hlustendum kafla og brot úr verkum hlutaðeigandi afburðamanns. — Allt í einu er svo þessi venja ekki leng- ur við líði. Faðir íslenzks nútíma- stíls. Síðastliðinn laugardag átti sextugsafmæli sá maður, sem náð hefur slíkum snilldartök- um á tungu þessarar þjóðar, að jafningjar hans í rit- mennsku fyrr og síðar eru naumast fleiri en fingur ann- arrar handar, faðir íslenzks nútímastíls, Þórbergur Þórð- arson. — Jú, útvarpið gat þess sosum í fréttum, að Þórbergur væri orðinn 60 ára gamall, ætt- aður úr Suðursveit og búinn að skrifa hitt og annað, sem hefði þótt gott. En að dag- skráin væri þar fyrir utan með nokkrum hætti helguð starfi snillingsins, þess fund- ust engin merki. Kvöld Þórbergs og einskis annars. af annarri síðu Morgunblaðs- ins öðrumegin og leiðara Al- þýðublaðsins hinumegin. En þeir gátu sem sagt ekki skilið þetta. — Nema ástæðan sé einmitt sú, að þeir hafi skilið það ? Snjókast barnanna Karl skrifar: „Háttvirti Bæj- arpóstur. — Mér hefur skilizt á þér, að þú teljir gagnslaust, að áminna börnin um þann háska sem getur stafað af því, þegar þau fleygja snjókúlum í veg- farendur, bifreiðar og annað. Ekki skal ég deila um það. Hins vegar finnst mér full þörf á því, að áminna börnin um að gera þetta ekki, því það getur alltaf borið nokkum árangur, og mundi það vel, því að þessi leikur þeirra hefur oft valdið slæmum slysum.“ — Bæjar- pósturinn hefur aldrei tjáð sig andvígan því, að börnum væri bent á þann háska, sem orðið getur af snjókasti, né heldur lýst það skoðun sína, að slíkar áminningar mundu án árang- urs. Hinsvegar er hann þeirrar skoðunar, að margt sem um þennan leik bamanna er sagt, stafi af skapvonzku einni sam- an. Næturvörður er í Ingólfsapótekl. — Sími 1330. . \ J y Hjónunum Krist- inu Sigurðardóttir og Hans Benadikts syni, bílstjóra, KrosseyrarVegi 8, Hafnarfirði, fædd- ist 14 marka dóttir þann 11. marz. Gullfaxi fór til Prestvíkur ‘ og Kaupmannahafn- ar í morgun, með 40 farþega: Hekla og Geysir eru í Rvik. 1 gær var flogið til Vest- mannaeyja, Akureyrar, Isafjarðar, Siglufjrðar, Seyðisfjarðar, Flateyr ar og' Hólmavíkur. Nýlega opinteru3u trúlofun sina, ung frú Inga Gröndal (Ben. Gröndals framkvstj.) og Jón A. Skúiason, síma- verkfræðingur. Söfnln: Landsbókasafnlð er cplö kl. 10—12, 1—7 og 8—10 alla virks daga nema laugardaga, þá kl. 10— 12 og 1—7. Þjóðskjalasafnið kl. 3 —7 alla virka daga. Þjóðminjasafn- lð kl. 1—3 þriðjudaga, fimmtudaga og sunnudaga. Listasafn Einar» Jónssonar kl. 1,30—3,30 á sunnu- dögum. Bæjarbókasafnið kl. 10—30 alla virka daga. Nýlega voru gefin saman í hjónabaná í Ráðhúsinu í Kaupmanna- höfn, upgfrú Ada Christensen og Agnar Guðna- son búfræðingur. Heimili ungu hjónanna er að Reersög&de 6, Köbenhavn ý. Raunar voru á þessu kvöldi samankomnir í sölum útvarps- ins leikarar ýmsir og ágætir upplesarar. En það var ckki til að láta hlustendur heyra kafla úr verkum Þórbergs Þórðar- sonar. KvÖldið var helgað frönskum manni, sem .hét Moli- ére. — Síðan komu danslög. Nú er Moliére sjálfsagt alls góðs maklegur. En þetta var bara ekki hans kvöld. Þetta var Þórbergs kvöld og einskis annars. Moliére átti ekki sex- tugsafmæli. Það var Þórbergur, sem átti sextugsafmæli. Sam- kvæmt því bar að velja efni dag skrárinnar. Slíildu þeir það? Sennilega má það teljast meir en hófleg bjartsýni að gera sér vonir um venjulega smekkvisi af hálfu þeirra mannp. sem stjórna öllum gerð- um útvarpsráðs. Samt hefði maður haldið, að þeir gætu skilið, að afmæli Þórbergs gaf þeim einstætt tækifæri til að búa út fullkomna dagskrá, gætu skilið þetta, jafnvel þótt bókmenntaþekking þeirra grípi kannski ekki yfir stærra svæði en það sem takmarkast HÖFNIN. Þýzkur tanlcbátúr kom hingað i fyrrínótt. B 1KI88KIP: Esja var væntanleg til Reykja- víkur seint i gærkvöld éða nótt að austan úr hringferð. Hekla var á Vopnafirði í gær á norðurleið. Hérðubreið var á Austfjörðum á suðurleið. Skjaldbreið fer frá Rvík í kvöld til Vestmannaeyja. Súðin er á leið frá Italíu til íslands. Þyrill var í Reykjavík Siðdegis í gær. 'Hermóður var á .Sauðárkrók í gær. Einarsson & Zoega: Foldin fór um hádegi á sunnu- dag til Vestfjarða; lestar frosinn fisk. Lingestroom var væntanlegur til Hamborgar í gær, mánudag, og fermir í Amsterdam þann 17. Reykjanes fór frá Trapani 8. þ. m. áleiðis til Islands. 18.00 Barnatími: Framhaldssaga (frú Solveig Pét- ursdóttir). 18.30 Dönskukennsla. —- 19.00 Ensku-1 kennsla. 20.20 Tónleikar Tónlistar- skólans: Horntríó í Es-dúr eftir Brahms (Wilhelm Lanzky-Otto, Björn Ólafsson og Rögnvaldui' Sig urjónsson). 20.40 Erindi: Stormur yfir Asíu; I.: Þjóðir og fólagsmál (Baldur Bjarnason magisfer). 21.05 Tónleikar (plötur). 21.15 Tlnga fólkið. — 22.05 Passiusálmar. 22.15 Endurteknir tónleikar: Kvartett í Es-dúr eftir Mozart (plötur). Næturakstur í nótt annast Litla bílstöðin. — Sími 1380. Kaupendur Eyjabiaðslns í Reykja- vík eru beðnir að vitja blaðsins eftirleiðis í afgreiðslu Þjóðviljans. Smáauglýsingar Þjóðvlljans eru á 7. síðu. Barnaheimili Vorboðans Barnaheimilisnefnd Vorboð- ans efnir til hlutaveltu næstk. sunnudag til ágóða fyrir starf- semi sína, en eins og bæjarbú- um er kunnugt hefur nefndin haft sunjarheimili í Rauðhólum undanfarandi sumur og hefur nú byggt og aukið við húsnæði sitt þar. Allt þetta hefur kostað mikið fé, og heitjr nefndin því á alla velunnara sína aá bregðast vel við og gefa muni á hlutavelt- una. Gjöfum er góðfúslega veitt , móttaká á eftirtöldum stöðum: Skrifstofu Verkakvennafélags- ins Framsókn Alþýðuhúsinu, Þuríði Friðriksdóttur Bollagötu 6 fsími 4892) og Hallfríði Jón- asdóttur Brekkustíg 14B (síml 5938). Skemmtun I(.E. enáurSekm í kvöld KvöldSkemmtun KR í Trípólí bíói í gærkvöld var fjölsótt og skemmtu menn sér hið bezta. Ben. Jakobsson flutti þar erindi um íþróttir kvenna, nemendur frú Rigmor Hanson sýndú list- aans, Lárus Ingólfsson söng gamanvísur, Magnús Jónsson söng einsöng og tveir KR-ing- ar sýndu hnefaleik. Að lokum var sýndur hluti úr 3. þætti Skugga-Sveins. Kynnir og leik stjóri var Haraldur Á. Sig- urðsson. Skemmtun þessi verður end- urtekin kl. 9 í kvöld á sama stað.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.