Þjóðviljinn - 16.03.1949, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 16.03.1949, Blaðsíða 5
Þriðjudagtir 15. marz 1949. *' - -'M ÞJÓÐVILJINN Jóhannes úr Kötlum: VERÐUR ALDREI Kæru afmælisgestir! Maður er nefndur Eyjólfur hinn grái og bjó í Otradal í Arnarfirði. Hann gerði samn- ing við Börk digra um að ráða af dögum útlagann Gísla Súrsson og þá fyrirfram af honum greiðslu rífa. Leitaði hann síðan útlagans víða og löngum árangurslaust. I einni slikri ferð var það að hann gekk á tal við konu Gísla, Auði Vésteinsdóttur. ,,Eg vil eiga kaup við þig, Auður“, sagði hann. ,,Þú segir mér til Gísla, en ég mun gefa þér þrjú hundruð silfurs, þau sem ég hef tekið til höfuðs honum. Þú skalt ekki við vera, er vér tökum hann af lífi. Það skal og fylgja ,að ég skal fá þér ráðahag þann er að öllu sé betri en þessi hefur verið. Máttu á það líta, hversu hall- kvæmt þér verður að liggja í eyðifirði þessum og hljóta það af óhöppum Gisla og sjá aldrei frændur og nauðleytamenn." Hún bað hann láta sig fá féð og steypti hann því í kné henni. „í engan stað er féð minna eða verra en þú hefur sagt, og mun þér nú þykja ég heimilt eiga að gera af slíkt er mér sýnist.“ Því játti Eyjólfur næsta feg- inn. Áuður tók nú féð og lét koma í einn stóran sjóð, stóð síðan upp og rak sjóðinn með silfrinu á nasir Eyjólfi, svo að blóð stökk þegar um hann all- an, 6g mælti: „Haf þetta fyrir auðtryggi þína og hvert ógagn með. Engin von var þér þess að ég mundi selja bónda minn í hendur illmenni þínu. Skaltu það muna meðan þú lifir, vesall maður, að - faoöa hefur barið ~þig.“ Eg vona að þið sjáið í gegn- um fingur við mig að ég rifja hér upp þessa fornu sögu sem ég veit þið kunnið öll eins vel og ég. En það er trúa mín að nú séu þeir tímar í landi að við rifjum aldrei of oft upp þær sögur íslenzkar sem við kunn- um. Hafi þjóðarsagan nokkru sinni átt við okkur erindi, þá aldrei brýnna en nú. Og hafi þessi mynd úr sögu Gísla Súrs- sonar nokkru sinni verið lif- andi og tímabær, þá er hún það í dag. Á þessum kynjatímum, þegar beitt er öllum hinum kænleg- ustu fantabröðgum til þess að reyna að múta sjálfri menn- . ingunni, til þess að reyna að múta sjálfu manneðlinu, þá sýnist mér þetta einfalda dæmi vestfirzku útlagakonunnar eiga til okkar sérstakt erindi. Eg fæ ekki betur séð en í því speglist kjarni íslenzkrar til- veru, sú drenglund í eðli lton- unnar, sem fleytt hefur kyn- slóðunum fram á þennan dag. á 10 ára afmœli Kvenfélags sósíalisfa Mér er til efs að víða i heims- bókmenntunum gefi öllu skýr- ari sýn inn í þá manngöfgi, sem jafnan hefur borgið sjálf- um lífsmeiðnum, þegar í nauð- ir rak. Og ég trúi því að með- an Slíkur eiginleiki kynstofns- ins varðveitist í brjósti hinnar fátækustu og varnarlausustu konu þá geti þessi þjóð ekki farizt. Það er hamingja okkar, að dæmi Auðar Vésteinsdóttur er ekkert einsdæmi. Þegar ég lít um öxl og virði fyrir mér for- tíðina, þá er ekki nóg með að þar úi og grúi af öðrum svip- likum persónum og atvikum á spjöldum hinna skráðu heim- ilda, heldur vitrast mér þá æv- inlega þúsundir og aftur þús- undir nafnlausra kvenna, sem ekkert skáld eða sagnaritari hefur léð töfra sína. Vitrunin liggur í þeirri einföldu rökvísi að þær hafi hlotið að vera til — annars værum við ekki til. I þúsund ár hafa þessar konur, fátækar og varnarlausar, staðið undir þyngstu byrðum ís- lenzkra örlaga, líf þeirra hefur verið þrotlaus barátta við hvers konar harmkvæli, jafnvel næst um óslitin jarðarför þeirra eigin afkvæma. En við hjartarætur þeirra hefur fræ ástarinnar þó Ieynzt, við tungurætur þeirra hefur fjöregg þjóðernisins þó dulizt, í kuldanum hafa þær geymt ylinn, í myrkrinu hafa þær varðveitt hinn heilaga eld. Varizt að líta á þessi orð mín sem marklaust skrum ■— þetta er aðeins einn sannleikurinn um óendanlega þrautseigju lífsins á hverju sem gengur. En við þurfum enga innsýn né yfirsýn til sönnunar hinu yf- irlætislausa og jafnframt stór- kostlega hlutverki íslenzku kon- unnar, við þurfum ekki annað en minnast okkar eigin mæðra, systra og dætra: hvaðan er runnið dýpsta inntak lífs okk- ar — okkar dýrmætasta eign? Svo sannarlega hefur mér alltaf og alstaðar fundizt ég vera umkringdur af lifandi konum, hógværum samtíðarkonum, mörgum hverjum fátækum og varnarlausum sem fyrr en ófá- anlegum til að semja við mútu- þrælinn. Það hefur löngum verið aðal íslenzkra kvenna að vera fúsar til að gefa, jafnvel síðasta bit- ann úr búri sínu. En þær hafa aldrei kunnað að selja. Eins hlá legt og þeim • hefur fundizt að selja brauðsneið eða mjólkur lögg eins fjarstætt hefur það verið öllu eðli þeirra að selja bónda sinn, selja sál sína, selja hjarta sitt — jafnvel lausung hernámsáranna þótti sanna þessa rótgrónu óbeit á sölu í stað gjafar. Hvenær sem mútan hefur komið nærri augliti sann- íslenzkrar konu hefur silfrið oftast jafnskjótt dunið á nasir handhafanum: haf þetta fyrir auðtryggni þína og hvert ógagn með. Það var sérstaklega mælzt til þess að ég gerði spurninguna um inngöngu íslands í hernað- arbandalag að umtalsefni hér á þessu tíu ára afmæli Kvenfé- lags sósíalista. Mér er bæði ljúft og skylt að hamla gegn þeirri hættu sem þar er á ferð eftir því sem ég hef vit og getu til. Hinsvegar finnst mér það vera að bera í bakkafullan læk- inn að rekja enn einu sinni öll þau óvéfengjanlegu mótrök sem fyrir liggja og túlkuð hafa ver- ið að undanförnu af hinum mesta skörungsskap af sósíalist um og þeim öðrum sem nú halda uppi málstað Islands á ör lagastund. Og það hygg ég ekki ofmælt að aldrei hafi rakalaus- ari, mútþægari boðskapur verið fluttur okkar þjóð en sá sem hernaðarsinnarnir, hin vest- rænu leiguþý, leyfa sér nú að bjóða. Jafnauðsætt er hitt hversu ótti þeirra við eðli Auð- ar Vésteinsdóttur fer dagvax- andi: Það sér blátt áfram í iljar þeirra á flóttanum — en þó vel að merkja: aðeins í orði. Á borði telja þeir sér eftir sem áður sigurinn vísan. Börkur digri, ameríska heims valdastefnan, hefur þegar gold- ið Eyjólfi inum gráa, íslenzka stríðsgróðavaldinu, höfuðmund- inn vegna Gísla Súrssonar, ís- lenzkrar alþýðu, og skal þó bet ur síðar. Og nú talar Eyjólfur til íslenzkrar drenglundar og manngöfgi af alkunnum flátt- skap mútuþrælsins, hampar sjóðnum framan í þjóðerni vort og menningu: þrjátíu silfurs, þrjúhundruð silfurs, þrjú hundruð mill jónir — tölur skipta hér engu máli, þetta er að hækka í verði og birtist nú í mynd Marsjallgjafa og ann- ara „lýðræðislegra" og „mann- úðlegra“ hlunninda. Þú skalt ekki við vera er vér tökum hann af lífi, sagði Eyjólf ur. Hér skal engin herskylda vera, engar herstöðvar, engin herseta, segir íslenzka striðs- gróðavaldið. Það skal og fylgja að ég ^kal fá þér ráðahag þann er að öllu sé betri en þessi hefur verið, sagði Eyjólfur. Hlutleysið er orðið úrelt og gagnslaust og ör- yggi voru verður ekki borgið með öðru en hernaðarbanda- lagi, segir íslenzka stríðsgróða- valdið. Máttu á það líta hversú hall- kvæmt þér verður að liggja í eyðifirði þessum og hljóta það af óhöppum Gísla og sjá aldrei frændur og nauðleytarmenn, sagði Eyjólfur. Vér megum ekki una einangruninni lengur held- ur leita tengsla við þær þjóðir sem oss eru skyldastar að ætt, menningu og stjórnarfari, seg- ir íslenzka stríðsgróðavaldið. Hvernig koma skal hinum nýja Eyjólfs fagurgala saman og heim, hvernig þáttur okkar í hernaðarbandalagi, án her- skyldu, án herstöðva og án her- setu, skal vera öðrum viti born um þjóðum keppikefli, það er krossgáta sem ráðast mun á einn veg. Það á að blekkja ís- lenzka skynsemi til að fórna ís- lenzkri alþýðu fyrir hagsmuni amerískra auðhringa og ís- lenzkra leiguþýja. Gísli Súrsson skal verða svikinn, hann skal deyja. En lifa skal Börkur digri og halda áfram að safna sínum ránfengnu milljarða- sjóðum. Og lifa skal Eyjólfur inn grái og halda áfram að taka við mútusilfrinu og tæla útlaga- konuna til að svíkja hugsjón sína og veruleika í senn. Þú skált ekki við vera er vér tökum hann af lífi. Hverju svarið þið hér til is- lenzkar konur, sósíalískar kon- ur, á tíu ára afmæli félags ykkar? Eg þarf ekki að heyra svar ykkar, ég hef kunnað það síð- an ég var drengur, Auður Vé- steinsdóttir mótaði það skýrt og glöggt fyrir tíu öldum síðan: Engin von var þér þess að ég mundi selja bónda ípinn í hend- ur illmenni þínu. Hafi ein fátæk og varnarlaus kona i í eyðifirði haft þrek til þess á tjundu öld að bjóða hin- um grimmustu örlögum byrginn og hrinda af höndum sér áróðri hverskyns flugumanna, hvað mun þá um upplýstar og sæmi- lega á sig komnar tuttugustú aldar konur sem gert hafa mál- stað alþýðunnar að tákni sínu og markmiði? Sameinuð afturhaldsöfl heims ins, allt frá Vollstrít til Vatí- kansins, eru nú sem óðast að undirbúa lokakrossförina gegn vinnandi alþýðu jarðarinnar. Allir svikarar og rindlar mann kynsins eru leitaðir uppi og leiddir fram sem vitni gegn staðreyndunum, gegn sannleik- anum. Hvaðeina sem er í ætt við líf, skynsemi, réttlæti, fram- vindu, er umsvifalaust brenni- merkt: kommúnismi, sem á ’ máli afturhaldsins útleggst: hið | illa, djöfullinn. Hinn nýi, vest- ræni fasismi er sem sagt að verða fullmótaður. Miskunnar- laust skal einangra alþýðuna, gera hana útlaga í sínu eigin landi, snuðra uppi hvern veikan punkt með blóðpeningana í lóf- arium. Gísli Súrsson skal deyja. Eg vil eiga kaup við þig, Auður. Þú segir mér til Gísla, en ég mun gefa þér þrjúhundruð silf- urs, þau sem ég hef tekið til höfuðs honum. Þú skalt eigi við vera er vér tökum hann af lífi. Eg veit að Áuður Vésteins- dóttir er sjálfboðinn, ósýnileg- ur heiðursgestur hér á þessu af- mæliskvöldi. Eg veit að andi allra þeirra fátæku, varnarlausu kvenna sem hafa borið uppi lífs meið íslands um aldir, þeirra kvenna sem geymdu ástina sér við hjartarót, listina sér við tungurót, varðveittu ylinn í kuldanum, ljósið og eldinn í myrkrinu, er hvarvetna á ferli á þessum örlagatímum. Eg veit að hann lifir og starfar í ykkur, í öllum konum sem verðskulda nafn Islands framan við sam- heiti sitt. Eg veit að þær leggja heiður sinn að veði fyrir því að íslendingar, elzta friðárþjóð heimsins, gangi aldrei í hernað. arbandalag. Aldrei framar mun gerast það sama og haustið ’46. Island verður aldrei selt oftar. Mútusilfrinu verður slöngvað á nasir þeim níðingum sem nú vilja kaupa drenglund okkar og manngöfgi til að svíkja ísl. alþýðu í henduixböðlinum. Misk unnarlaust verður þfeim hrökkt út I myrkur þeirrar svívirðu sem þeir hafa til unnið undir sigurhljómi þessara stoitu orða: Skaltu það muna meðan þú lifir, vesall maður, að kona hefur barið þig. Athugið vörumerkið cKord um leið og þér ÉAUPIÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.