Þjóðviljinn - 30.03.1949, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 30.03.1949, Blaðsíða 1
i^te4fé###'-tí5- ¦ ¦¦¦ ¦ '--"—¦ ¦'-¦•¦¦¦ '•""¦¦< '¦¦¦• ' ¦ ¦ ' " • «¦ ceiarbarnaskólann. Fulltrúaráð verkalýðsféiagcmnci í Reykjavík ftrJINN f e • 14 .11 i.':in trur Miðvikudagur 30. marz 19A9. 71. tölublað. «ARIKJALEPPARN m AÐFU MNA LÁNÖRAB SIN I skjóli lögregluvalds og hvítliða lét ríkissfjórnin í gær beita alþmgismenn ofbeldi til ú framkvæma skipun Achesons Þingmenn Sósialistaflokksins i markvissri sókn gegn leþpmennsku og landráSaáformum st]6rnarflokkanna Afgreiðsla landráðamálsins í gær varð eindæma hneyksli, eiristætt í þingsögunni um nokkurt mál, hvað þá jafn mikilvægt mál og þetta. Fundur var settur kl. 10 f. h. Síðan átíi að halda áfram óslitnum þingfundi án matmálstíma og kaffitíma stanz- laust þar til umræðunni yrði lokið.. Fyrir eindregin mót- mæli tókst að fá klukkutíma fundarhlé um hádegið. Síðan var haldið áfram stanzlaust þar til á tíunda- tímanum, að fyrri umræðu var lokið. Var tillagan um inn- göugu í Atlanzhafsbandalag samþykkt við þá umræðu af 33 þingmönnum gegn 10. Þá krafðist Einar Olgeirsson þess að fundur yrði ekki lmlil- inn og málið tekið til 2. um- ræðu fyrr en á venjulegum tíma í dag, svo iioninii ynnisí; tóm til að útbúa nefndarálit sitt. Bæði híiim og Lúðvik Jósefsson kröfð nst svars við því hvort málið yrði tekið fyrir á næturfundi. En forseti fékkst ekki til að gefa nema loðin svör, en bað þingmenn að vera í húsinu til klukkan ellefu. Mun stjórnarlið ið hafa ætlað að afgreiða málið í nótt, en hætt við það skyndi- lega er mannf jöldi tók að saín- azt á Austurvöll á elleftá tím- Var þá tilkynnt að önnur um ræða málsins hæfizt kl. 10 f. h. í dag, og mun ætlun stjórnar- liðsins að hespa málið af með niðurskurði á umræðum kl. 1—2. Eiga íslendingar að taka ábyrgð á mug ;morðum hér og-héðan í næsíu styrjöH *í gærmopgun ITom til umr'. ,,til- 'laga til þingsályktunar iim þátt •töku Islands í Norður-Atlanz- j hafssamningi." Bjarni Ben.-, maðurinn sem | hefur áunnið sér heitið ,,Layal ííslands", hélt örstutta fram- söguræðu-, pg taldi rétt og sjálf sagt að Islendingar gerðust að- ilar að Atlanzhafsbandalági. -; Þá tók Einar Olgeirsson til máls og flutti ræðu sem stóð um þrjár klukkustundir. Lýsti hann þar í ýtarlegu máli aðdrag anda samningsins, og sýnrii fram á hve algera stefnubreyt- ingu samþykkt hans þýddi fyrir Islendinga. Árið 1946 hefði Al- þingi talið óhúgsáhdi að veita Sameinuðu þjóðunum herstöðv- ar á stríðstímum. Nú ætti að gera samning við hernaðar- bandalag um að afhenda landið sem árásarstöð á stríðstímum og raunverulegar her&Löðvar á friðartíma einnig. Einar sýndi fram á hvernig ííkisstjórnin er að koma íslandi á sama stig efnahagslega og þegar Eysteina var að fara betliferðir til Lon- don fyrir stríð, nú væri verið að gera Island að undirlægju Bandaríkjaauðvaldsins, en það ætlaði einmitt með þessum samningi að tryggja sér Island sem sína aðalárásarstöð á Ev- rópu. Að vísu gætu Islendingar ekki hindrað að Bandaríkin he.- næmu landið í ófriði og notuðu það, en Islendingar gætu ráðið hvort gefi þeir samþykki sitt til þess. Með ákvörðun um inngöngu í . Atlanzhafsbandalag sé verið að taká ákvörðun ijm • það hvort Islendingar ætli að taka á sig ábyrgð af múg- morðum þeim sem framih verða í næstu styrjökl. hér og héðan. Og einmitt því væru Bandarík jamenn að slægjast eftir. Öamsekt ls- Með undrun og íyrirlitningu horfðu Reykvrking- ar á hið íurðulega lögregluútboð kringúm Alþingis- húsið í gærmorgun. Mikill fjöldi einkennisklæddra lögregluþjóna gætti allra aðganga að þinghúsinu, með hjálma á höfði og langar kylfúr dingláridi við belti sér. Inni í Alþingishúsinu moraði allt af ein- kennisklæddri lögreglu og óeinkennisklæddu „varaliði", sjálfur lögreglustjórinn í Reykjavík virt- ist orðinn dvalargestur í Alþingishúsinu, í mörgum vistarverum hússins bíða lögreglusveitir albúnar. tJti á Austurvelli fyrir framan Alþingishúsið stöðvuðust stujid og stund hópar manna, sem neit- að var um inngöngu í þinghúsið sem áheyrendur, skólafólk kom þjótandi með töskur sínar, verka- menn úr vinnu, stráklingar fóru í tusk á grasflötun- um í sólskininu. Það var ekki fyrr en í gærkvöld, eftir að fundi var slitið, að safnaðist talsverður mannf jöldi á Austurvöll og voru þá brotnar rúður í þinghúsinu með steinkasti. Þetta atvik sem er að harma, er bein afleiðing af lögreglu- og hvítliðaút- bcði ríkisstjórnarinnar og reiði þeirri sem gagntek- ur menn vegna atferlis landráðamannanna. lendinga um þá hryllilegu at- ' burði sem' hér gætu gerzt í heimsstyrjöld. Það er ekki öryggi fólgið í því að neita að gera samning- inn, örýggi er ekki til ef >.til styrjaldar kemur. En ef við neitum er von til að Islendingar fái að vera í friði meðaii. friðvir helzt, og.kæmi. til ófriðar væri það ekki sök Islendinga hvað Bandaríkin gerðu.......... » ríkisstjórnin að leggja málið fyrir borgárafund í Reykjavík? \ Meðaðild íslendinga eígumi Því fleiri herstöðvar, þvi betri við sök á þvi að stríð hálgist. I Framhalc; á 8. sidu. Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna í Reykjavík og Verkamannafélagið Dagsbrún skora á allan almenning í bænum að taka sér frí til að mæta á útifundinum á Lækjargötu (við Miðbæjarbarnaskólann) kl. 1 e. h. í dag Fundurinn er boðaður af fulltrúaráði verkalýðsfélaganna til þess að Reykvíkingum gefist tækifæri til þess að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um inngöngu íslands í hernaðarbandalag Norðuratlanzhafsríkjanna enn einu sinni áður en Alþingi hefur tekið fullnaðarákvörðun um málið. raaráð verkalýðsfélagansia s Reykjavík, Verkaitiannafélagið Dagsbrún Jj

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.