Þjóðviljinn - 02.04.1949, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 02.04.1949, Blaðsíða 4
 LAugardagur 2. apríl 1949. Þióðviuinn CtKefandl: Samelningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurlnn '^Ritstjórai: Magnús Kjartansson. Sigurður Guðmundsson (áb', | Fréttarltstjóri: Jón Bjarnason. . Blaðam.: Ari Kárason, Magnús Torfi Ólafsson, Jónas Árnason. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmlðja, Skólavörðu- | Mtlg 19 — Simi 7600 (þrjár línur) Áskrií arverð: kr. 12.00 á mánuði. — Lausasöluverö 60 aur. eint. Prentsmlðja ÞjóðvlIJans h. f. Söslalistaflokkurinn, Þórsgötu 1 — Simi 7610 (þrjár línur) Burt með leppstjórnina Það er stígandi í sögu núverandi ríkisstjórnar. Hún fór sér hægt í byrjun, en nú fer hún sér hratt. Allt hennar starf hefur verið linnulaus árás á íslenzka alþýðu. Pyrst var hafizt handa á efnahagssviðinu eins og eðlilegt er. Tollar og óbeinir skattar að upphæð 120 millj. kr. hafa verið lagðir á íslenzka aliþýðu. Atvinnan hefur verið skert mjög stórvægilega með stöðvun húsbygginga, takmörkun- um á iðnaði og takmörkunum á bátaútgerð. Kaup hefur verið lækkað með sérstökum þrælalögum. Vöruskortur hef- ur verið skipulagður og komið fótum undir víðtækan svart- an markað. Og þannig mætti lengi telja. Afleiðingar þessara verka hafa verið algert öngþveiti á efnahagssviðinu. Hvert fjármáiahneykslið hefur rekið annað. Kolkrabbi skriffinnskubáknsins hefur læst arma sína um alla þjóðina. Skorturinn hefur knúið alþýðuna til gagnráðstafana, þannig að varla hefur nokkur sá tími verið í tíð stjórnarinnar að ekki hafi verið vinnustöðvun einhvers staðar. Hámarki sínu náði efnahagsstefna stjórn- arinnar í togaraverkbanninu, sem svipti þjóðina allt að 30 miiljónum króna í dýrmætum erleridum gjaideyri. Og í.gær höfðu stöðvazt vörubílar, strætisvagnar og lang- ferðahíiar. Hvar sem litið er blasir við sama sagan: stöðv- un, öngjrveiti, hnin. í þokkabót er svo ríkisssjóður orðinn gjaldþrota og landinu hefur verið stjómað fjárlagaiaust í heilan árs- fjórðung. Gjaidþrot ríkisstjórnarinnar í efnahágsmálun- um er algert . Úu ,i. .u- ’ . Það er þetta gjaldþrot sem er meginskýringin á land- ráðum þeim sem framin voru 30. marz 1949. Úrræðalaus og gerspillt yfirstétt Islands flýr í faðm bandariska auð- valdsins og leitar þar ásjár. Hún sníkir jöfnum höndum peningamútur og byssustingavernd gegn alþýðu Islands, og teiur sig gera góð kaup þótt hún léggi frarii í staðinn sjálfstæði og frelsi þessarar þjóðar. Hún hefur sára reynslu af því að frjáls aiþýða er hættuleg og sigurviss. Og leppstjórnin lét ekki á sér standa að láta kné fylgja kviði. Nokkrum mínútum eftir að landráðin voru framin, eftir að 37 glæpamenn höfðu samþykkt að láta af höndum frumburðarrétt þjóðarinnar til landsins, var vopnaðri lögreglu og trylltum hvítliðum sigað á alþýðu Reykjavik- ur. Og uppi í Alþingishúsinu stóð foringi auðstéttarinnar, Ólafur Thors, í sæluvímu: Loksins, loksins. Hvert högg hinna bandarísku kylfa var honum fyrirboði komandi sælustunda. Það er stígandi í sögu núverandi likisstjómar, vaxandi afrek þeirra manna sem verða æ þjálfaðri í glæpa- verkum sínum. En fall hénnar verður mikið. Stjómin þarf ekki að ímynda sér að aiþýða íslands láti kúga sig. And- staða hennar er nú voldugri en nokkm sinni fyrr og hún sameinast um kröfur dagsins: Burt með leppstjoraina, þingrof og nýjar kosningar. Kóngurinn á Bikini. Einn morgun, þegar kóngur- inn á Bikini gekk út að gá til veðurs, sá hann skip eitt skammt undan landi og stefndi frá því bátur til strandar. Það kom fum á kónginn, því fram til þessa hafði ekki verið gest- kvæmt á Bikini, og hann gat aðeins með naumindum klárað að setja upp sparihálsfestina áðuren bátverjar stigu á land. Og bátverjar reyndust vera bandarískir menn, komnir til að spyrja kónginn á Bikini, hvort þeir mættu ekki sprengja ætt- land hans í loft upp á morgun eðá hinn, og mennirnir voru með coca-cola handa kónginum á Bikini, ennfremur 10 pakka af camel. Kóngurinn á Bikini teygaði coca-cola, fékk sér camel (sum- ir segja, að hann hafi borðað fyrsta pakkann), lofaði mjög rausn hinna bandarísku manna, kvaðst fagna því að geta orðið þeim hjálplegur um spreng- ingamál og þáði tafarlaust boð þeirra um að flytjast burt með skipinu sem lá skammt undan landi. Að svo búnu var ættland kóngsins á Bikini sprengt í loft upp. Þessa sögu sagði mér einn góður maður í gær. Og hann taldi það. tímabært að birta hana einmitt núna. Þetta væri nefnilega dæmisaga. * Bömum bannað húsnæði. „Vestri skrifar: — „Hver dregur dám af sínum sessunaut, segir gamall málsháttur. Sá andi, sem nú virðist ríkja á flest um sviðum í íslenzku borgar- lífi ber ljóslega keim þess. Flest ir, sem einhvers mega sín í ein- hverju, reyna sínum ota fram að tota, gersamlega án tiUits til þarfa samborgarans, hverjar sem afleiðingar þess kunna að verða ...... Þó kastar fyrst tólfunum, síðan sú tízka fór að ryðja sér til rúms meðal hús eigenda að amast svo við börn- um og unglingum, að sem nær hverri auglýsingu, sem birtist um leiguhúsnæði, fylgir það skilyrði, að leigutaki sé barn- laus f jölskylda. ★ Erfitt að skilgreina sálarlíf þess fóiks. „Það er að vísu erfitt að skil greina sálarlíf þess fólks, sem ekki þolir að sjá ungviði vaxa eða bærast nokkurstaðar í nánd við sig. Hið steinrunna líf þess bærist ekki fyrir vaxtarslögum nýrrar kynslóðar né finnur nokk urn yl þeirra lífskennda, sem bernskan ber inn í hugskot venjulegra manna. Því byrgir þetta fólk ekki hvern Ijóra á húsum sínum, þegar sólin skín eða byggir þau gluggalaus ? Það væri eðli þess samkvæmt. Þótt ætla megi, að þetta fólk sé venjulegir sýringarsveppir í þjóðfélaginu, þá ætti því samt að vera ljóst, að fjölskyldufólk er verra á vegi statt húsnæðis- laust en einhleypingar eða barnlaust fólk og samkvæmt borgaralegri skyldu (vonandi hefur fasteigendastéttin heyrt það hugtak nefnt) ber frekar að horfa á það en að gæla við sína eigin skapbresti. Lífsfjandsamlegur siður. „Það þarf heldur eigi skarp- skyggni að sjá, hvaða afleiðing ár það gæti haft fyrir viðgang Framh. á 7. síðu “fr-tt',K„ æ HÖFSIIÍ. Foldin fór í gær til Vestmanna- eyja, en þaðan heldur hún áfram til útlanda. Að undanförnu hafa færeyskir kútterar alltaf annað slagið verið áð koma til að sækja beitu og fleira. Hekla fór af stað í stra-ndferð um hádegi í gær. Ný- sköpunartogararnir Goðanes og Is- ólfur fóru á veiðar í gær. Brúar- foss var að sigla inn á höfnina frá útlöndum, þegar blaðið talaði við Hafnarskrifstofuna um kl. 2 í gær. Þýzkur togari, sem hér hefur verið til viðgerðar, fór um sama leyti. ISFISKSALAN : M.s. Ásþór seldi nýlega 1054 vættir fyrir 2399 pund. M.s. Ing- ólfur Arnarson seldi 31. marz 858 vættir fyrir 2068 pund. M.s. Ágúst Þórárinsson seldi 28. marz 846 kits fyrir 2700 pund. ÖIl þessi mótorskip seldu í Fleetwood. RIKISSKIF: Esja er á Austfjörðum á suð- urleið. Hekla fór frá Reykjavik um hádegi í gær austur um land í hringferð. Herðubreið var á Vopna firði í gærmorgun á norðurleið. Skjaldbreið var væntanleg til Rvík ur í morgun. Þyrill var við Vestra- horn í gærmorgun á suðurleið. Súð in var á Siglufirði í gær. Hermóð- ur átti að fara frá Rvík kl. 21 í gærkvöld til Arnarstapa, Sands, Ólafsvíkur og Grundarfjarðar. E I M S K I P : Brúarfoss kom til Rvíkur í gær frá Hull. Dettifoss fór frá Grims- by i fyrradag til LaRochelle. Fjall foss fór frá Gautaborg 29. 3. tií Rvíkur. Goðafoss fór frá N. Y. 26. 3. til Rvíkur. Lagarfoss er í Frederikshavn. Reykjafoss fór frá Antwerpen 30. 3. til Rvíkur. Sel- foss fór frá Isafirði kl. 7 í gær- morgun til Siglufjarðar. Tröllafoss fór frá Rvík i fyrradag til N. Y. Vatnajökull fór frá Rvík 27. 3. til Hamborg. Katla kom til Halifax 27. 3. frá Rvík. Anne Louise er í Frederilóshavn. Herta fór frá Men- stad í fyrradag til Rvíkur. Linda Dan ef í Kaupmannahöfn, fer það an til Gautaborgar og Rvikur. Einarsson & Zoega: Foldin fór frá Reykjavik kl. 7 í gærmorgun til Vestmannaeyja, fer þaðan í nótt áleiðis til Fraklc lands. Spaarestroom er væntanleg ur til Vestmannaeyja um helgina. Reykjánes er ■ i Vestmarinaeyjum. Flugvélar frá Flug félaginu flugu í gær til Fagurhóls- mýrar, Hornafjarð ar, Akureyrar og Vestmannaeyja. — Millilandaflugvél frá Loftleiðum fer til útlanda næstkomandi þriðju dag. I gær gaf Jón Thorarensen saman í hjóna- band, þau Signýju Her- mannsdóttur, Signýjarstöðum, Grimsstaðaholti, og Gunnar Jónsson, Arnargötu 9. Þau munu búa á Nesvegi 66. ■— Siðastliðinn laugardag gaf séra Eiríkur á Útskálum saman í hjóna band þau Elinrósu Jónsdóttur, Tún götu 6, Keflavík, og Ingimund Þórðarson frá Blönduósi. Þau munu búa að Túng. 6, Keflavík. — Nýlega voru gefin saman í hjóna band af séra Jóni Thorarensen þau Valborg Elísabet Þórarinsdótt- ir og Ólafur Kristinn Jóhannesson. Þau munu búa að Hvammeyri í Tálknafirði. 18.30 Dönsku- kennsla. — 19.00 jEnskukennsla. 19.25 Tónleikar: Samsöngur (plöt- ur). 20.30 Bænda- kvöld; a) Björn Sigfússon háskóla bókavörður flytur erindi: Vatns- virkjun og skipulag Tennessee- dals. b) Kórsöngur: Hreppakórinn syngur ,undir stjórn Sigurðar Ágústssonar bónda í Birtingar- holti. c) Ólafur Jónsson tilrauna- stjóri flytur erindi: Knútsbylur eða janúarbylur. d) Ættjarðarlög. (plötur). e) Gísli Kristjánsson rit- stjóri flytur erindi: Jarðrækt og mannrækt, eftir Þbrbjörn Björns- son bónda á Geitaskarði; f) Kór- söngur: Hreppakórinn syngur. g) 1 vikulokin: Niðurlagsorð (Gisíi Kristjánsson). 22.05 Fassíusálmar. 22.15 Danslög (plötur). úpplestur í háskólanum. — Frú Elisabeth Gölsdprf’ les upp úr Faust eftir Goethe í háskólanum föstudaginn 8. apríl n. k. kl. 8,30 í I. kennslustofu. Öllum er heimill aðgangur. Hjónunum Jar- þrúði Guðmunds- ^ dóttur og - Einari Árnasyni, skrif- stofumaimi, Holts- götu 5, Hafnarfirði, fæddist 12 marká dóttir í gær. 1. apríl. — Hjónunum Ástríði Jóhann esdóttur og Torfa Jónssyni, Torfa- læk, fæddist 16 marka sonur 27. marz. Guðsþjónustur á morgun: — Nes- prestakall: Messa í kapellu Háskól- ans kl. 2 e. h. Séra Jón Thorarensen. — Dómkirkjan. Fermirtg kl. 11 f.h. Séra Bjarni Jónsson. Messa kl. 5 e. h. Séra Jón Auðuns. — Kapell- an í Fossvogi. Messa kl. 2,30 e. h. Séra Garðar Svavarsson. — Laug- arneskirkja. Barnaguðsþjónusta kl. 10 f. h. Séra Garðar Svavars- son. — Hallgrímssókn. —■ Hámessa kl. 11 f. h. Séra Jakob Jónsson. (Ræðuefni: Guðssonurinn meðal mannanna). Messa kl. 5 e. h. Séra Sigurjón Árnason. Barnaguðsþjón usta kl. 1,30. Almenn samkoma kl. 8,30. (Alfreð Gislason læknir tal- ar, Gunnar Eyjólfsson, leikari, les upp.) Nýlega opinberuðu trúlofun sína þau Margrét Ingimúnd ardóttir Vest- mannaeyjum og Einar Ólafsson frá Isafirði. Næturakstur í nótt annast B.S.R. — Sími 1720. Veðurútlit í dag; —■ Austan kaldi, skýjað síðdegis.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.