Þjóðviljinn - 05.04.1949, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 05.04.1949, Blaðsíða 5
Liðið er hátt á annan ára- tug síðan Morgunblaðið talaði fyrst um ,,loga við Austur- völl“ í þann tíð voru fyrirsagnir Morgunblaðsins „Made in Ger- many“. Nú er munurinn aðeins sá að fyrirætlanir útgefenda og ritstjóra Morgunblaðsins og fyr irsagnir þess eru „made in U.S.A." Skýringin er einfaldlega sú að Morgunblaðið er sá vind- hani á íslandi sem ævinlega snýst fyrir hverjum einasta andblæ þess auðvalds í heimin- um sem sterkast og gráðugast er á hverjum tíma. Ménnimir sem þá tilbáðu Þýzkaland Hitlers tigna nú Bandaríki atómsprengjunnar. Morgunblaðið var upphaflega blað danskra kaupmanna á ís- lan-di. Þegar íslendingurinn Þor steinn Gíslason gat ekki leng- ur sætt sig við yfirgang hinna dönsku eigenda blaðsins og þý- lyndi tslenzkra stéttarbræðra þeirra, var hann rekinn frá ritstjóminni. 1 hans stað var ráðinn maður að nafni Valtýr Stefánsson, sem Danir höfðu eftir beztu samvizku kennt bú- fræði. Ætíð síðan hefur það verið búskaparregla Morgun- lagsins nr. 1 að þjóna hags- munum erlends auðvalds. Ætíð síðan hefur föðurland útgef- enda Morgunblaðsins verið pen- ingamir. Skiptir engu hvort þeir hafa heitið Reichsmark, sterlingspund eCa dollar. Reynsla sögunnar hefur löng- um verið Islendingum dýrmæt. Kennt þeim að skilja atburði samtíðarinnar og átta sig á því hvert stefndi. Nú er einmitt rétti tíminn til að rifja upp atburðina frá þeim tíma þegar Morgunblaðið talaði fyrst um „loga við Austurvöll". , Maður að nafni Adolf Hitl- er lét kveikja í þýzka ríkisþing Hvítliðakylfan — skjaldarmerki „fyrstu stjórnar sem Alþýðu- flokkurinn myndar á Islandi.“ húsinu. Gaf síðan út þá sögu' að ,,kommúnistar“ hefðu gert * það. Heiðarleg blöð hvarvetna j um heim tóku sögu Hitlers með Morgunblaðið útbásún- aði hana sem heilagan sann- leika. — Morgunblaðið hefur aldrei verið heiðarlegt blað. — Síðar sannaðist að nazistamir höfðu sjálfir látið mannræfil van der Lubbe kveikja í þing- húsbyggingunni. Það fór litið fyrir frásögn Morgunblaðsins af sannleikanum í því máli. — Morgunblaðið hefur aldrei borið sannleikanum vitni. En til hvers kveiktu þýzku nazistamir í þýzka þinghúsinu og kenndu kommúnistum um verknaðinn ? Þeir gerðu það til þess að fá með því tækifæri til að banna andstæðingaflokka sína, kommúnista og sósíáldemo krata, fangelsa og myrða for- ustumenn þeirra og leggja þýzku verkalýðssamtökin i rúst ir „í eitt skipti fyrir öll“, svo auðmenn þýzkalands gætu ör- uggir þrautpínt og kúgað þjóð sína og haldið áfram að græða. Útgefendur Morgunblaðsins, — auðstettin íslenzka og rit- stjórar þess, sýndi bezt innræti sitt þegar hún vildi nota þýzka þinghúsbrunann sem ástæðu til þess að ganga á milli bols og höfuðs á íslenzkum verkalýðs- samtökum og flokki þeirra. Þá voru fyrirætlanir íslenzku auðstéttarinnar „Made in Germany.“ Nú er Hitler daúð- ur og fyrirætlanir islenzku auð stéttarinnar „Made in U.S.A.“ En þótt fyrirætlanir íslenzku auðstéttarinnar séu „Made in U.S.A.“ er hugsanagangur margra þeirra sem eiga að fram kvæma þær upphaflega ,,Made in Germany“, — og lengi býr að fyrstu gerð! Þegar leppstjómin undirbjó svikin við íslenzku þjóðina, mafckaði í leyni við bandaríska húsbændur sína um að gera arfleifð íslendinga að atóm- stöð, þá mótmælti þjóðin. En leppstjómin bannfærði rödd þjóðarinnar, afnam skoðana- og málfrelsi í íslenzka ríkisútvarp inu, — allt í nafni lýðræðisins!! „Snafs sltaltu fá, segðu bara já,“ stendur í vísunni. Atómstöð skaltu fá, segðu bara já, segir $jálfstæðisflokkurinn. Auð- valdið íslenzka hikaði ekki við að gera Island að atómstöð til þess að geta haldið áfram að græða. Það er hrætt um gróða- möguleika sína, hrætt við ís- lenzka alþýðu. Þess vegna vill það gera ísland að atómstöð, til þess að geta haldið áfram að græða á» Sslenzkri alþýðu, í skjóli erlends herveldis. íslendingar vilja aftur á móti ekki glata arfleifð sinni, — landi, menningu og tungu.. Og þá var það sem mönnun- um sem eiga að framlcvæma fyrirætlanir „Made in U.S.A.“ hugsaðist að gera það með pat- enti. „Made in Germany“. Ðaginn sem svikin voru fram m á Alþingi safnaði leppstjórn- in hvítiiðaskríí inn í Alþingis- húsið. Formenn þingfl. stjóm- arflokkanna kölluðu friðsama borgara að Alþingishúsinu, — til að vemda vinnufrið Alþing- is. Að undanskiidum nokkrum ærslastrákum datt-engum í hug að trufla vinnufrið Alþingis. Hinsvegar. trúðu Isiendingar því ekld enn að meári hluti þing manna fyrirliti með öllu vilja' þjóðarinnar. Þeir vita það nú. Þúsundimar við Alþingi voru því stilitar. Þær vom íslending ar og létu því ekki siga scr saman, þóttsá væri raunar til- Þetta snotra hylki er patróna úr táragasbyssu — vitanlega „Made in U.S.A.“ Það var úr slíkri byssn sem skotið var í andlit piltsins úr Vík, Magnúsar Hákonarsonar, sem haldið hefur verið inni í Steminum í 5 sólar- hringa til þess að Reykvíkingar fengju ekki að sjá hvemig hann var leikinn. gangur formanna þingflokka stjómarinnar. íslendingar leggja. ekki í vana sinn að velta hver öðrum úr tjöru og fiðri og kveikja svo í. Islenzk menning og sa.ga .eru nefnilega meir en 10 alda gömul. Banda- rísk saga aðeins bi'ot af því. Hópur stráka kastaði mold, eggjum og steinum að Alþingis húsinu. Enginn þeirra sem voru á Austurvelli þenna dag gat séð annað en að þetta væri „strákaskríll sá, s-em gerir ó- spektir á gamlárskvöldum', svo notað sé orðalag stjórnarblaðs- ins Vísis. En fcannski það eigi nú eftir að koma á daginn, einhvem- tíma í framtíðinni, að einhver „van der Lubbe“ hafi verið sendur úr Heimdalli til að kasta fyrsta steininum að Al- þingishúsinu ? Það var vanrækt með öllu að gera nokkuð til að koma í veg fyrir aðkast strákanna. I þess stað var lögreglan lát in berja á mannfjöldanum, sem ekkert hafði til saka orniið. Þ\i næst var Heim- dallarhvítliður.um, vopnuðum kylfum, sigað til að berja vamarlausa íbúa Reykjavík- ur. Þar næst var fyrirvara- laust hafin gasbombuskot- hríð á 10 þús. saklausa og friðsama Reykvíkinga. Var leppstjórnin bara aT skemmta sér með þessu? Nei. Tilgangurinn með öllum þessum fáránlega viðbúnaði og vinnubrögðum var enginn annar en sá að fá átyllu til að geta sagt: Sósíalistar gera tilraun til aC beita Al- þingi ofbeldi!, til þess svo í framhaldi af því að banna SósíalistaflokkLnn og hefja ofsóknir gegn sósíalistum og verkalýðssamtökunum í land inu og geta slegið þau nið- ur i ,eitt skipti fyrir öll“, svo vilji bandaríska auðvalds ins gæti ráðið einn á íslandi og leppar þess kúgað þjóð sína og hældið öruggir áfram að græða, Þessi tilgangur er öllum áuð- sær. Lögreglustjórnm hefur komið upp um hann með yfir- sinni um það, að hann vissi af • flokki manna sem ætl- aði að hleypa- upp friðsömum fundi — og að fundarboðendur yrðu látnir svara til ábyrgðar fyrir óaldarseggina! Ólafur Thórs hefúr játað þenna til- gang með orðum sínum á Al- þingi: „Við vitum hvað við ætium að gera. Umræður eru óþarfar.“ Patent nazistanna til að fram kvæma fyrirætlanir „Made in U.S.A.” — brást gersamlega, Framkvæmendurnir eru slegnir gullblindu hins bandaríska doll- ars og hafa fyrir löngu gleymt sripmóti og eðli þeirrar þjóðar er fóstraði þá! Þetta er ekki jólapakki til barn- anna í Keflavík, þetta sælgæti er táragassprengja „Made in U. S. A.“ . Hinsvegar tókst Ólafi Thórs, Stefáai JóhanrJ Stef- ánssyni og Eysteini Jónssyni að gasða 10 þúsund Keykvík ingum á sælgæti „made in U.S.A“. £ þetta,siim var það ekki tyggitúnií, „b-k‘J3-partý“ né jólapakkar íyrir börr.in í Keflavúi. I þetta sinn voru það gasbyssur „made in U.S.A., óður Heimdallar- skríll, hvítliða kylfur og gas- bombur „Made in II.S.A.“ Islendmgar vil'a geta safnazt saman undiz ís- lénzkum hiznni án þess að veza í lífshættu fyziz kylfum óðra Helmdallar- hvítliða og bandarísiuaa gasbcmbum. fslendzngaz frábiðja sér slíktt og ami- að fyrirhugað, kraftmcira sælgæti „made in U.S. A.“ Þess vegna kreffasí þeii: Buri ma§ Sepp- stjórnina! íslenzka ríkis stjórn á IS: 19

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.