Þjóðviljinn - 09.04.1949, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 09.04.1949, Blaðsíða 3
Laugardagur 9. apríl 1949. ÞJÓÐVILJINN 8 Örfáir misyndismenn setja bletfr á lögreglustéttina iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiur Þvottakvennafélagið Freyja. KAUPTAXTI Lögreglustjóri heldur yfir þeim verndarhendi Eins og Þjóðviljinn hefur áð- ur bent á skipti mjög í tvö horn um framkomu lögregl- unnar á Austurvelli 30. marz 1949. Mikill meirihluti hennar hafði fulla gát á skapsmunum sínum eins og vera ber, en fá einir misyndismenn voru í engu eftirbátar hvítliðanna, börðu fólk í stjórnlausri heift og misstu alla stjórn á fúl- mennsku sinni. Þessir menn njóta sérstakrar vináttu lögreglustjóra, settu blett á lögregluna í Reykjavík, og hjá því verður varla kom- izt að almenningur dæmi allt lögregluliðið að einhverju leyti eftir þessum fáu mönnum — á meðan framkoma þeirra ei ekki rannsökuð og þeim mönn- um refsað sem brotið hafa lög- regluskyldu sína. Til þess að almenningur fái Ijósari hugmynd um hvernig lögreglunni ber að hegða sér skal hér birt í heild reglugerð dómsmálaráðuneytisins um það hvernig beita eigi kylfum og hvenær: „Nauðsyn getur borið til, að lögreglumenn neyti í hinum mikils varðandi starfa sínum kylfu til uppihalds friðar og reglu og til varnar mönnum Sædjöfuli veiðist Þegar togarinn Egill rauði var að veiða utarlega á Eld- eyarbanka 1. apríl s. 1. veiddi hann mjög sjaldgjæfan fisk, sæ- djöful. Sædjöfullinn á heima í Norð- uratlanzhafi, þar sem aðeins hafa veiðzt 12 fiskar áður, þar af 5 við Island, og er þetta því 13. fiskurinn sem veiðzt hefur og sá 6. sem veiðist hér við land. Við Island hefur fiskurinn veiðzt á svæðinu frá Ingólfs- höfða að Kolluál en þeir sjö sem fengizt hafa annars staðar, hafa verið teknir í námunda við Grænland og Nova Skotia. Þessi fiskur er einn sá stærsti sem veiðzt hefur, ef til vill sá stærsti, 113 sentimetra langur. Margt er einkennilegt við fisk þennan, fyrst og fremst það að hængurinn, sem er dvergvaxinn, lifir ekki frjáls í sjónum, held- ur fastur á húð hrygnunnar, stundum 2—3 á einni hryggnu, og fær næringu úr blóði hennar, eins og um útvortis snýkjudýr væri að ræða. Fiskurinn sem Egill rauði veiddi var með einn hæng en áður hafa aðeins fund izt þrjár hrygnur með hængjum, allar hér við land, og eru þær niðurkomnar á Náttúrugripa- safninu hér, Dýrafræðisafninu í Kaupmannahöfn og British Museum í London. Með væntan legu samþykki skipstjórans á Agli rauða verður þessi merki fiskur gefinn Náttúrugripasafn- inu hér. gegn árásum ofbeldismanna og óaldar. Kylfu skal beita með þeirri aðgæslu, að ekki hljót- ist af meiri harðindi en þörf krefur, og leitast skulu lög- relgumenn við að hæfa einung- is handleggi, brjóst eða bak þess, sem kylfu er sleginn. Kylfu skal einungis neytt: 1. Sé það nauðsynlegt til varnar gegn líkamsárás, hvort lielilur árásinni er beint gegn viðkomandi lög- reglumanni eða öðrum mönnum, eða til að afstýra stórfelldum eignaspjöllum eða hervirki. 2. Við handtöku hættulegs brotamanns, enda hafi lög- reglumaður ástæðu tll að ætla, að hann geti ekki með öðrum hætti haft hendur á brotamanninum. 3. Sé það nauðsynlegt til að afstýra því, að tálmuð sé með valdi framkvæmd opin- berrar sýslu, t. d. ef leitast er við að varna lögreglu að handtaka mann eða reynt er að leysa handtekinn mann úr haldi. 4. Til að knýja fram hiýðni við skipun, sem nauðsyn- legt er, að farið sé eftir tafarlaust, enda hafi verið höfð í frammi gegn skipun- inni andstaða, er ekki verði með öðrum liætti yfirbuguð. Annars kostar má ekki neyta kylfu til að knýja fram hlýðni við skipun. Móðganir og hrakyrði veita og enn síður efni til notk- unar kylfu. Séu löregumenn að starfa sínum undir sameigilegri stjóm, mega þeir einungis neyta kylfu eftir fyrirskipan stjórn- anda síns, nema svo sé ástatt sem greinir í tölulið 1 hér að ofan. I hvert skipti, er lögreglu- maður hefur neytt kylfu, skal hann skýra yfirmönnum sínum frá því skriflega, og ber aC geta þess í bókum lögreglunn- ar. Dómsmálaráðuneytið 20. júlí 1940.” Eins og allir þeir vita sem á Austurvelli voru 30. ma'rz skeyttu þeir lögregluménn sem stjórnina misstu á sjálfum sér í engu þeim reglum sem hér eru birtar. Þeir höfðu i fyrsta lagi ekkert tilefni til að beita kylfunum yfirleitt og í öðru lagi leituðust þeir eftir að berja menn í höfuð, en það er stranglega bannað, enda lífshættulegt. Sérstök ástæða er til að veita því athygli að kylfunotkunin hlýtur að hafa verið „eftir fyrirskipun stjórandans”, sjálfs lögreglustjórans, Sigur- jóns Sigurðssonar, samkvæmt þessari reglugerð. Geri hann ekkert til að refsa þeim lög- regluþjónum sem sekir urðu hlýtur ábyrgðin að lenda á hon- um sjálfum af þeirri misnotk- un sem fram fór. Þá væri ekki ónýtt að sjá hinar skriflegul skýrslur Pálma Jónssonar og Lárusar Salómonssonar um kylfunotkun þeirra. Þess má einnig geta í þessu sambandi að í sérstakri bók „Reglur fyrir . lögregluna í Reykjavík" sem hver lögreglu- maður á að læra eru einnig mjög strangar reglur sem lög- regluþjónunum ber að hlýða, að viðlagðri brottrekstrarsök. Ein afsökvm þeirra lögreglu- þjóna sem stjórn misstu á sjálf um sér er sú að þeir hafi reiðzt vegna fúkyrða sem yfir þá var ausið. En í 10. gr. í I. kafla þessarar bókar segir svo: „Þótt lögregluþjónn sé skammaður og svívirtúr á hann alls ekki að láta það reita sig til reiði né heldur koma því tU leiðar að hann beiti ruddaskap eða óviðeigandi hörku.“ Þá skyldu hinir óðu lögreglu- þjónar ekki síður hugleiða eft- irfarandi athugasemd í lok V. kafla um notkun kylfu: „Það sem mest á veltur í þessu, eins og öðru, er að vera kaldur og rólegur svo að greind in geti starfað ósturluð á hin- um alvarlegustu augnablikum.“ Forsenda er þó auðvitað sú að hlutaðeigandi menn búi yf- ir einhverri greind. ★ Það er ástæða til að vekja athygli á þessu vegna þess að nú hefur komið í ljós á óhugn- anlegan hátt, að innan lögregl- unnar eru til vandræðamenn sem eru haldnir slíkum geð- brestum að þeir eru stórhættu- legir fólki. Þeir áhorfendur sem fylgdust með framkomu Lárusar Salómonssonar og Pálma Jónssonar við Alþingis- húsið, þegar þeir óðu að fólk- inu með kylfuna á lofti og stjórnuðust af engu öðru en taumlausri bræði, munu seint gleyma þeim aðförum. Hefði lögreglustjóri til að bera nokk- urn snefil af áhuga á því að rækja starf sitt eins og heið- arlegum embættismanni sæmir myndi hann tafarlaust víkja slíkum vandræðamönnum úr lög reglunni, en því er síður en svo að heilsa. Þvert á móti er hann staðinn að slíkum endem- um við stjórn lögreglumálanna, að þessar manntegundir telja sig eiga þar hið æskilegasta sikjól. Það er leitt til þess að vii|a að lögreglustéttiln sem heild, sem að miklum meiri- hluta er skipuð hinum prýði- legustu mönnum, skuli fá á sig óorð af völdum örfárra mis- yndismanna, en hjá því verður því miður ekki komizt, meðan slíkir menn cru látnir ógna fólki sem fulltr. stéttar sinnar. Samkvæmt ákvörðun Þvottakvennafélagsins ,,Freyja“ á fundi þann 6. apríl 1949, fellur kaup- taxti sá, er áuglýstur var 31. janúar 1947, um tíma- vinnu við hverskonar þvott, úr gildi 14. maí 1949. Jafnframt var samþykkt að frá og með 14. maí 1949 skuli eftirfarandi kauptaxti gilda fyrir félags- konur, sem vinna að hverskonar þvottum og hrein- gerningum í tímavinnu: Dagvinna frá kl. 8 f. h. til kl. 5 e. h. kr. 2,20 pr. klst. Eftirvinna frá kl. 5—8 e. h. greiðist með 50% álagi á dagkaup. Nætur- og helgidagavinna frá kl. 8 e. h. til vinnubyrjunar næsta virkan dag og vinna eftir kl. 12 á hádegi á laugardögum, greið- ist með 100% álagi á dagkaup. Sumardag- urinn fyrsti, 1. maí og 17. júní teljast til helgidaga í þessu tilliti. Kaup þetta greiðist með fullu vísitöluálagi sam- væmt vísitölu kauplagsnefndar miðað við, vísitölu þá, sem birt er í mánuðinum á undan þeim mánuði, sem greitt er fyrir. Um kaffi- og matartíma fer eftir reglum þeim er gilda um almenna verkamannavinnu á hverjum tíma. Að öðru leyti gilda fyrri venjur að þvi er snertir kaup og kjör. Uppmælingataxti félagsins, frá 31. jan. 1947, helzt óbreyttur: kr. 1,60 pr. fermeter, á mánuði, að viðbættri fullri verðlagsuppbót mánaðarlega. Samkvæmt framanrituðu er engri félagskonu heimilt að vinna að þvottum eða hreingemingum fyrir neðan kauptaxta þennan, frá gildistökudegi hans að telja. Taxti þessi gildir frá og með 14. mai 1949 til 14. maí 1950 og framlengist hann um eitt ár í senn, sé honum ekki sagt upp með eins mánaðar fyrirvara, miðað við 14. maí. Reykjavík, 6. apríl 1949. Stjóm Þvottakvennafélagsins Freyja, Rvík. liiiiiiilliiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiliiiiiiiiilliiHliiiiiiiliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii iiiiiiiiiiiiimmiiiiiiimiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiHiiiiiitimiiimiiiiimiimmiiiiiir Ti I kynnin g Nr. 10/1949. Viðskiptanefndin hefur ákveðið eftirfarandi há- markswrð í smásölu á framleiðsluvörum Raftækja- verksmiðjunnar h.f., Hafnarfirði: Rafmagnseldavélar, gerð 2650, þriggja hellna kr. 950.00 Rafmagnseldavélar, gerð 4403, þriggja hellna — 1.200.00 Rafmagnseldav., gerð 4404, fjöggurra hellna — 1.300.00 Rafmagnsofnar, laustengdir „S 1“ 1200 w. — 170.00 Rafmagnsefnar, laustengdir „S 11“ 3000 w. — 340.00 Borðvélar, ,,H 1“ með 1 hellu ............. — 170.00 Borðvélar, ,,H 11“ með 2 — ................... — 340.00 Bökunarofnar, „B 1“ ................... — 535.00 Þilofnar, fastfengdir 250 w................... — 120.00 Þilofnar, fasttengdir 300 w................ — 130.OCf Þilofnar, fasttengdir '400 w.................. — 135.00 Þilofnar, fasttengdir 500 w................... — 155.00 Þilofnar, fasttengdir 600 w................... — 170.00 Þilofnar, fasttengdir 700 w................... — 190.00 Þilofnar, fasttengdir 800 w................... — 215.00 Þilofnar, fasttengdir 900 w................... — 235.00 Þilofnar, fasttengdir 1000 w.................. — 270.00 Þilofnar, fasttengdir 1200 w.................. — 320.00 Þilofnar, fasttengdir 1500 w.................. — 365.00 Þvottapottar ................................. — 1.135.00 Á öðrum verzlunarstöðum en Reykjavík og Hafnar- firði má bæta sannanlegum flutningskostnaði við ofan- greint hámarksverð. Söluskattur er innifalinn í verðinu. Reykjavík, 6. apríl 1949. Verðlagsstjórimi. ' . tiuiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiuimiiiiiiiimmiiimmmmmmiimiimiiiiiiiiE i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.