Þjóðviljinn - 24.04.1949, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 24.04.1949, Blaðsíða 4
4 ÞJÓÐVILJINN Sunn-ddagur 24. apríl 1949. Otgefaudi: Samelningarflokkur alþýðu — Sóaíalistaflokkuiinn Kitatjó.rai: Magnús Kjartaneaon. Sigurður Guðmundsson (éb>. Préttaritstjóri: Jón Bjarnason. Blaðam.: Ari Kárason, Magnús Torfi Ólaíason, Jónas Árnason. Ritetjóm, afgreiBsla, auglýsingar, prentsmiðja. SkólavörðU' ctig 18 — Siml 7600 (þrjár iínu r) Askrií^arverð: kr. 12.00 á mánuði. — Lausasöluverð 50 aur. eint. Prentsmlðja Þjóðviljans h. f. Bóalaíistaflokkurinn, Þórsgötu 1 — Simi 7510 (þrjár línur) Músarrindiiiina Það var 31. marz, dagurinn eftir þá atburði sem lengi mun verða minnzt a Islandi. Á Alþingi voru haröar um- ræður og þingmenn fluttu þau rök sern þeim voru næst hjarta. Gylfi Þ. Gíslason kvartaði undan því að hann hefði tvívegis verið kallaður kvíga, í annað skiptið af hafnar- strætisbúa, hitt skiptið af Ólafi Thors. Og Sigurður Bjarna- son frá Vigur_beitti sinni þjóðkunnu fyndni og sagði að þar sem kommúnistar væru nú að verða útdauðir eins og Geir- fuglinn væri bezt að taka forustumenn þeirra, stoppa þá upp og geyma þá á safni. Hann fékk þau svör lijá Hannibal Valdimarssyni að aldrei myndi hann, Sigurður Bjarnason frá Vigur, verða stoppaður upp og geymdur á safni — að minnsta kosti ekki fyrr en músarrindillinn væri útdauður á Islandi. Þá slaknaði eitt andartak á spennunni í Alþingis- húsinu og þingmenn sameinuðust í hjartanlegum hlátri, allir nema Sigurður Bjarnason frá Vigur sem varð rindils- legri en nokkru sinni fyrr og þagði það sem eftir var dags- ins. Músarrindillinn er sem kunnugt er minnsti fugl sem til er á íslandi og smæðarinnar vegna er lítt eftir honum tekið. Hinsvegar hefur hann furðu mikil hljóð miöað við stærðina og beitir þeim óspart og af mikium sperringi. Þau hljóð koma honum þó oft í koll því þau afhjúpa það sem smæð- inni var ætlað að hylja. Sigurði Bjarnasyni frá Vigur hefur verið falið það hlut verk að skrifa í Morgunblaðið um atburði þá sem gerðust 30. marz. Hann hefur skrifað anargar greinar og langar en verið seinheppinn eins og fyrri daginn, enda málstaður- inn í meiri tengslum við glöp en höpp. Einn daginn birti hann t. d. mynd af prjónuðum lepp og skýrði frá þvi að þingmennirnir 37 hefðu fengið hver sinn leppinn sendan í pósti. Sigurður Bjarnason frá Vigur var mjög hneyksl- aður, en öll Reykjavík hló. En þótt hljóðin í Sigurði Bjarnasyni frá Vigur séu hvorki fögur né gagnsamleg fyrir þann málstað sem þeim er ætlað að þjóna, má hann eiga það að harm er þrautseigur. Svo seint sem í gær birtir hann nýja heilsíðugrein í Morgun- blaðinu um atburði þá sem lionum var falið að gera skil. Er greinin í engu frábrugðin öllum hinum því Sigurður Bjarnason frá Vigur kann aðeins eina nótu í söng sínum, en reynir að bæta upp fábreytnina með sperringi. Hitt leynir sér ekki að yfirboöarar hans hlusta á sönglistina með meinfýsinni ánægju. Sigurður heitir nefnilega í höf- uðið á afa sínum, einum nánasta samherja Skúla Thorodd- sen, ötulum sjálfstæðismanni í sannri merkingu þess orðs og aðsópsmiklum þingskörungi. Einu sinni hélt Sigurður Bjarnason að hann bæri nafn með rentu, og væri til þess alinn að feta í fótspor afa síns. Það var 1. desember 1945. En eftir þann dag kom 5. október 1946 og síðar 30. marz 1949. H. C. Andersen skrifaði söguna um fuglinn þann sem hélt hann væri önd en, reyndist svanur. Sigurður Bjarnason frá Vigur er alltaf að skrifa söguna um fuglinn sem hélt Jianu væri örn en reyndist músarrindill. 1555 ■ ■ ;; ISHSfglllhinrarritiuHCur.IiIiruúl:!!: lliiiii rini nn|I Alexander prófessor. A. skrifar: „Hr. Alexander Jóhannesson prófessor er duglegur maður og xnikilvirkur og hefur unnið há- skólanum mikið gagn með hag- sýnni umönnun um fjármál og ýtni við verklegar framkvæmd- ir. Má telja fullvíst að háskól- inn byggi nú við stórum lélegri starfsskilyrði ef Alexanders prófessors hefði ekki notið við. Það er ekki fyrr en Alexander fer að skrifa og tala að hann verður háskólanum óþarfur líkt og Tómas Guðmundssson komst einhvern tíma að orði. Háskólinn sætir að sjálfsögðu lagi að beina starfsþreki Alex- anders sem mest í praktíska átt. Þess vegna hefur hann nú ver- ið kosinn rektor skólans og er það bæði kærkomin virðing handa honum og hvatning til meiri verklegra framkvæmda og umsvifaríkari fésýslu. Með því vinnzt einnig hitt að honum gefst þá naumari tími til vís- indaiðkana sinna, sem því miður eru lítt til þess fallnar að auka hróður hinnar virðulegu stofn- unnar. ★ Hvernig væri að skipta rektorsembættinu ? „En þótt þessi aðferð sé að þessu leyti skynsamleg frá sjón armiði háskólans, er hún þó næsta hæpin. Almenningur lítur á háskólann sem menntastofnun og rektor háskólans er þá að sjálfsögðu hinn mikli öndvegis- maður í ríki menntanna, enda átti síðasti rektpr á undan Alex andri þá nafngift fyllilega skil- ið. Hins vegar er Alexander vægast sagt mikið óheppiiegur í því gervi. Virðist því full á- stæða til að háskólamenn ihugi hvort ekki sé ráð að tvískipta rektorsembættinu, fyrst Alex- ander á endilega að hafa þann titil, og taka upp sama hátt og við yfirstjórn þjóðleikhúss- ins, láta Alexander „stjórna sjoppunni" en einhvern annan koma frgm fyrir hönd stofnun arinnar út á við. „MiðdepiH naflans.“ Framkcma Alexanders próf. á sumardaginn fyrsta gerir slíka íhugun næsta brýna. Iíann flutti ávarp til þjóðariíinhr í út varpið þann dag og eflaust hafa margir hlustað með eftirvænt- ingu á þennan æðsta yfirmann æðstu menntastofnunar lands- ins. Og boðskapur hans var einnig nýstárlegur enda fluttur af miklum þrótti í samræmi við vísindakenriingar Alexanders um mannsröddina: „Með lend- arnar hafnar og hertar um þvert og herping í miðdepli naflans." íslenzka þjóðin var á hraðrj leið til algerrar glötunar og ástæðan var leti og ó- mennska verkalýðsins í bæjun- um. Bjargráðið var afnám verk íallsréttar og stofnun gerðar- dóms sem skammtaði verka- niönnum bæði laun og vinnu- tíma. Þetta var uppistaðan og ívafið var allt á sömu lund. A Tekið tií þar sem frá var horfið. „Það fer ekki hjá því að á- byrgðin á þessu furðulega er- indi lendi að nokkru leyti á há- skólanum sem hefur valið sér Alexander próíessor seni mál svara útávið. Ábyrgðin lendir einnig á útvarpsráði, því avarp- ið var flutt á „sumarvöku" þess, en það hefur raunar ekki svo frítt að velkja að nokkru máli skipti. En það sem er þó athyglisverðast af þessu öllu saman er að Alexander skyldi sjálfur treystast til að halda fram slíkum og þvíiíkum skoð- unum. Hann var eins og kunn- ugt er mikill aðdáandi fasistísks stjórnarfars á árunum fyrir stríð. Þær skoðanir hefur hann geymt í fylgsnum hjarta síns í 10 ár og ekki talið ráðlegt að flíka þeim. Fyrr en nú. Nú finnst honum hafa skapazt rétt andrúmsloft til þess að hægt sé að taka til þar sem frá var horfið. Og sennilega er það al- veg rétt hjá honum. A.“ BÍKISSKIP: Esja er í Reykjavík. Hekla var á Vcstfjörðum í gær á norðurleið. Herðubreið er á Austfjörðum á norðurleið. Skjaldbreið var á Skagafirði í gær á suðurleið. Þyrill er norðanlands. 15.15 Miðdegistón- leikar. 16.15 Út- varp til íslendinga erlendis: Fréttir og erindi (Vilhj, S. Vilhjálmsson rit- stj.). 16.45 Veðurfregnir. — Spila- þáttur. 18.30 Barnatími. 19.30 Tón leikar. 20.20 Samleikur á fiðlu og píanó (Þór. Guðm. og Fritz Weiss happel). 20.35 Erindi: Biblían og mannfélagsmálin; fyrri hluti (Sig- urbjörn Einarsson dósent). 22.05 Danslög. 23.30 Dagskrárlok. Katalínaflugbátur Loftleiða var vænt anlegur hingað frá Ameríku kl. 6—7 í gærkvöld. 1 gær var flogið til Akureyrar, Vest- mannaeyja og Keflavikur. Fyrsta sumardag opinberuðu trúlof- un sina, ungfrú Hanna Vigdís Sig- urðard., Bjarnason ar Oddsstöðum í Lundarreyltjadal og Magnús Ol- geirsson, Friðfinnssonar Borgar- nesi. 1 gær voru gef in saman í hjónab. af séra Jóni Thoraren- sen, ungfrú Karla Stefánsd. (Loðmfjörð, Bergþórugötu 20) og Friðrik Jónss., stýrimaður á Fold- inni (Bergsveinssonar erindreka Baldursgötu 17) — Heimili ungu hjónanna verður í Karfavogi 57. Næturaktsur í nótt annast Hreyf- Hreyfili. — Sími 8633. Helgidagslæknir. Úlfar Gunnars- - son, Suðurgötu 14. — Sími 81622. Guðsþjónustur í dag: Dómkirlcjan. Ferming kl. 2 e. h. Séra Bjarni Jóns- son. Nesprestakall. Ferming . í Dóm- kirkjunni kl. 11 ár- degis — Séra Jón Thorarensen. — Fríkirkjan. Ferming kl. 2 e. h. — Séra Árni Sigurðsson. — Hallgríms kirkja. Messa kl. 11 f. h. —— Séra. Sigurjón Arnason. K1 5 e. h. --- Séra Jakob Jónsson. Ræðuefni; Sumarkoman. Barnaguðsþjónusta kl. 1 e. h.-- Séra Sigurjón Árna- son. Samkoma kl. 8.30 e. h. ---- Magnús Guðmundsson stud. theol talar. -- Laugarnessókn. Barna- guðsþjónusta kl. 10 f. h. - Séra Garðar Svavarsson. Karlakór Reykjavíkur heldur samsöng i Gamla Bíó í dag kl. 14.30. Er þetta síðasti samsöngur kórsins að þessu sinni. Nesprestakall. Ferming í Dóm- kirkjunni sunnudaginn 24. apríl, kl. 11. — Séra Jón Thorarensen. Drengir: Guðmundur Eggert Ósk- arsson, Kópavogi. Sveinn Gunnar Óskarsson, Suðurpól 1, Laufásveg. Björn Helgason, Lindargötu 61. Hreinn Haraldsson, Borgarholts- braut 6. Hjörtur Hafsteinn Þórar- insson, Camp-Knox, H. 3. Guðni Sigurjónsson, Ásvallagötu 37. Hann es Hall, Viðimel 64. Kristján Grét- ar Valdimarsson, Hlíðarenda, Lauf dsvag. Ólafi-.r Staphcnscn Björns- son, Breiðabliki, Seltj’arnarnesi. Gunnar Ásgeirsson, Sörlaskjóli 48. Karl Birgir Berndsen, Hörpugötu 41. Sveinn Hilmar Steingrimsson, Hofsvallagötu 21. Hiimar Ólafsson, Miðstræti 3 A. Leifur Þorieifsson, Hjallalanc’.i, Nesveg. Einar Sigurð Ólafsson, Hringbraut 97. Geoffrey Trevor Hunter, Víðimel 67. Jón Federsen, Víðimel 45. Ásmunduv Ari Sigurjónsson, Reýkjavíkurvegi 33. Walter Gunnlaugssor., Brávallu götu 14. Sjgurbjartur Hafsteimi Helgason, Stórhoiti 20. Valdimar Valdimarsson, Hörpugötu 6. Hrafn Þórisson, Grenimel 7. Bragi Jó- liannesson, Þrúðvangi Seltjarnar- nesi. Gottskálk Þorsteinn Björns- son, Skálavík, Seltjarnarnesi. Elías Hilmar Árnason, Valhúsi, Seltjarn arnesi. Bragi Árnason, Hagamel 16. Hreinn Snævar Hjartarson, Camp-KnoX, C. 21. Hilmar Haralds son, Sörlaskjóii 18. Stúlkur: Guðný Sigurðard., Reynimel 44. Guðrún DagBjartsdóttir, Víðimel 69. Her- dis Hergeirsdóttir, Kaplaskjóisveg 5. Hrafnhildur Gunnarsd., Víðimel 49. Valgerður Guðr. Einarsdótth-, Þjórsái-götu 4. Helga Þórðardóttir, Fossagötu 14. Gislína Garðarsdá^- ir, Vesturgötu 58. Eygló Margrét Thorarensen, Vesturgötu 69. Stef- ania Sigrún Eggertsdóttir, Baugs- vegi 1. Vilborg Fríður Björgvinsd., Þvervegi 14. Elin Kristín Egilsdótt ir, Þvervegi 32. Þórunn Sesselja Magnúsdóttir, Fálkagötu 20 B. Nanna Haraldsdóttir, Litla-Bæ, Sel tjarnarnesi. Ingibjörg Þorsteinsd., Stephensen, Laufásveg 4. Gyða Ás- bjarnardóttir, Hringbraut 45. Þor- gerður Egilsdóttir, Langholtsveg 182. Rósa Sigríður Lúðviksdóttir, Grenimel 33. Ragna Halldórsdóttir, Víðimel 50. Gúðrún Eva Ingimund ai-dóttir, Stóra- Ási, Seltjarnarnesi. Hildur Þorsteins. Hagamel 12. Sól- veig Tryggvadóttir, Tryggvastöð- um, Seltjarnarnesi. Gréta Ingvars- dóttir, Hávallagötu 36. Ingibjörg Ingimundardóttir, Bergstaðastræti 23. Sveinsína Tryggvadóttir, Hof- teig 16. Ólafía Guðný Þórðardóttir, Bjarnarstöðum, Gi'ímsstaðaholti. Margrét Jóna Halldórsdóttir, Grenimel 24. Elíveig Ásta Krist- jánsdóttir, Káranesbraut 12. Hulda Sigríður Þórðardóttir, Gróttu, Sel tjarnarnesi. Elísa Steinunn Jónsd., Bláfeld, Framnesveg 57. Sigríður Friðriksdóttir, Nesveg 64. Gerður Jóhannesdóttir, Þrúðvangi, Sel- tjarnarnesi. Ingibjörg Jóiisdóttir, Nýja-Bæ, Seltjarnarnesi. Guðlaug Þorleifsdóttir, Hjallalandi, Nesveg. Esther Kristín Helgadóttir, Nés- veg 53. Sigríður Ólafsd., Miðstræti 3 A. Elín Sigurlaug Haraldsd., Völl um, Seltjarnarnesi. Halldóra Páls dóttir, Seljaveg 7. Sigrún Guðnad., EiSSi, Seltjarnarnesi. Árný Ólafsd., Melahús, Sandvíhurveg.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.