Þjóðviljinn - 28.04.1949, Side 4

Þjóðviljinn - 28.04.1949, Side 4
Þ JÓÐVIL JINN Fimmtudagur 28. apríl 1949 íJtgef&ndt: Samelnlngarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurlnn Ritstjórar: Magnús Kjartansson. Sigurður Guðmundsson (áb‘. Frétt&ritstjóri: Jón Bjarnason. Blaðam.: Ari Kárason, Magnús Torfi Ólaísson, Jónas Árnason. / Rítstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja. Skólavörðu' ■tig 18 — Síml 7500 (þrjúr iínu r) Áskrií'arverð: kr. 12.00 6 mánuði. — Lausasöluverð 50 aur. eint. Prentsmiðja Þjéðvíljans b. f. Sósiakstaflokknrlnn, Þórsgötu 1 — Sími 7510 (þrjár línur) itrfetsalyðurinD gegn immni Frá því verkalýðshreyfing hófst á Islandi hefur hún át í höggi við þau afturhaldsöfl og íhalds sem nú eru hrein- ræktuðust í Sjálfstæðisflokknum. Frá því að Morgunbl. og Vísir byrjuðu útkomu liafa þau barizt 'hatrammri baráttu gegn verkalýðshreyfingunni, eins og auðvaldsblöð annarra landa. Þau hafa stundum hresst sig svo rétt fyrir kosning- ar að óhróðurinn um alþýðu landsins og samtök hennar hefur verið þaggaður niður í biii, en hvenær sem til átaka hefur komið, í hvert einasta skipti sem hagsmunaandstæð- ur alþýðu og auðvalds á Islandi hafa leitt til harðra átaka hafa þessi blöð, Morgunbl. og Vísir, verið eins og útspýtt hundsskinn í þjónustu auðvaldsburgeisanna, gegn alþýðu- málstaðnum. Þau hafa afflutt kröfur verkamanna, talið þær hóflausar, jafnvel ’hinar nógværustu, og svívirt og nítt leiðtoga verkalýðshreyfingarinnar. Alltaf, undantekn- ingarlaust, hafa þessi sorpblöð auðvaldsburgeisa íslands haidið því fram, á átakatímum og raunar oftast nær, að barátta alþýðunnar fyrir bættum kjörum, hærra kaupi, ^uknum hvíldartíma, betri vinnuskilyrðum, væri stjórnað af pólitískum flugumönnum, í þjónustu erlends ríkis eða ríkja. Þessi ásökun hefur ekki einungis dunið á verkalýðs hreyfingunni síðustu árin. Menn eins Ólafur Friðriksson, Jón Bach, Héðinn Valdimarsson, Jón Bald\'insson, Vilmund ur Jónsson, meira að segja garmurinn Finnur Jónsson hafa fengið þennan stimpil í sorpblöðum íslenzka auðvaldsins, Morgunbl. og Vísi, — og allur Alþýðuflokkurinn, — meðan þessir menn og flokkar þeirra voru taldir svo heiðarlegir að starf þeirra þýddi sókn fyrir alþýðu íslands, sókn fyr- ir sósíalismann. Nú hefur auðvaldið á íslandi fundið nýja baráttuaðferð gegn verkalýðshreyfingunni. I stað þess að ráðast beint framan að henni á nú að lama hana innan frá. Með fimmtu herdeild hins gerspillta broddaliðs, Alþýðuflokksins að bandamanni hefur flokki Eggerts Claessens og Ólafs Thors verið fengið úrslitavald í stjórn Alþýðusambands Islands, með svikurn og ólögum þó. Og nú er þeim afturhaldslýð, sem svikizt hefur til valda í samtökum alþýðunnar ætlað að sýna árangurinn af skemmda- og klofningsstarfsemi sinni á sjálfum hátíðisdegi alþýðunnar 1. maí. Nú dirfast Morgunblaðið og Vísir, blöðin sem hylitu fasismann og hafa svívirt og nítt íslenzka verkalýðshreyfingu áratug- um saman, að ávarpa reykvíska verkamenn og hvetja þá til þátttöku 1 klofningsbröltinu 1. maí, hvetja þá til þátt- töku í hátíðahöldum flokks Eggerts Claessen og Sigurðar Kristjánssonar, mannsins sem skýrði í gær á Alþingi frá hinni sönnu afstöðu íhaldsins til orlofslaganna, hinni sönnu heiftar og hatursafstöðu Sjálfstæðisflokksins til sigra al- þýðunnar. Reykvískir verkamenn munu sjálfir skilja það án þess að á það þurfi að benda, hvort muni rödd Sjálfstæðis- flokksins, rödd íslenzka auðvaldsins, heiftarorð íhaldsþing- mannsins um orlofslögin og tillaga hans um að afnema þau, eða viðbjóðsleg hræsnisskrif burgeisaþjónanna við Morgunblaðið og Vísi sömu dagana um einingu alþýðunn- ar. '' * Svarið gefur reykvísk alþýða 1. maí. : . SnTHHínpa SnH^HuHÍÍHHrJ MpœisiiM Hurfu til uppliafs síns. Suðurnesjamaður skrifar: „Þegar hin formlegu samtök íslenzkra nazista leystust upp nokkru fyrir síðustu styrjöld kunna ýmsir að hafa haldið að lokið væri að fullu óhrjálegum kafla íslenzkrar stjórnmála- sögu. Slíkt var þó alger mis- skilningur. Forsprakkar nazista deildarinnar endurfæddust ekki, heldur földu sig flestir í náð- arfaðmi Sjálfstæðisflokksins, upphafs síns, og biðu þess að aftur sköpuðust þjóðféiagslegar forsendur fyrir boðskap þeii’ra. Sjálfstæðisflokkurinn tók þess- um „ungu mönnum með hreinu hugsanirnar“ með virktum og hóf þá til þeirra mannvirðinga sem frekast er unnt, ekki sízt eftir að Bjarni Benediktsson fór að láta til sín taka fyrir alvöru. ★ Eins og nýir menn. „Forsprakkar nazistadeildar- innar héldu sambandi sín á milli alla tíð, og nú telja þeir að á ný hafi skapazt þjóðfélagsleg- ar forsendur fyrir boðskap þeirra. Þeirra hefur gætt meir í íslenzku þjóðlífi síðustu mán- uðina en nokkru sinni fyrr. Sig- urjón Sigurösson er nú ekki lengur einangruð og fyrirlitin fígúra heldur yfirmaður lögregl unnar í Reykjavík, og við stjórn hennar getur hann nú loks fram fylgt hinum fornu liugsjónum sínum. Hinir fornu sálufélagar hans eru einnig eins og nýir menn. Jafnvel dæmdur glæpa- maður eins og Ólafur Pétursson gerir sig gildan og stefnir Þjóð viljanum fyrir ummæli sem hafa þann eina galla að vera allt of væg um hin óskynjanlegu illvirki þessa manns. Og loks geysist hinn gamli fiihrer Helgi $. Jónsson fram á sjónarsviðið í Morgunblaðinu í fyrradag með ritsmíð sem er í beinu fram- haldi af greinum þeim sem hann birti í íslandi áður fyrr, ásamt tilheyrandi myndum af sér í nazistabúningi. tít „Fiihrer íslands“ „Helgi þessi, sem nú er kaup maður í Keflavík, sameiginleg- ur fréttaritari Morgunblaðsins og útvarpsins, skátaforingi m. m„ var eitt sinn Hitler íslands. Hann var hylltur á floldcsfund- um nazistadeildarinnar, honum var hampað i blaðinu íslandi og hann dreymdi stóra og djarfa drauma. Þegar nazistadeildin leystist upp tók hann sérstöku ástfóstri við skátahreyfinguna, því hann unir sér illa nema í einkennisbúningi. Það er tákn- rænt fyrir þennan mann að þeg ar Bandaríkjamenn komu hing- að gerðist liann þegar í stað helzti dindill þeirra á Suður- nesjum og tók einkum að sér ýmsar útveganir fyrir þá, en nafngiftir þær sem hæfa þeim starfa er að finna í grein hans sjálfs. Lítur hann nú á sig sem tilvonandi fiihrer Bandaríkj- anna á Islandi og dreymir stóra og djarfa drauma, en eina á- hyggjuefni hans er að Banda- ríkin skuli enn ekki hafa klætt hérlenda leppa sína í einkenn- isbúning. ★ Sérstæðar útveganir. „Fj-’rsta opinbera hlutverk hans í gervinu „fúhrer Banda- ríkjanna á Islandi“ var í Morg- unblaðinu í fyrradag, þar sem hann varði setuliðsmennina af öllum sínum nazistíska ofsa. Annað hlutverk hans var i út- varpinu í gærkvöld. En þótt Helga greyið dreymi stóra og djarfa drauma mun hann þó verða að sætta sig við það að fúhrer-nafnbótin lifi aðeins í hugskoti hans sjálfs. Aðstæður eru nefnil. svo breyttar að á stór veldisdögum Þjóðverja þorðu forráðamenn Sjálfstæ^'sflokks- ins ekki að beita sér fyrir þá hér á landi nema í smáum stíl, en nú leggja þeir fram alla krafta sína fyrir Bandaríkin. Og við hlið Ólafs Thórs og Bjarna Benediktssonar verður Helgi $. ævinlega lítið peð sem mun verða að sætta sig við það eitt að standa í sérstæðum út- vegunum fyrir Keflavíkurliðið hér eftir sem hingað til. Suðurnesjamaður.“ ilOFNIN. Ksja fór úr slippnum í gær. Skjaldbreið kom úr strandferð. Bjarni Ólafsson kom frá útlöndum í gær og fer á veiðar um hádegi í dag. Helgafell fór á veiðar í gærkvöld. Júpíter var tekinn i slipp í gær. BIKISS|IP: Esja er í Reykjavík. Hekla er á leið frá Austfjörðum til Rvíkur. Herðubreið var á Akureyri í gær. Skjaldbreið er í Rvík. Þyrill er í Hvalfirði. ÍSFISKSÁLAN:. Egill Skallagrimsson seldi 3830 kits fyrir 10874 pund, 2S. ]>. m. í Grimsby. Maí seldi 2098 kits fyrir 7703 pund, 25. þ m. í Aberdeen. Karlsefni seldi 282,3 lestir 26. þ. m. m. í Aberdeen. Geir seldi 291 lest, 26. þ. m. í Bremenhaven Einarsson & Zoega: Poldin fór frá Reykjavík á þriðjudagskvöld til Isafjarðar. Spaarestroom er í Reykjavík. Lingestroom er i Álaborg. Reykja nes fermir í Ansterdam 5. þ. m. Stígandi, 1. hefti þessa árs, er nýkomið út. Efni: Til les- enda. Eg bið ekki um aðstoð (lcvæði eftir Heiðrek Guð- mundsson). í dag (Arnór Sigur- jónsson). L'andeign á landnámsöld (dr. Hans Kuhn). Áróður og veru- leiki (Jónas H. Haralz). Hugleið- ingar á heimleið (Þórarinn Guðna- son). Paradísarmissir .(kvæði eftir Þráin). Hungur og gervimatur (Gylfi Þ. Gíslason). Fyrsta Hrauns réttarferðin (Bragi Sigurjónsson). Ritfregnir (Arnór Sigurjónsson). —Útvarpsííðinclií 6. tbl. þ á.. er komið út. Efni blaðsins er m. a. Innheimtuskrifstofa útvarpsins. Kvöldvaka Keflvílcinga. Viðtal við Daða Hjörvar. Ný útvarpssaga. Barnatíminn. Tillögur danskra út- varpshlustenda um „óaðfinnanlega dagskrá". Sólblettir. Margar myncl- ir eru í blaðinu að vanda. — Heimilisritið, apríl-heftið 19-19 er komið út. I heftinu er þetta efni m. a.: Boðun Mörtu, saga eftir Guðmund G. Hagalin. Síðasta vígi þrælasölunnar; Lífið er ekki skáld- saga, smásaga; Áætlun Q-wos, gam ansamar ráðleggingar eftir Adam úr Dal; Þrír fingur, smásaga Heruubreio, kvæói eftir Jónatan Jónsson; Lognið, smásaga; Heljar- ferð með húsbóndanum, smósaga Ástin getur allt, smásaga; Undra- vert minni og framhaldssaga Gullfaxi kom frá Kaupmannahöfn *ýt»ýl og Prestvík kl 7 í gærkvöld með fullfermi. Geysir og Hekla eru í Reykjavík. I gær var flogið til Akureyrar og Vestmannaeyja. 18.30 Dönsku- kennsla. — 19.00. Enskukennsla. 19.30 Þingfréttir 10.20 Útvarpshljóm sveitin (Þórarinn Guðmundsson stjórnar): a) Þrir uppskerudansar eftir Edward Ger- man. b) „Raddir vorsins" vals eft- ir Strauss. c) Mars eftir Grit. 20.45 Dagskrá Kvenréttindafélags Is- lands. — Perðaþáttur: Skyndiferð til Mexíkó. (Margrét Indriðadóttir blaðamaður). 21.10 Tónleilcar (plöt ur). 21.15 Hinn ajþjóðlegi barna- sjóður Sameinuðu þjóðanna: Á- vörp og yfirlit (Trygve Lie aðal- ritari S.Þ., Stefán Jóh. Stefánásson forsætisráðherra o. fl.). 21.40 Tón- lcikar (plötur). 21.45 Á innlendum vettvangi (Emil Björnsson frétta- maður). 22.05 Symfónískir tónleik- ar tplötur): a) Fiðlukonsert ( a- moll eftir Dvorák (nýjar plötur). b) Symfónía nr. 4 í A-dúr (Italska symfónían) eftir Mendelsohn. Gjafir í íleilsuhæltssjóð Náttúru læltningafél. Islands. Frú Arnheið- ur Jónsdóttir, Tjarnargötu 10 C kr. 500.00. Frú Veronika Einars- dóttir, Bergstaðastr. 86 200.00. Þor lákur Ófeigsson og frú 200.00. Rúm fastur sjúltlingur, Akureyri 50.00. Áheit frá L. H„ Akureyri 100.00. Gjöf frá Vilhelm Erlendssyni, Blönduósi 500.00. Frú Ragnheiður Ó. Björnsson, Akurcyri 100.00. Gömul kona, Selfossi 95.00. Barði Brynjólfsson og frú, Siglufirði 100.00. Fyrir þetta veitum við gef- endur innilegar þakkir. Sjóðsstjórnin. Veðurspáin í gærkvöld: Norð an og norðvestan átt. Sumstað- ar stinniihgskaldi eða allkvass 0g smáél í nótt. Lægir og léttir til I dag.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.