Þjóðviljinn - 28.04.1949, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 28.04.1949, Blaðsíða 5
Finimtudagur 28. apríl 1949 Þ JÓÐVIL JINN „Þriðjudaginn 29. marz 1949 kom til umræðu í sameinuðu Alþingi þáltill. um, að Island gerðist stofnaðili að Atlanzhafs samningi. Fundnr hófst á mjög óvenjulegum tíma, eða kl. 10 f. h. Er þingmenn komu að þing- húsinu til að sækja þingfundinn, urðu þeir varir við stórfelldan hernaðarundirbúning af hálfu lögreglunnar í Reykjavik. 1 kringum húsið voru á gangi lög- regluþjónar, tveir og tveir sam- a'n, með stálhjálma og langar kyflur, sem héngu við rammger belti. Þegar komið var að dyr- um hússins, voru þar fyrir marg ir lögreglumenn í anddyrinu, og það atvik kom fyrir, að einum þingma'nni, Lúðvík Jósefssyni, 2 þm. . Sunnmýlinga, var varnað inngöngu í húsið, þar til einn starfsmanna þingsins bar þar að og fékk því til leiðar komið við lögreglumennina, að þessum þingmanni yrði hleypt inn. Hinn óveniulegi viðbúnaður Hinn óvenjulegi viðbúnaður við alþingishúsið þennan morg- un dró að sér athygli vegfar- enda, og varð það til þess, að þegar safnaðist fjöldi manns á götuna framan við húsið. Virt- ist ljóst, að~ þessi viðbúnaður væri til þess gerður að vekja at- hygli á, að lögreglan væri reiðu búin til óvenjulegrar valdbeit- ingar, ef henni þætti þurfa, og bæri að skoða þetta sern aðvör- un til almennings að halda sig frá alþingishúsinu. Áhrif þess- arar hersýningar voru öfug, eins og vænta mátti. Þetta bein línis dró fólk að þinghúsinu og orsakaði mikið umtal og óróa í bænum. Þessi dagur leið að kvöldi, án þess að til annarra tíðinda drægi en þessa óvenjulega við búnaðar lögreglunnar. Þegar leið á daginn, mun lögreglustj. hafa orðið Ijóst, hv'ersu ófrið- vænlegt þetta tiltæki var, eink- um vegna þess hita, sem í bæn- um yar út af því máli, sem til afgreiðslu var í þinginu. Mafar- @g fcaffihlé afnumið — Umræður shoinai ai8ni Meðferð máls þessa í þinginu var hraðað með óvenjulegum hætti. Hæstvirtur utanríkisráð- herra fylgdi tillögunni úr hlaði með aðeins nokkrum orðum, þrátt fyrir loforð um ýtarlega greinargerð og skýrslu um mál- ið, til þess að hraða sem mest umræðunni, og lagði ríkisstjórn in það fyrir forseta þingsins, að ekki skyldi veita þingmönn- um matar- eða kaffihlé, svo að umræðunni lyki sem fyrst. Forseti lét þó loks til leiðast. að veita klukkustundar matar-. . hlé um hádegið, ^en ekkert kaffi Greinargerð fyrir Þingsályktunartill. um al ftlþÍRgi kjási nefnfl fii að rann^ oeirðanna við Albingishúsið S1 hlé var veitt og ekki heldur hlé til kvöldverðar. Skömmu eftir hádegi stytti forseti ræðutíma þingmanna niður í 15 mín. og síðar enn meira, en umræðunni var lokið um kl. 10 að kvöldi þess 29. marz. Eftir fyrstu umræðu var mál. inu vísað til utanríkismálanefnd ar eins og venjulegt er, en þetta var sýnilega aðeins gert til málamynda, því að þingmönn- um var tilkynnt, að síðari um- ræða mundi hef jast þá um kvöld ið og henni yrði lokið um nótt- ina. Þegar til kom varð ekki af þessu, og mun forseti hafa af- tekið við hæstv. ríkisstjórn að hafa slíkan hraða á, og var þá þingmönnum tilkynnt um kl. 11 e. h. að 2. umræða mundi hef j- ast kl. 10 að morgni þess 30. marz. t Mátti ekki ræða lengur.en í 3 klst. Þegar þingfundur hófst kl. 10 að morgni þann 30. marz, lagði forseti fram tillögu um, að 2. umræða um málið mætti ekki standa nema þrjár klukkustund ir. Tillaga þessi var flutt skv. kröfu ríkisstjórnarinnar, enda er það algert einsdæmi í þing- sögunni, að umræður séu skorn ar niður á þennan hátt. Þessu var mótmælt af hálfu sósíalista og krafizt úrskurðar forseta um réttmæti slíkrar tillögu áður en séð væri að umræður mundu „dragast úr hófi fram," eins og komizt er að orði í þingsköp- um. Þessu var neitað og tillag- an borin undir atkvæði og sam- þykkt af meiri hluta þing- manna. Slík aðferð sem þessi til að svipta þingmenn málfrelsi mun vera einsdæmi í sögu þings ins. Komið kam nteð ofheldi Öll meðferð málsins í þinginu var háð afbrigðum frá þingsköp um. Er 'rétt að skýra nánar frá því, vegna þess að það, hve ó- venjulega og óþinglega meðferð málið hlaut, var ein af orsök- um þess, hve mikill hitinn varð, bæði meðal þingmanna og al- mennings. Áður hefur verið lýst hinum óvenjulegu vinnubrögð- um þingsins' fyrri umræðudag- inn, er þingmönnum var synjað matar- og kaffihlés. Þá hefur pg verið "drepið á fyrirætlun rík isstjórnarinna^r um að hafa næt urfund þann 29. marz til að af- greiða tillöguna yið aðra um- ræðu, sem, þó ,ekki varð af. En þegar fundur hófst kl.- 10 að morgni 3íX;marz var nef-ndarálit um útbýtt á þeim fundi, en skv. þingsköpum má ekki taka fyrir þáltill. til síðari umræðu fyrr en einum sólarhring eítir að nál. hefur verið útbýtt meðal þingm. og ekki fyrr en tveir sólarhring ar eru liðnir frá 1. umræðu, og hefði málið því ekki átt að koma fyrir til síðari umræðu fyrr en 31. marz. Þá var með raunveru legum ofbeldisaðgerðum knúið fram að takmarka umræður um þetta mikla mál við 3 klst. Loks skal það fram tekið, að hæstv. ríkisstjórn sýndi Alþingi þá lít- ilsvirðingu að vera ekki við í þinginu, þegar umræður fóru fram, enda tók enginn ráðherra til máls annar en utanríkisráð- herra, tilknúinn vegna fyrir- spurnar eins af þm. stjórnar- flokkanna, að undanskildu því, að forsætisráðherra og mennta- málaráðherra sögðu nokkur orð við 2. umr. málsihs til að skora á flokksmenn sína að fella til- lögur, sem fram höfðu komið frá flokksbræðrum þeirra. Öll meðferð málsins í þinginu og ekki síður framkoma ríkisstjórn arinnar var til þess fallin að auka sem mest hita um þetta mál, sem var mikill í bænum fyrir. liðsútheð fermanna þingf lokka ríkis- stjéznarinnar Strax um morguninn 30. marz, um það leyti sem þing- fundur byrjaði, fór fólk að safn ast að alþingishúsinu. Dreif nú ört að, og um kl. 12 á hádegi voru þúsundir manna komnar saman framan við húsið. Um morguninn var svo hljóðandi flugmiða dreift um alla Reykja vík, og var efni hans lesið nokkrum sinnum upp í útvarp- ið. „Reykvíkingar! Kommúnistar hafa án þess að leita leyfis boðað til útifundar í dag og skorað á menn að taka sér frí frá störfum. Við viljum því hér með skora á friðsama borgara að koma á Austurvöll milli kl. 12 og 1, og síðar, til þess með því að sýna, að þeir vilji, að Alþingi hafi starfsfrið. Ólafur Thors form. Sjálfst.fl., Eysteinn Jónsson, form. þingfl. Framsóknarflokksins, Stefán Jóh. Stefánsson, form. þingflokks Alþýðuflokksins," Til að krefjast þióðar- araikvæðagieiðslu enn eimi sinni . EulltuúaráS verkalýðsfélagr fika Jakobssonar ;aka orsakir ¦ 'á-a Ebfí®.a sL ðiia anna í Reykjavík og Verka- mannafélagið Dagsbrún höfðu þennan sama morgun boðað til útifundar í Lækjargötu hjá Mið bæjarbarnaskólanum kl. 1 e. h. með svo hljóðandi auglýsingu: „Útifundur við Miðbæjarbarna skólann kl. 1 í dag. Fulltrúaráð vérkalýðsfélag anna í Reykjavík og Verka mannafélagið Dagsbrún skora á allan almenning í bænum- að taka sér frí til að mæta á úti fundinum í Lækjargötu (við Mið bæjarbarnaskólann) kl. 1 e. h í dag. Fundurinn er boðaður af Full trúaráði verkalýðsfélaganna, til þess að Reykvíkingum gefist tækifæri til þess að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um inn- göngu íslands í hernaðarbanda- lag Norður-Atlanzhafsríkjanna enn einu sinni, áður en Alþingi hefur tekið fullnaðarákvörðun um málið. Fulltrúaráð verkalýðsfélag- anna í Reykjavík, Verkamanna- félagið Dagsbrún." Markknsar fnllyrð- ingar Út af margéndurteknum full- yrðingum um, að þessi fundur hafi verið ólöglegur vegna þess, að ekki var leitað leyfis lög- reglustjórans í Reykjavík, er rétt að benda á, að skv. 74. gr. stjórnarskrárinnar er ekki skylt að leita leyfis til að halda fundi í löglegum tilgangi. Umrædd grein hljóðar svo: „Rétt eiga menn á að safnast saman vopnlausir. Lögreglu- stjórninni er heimilt að vera við almennar samkpmur. Banna má mannfundi undir berum himni, þegar uggvænt þykir, að af þeim leiði óspektir." Af þessu er það augljóst, að það var lögreglustjórans að banna fundinn, ef hann teldij hættu á því, að af honum leiddi óeirðir. Það gerði lögreglustjór- inn ekki, og því var fundurinn í alla staði löglegur og fundar- boðið óaðfinnanlegt. Áskosian nm þicðaE- atkvæði A fundi þessum var samþykkt ályktun, sem hér fer á eftir: „Almennur útifundur, haldinn í Reykjavík miðvikudaginn 30. marz 1949 að tilhlutan Fulltrúa ráðs verkalýðsfélaganna, mót- mælir harðlega þátttöku íslands í Atlanzhafsbandalaginu og vill. á úrslitastundu málsins enn einu sinni undirstrika mótmæli og kröfur 70—80 félagasamtaka «þjóðarinnar um, að þessu ör- lagaríka stórmáli verði ekki ráð ið til lykta án þess, að leitað sé álits þjóðarinnar sjálfrar. Fundurinn skorar því mjög al- varlega á Alþingi að taka ekki lokaákvörðun um máljð án þess, að leitað sé álits þjóðarinnar, og krefst þess því, að afgreiðslu málsins sé skotið undir almenna þjóðaratkvæðagreiðslu. Fuhdur- inn samþykkir að fela fundar- boðendum að færa Alþingi og þingflokkunum þessa kröfu og óskar skýrra svara formanna þingflokkanna um afstöðu þeirra til þessarar kröfu fundar ins." Þeir Sigurður Guðnason al- þingismaður, Stefán Ögmunds- son prentari og Björn Bjarna- son bæjarfulltrúi fluttu Alþingi og formönnum þingflokkanna þessa tillögu. Þegar þeir fóru til alþingishússins, fylgdu fund- armenn og bættust við þann mannfjölda, sem þar var fyrir. Sigurður Guðnason alþingismað ur, lagði ályktun fundarins fyr ir formenn þingflokkanna fyrir milligöngu forseta sameinaðs Alþingis, Jóns Pálmasonar, hvað viðvék þingflokkum Al- þýðufl. Framsóknarfl. og Sjálf- stæðisfl. Forseti flutti þau svör frá formönnum þessara þing- flokka, að þeir neituðu að verða við óskum fundarins. Sigurður Guðnason flutti þessi svör út til þeirra Stefáns Ögmundsson- ar og Björns Bjarnasonar. Kröfn um þjóðarat- kvæði svarað með kylfuárás Umræðunum í þinginu lauk kl. rösklega 2 e. h. og hófst þá þegar atkvæðagreiðsla um tillög una, en sem kunnugt er höfðu ýmsar breytingartillögur borizt. Meðan á atkvæðagreiðslu stóð, heyrðust inn í þingsalinn köll frá mannfjöldanum fyrir utan húsið, þar sem krafizt var þjóð aratkvæðis um málið. Örfáum steinum var varpað á glugga í þinghúsinu, sem virtust koma utan af Austurv., en annars var fullkomin ró meðal fólksins utan við húsið. Þegar nokkuð var lið ið á atkvæðagreiðsluna, hóf lög reglan kylfuárás á mannfjöld- ann án aðvörunar, og hófst þá allmikið hark úti og nokkur grjóthríð á húsið. Þingmönnum haMið sem iöngum í Alþingi Eftir að atkvæðagreiðslu í þinginu var lokið og dagskrá þingfundarins tæmd, varð nokk- ur bið, áður en þingfundi var slitið. Vék þá forseti frá, en varaforseti, Finnur Jónsson, tók sæti. Var nú beðið góða stund, en þá kom forseti aftur og tilkynnti það, um leið og Framhald é %i síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.