Þjóðviljinn - 01.05.1949, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 01.05.1949, Blaðsíða 6
14 ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 1. maí 1949. EVELYN WÁUGH: 17. DAGUK KID AZáHíá ASM. JONSSON þýddi. að kvöldborðinu. Það fór eins og menn höfðu óttast, að biskupinn gisti. Eftir kvöldverðinn var kveikt upp í arninum í anddyrinu, því kvöldin voru köld þarna uppi í hálendinu. Sir Samson undi sér við prjóna sína. Anstruthers- og Leggs- hjónin spiluðu bridge við lafðina og biskupinn. Spilamennskan fór mjög vinsamlega fram. ,,Eg held nærri því að ég segi eitt lítið hjarta". „Tveir spaðar — ég vona, að þér munið hvað það þýðir?“ „Þið hafið rangt við“. „Nei, alls ekki.“ „Getio þér alls ekki sagt meira?“ „Hvað sögðuð þér?“ „Hjarta“. „Nú, jæja — þá segi ég tvö hjörtu“. „Það var betra", ^ „Ó, hver fjandinn! — ég var alveg búinn að gleyma, hvað kröfusögn þýðir. Eg neyðist til að passa.“ „Nei — ég ætla að nota stangabeisli við Vizffer — hann er að verða dálítið þungur í taumi.“ „Nei, nei, þér eigið út, biskup — það er alveg vonlaust að ætla að nota stangarbeisli hér.“ „Guð minn góður — en þeir hundar í borðinu — er þetta allt og sum sem þér eigið.“ „Já, en þér vilduð endilega hækka sögnina. Ef maður getur ekið hestadrengnum til að bleyta beizlið áður en hann setur það á hestinn, þá er allt í lagi“. Prudence lék á grammófóninn fyrir William, sem lá á bakinu fyrir framan arininn og reykti einn hinna fáu vindla, sem eftir voru í sendiráð- inu. „Svei“, sagði hann. „Hvenær fáum við nýj- ar plötur?“ „Heyrðu, Prudence. Komdu hérna sem snöggv- ast og líttu á peysuna hjá mér. Eg ætla að fara að byrja á ermunum". „Hvað þú ert duglegur, sendiherra". „O — það er svo gaman að því —“ „Þetta er fallegt lag — á ég að setja út?“ „Reyndu nú að fylgjast með spilinu, Percy“. „Fyrirgefið — jæja, ég fæ að minnsta kosti einn slag“. „Við áttum hann nú.“ „Nei — var það ? Snúðu plötunni við, Prudence — hérna lagið, sem Sex Appeal Sarah syngur“. „Percy — Percy, þú átt að láta í slaginn. Nú áttu að trompa hann.“ „Já, fyrirgefðu, en ég á ekkert tromp eftir. Þetta var alveg stórsniðugt viðlag — byrja með hanastéli og enda með Enos ávaxtasalti.“ I franska sendiráðinu í nokkurra kílómetra fjarlægð, ræddu sendilierrann og fulltrúi hans skýrsluna, sem ráðsmaður sir Sámsons fsérði þeim á hverju kvöldi, um það sem var að gerast í, enska sendiráðinu. „Goodchild er aftur kominn í lieimsókn“. „Prestadekur“. „Þannig halda þeir sambandi við borgina — sir Courteney er slunginn bragðarefur.“ „Það er alveg dagsatt, að það hafa ekki verið gerðar neinar ráðstafanir til að víggirða sendi- ráðið — ég hef rannsakað það sjálfur“. „Þeir eru sjálfsagt viðbúnir á öðrum sviðum. Sir Courteney hefur styrkt Seth fjárhagsíega." „Eflaust." „Það er eflaust hann, sem stendur á bak við gengissveiflurnar“. „Þeir nota nýjan dulmálslykil. Hérna er afrit af skeyti^ sem þeir fengu í dag. Það er ómögu- legt að botna neitt í því — það var á sama hátt í gær.“ „BxD, b5, Sk. Nei — það er ekki samið eftir venjulega dulmálslyklinum. Þér verðið að ráða fram úr því í nótt — Pierre getur hjálpað yður“. „Það kæmi mér ekki á óvart, þó það kæmi upp úr kafinu, að sir Samson væri í þingum við ítalina". „Það er mjög sennilegt. Er búið að setja vörðinn ?“ „Já — og þeim hefur verið sagt að skjóta um- svifalaust“. „Er búið að reyna hættumerkjakerfið ?“ „Það er allt í lagi“, „Ágætt. Þá ætla ég að bjóða góða nótt“. Monsieur Ballon gekk upp stigann til svefn- herbergis síns. Hann athugaði stálhlerana fyrir gluggunum og hurðarskrána. Þar næst gekk hann að rúminu, sem konan hans var sofnuð í, og rannsakaði mýflugnanetið gaumgæfilega. Þá úðaði hann svolitlu af flugnaeitri í gluggann og í kringum dyrnar, skolaði hálsinn úr sótt- hreinsandi vökva og fór í flýti úr öllum fötun- um, að undanskildu magabelti. JSÍæst fór hann í náttföt, skoðaði í skothylkið í skammbyssunni sinni og lagði hana á stól hjá rúminu. Hjá skammbyssunni lagði hann úrið sitt, vasaljós og sódavatnsflösku. Hann læddist að gluggan- um og kallaði lágt: „Liðþjálfi!“ Einhver heyrðist slá saman hælunum í myrkr- inu. „Yðar hágöfgi!“ „Allt í lagi?“ „Allt í lagi, yðar hágöfgi“. Monsieur Ballon læddist hægt og varlega að slökkvaranum, en áður en hann slökkti loftljós- ið kveikti hann á litlum náttlampa, sem varpaði daufum, bláleitum bjarma um allt herbergið. Þessu næst lyfti hann flugnanetinu varlega, reyndi vasaljósið enn einu sinni, athugaði vel, hvort nokltuð skorkvikindi hefði sloppið undir netið, rumdi ánægjulega og lagðist til svefns. Áður en hann missti alveg meðvitundina fálmaði hann undir koddann, og þuklaði á lítilli, útskor- inni hnetu, sem hann hafði alltaf undir höfðinu •— fyrir verndargrip. Um klukkan ellefu daginn eftir var biskupnum fylgt úr garði ,og lífið gekk sinn vanagang í brezka sendiráðinu. Lafði Courteney var önnum kafin við jurtapottana sína, sir Samson var i baði, William, Legge og Anstruther'spiluðu pók- er í sendiráðsskrifstofunni og Prudenee vann að þriðja kaflanum í Lífshringsjánni. Hún skrif- aði stórum óreglulegum stöfum: „Kynferðislífið hrópar úr sálinni á fullnægingu.“ Eftir stundar- umhugsun strikaði hún út sáliimi og skrifaði i staðinn andanum, og bætti síðan mantis framan við það en breytti því svo í mannkyns. Þá tók hún nýja örk og skrifaði alla setninguna aftur. Þar næst skrifaði hún bréf. „Elsku William! Þú varst svo yndæll við morgunverðinn, svona Iiálfsofandi, og mig Iang- aði svo mikið að Ieita þín, en ég gerði það ekki. Hvers vegna fórstu strax? Þú sagðist þurfa að „þýða“. Þú veizt vel, að þú þurftir þess alls ekki. Það hefur sjálfsagt verið biskupinum að keima. Hann er farinn, elskan mín — komdu aftur, og ég skal sýna þér svolítið voða yndis- legt. Lífshringsjáin er ákaflega ervið í dag. Hún er afskaplega bókmenntaleg og dulúðug, en það lagast nú bráðum — ó, guð minn góður — Prudence. Hún braut bréfið gaumgæfilega saman í þrí- hyrndann hatt og skrifaði utan á það „Hr. bammerjúnkari William Hrench, Attaché Honora ire, prés La Legation de Grande Bretagne,“ og sendi þjón með það niður í sendiráðsskrifstof- una, með fyrirmælum um að bíða eftir svari. Willam svaraði um hæl: „Þykir það ákaflega leitt, elskan, á ógurlega annríkt í dag, sjáumst við miðdegisverðarborðið. Langar til að lesa hringsjáiia. W.“ -— og tók fjóra kónga í einum slag. Prudence lagði sjálfblekunginn frá sér hnugg- in og fór út í garðinn til að horfa á móður sína grysja bellísa. Prudence og William höfðu gleymt í baðher- berginu gúmmíslöngu, sem var hægt að blása upp. Sir Samson sat í hlýju baðinu og var alveg hugfanginn af sjóslöngunni. Hann stakk henni undir yfirborðið og greip hana með tánum, hann gerði öldugang á hana, hann blés henni af stað, hann settist á hana og lét henni svo allt í einu skjóta upp á milli læranna á sér og hann kreisti dálítið loft úr henni, til að gera loftból- ur með. Það var undir tilviljunum sem þessari komið, hvort sendiherranum leiddist allan daginn, eða hann skemmti sér konunglega — við álíka barnagaman og slönguna. Áður en varði var hann kominn í huganum aftur í bernskudaga sköp unarverksins, þar sem hópar tröllvaxinna risa- dýra undirdjúpanna svömluðu fram og aftur í þokunni og bröltu uppá eyðilegar klettastrendur. Ó, hamingjuríki fjórði dagur sköpunarinnar, hugsaði hinn einstæði sendiherra, ó, geislandi, nýfædda sól, komin beina leið frá brjóstum myrk- ursins, ó, þykku gufuský yfir hálfflæddum meg- inlöndum, ó, kátu hvalir og sjóslöngur, sem bylt- ið ykkur í spánýjum brimgarðinum. — Drepið á dyr. Rödd Williams. „Walker er rétt kominn ríðandi, sendiherra. Hafið þér tíma til að tala við hann?“ Hrottalegt afturhvarf til líðandi stundar. Sir Samson snéri skyndilega aftur til tuttug- ustu aldarinnar —útjaskaðs, yfirfyllts heims, hálfkalds baðs og gúmmíleikfangs. „Walker — ég hef aldrei heyrt hann nefndan?“ „Jú, yðar hágöfgi, þér þekkið hann — það er ameríski sendiráðsritarinn“. ,,Nú — já, góði, það er rétt. Þetta er einkenni- legur heimsóknartími — hvað vill hann mér eiginlega? Ef hann reynir að fá tennisspaðann lánaðann aftur, þá segðu honurn, að hann sé brotinn“. DAVÍÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.