Þjóðviljinn - 04.05.1949, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 04.05.1949, Qupperneq 4
4 ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 4. maí 1949.* UtjrefandJ: Samelningarfiokkur alþýöu — Sósíalistaflckkurina Ritatjórar: Magnús Kjartansson. Slgurður Guðmuudsson (át»>, Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason. BlaCam.: Ari Kérason, Magnúa Torfi Ólafsson, Jónas Árnsson. Rltatjórn, afgrelðsla, auglýsingar, prentsmiðja, SkóIavorðU' ■tig 12 — Sími 7500 (þrjár línu r) Áskrlí'arverð: kr. 12.00 á mánuðL—LausasOluvar-S 50 aur. alnt. BrsntsœiBja í»jó8v!IJans h, t, Béaialistafiokkurinn, Þórsgötu 1 — Simi 7510 (þrjár línur) Bf..|\RI»0STIK!\N HðnnwpHBB -11 pi. .:>rN Undarlegur starfi Það hlýtur að vera undarlegur starfi að ritstýra stjórn- arblöðunum á íslandi, hafa það fyrir atvinnu að segja ósatt, að segja ævinlega ósatt um allt það sem snertir hag og heill almennings í landinu. Þeir menn sem þá iðju . stunda hafa að baki sér langan sfarfsferil og rrtikla æf- ingu, en þó hafa verið lagðar fyrir þá þrekraunir síðustu mánuðina sem erfitt hlýtur að vera að standast. Það er að segja ósatt um það sem allir vita, ljúga upp í opið geðið á fólki. Þær þrautir hefur ritstjórum stjórnarblað- anna verið falið að leysa bæði eftir 30. marz og nú aftur eftir 1. maí. Það er athyglisvert að virða fyrir sér hvernig ritstjór- arnir hafa snúizt við þessum hlutverkum sínum eftir 1. maí. Þau undur hafs. gerzt að ritstjórar þriggja stjórnar- blaðanna, Vísis, Tímans og Alþýðublaðsins hafa raunveru- lega gefist upp, tálið hlutverkið alveg vonlaust. Vísir og Tíminn telja auðsjáanlega að sem fæst orð hafi minnsta ábyrgð og reyna meira að segja að íklæðast gervi sann- girni og hlutleysis, þó að sjálfsögðu sé forðazt að viðurkenrta staðreyndir dagsins. Ritstjóra Alþýðublaðsins hefur ekki tekizt að skrifa meira en rúman dálk, þrátt fyrir sólar- hrings umhugsun, hann minnist ekki á 1. maí í forustu- grein sinni og jafnvel Hannes á Horninu hefur orðið mál- laus! Aðeins ritstjórar Morgunblaðsins, Valtýr Stefáns- son og músarrindill hans, hafa ráðizt að hlutverki sínu með ofsa og örvæntingu og skrifa heila síðu um það að í kröfu- göngu verkalýðsfélaganna hafi aðeins verið 1300 manns, en margfalt fleira. á Lækjartorgi! En beiskjan og örvænt- mgin mótar hverja setningu. Slíkum skrifum verður bezt svarað með því að hvetja fólk til að lesa þau og bera þau saman við vitnisburð þúsundanna sem höfðu staðreynd- irnar fyrir augunum. Vafalaust hafa ritstjórar Vísis, Tímans og Alþýðublaðs- ins valið skárri kost en Valtýr Stefánsson og músarrind ill hans. Það stafar þó ekki af muni á innræti, heldur mis- jafnri greind. Nýir Hlþýðiiflokksskaftar Enn einu sinni hefur fyrsta ríkisstjórn Alþýðufl. gert örvæntingafulla tilraun .til að gera sér vín- og tóbaksneyzlu landsmanna að féþúfu. Enn einu sinni er verðið á áfengi hækkað í þeirri fávíslegu von að hægt sé að hafa meira fé út úr þeim ógæfusömu mönnum sem eru ánauðugir leigu- liðar Bakkusar. Enn einu sinni reynir ríkisstjórnin að fleyta sér á einni ahurlegustu þjóðarmeinsemd íslendinga, og gerir tilveru sína enn haðari þvi að sú meinsemd minnki ekki heldur aukizt. Eflaust reynir ríkisstjórnin að verja þessar gerðir sínar með siðgæðislegum falsröksemdum, sem þó eru haldlausar við hlið þeirrar staðreyndar að stjórnin ætlar sér að græða 6—7 millj. á hækkun sinni. Og hvað sem um verðhæklcun á áfengi má segja er hitt víst að tóbak er ein af algengari neyzluvörum almennings, og tóbakshækkunin er venjuleg- ur neyzluskattur, í hópi nefskatta þeirra sem Alþýðuflokk urinn taldi eitt sinn helzta stefnuskrármál sitt að berjast gegn. Og það er vissulega táknrænt fyrir starfshætti þessa flokks að 1. maí héldu ráðamenn hans ræður í fornum stíl ,,gegn dýrtíð og verðbðlgu“, en 2. maí lögðu þeir á hina Jiýju skatta sína. Fréttamenn á ferð. Þegar kröfuganga Fulltrúa- láðsins fór um Suðurgötu á sunnudaginn var, stóðu þar á gangstéttinni tveir þekktir menn með feikilegan frétta- mennskusvip á andlitunum. Þetta voru æðstu stjórnendur Stærsta ísl. dagblaðsins, Val- týr Stefánsson og Sigurður frá Vigur. Og þegar kröfugangan fór niður Bankastræti og fram hjá fundi einmanaleikans á Lækjartorgi, voru þessir sömu menn aftur komnir að horfa á, hálfu íbyggnari* en áður; — það var naumast hægt að verða öllu fréttamennskulegri í fram- an. En þannig vildi til á þessnm degi, að strekkingur nokkur stóð af suðri, og ýmislegt það, sem laust var fyrir, fauk útí buskann, pappírssneplar, rykið úr ræsunum og — skapstilling hinna háttsettu fréttamanna stærsta íslenzka dagblaðsins. Fáránleg umturnan staðreynda. Hið síðastnefnda fyrirbærið varð lýðum Ijóst í gærmorgun, þegar Morgunblaðið birtist með fréttir sínar af 1. maí og há- tíðahöldum hans. Sú fáránlega umturnan staðreynda, sem þar hafði orðið á hverju átriði, bar svo sannarlega vott um allt annað en kyrrviðri hugarins hjá fréttamönnunum. Þárna mátti sjá ummerki^iikils hvassviðr- is hvert sem litið var. Hin glæsi lega kröfuganga Fuíltrúáráðs- ins hét á máli fréttamanna þess ara „eymdarganga". Sú heila- miðstöð, sem gerir venjulegu fólki kleift að telja rétt, þó í þúsundum sé, virtist þarna hafa slitnað úr sambandi: Sig- urður og Valtýr fullyrða hik- laust, að í kröfugöngu þessari hafi aðeins verið .1300 manns! Og fundur einmanalejkans á Lækjartorgi var margfalt fjöl- mennari en fundurinn við Mið- bæjarskólann! Því til sönnunn- ar birtist mynd af Lækjartorgi, tekin um leið og kröfuganga Fulltrúaráðsins fór þar fram- lijá! ★ Neikvæðsr iiðsmenn. Hér hefur það enn sannast, að verjendur hins illa málstaðar geta snögglega breytzt í nei- kvæða liðsmenn, þegar á þá sæk ir örvænting. Því það mega þeir Sigurður og Valtýr vita, að allt þetta fréttamennsku- upphlaup þeirra í sambandi við 1. maí, er fyrir málstað þeirra að sama skapi neikvætt sem það gerir þá sjálfa hlægilega í augum almennings. Reykvísk- ur almenningur sá það með eig- in augum, hvílíkar voru hrak- farir afturhaldsins 1. maí. Sá sem reynir á prenti að gera úr þessum hrakförum glæsilegan sigur, mun aðeins uppskera enn þá meiri hrakfarir. * Illa leiknir grasblettir. L. J. skrifar: „Nú þegar vor- ar fyllist ég enn meiri gremju en áður yfir því, hvernig fólk hefur leikið grasblettina, sem sumstaðar eru milli akbraut- anna á breiðu götunum t. d. Hringbrautinni. Þeir eru víða eitt flag. Hversvegna get- ur fólk nú ekki vanið sig á að taka heldur á sig króka en að eyðileggja þessa fallegu bletti? ...... Og hversvegna vantar svoria víða greiriileg skilti með áminningum til fólks um að þyrma grasinu.“ — L. J.“ Krían komin? Loks vil ég láta þess getið, að tveir kunningjar mínir þykj ast vera búnir að sjá og heyra kríuna á þessu vori. Eg sel það ekki dýrara en ég keypti. En getur þetta staðizt Víkverji? Á maður að trúa því, að regl- an um 14. maí sé að ganga úr gildi? foss fór frá Iíaupmannahöfn 30.1. til Reykjavíkur. Selfoss kom til Reykjavíkur 1.5. frá Leith. Trölla- foss fór frá Reykjavík kl. 22.00 í gærkvöld 3.5. til N. Y. Vatnajök- ull fór frá Vestmannaeyjum 30.4. til New Castle-on-Tyne. Laura Dan kom til Reykjavíkur 1.5. frá Ant- werpen. 19.30 Þingfréttir. 20.30 Breiðfirðinga kvöld: Ávarp. ---- Ræða. — Upplestr- ar. — Kórsöngur. — Kvartettsöngur o. fl. 22.05 Danslög (plötur). 22.30 Dagskrárlok. Hekla er væntan- leg frá Kph. kl. 5- 7 e. h. í dag. Geys- ir er í Reykjavik. Vélar Loftleiða fóru til Akureyrar, Vestmannaeyja, Hólmavíkur, Djúpuvikur og Isafjarðar. — Gull- faxi kom í gær frá London með 24 farþega. Fór kl. 8.30 í morgun til Osló og Kph. með 24 farþega. Vélar F. 1. fóru í gær til Akureyr- ar, Vestmannaeyja og Keflavíkur. I , Hjónunum Helgu Guðbrandsd. os Jakoþ Löve fædd- jst 12 marka dóttir þann 30. apríl. Ægir, mánað- arrit Fiskifé- lags íslands, 1.- 2. tbl., er komið út. 1 blaðinu eru þessar greinar m. a.: Aukin tækni í þágu bátaútvegsins. Mótortogarar. Eru Islendingar orðnir réttlausir á Grænlandi? (Jón Dúason). Mark- áður Norðmanna fyrir verkaðan saltfisk. Þorskmerkingar 1948 (Jón Jónsson, fiskifræðingur). Danska flotvarpan. Fiskiónaðar- námskeið sjávarútvegsmálaráðu- neytisins. Togarinn „Jörundur," Útgerð og aflabrögð janúar- febrú ar 1949. Skýrslur um útfluttar :sjáv arafurðir 31. des. 1948 og 1947 óg útfluttar sjávarafurðir í janúar 1949 og 1948. ^ Ætli Valtýr $tef- aBjjjp ánsson hafi ekki -ý1 haldið að hann væri að teija frain til skaíts þegar liann sagði í Mogg anum í gær að 1390 manns hefði verið í kröfugöngu verkalýðsfélag- anna?! H Ö F N I N : Elliðaey kom af veiðum í gær. Pólski togarinn ,,Vega“ fór i gær. Katla fór til Akraness. Ófeigur kom og Tröllafoss fór héðan í gær kvöld til N. Y. BIKISSKIP: Esja er í Reykjavík. Hekla fór frá Reykjavík kl. 20.00 í gærkvöld austur um land í hringferð. Herðu- breið kom til Reykjavíkur í gæf- kvöld að austan og norðan. Skjald- breið fór frá Reykjavik kl. 24.00 í gærkvöld til Húnaflóa- Skaga- fjarðar- og Eyjafjarðarhafna. Þyr- ill var í Hvalfirði i gær. Einarsson & Zoiiga: Foldin fór frá Reykjavík á laug- ardagskvöld til Hull, fermir i Hull þann 6. Spaarnestroom er á leið til Amstcrdám. Lingestroom er í Færeyjum. EIMSKIP: Brúarfoss fór frá Antwerpen 29. 4. til Reykjavíkur. Dettifoss fór frá Reykjavík kl. 23.00 í gærkvöld 3.5. til London og Hull. Fjallfoss er í Antwerpen. Goðafoss fór frá N. Y. 29.4. til Reykjavíkur. Reykja- Nýlega hafa opin- berað trúlofun sína ungfrú Jóh. Gunn- laugsd. frá Bakka í Víðidal og Réyn- ir ívarsson, Mela- nesi, Rauðasandi. Leiðrétting. í frásögnÞjóðviljans í gær af 1. maí misritaðist föðurnafn Ingu H„ ritara Hárgreiðslu- sveinafélags Reykjavíkur, liún er Jónsdóttir, og leiðréttist það hér með. iosgögn meS lorgiiiinm Trúlegt er að ríkisstjórnin hafi nú spennt bogann um of, að helztu bjarghringir hennar, áfengi og tóbak, kunni nú að bregðast, Hún hefur þá sjálf grafið sér þá gröf sem hún verðskuldar, einnLg á þessu svlði. Húsgagnaverzlun Austurbæj- ar hefur tekið upp þá nýbreytni að selja lnjsgögn með afborgun- arskilmálum, svo að fólki sem ekki hefur handbært fé gefist kostur á að eignast húsmuni. Slíkt afborgunarfyrirkomulag hefur ekki tíðkast hér síðan fyr- ir stríð, og er ekki að efa að því verði tekið fegins hendi, eins og fjárhagsafkoma almennings er nú orðin. -

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.