Þjóðviljinn - 04.05.1949, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 04.05.1949, Blaðsíða 6
6 ÞJÓÐVIUINN Miðvikudagur 4. maí 1949. Augiýsing um skoðun bifreiða og bifhjóla í Gullbringu- og Kjósar- sýslu og Hafnarfjárðarkaupstað Samkvæmt bifreiðalögunum tilkynnist hér með, að hin árlega skoðun bifreiða og bifhjóla fer á þessu ári frarn sem hér segir: Föstudaginn 6. maí n.k. kl. 10—12 f.h. og 1 5 e.h. í Barnaskólahúsinu í Grindavík. Skulu þá allar bifreiðar og bifhjól úr Grindavíkurhreppi mæta til skoðunar. Mánudaginn 9. maí og þriðjudaginn 10. maí n.k. kl. 10—12 f.h. og 1—5 e.h. við Vörubílastöðina í Sand- gerði. Skulu þá allar bifreiðar úr Miðness- og Gerða- hreppi mæta til skoðunar. Miðvikudaginn 11. maí, fimmtudaginn 12. maí, föstu- daginn 13. maí, mánudaginn 16. maí og þriðjudaginn 17. maí n.k. kl. 10—12 f.h. og 1—5 e.h. á Keflavíkur- flugvelli skulu allar bifreiðar og bifhjól af Keflavíkur- flugvélli, Njarðvíkurhreppi og Hafnahreppi mæta til skoðunar. Miðvikudaginn 18. maí, fimmtudaginn 19. maí og föstudaginn 20. maí n.k. kl. 10—12 f.h. og 1—5 e.h. að Brúarlandi. Skulu allar bifreiðar og bifhjól úr Mosfells- Kjalarness- og Kjósarhreppum, mæta þar til skoðunar. Mánudaginn 23. maí n.k. kl. 10—12 f.h. og 1—5 e.h. við Hraðfrystihúsið í Vogur fyrir bifreiðar og bifhjól í Vatnsleysustrandarhreppi. Þriðjudaginn 24., miðvikudaginn 25., föstudaginn 27., mánudaginn 30., þriðjudaginn 31. maí n.k., miðviku- daginn 1. júní, fimmtudaginn 2., föstudaginn 3., þriðju- daginn 7., miðvikudaginn 8., og fimmtudaginn 9. júní n.k. kl. 10—12 f. h. og 1—5 e h. skulu allar bifreiðar og bifhjól úr Hafnarfirði, Bessastaða-, Garða-, Kópavogs- og Seltjarnarneshreppi mæta til skoðunar við Vöru- bílastöð Hafnarfjarðar. Ennfremur fer þá fram skoðun á öllum bifreiðum, sem eru í notkun á áður tilgreindum stöðum, en skrá- settar eru annarsstaðar. Við skoðun skulu þeir, sem eiga tengivagna eða far- þegabyrgi koma með það um leið og bifreiðin er fæ'rð til skoðunar. Þá skulu ökumenn bifreiða leggja fram fullgild öku- skírteini við skoðun. Vanræki einhver að koma bifreið sinni til skoðunar á réttum degi verður hann látinn sæta ábyrgð sam- kvæmt bifreiðalögum og bifreiðin tekin úr umferð af lögreglunni,. hvar sem til hennar næst. Ef bifreiðaeig- andi (umráðamaður) getur ekki af óviðráðanlegum á- stæðum fært bifreið sína til skoðunar á réttum tíma, ber honum að koma á skoðunarstað og tilkynna það. Til- kynningar í síma nægja ekki.' Bifreiðaskattur, sem féll í gjalddaga þann 1. apríl s.l. (skattárið 1. apríl 1949 —31. 'marz 1950) skoðunargjald og iðgjöld fyrir vá- tryggingu ökumanns, verður innheimt um leið og skoð- un fer fram. Séu gjöld þessi ekki greidd við skoðun eða áður, verð- ur skoðun ekki framkvæmd og bifreiðin stöðvuð þar til gjöldin eru greidd. Sýna' ber skilríki fyrir því, að lög- bóðin vátrygging fyrir hverja, bifeið sé í lagi. Athygli skal vakin á því, að umdæmismerki bifreiða skulu ávallt vera vel læsileg, og er því hér með lagt fyrir þá bifreiðaeigendur (umráðamenn), sem þurfa að endurnýja númeraspjöld á bifreiðum sínum, að gera það tafarlaust nú, áður en bifreiðaskoðunin hefst. Þetta tilkynnist hér með öllum, sem hlut eiga að máli, til eftirbreytni. Bæjarfógetifin í Hafnarfirði, sýslumaðurinn í Gull- bringu- og kjósarsýslu 2. maí 1949. Guðin. I. Guðmundsson. EVELYN WAUGH: 19. DAGUK. KEISARARIKID AZANIA ASM. JONSSON þýddi. anum á Balliol — hann var svo mikið sætur.“ „Skrepptu, góða mín, og vittu hvort þú finiiur það ekki á landakortinu — já, þar sem það hang- ir alltaf, á bak við skrifborðið í vinnuherbergi pabba.“ „Það er rólegra þessa stundina í Austur-Afríku —■ azaníska vandamálið er loksins úr sögunni". „Vilt þú sjá kvöldblaðið — það er ekkert merkilegt í því.“ Á ritstjórnarskrifstofunum í Fleet Street: „Randall — við ættum ef til vill að gera meira úr fréttaskeytinu þarna um Azaníu. Þessi nýi höfðingi þar hefur víst verið í Oxford. Gluggaðu betur í það.“ Hr. Randall skrifaði á ritvélina sína: Hans liátign — cand. phil. — meðal mannæta. — Stúd- entskonungurinn barðist fyrir trúna — viili- mannlegt skraut — sigrandi hersveitir — fílár — fílar — austur og vestur mætast-------- „Sanders — strikaðu út þetta um Azaníu í Londonarútgáfunni“. „Nokkuð nýtt í blöðunum í morgun?“ „Nei, vinur minn, ekkert merkilegt". Um kvöldið las Basil Seal fréttirnar í erlendum fréttum Times. Hann kom við í klúbbnum á leið- inni til lafði Metroland, þar sem hann ætlaði að leyna að selja óáskrifaðan víxil. Basil hafði verið á þjóri í fjóra sólahringa. Fyrir kl'ukkustund síðan hafði hann vaknað til lífsins í gjörókunnugri íbúð. I hægindastól við gasvélina sat kona í morgunslopp og borðaði með skóhorni sardínur úr dós. Ókunpur maður á skyrtunni var að raka sig framan við spegil, sem stóð á arinhillunni. Maðurinn sagði: „Jæja -— fyrst þér eruð vakn- aður, verðið þér að hafa yður á brott.“ Konan: „Við héldum áð þér væruð steindauð- ur.“ „Basil: „Eg hef ekki hugmynd. um, hvernig ég kömst hingað.” „Og ég skil ekki, hvers vegna þér farið ekki“. „Er London ekki viðbjóðsleg." „Hafði ég hatt?” , „Nei — það var: nú meinið". „Ó — hvers vegna farið þér ékki?“ - Þá lagði Basil á stað niður stigann, sem var lagður slitnum línólíumdúk, síðan út um bak- dyr lítillar verzlunar og kom út í fjölfarna götu, sem reyndist vera Kings Road í Chelsea. Þetta voru daglegir viðburðir, þegar Basil var á þjóri. í klúbbnum hitti han-n ellihruman meðlim, sem sat framan við arininn og drakk te og át snúða með. Hann settist framan við arininn, opnaði Times og sagði: „Hafið þér lesið fréttirnar frá Azaníu?“ Við þetta óvænta ávarp hrökk öldungurinn við. „Nei, nei — ég skal ekki fullyrða neitt um það, ég hérna —“ „Seth er búinn að vinna styrjöldina". „Jæja ■— í hreinskilni sagt, þá hef ég ekki fylgzt nákvæmlega með gangi þeirra mála“. „Það er mjög athyglisvert“. „Eflaust“. „Eg bjóst nú ekki við þessum endalokum — bjugguzt þér við þeim?“ „Ja — ég get nú ekki sagt, að ég hafi gjör- hugsað það —“ ,,í rauninni eru þetta árekstrar milli Arabanna og hins kristna hluta Sakuyanna". „Einmitt það.“ „Eg held, að okkur hafi orðið skyssa á, í því að vanmeta áhrif konungsættarinnar“. „Jæja“. „Jæja“. „Eg sannfærðist aldrei fullkomlega um það, hvort gamla drottningin var lögmætur ríkiserf- ingi“. „Heyrið þér mig nú, ungi maður. Þér hafið eflaust yðar ástæður fyrir áhuga yðar á stjórn- málum þessa lands, en ég verð að biðja yður, að láta yður skiljást, að ég er algjörlega ófróður um það, og ég hef það einhvernveginn á tilfinning- unni, að það.sé orðið of seint fyrir mig, að fara héðan af að auka nokkuð teljandi við þekkingu mína.” Gamli maðurinn sneri sér þannig í stólnum, að Basil sá ekki framan í hann, og hélt áfram að Iesa. Sendill kom með þessi skilaboð: „Ekkert númer svarar“. , „Hatið þér ekki London?“ „Ha — ?“ „Hatið þér ekki London?“ „Nei, það geri ég ekki. Eg hef átt heima hér alla ævi mína — ég þreytist aldrei á börginni. Sá, sem er þreyttur á London, hann er þreyttur á lífinu“. „Það skulið þér ekki halda“, sagði Basil. „Eg verð í ferðalagi um óákveðinn tíma“. sagði hann við dyravörðinn í anddyrinu, þegar hann fór út. „Ágætt, hr. Seal. Hvað á ég að gera við bréfin til y.ðar ?“ „Brenna þeim.“ „Ágætt”. Hr. Seal var dyraverðinum hreinasta ráðgáta. Hann gleymdi aldrei föður hr. Seals — hann hafði verið meðlimur klúbbsins. Hann var allt öðruvísi heiðursmaður —• glæsilegur, snyrti- legur, aldrei öðruvísi klæddur en með pípuhatt og DAVÍÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.