Þjóðviljinn - 04.05.1949, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 04.05.1949, Blaðsíða 8
Þríflokkar ríkisstjórnarlnnar sleikja nú sár sín eftir ófararaar 1. maí. Aðra eins háðung hafa þeir ekki þolað árum sanian, en samt'mun ekki aímennt hafa verið búizt við því að blöð þeirra yrðu jaf naum í gær esns og raun bar vitni. Valtýr og rindillinn berast litt af og rekja raunir sýnar á heilli síðu. Alþýðublaðið tekur það ráð að segja sem fæst og vill flýja á náðir gleymskunnar. Og í fyrradag Sagði Vísir frá kröfugöngu sem ríkisstjórnarflokkarnir hefðu farið 1. maí!! Hvaða Eeykvíkingar aðrir en Vísis- ritstjórarnir sáu þá kröfugöngu?!! Þetta er óhugnanlegt! Ástandið í ríkisstjórnarflokk unum er bágt»eftir 1. maí. Þann dag minnkaði trú hinna ó- breyttu flokksmanna á foringj- unum og stefnu þeirra meir en nokkru sinni fyrr. Hinir ó- breyttu flokksmenn tala um það sem þeir sáu 1. maí, en ekki það sem þeir lásu í Morgunblaðinu í gær! Borgararnir geta ekki stillt sig um að skyggnast á kröfú- göngu alþýðunnar 1. maí, og segja þá í ógáti það sem þeir meina. Einn borgarinn sagði á g/ötuhorini \tíð Frakkastíg 1. maí: „Ætlar þetta helvítis hel- víti aldrei að taka enda!" Öðr- ¦um varð að orði við Skólavörðu- stíginn: „Mikil djöfulsins glás er þetta!" Á öðrum stað við Skólavörðustíginn höfðu tveir gildir borgarar stillt sér utan á eitt húsið. Annar þeirra sagði: „Mikill helvítis fjöldi er þetta! Ætlar þetta aldrei að taka enda!?" Hinn svaraði: „Það held ég svei mér ekki," og bætti svo við: „Þetta er ó- hugnanlegt!" „Peita er ekki hægt" Valtýr! Það er þetta sem flokksmenn ríkisstjórnarflokkanna tala um nú eftir 1. maí. Og svo heldur Valtýr að hann geti þaggað þessar raddir niður með því að segja að i kröfugöngu Fulltrúa- ráðsins hafi verið 1300 manns! Á reykvísku er sagt um svona- löguð skrif: „Þetta er ekki hægt!" Þarna fórstu alveg með þig, Valtýr. Veiztu ekki að það er hlegið að þér um allan bæ fyrir þetta? Þínir eigin menn hlæja líka! Einn ágætur $jálf- stæðisflokksmaður sagði í gær: „Nú held ég að ég fari að efast um Rússlandsfréttir Morgun- blaðsins fyrst það lýgur svona frá miðbaíaúm í Reykjavík." Hið glaða bros Sigurðar Guðnasonar. Það er vel skiljanlegt að Val- tý skyldi falla það miður að Sigurður Guðnason gát ekki stillt sig um að hlæja svolítið að honum 1. maí, þar sem hann rölti með blýgráum sorgarsvip, en að hann skyldi vera svo mið- ur sín að kvarta undan þessu í Morgunblaðinu í gær sýnir að taugarnar hafa farið meir en lítið úr lagi þegar hann sá kröfugöngu reykvískrar alþýðu. Stefán laug fyrirfram. 1. maí stóð í Alþýðublaðinu: „Meirihluti félaganna neitaði að vera með í hátíðahöldum komm- únista." Síðan eru talin upp 16 félög, — eitt þeirra er raunar ekki í Alþýðusambandinu. Hverjar eru staðreyndirnar ? Aðeins stjórnir 5 af 33 verka lýðsfélögum í Reykjavík feng- ust til þess að hvetja menn til þátttöku í klofningsfundi ríkis- stjórnarinnar, s'vo það var hætt við að láta þær skrifa undir á- varpið! Ekkert verkalýðsfélag fékkst til að lána þeirri sam- kundu fána sinn. I Matsveina- og veitingaþjónaf élaginu og Hreyfli voru t. d. tilmæli stjórn ar A. S. 1. felld með öllum atkv. gegn atkv. formannanna! 18 verkalýðsfélög undirrituðu 1. maí-ávarp Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna og tóku þátt í kröfugöngu þess. Fyrirlitnir af verkalýðnum. Klofningsmennirnir lögðu megináherzlu á það fyrir 1. maí að þann dag mætti ekki minnast á pólitík. Reynslan varð sú að 1. maí gengu ræður klofningsmannanna næstum ein göngu út " skammir um „komm únista," þetta verkaði eins og snoppungur á allt það fólk sem hélt að þeir hefðu meint eitt- hvað með fyrri yfirlýsingum sínum. En mest af öllu eru þó fyrir- litnir ,,formennirnir" sem töl- uðu á hvítliðahátíðinni í $jálf- stæðishúsinu. Það eru ófögur orð sem fyrverandi fylgismenn ríkisstjórnarinnar hafa sagt um formenn sína fyrir að prédika: Enga pólitík 1. maí ¦— og hlaupa síðan eimitt þenna dag í $jálfstæðishúsið — á hvítliða- hátíð. r asiaiío siræusvagsa inkenníleg framkvæmd óhanns Qiafssonar ? — Tóbakshækkarán Framhald af 1. síðu. eðlilegt að ríkisstjórnin hækki Iika verð á sinni vöru! Brynjólfur Bjarnason Iýsti yfir andstöðu við frumvarpið, eitt af mörgum sem ríkisstjórn- in væri nú með á prjónunum. Sósíalistaflokkurinn væri and- stæður þeirri fjármálapólitík er leiddi til þess að leggja þyrfti þær risaálögur á þjóðina sem ríkisstjórnin er að undirbúa. Brynjólfur benti á að enda þótt segja mætti að það væri skárstu álögurnar sem lagðar væru á munaðarvöru, bæri þess að gæta að tóbak væri orðið ígildi nauðsynjavöru á flest- um heimilum og verðhækkun á því tilfinnanleg öllum þorra þjóðarinnar. Einn þingmanna stjórnarliðs- ins, Lárus Jóhannesson sagðist hafa haldið að það væri stefna ríkisstjórnarinnar að stemma stigu fyrir dýrtíðinni en ekki elta hana! Strætisvagnar Eeykjavík'ar virðast vera í einkenni- Iegu ástandi undir stjórn íhaldsgarnísins Jóhanns Ól- afssonar, enda er það engin nýlunda. Sama dag'nn og verkfall bifvélavirkja hefst eru ferðir strætisvagnanna takmarkaðar að miklum mun. Slík takmörkun hefða verið eðlileg eftir langt verkfall en að t"l heniiar skuli lioma strax er einstæð sönnun um hneykslisstjórn Jó- hanns Ólafssonar. Þess má geta að Jóhann' Ólafsson sá ekki ástæðu til að leggja þessa ákvörðun sína untíir bæj- arráð. Þá er það mjög athyglisvert um afstöo'u þessa manns til bæjarbúa, sem hann á að þjóna í starfí sínu, að hann lætur ekki svo lítið að auglýsa takmarkanirnar í dag-'- blöðunum, heldur lætur aðeins þylja þær í útvarp. Er slík framkoma að sjálfsögðu óverjandi, svo veigamikill liður sem strætisvagnaferðir eru í daglegu lífi bæjarbúa. fSokks hefsf á finiifify- ifin Knattspyrnumót 1. fl. á að hefjast n. k. fimrntudag og I keppa þá: Valur—Fram og KB ; —^Víkingur. | Sú skipting sem ákveðin | hefur verið milli meistara og 1- fl. er þannig: Eítir fyrsta lögin að ráða og ákveða 11 meistaraflokks menn. Auk þess bindast þeir menn í meistaafl. sem leika 3 leiki sem varamenn. Þetta miðast við allt .sumarið. Virðist hér vera um svipað fyrirkomulag að ræða og áð- ur, þannig að menn fá ekki að reyna sig og sanna með leikjum sínum hvort þeir eru meistaraflokksmenn eða ekki. Þsfr græða á fébakshækkuRÍnni Eins og Þjóðviljinn skýrði frá í gær hefur ríkisstjórn- in ákveðið að hækka tóbak mjög verulega í verði, og auka þannig enn dýrtíðina, en tóbak er sem kunnugt er ein af algengustu neyzluvörum almennings; Verðhækk- un þessi hefur að sjálfsögðu vakið mikla gremju, en þó eru til menn sem fagna henni. Það eru ýmsir umsvifa miklir kaupsýslumenn, sem eiga miklar tóbaksbirgðir, og geta stungið verðhækkuninni í eigin vasa, Verðhækkun á tóbaki hefur undanfarið verið fastur liður í barátt'u ríkisstjórnarinnar gegn dírtíðinni og kaupsýshimenn þannig getað gengið á lagið að eiga mikl- ar tóbaksbirgð'ir og hirða gróðann af verðbólgustefnu ríkisstjórnarinnar. Hefur stjórnin á þennan hátt einan afhent kaupsýslumönnqm tugi — ef ekki hundruð — þúsunda á undanförnum áriun. Neðri deild AlfiÉngis samþ. f rermvarp- ið um Eagfæríngu viðskipfamálanna Sdsíaíístar, FEamsófcsarmerm ®g Gylfi h. Gísiascn Iflgáu \ raálíaa Neðri deild Alþingis samþykkíi í gær írumvarp Framsóknarmanna um breytingar á íjárhagsráðslög- unum með 17 atkv. gegn 12. Fylgdu því sósíalistar, Framsóknarmenn og Gylíi Þ. Gíslason, en á móti voru allir viðstaddir íhaldsþingmenn nema tveir sem sátu hjá og svo auðvitað aðsioðaríhaldið, Al- þýðuílokkurinn, en hann hefur eins og kunnugt er barizt eins og ljón gegn lagíæringum á hneykslisá- standinu í vioskiptamálum þjóðarinnar. Það voru Alþýðuílokksmennirnir í eíri deild sem í íyrra hjálp uðu íhaldinu að fella frumvarp Sigfúsar Sigurhjarí- arsonar um viðskiptamálin, en það frumvarp hafði neðri deild samþykkt. Heildsalaliðið á Alþingi hef- ur aðallega beitt Emil Jónssyni gegn þessu máli, og hafa tilburð ir hans í heildsalaþjónustunni verið ærjð broslegir. Frumvarp Framsóknarmanna kom fram snemma á þinginu, er 34. mál þingsinsí Strax í byrjun boðaði Emil Jónsson nýjar tillögur frá ríkisstjórninni um málið. Fylgis menn heildsalanna í fjárhags- nefnd deildarinnar reyndu að tefja málið þar von úr viti, í desember lýsti Emil því yfir við nefndina að nú væri frumvarp ríkisstjórnarinnar tilbúið, ráð- herrarnir væru að athuga það. Svo leið og beið fram í marz, og hvergi sáust tillögur ríkis- stjórnarinnar þó oft væri eft;.r Hsiferðisiys I fyrradag ók bifreiS á telpu á Hringbraut. Meiddist h:'.n á höfði. Líðan hennar var talin eftir vonum í gær. Telpan heit- ir Erla Margrét Adólfsdóttir, til heimilis á Hringbraut 91. Hún er 6 ára. 1 gærkvöld varð tveggja áxa drengur fyrir bifreið á flug- vallarveginum. Var hann fiutt- ur í sjúkrahús, en ekki var vitað í gærkvöld hve meiðslin eru alvarleg. þeim gengið. Fulltrúar Sósíal- istaflokksins og Framsóknar í fjárhagsnefnd, Einar Olgeirs- son og Skúli Guðmundsson, tóku þá af skarið og birtu sam eiginlegt nefndarálit, lögðu til að frumvarpið yrði samþykkt. 1 tvo mánuði he'fur tekizt að tef ja málið svo að atkvæða- greiðsla við 2. umr. var ekki lokið fyrr en í gær. Skrípaleikur aðstoðaríhaldsins. Loks nú í vikunni fæddist músin sem Emil hefur í allan vetur talað um sem fjall! Frum- varp um breytingar á fjárhags- ráðslögunum. En svo undarlega bregður við að það er ekki prentað á glanspappír stjórnar- frumvarpanna, það er reyndar þingmannafrumvarp, flutt af þingmanni Hafnfirðinga, Emli Jónssj'iii! Og 1 framsögu lýsir Emil því yfir að frumvarp þetta túlki ekki sínar skoðanir, ekki skoðanir Alþýðuflokksins, og því síður skoðanir ríkisstjórnar innar, hún sé alls ekki sammála um það! Með öðrum orðum: Eft ir tvö ár er ríkisstjórnin enn að rífast um skilning á stefnu sinni á verzlunarmálunum! Og hinar margboðuðu tillögur ríkisstjórn arinnar reynast ekki annað en þingmannafrumvarp sem túlkar einskis manns skoðanir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.