Þjóðviljinn - 07.05.1949, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 07.05.1949, Blaðsíða 6
6 ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 7. maí 1949. miiiiiiiiiiiiiiiiimiiiimiimiiimiiiiiiimiiiiimiiiiiiiiniimmimiiiiiuiiiii LEVKOJ Tvöfalt kr. 2,75 pr. stk. Einfalt kr. 4 pr. búnt. Einnig páskaliljur og fallegar pottaplöntur. Markaðor garðyrkjomanna, Einholti 8. — Sími 5837. immiiimimiiiiiiimmiiiiiimiiiimiiiiHiimmmmiiiiimmiiiiiiimmmi Krcmabiireið Höfum nú og eftirleiðis til leigu fullkomna kranabifreið og vagna til þungra flutninga. Vörobílastöðin Þróttor. Sími 1471. Forstöðukona Forstöðukona og annað starfsfólk óskast á barna- heimili Vorboðans í Rauðhólum í sumar. Umsóknir sendist formanni nefndarinnar, Jó- hönnu Egilsdóttur, Eiríksgötu 33, sími 2046, fyrir 15. maí n. k. NEFNDIN. oiiiiiiiiiiiuiiiiiMiiiiiuiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiioiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiaiiiiiiiiiiioiiiiiiiiiioiiiiiiiiiioi Skrifstofa ríkisspítalanna er flutt úr Fiskifélagshúsinu í Ingólfsstræti 5. *;iiiiiiiiiiiioiimiiiiiioiiiiiiiiiioiiiiiiiiiio!iiiiiiiiioiiiiiii!iioiiiiiiiiiioiiiiiiiiiioiiiiiiiiiioiiiiiiiiiioiiiiiiiiiii[] iiiiimtiiimiiimiiHmiiimjmmiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiMiiiimi Aðvörun til bifreiðarstjóra. Bifreiðarstjórar skulu hér með alvarlega á- minntir um, að bannað er að gefa hljóðmerki á bifreiðum hér í bænrnn, nema umferðin gefi tilefni til þess. Þeim ber og að gæta þess, einkum að næturlagi, að bifreiðir þeirra valdi eigi hávaða á annan hátt. Þeir sem kunna að verða fyrir ónæði vegna ólöglegs hávaða í bifreiðum, sérstaklega að kvöldi og næturlagi, eru beðnir að gera lög- reglunni aðvart og láta henni í té upplýsing- ar um skráningarnúmer viðkomandi bifreið- ar, svo og aðrar upplýsingar, ef unnt er. Reykjavík, 6. maí 1949. Lögregliistjórinn í Reykjavík. IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIimillllllllllllllllllllllll Þakka hjartanlega gjafir og auðsýnda vináttu á fimmtugsafmæli mínu, 1. þ. m. Bergur Sturlaugsson. EVELYN WAUGH: 22. DAGUK. KEISARARIKIÐ AZANIA ASM. JONSSON þý'ddi. ,,Hér virðist sem þarna sé á döfinni ákaflega flókið stjórnmálabrall. Þér hafið auðvitað séð síðustu fréttirnar frá Ukaka. Það segir í sjálfu sér ekki neitt. Eg vil fá fréttirnar frá fyrstu hendi — að öllum líkindum fer ég tafarlaust. Eg mundi núna, að ég get allt að einu skrifað yður um þetta.“ I lok ræðunnar hvarf undrunarsvipurinn allt í einu af andliti Monomarks lávarðs. Það var þá ekkert leyndardómsfullt við þetta — bara maður, sem vantaði atvinnu. Jæja“, sagði hann. „Ja, þvi miður hef ég engin afskipti af ráðningu lágt settari starfsmanna blaðsins — þér verðið heldur að snúa yður til ritstjóranna með það. En ég er efins um, hvort þeim sé nokk- uð í mun að ráða nýja starfsmenn sem stend- ur.“ „Eg segi þeim bara, að ég komi frá yður“. „Nei, nei — ég skipti mér aldrei af þeim mál- um. Þér verðið að fara vanaleiðina.“ „Jæja — þá það. Eg kem og heilsa upp á yður, þegar það er komið í kring — og ég skal senda yður ritgerð Griffenbaehs um lauk og hafragrautar „kúrinn“, ef ég finn hann. Nú, þarna er systir mín. Eg verð því miður að fara og tala við hana. Við sjáumst aftur áður en ég legg af stað.“ Barbara Sothill sá ekki lengur líf bróður síns í þeim hetjuljóma, sem hafði veitt fyrstu tutt- ugu árum hennar gleði. „Basil“, sagði hún. „Hvað í ósköpunum hef- urðu nú gert af þér? Eg borðaði miðdegisverð í dag hjá mömmu, og hún var alveg bálvond. Hún ætlar að hafa kvöldboð, og þú varst búinn að lofa að vera heima. Hún sagði, að þú hefðir ekki komið heim I nótt, og nú vissi hún ekki, hvort hún átti að bjóða öðrum í þinn stað.“ „Eg var á svalli. Við byrjuðum hjá Lottie Crump. Eg man ekki almennilega hvað gerðist, nema að nokkrir náungar lumbruðu á Allan.“ „Og hún er rétt búin að frétta um ákvarðanir kosninganefndarinnar." „Nú — það, já. Þegar ég hugsaði mig betur um vildi ég ekki vera í framboði. Það er ekki svo gaman að vera í neðri deildinni núna — ég hef hugsað mér að fara til Azaníu“. „Jæja, svo þú hefur hugsað þér það. Og hvað ætlarðu að gera þar?“ „Tja — Rex Monomark vill gjarnan, að ég verði fréttaritari fyrir Excess, en ég kysi helzt að hafa alveg frjálsar hendur. Það eina, sem ég þarfnast, er svolítil peningaupphæð. — Held- urðu, að mamma mundi fáanleg til að láta mig hafa ein fimm hundruð pund?“ „Eg er sannfærð um, að hún gerir það ekki.“ „Ja — einhver verður að minnsta kosti að gera það. Ef ég á að vera alveg hreinskilinn, þá er mér illvært í Englandi sem stendur. Eg er kom- inn í talsverða kreppu — þú ert líklega ófáanleg til að láta mig fá farareyri?" „Að hvaða gagni kæmi það, Basil? Þú veizt, að ég get ekki útvegað peninga, nema fá þá hjá Freddy, og hann varð bálvondur síðast". „Það skil ég ekki — hann, sem syndir í pen- ingum“. „Já -—en þú gætir nú líka verið svijlítið mýkri á manninn við hann — þó ekki sé nema þegar aðrir eru viðstaddir." „Nú, þannig — svo hann heldur, að það geti breytt áliti mínu á honum það sem eftir er ævinnar, ef hann lánar mér nokkur pund —“ Meðan sir Christopher var formaður íhalds- flokksins, hafði lafði Seal oft samkvæmi, og naut þess í fullum mæli. Nú, þegar hún var orðin ekkja og Barbara vel gift og synirnir flognir út íheiminn, lét hún sér nægja fjögur til fimm kvöldboð á ári. Þau boð voru ekkert tilviljana- kennd. Lafði Metroland var sæmilega loðin um lófana. Þegar hún var þreytt, var hún yön að segja, eins og af tilviljun við brytann: „Eg verð heima í kvöld — við verðum tíu til kvöldverðar". Síðan settist hún við símann og bauð gestunum og sagði það sama við alla. „Nú — en þú verður nú að hætta við það í kvöld. Eg er alein heima og er að sálast úr leiðindum.“ Svona hegðaði lafði Seal sér ekki. Hún sendi litprentað boðs- kort með mánaðar fyrirvara, samdi síðan lista viku seinna yfir þá sem afþökkuðu boðið, velti vöngum yfir því, hvernig hún ætti að raða niður við borðið, strax og þakkabréfin fóru að streyma að, fékk lánaðan matsvein systur sinnar og þjóna dóttur sinnar, og fyrri hluta dagsins fyrir veizluna úttaugaði hún sjálfri sér á erli í húsi sínu við Lowndes Square, við að líta eftir öllu og koma fyrir blómum. Klukkan sex var hún búin að ganga úr skugga um, að allt væri í lagi. Þá lagðist hún fyrir og blundaði í tvo tíma í dimmu svefnherberginu. Þá var herbergisþerna hennar vön að koma með töflu og þunnt kínverskt te. Hún setti svolítið ammoniak í baðvatnið, svo- lítið púður á kinnarnar og svolítið lavendelvatn á bak við eyrun. Síðan sat hún hálftíma fram- an við spegilinn og ruslaði í skartgripaskríninu sínu, meðan hárið á henni var lagt, og að lokum sat hún á ráðstefnu með brytanum, og þegar hún kom niður í dagstofuna, átti hún til glaðlegt bros handa öllum, sem ekki mættu meira en tuttugu mínútum of seint. Á matseðlinum var alltaf humrasúpa ,lambasteik og ís, og á borðinu voru einnig silfurföt með alveg sérstæðu sælgæti, sem lafði Seal hafði síðustu tuttugu árin fengið í lítilli franskri verzlun, sem hún var svo litillát að segja sifinum vinum sínum hvað héti. DAVIÐ n-v'p-rpr-/,; '•4. tW. ■)>)*//V i , l 'mJSrtK&œ&r v té «f

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.