Þjóðviljinn - 07.05.1949, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 07.05.1949, Blaðsíða 8
p ?@ par sem bankanna sem græla árlsea Frumvarp um hluíiatryggingarsjóð bátaútvegsins er til meðferðar í efri deild Alþingis þessa dagana. Er þetta stjórnarfrumvarp, og á að vera til uppfyllingar loforðum, sem núverandi ríkisstjórn liefur hvað eftir annað gefið bátaútvegsmönnum, í því sbyni að sætta þá við kákráð- stafanir rikisstjórnarinnar í dýrtíðarmálunum. ti! — af haenaði Stofnfé sjóðsins á að vera heimingur væntanl. eignaauka- skatts, samkvæmt lögunum um eignakönnun. Nái þessi hluti eignaaukaskattsins ekki fimm miiij. króna, skal ríkissjóður leggja fram það, sem á vantar. Árlegar tekjur sjóðsins skulu, samkvæmt frumv., vera: 1. Einn hundraðshluti (1%) af óskiptu aflaverðmæti báta- flotans. 2. Framlag úr ríkissjóði, til jafns við tekjur sjóðsins af afla verðmæti. Eins og berlega kemur fram, af fyrri lið tekjuöflunarinnar, er sjóm. ætlað að greiða iðgjald til þessarar tryggingar, með því að taka hundraðsgjald af óskipt um afla — þ. e. einnig af hlut skipverjanna. útvegsnefnd efri deildar flutt breytingatillögur við frumvarp- ið sem m. a. fela í sér, að allt aðrar leiðir eru farnar til tekju öflunar sjóðnum. Leggur hann til, að í fýrsta lagi sé bátaút- vegurinn látinn greiða nokkurt iðgjald til tryggingarinnar, með því að tekið sé í sjóðinn 1/4% gjald af útflutningsverðmæti bátaflotans. Mundi það, í með- al ári, nema 3/4-1 millj. króna. Þá leggur hann til, að megin- hlutans af tekjum sjóðsins yrði aflað með því að taka í sjóðinn tíunda hlutann af nettó hagn- aði Landsbankans og Útvegs- bankans, þ. e. þeirra lánsstofn- ana, sem árlega græða milljónir á viðskiptum sínum við sjávar- útveginn. — Samkvæmt reynslu undanfarinna ára mundi þessi ir Með því að samþykkja þessar tillögur væri hlutatryggingar- sjóðnum séð fyrir öruggum tekj um, sem ætla má að nokkurn- veginn mundu nægja til að mæta aflabresti einstakra ára, a. m. k. þegar þau koma ekki mörg í röð sem gera verður ráð fyrir að sjaldan beri að. Og með þessum hætti væri teknanna afli að án þess að hlaða nýjum álög! um á almenning og rýra kjön sjómannanna eða annarra laun- þega og neytenda í landinu — eins og jafnan er siður þeirrar ríkisstjórnar, sem nú situr hér, illu heilli. Búðum lokað kS. 12 í cfai Þetta er algerlega rangt, þvíj tekjustofn nema 2—3 millj. kr. sjómenn fá enga aukna trygg-, á ári Ef þessir tekjustofnar til ingu fyrir hlut sínum með þess samans gefa minna.en 4 millj. um iögum. Þeir hafa þegar, með samningum stéttarfélaga sinna við samtök útvegsmanna, tryggt sér ákveðið lágmarks- kaup fyrir vinnu sína, hvað sem aflamagni líður, og bætur, sem útgerðinni eru ætlaðar, samkvæmt lögum þessum, geta aldrei orðið það miklar, að hlut- ur skipverja fari fram úr þeirra eigin lágmarkstryggingu, vegna bótanna. Það gjald, sem sjó- mönnum þannig er ætlað að greiða, er því ekkert annað en bein kauplækkun hjá þeim, þ. e. lækkun á þeirri kauptrygg- ingu, sem þeir hafa knúið fram samninga um. | Af þessum sökum hefur full-' trúi Sósíalistaflokksins í siávar' króna á ári, skal rikissjóður leggja fram það, sem til vant- ar. Athygli húsmæðra skal vak- in á því, að þær verða að vera búnar að gera sunnudagsinn- kaupin fyrir hádegi í dag. Sú venja, sem t^rið hefur um lokunartíma sölubúða á sumrin, er aftur upp tekin, og verður sölubúðum liéðan í frá og til hausts lokað kl. 12 á há- degi á laugardögum, en opnar jtil kl. 7 á föstudögum. ge Firmakeppni Bridgesambands íslands hófst s.l. miðvikudags- kvöid og var spilað í Tjarnar- café. 64 firmu taka þátt í sam- keppninni. Spilað var í 4 riðl- um og halda. 8 efstu firmun í ■hverjum riðli áfram keppninni og verður næst spilað n. k. þriðjudagskvöld á sama stað. Hæstu stigatölu í undanrás- inni hlutu þessi firmu: I. riðiil: B. H. Bjamason (Sv. Ingvars- son) 55 stig. n. riðill: Ræsir fa.f. (Stefán Stefánsson) 56 stig. III. riðill: Ásbjörn Ólafsson (Lárus Karlsson) 57 stig. IV. riðill: Nýja Bíó h.f. (Árni M. Jónsson) 56 stdg. Brennivinsflaskan hefur hœkkaS um 25 kr. eSa fœp 60% i tiS hrun- sf]6rnarinnar. Nokkurra mánaða bindindi öruggt ráð til að hrekja stjórnina frá völdum! „Ríkisstjórnin á ekki sök á því að áfengisneyzla hefur minnkað í landinu um 10% það sem af er þessu ári,“ sagði Jóhann Þorkell Jósefs son á Alþingi fyrir nokkrum dögum. Það er vissulega meira en sannmæli. Ríkis- stjórnin hefur ekkert gert til að draga úr áfengisneyzl- unni heldnr hefur hún þvert á móti gert allt scm hún hef- ur getað til að hafa sem mest fé út úr áfengisneytendum, og stuðlað þannig að því að gera áfengisbölið enn þung- bærara fjárhagslega fyrir fjölskyldur þeirra manna sem eru drykkjusjúklingar. Þegar „fyrsta ríkisstjóru in sem Alþýðuflokkurinn hef ur myndað“ settist að völd- um 5. febrúar 1947 kostaði brennivínsflaskan 45 kr. Hún kostar nú 70 krónur, og hef- ur því hækkað um 25 kr. eða tæp 60%. Það er athyglis- vert að hækkunarprósentan er sama og á tóbakinu, en hækkun þess var sem kunn- ugt er rökstudd með því að hún yrði að fylgja öðru verð lagi í landinu. 60% hækkun virðist þannig vera hin end anlega og opinbera niður- staða af „baráttu ríkisstjórn arinnar gegn dýrtíðinni.“ Er nú ekki komin ástæða til að áfengisneytendur taki höndum saman við bindindis- menn og hætti að Iáta hrun- stjórnina féfletta sig á þenn an ömurlega hátt. Nokkurra mánaða almennt bindindi myndi nægja til þess að dýr- tíðarstjórnin yrði gjaldþrota og sennilega er ekki hægt að koma henni jafn fljótt frá völdum á annan jafn þægileg an hátt! ArmMiis Finnsld íimleikailohhansm. sem hlaui gullverðlaua- ia á ölympíuleikjiimim í Lenáos feems til Islðiids 18. þ. m. Þann 18. mai n. k. kemur úrvalsflokkur finnskra fimleika- manna, 11 að tölu, flugleiðís hingað. Flokkur þessi er frá finnska fimleikasambandinu, og undir stjórn Lektor Lahtinen formanns sambandsins. Ennfremur kemur dr. Birgír Stenman, þjálfari flokksins í áhaldaleikfimi. Flokkurinn kernur hingað í boði Glímufélagsins Ármanns, og verður fyrsta sýning hans hér fimmtudaginn 19. niaí, að Hálogalandi, en flokkuriim imrn fara heimleiðis 24. s. m. að afstöðnum 2—3 sýningum. Finnar eru löngu heimsfræg- ir fyrir áhaldaleikfimi sína: hringi, tvíslá, svifrá, bogahest o. fl. Á mörgum síðustu Olym- píuleikjum, hafa þeir staðið í fremstu röð og síðast í London í sumar hlutu þeir gullverð- 'laun á flokkakeppninni. Margir þessara manna hlutu ennfrem- ur verðlaun í einstaklingskeppn um. Sumir þeirra hafa keppt á Olympíuleikjum allt frá 1932. Nú í vetur unnu þeir 4 og 6 manna flokkakeppni Norður- landa, og um daginn átti þessi flokkur 1., 2. og 3. mann í ein- staklingskeppni á afmælismóti danska- ' fimleikasambandsins, eins og skýrt var frá hér í blað- inu. Þá varð Aimo Tanner nr. 1., Olavi Rove nr. 2. og Esa Seeste nr. 3. Olavi Rove er nú Norðurlandameistari í leikfimi. Með því að bjóða fimleika-j flokknum hingað, er Ármann að gjalda hið ágæta boð finnskra íþróttamanna 1947, er 3 flokk- ar frá Ármanni voru á hinni glæsilegu íþróttahátíð þar. Áhaldaleikfimi er okkur ís- lendingum alveg ókunn, en ef við ætlum að fylgjast með 5 leikfimi er okkur nauðsyn að taka hana upp. Megum við þess vegna hrósa happi að fá nú að sjá það sem bezt er á þvi sviði í heiminum. Fyrsta sýning finnsku fim- leikamannanna verður fimmtu- daginn 19. þ. m. í íþróttahús- inu við Hálogaland, eins og fyrr 'segir. Vegna veðurfarsins eru ekki horfur á að sýnt verði útá. Heikki Sovlanen, er einn finnsku fimleikamannanna, sem hingað homa. Heikki er læknir að menntun. Hann varð heims- meistari 1931, hefur mörgum sinnum verið fimleikameistari Finnlands og oft keppt á Olym- píuleikjum. I Los Angeles hlaut hann silfur- og bronsverðlaun, og í London í sumar fékk liann gullverðlaun fyrir æfingar á hesti. Heikki er 42 ára gamall. Almanak Vestur- ísiendinga Sveinafélag skipa- smiða segir npp samningum Nokkru fyrir síðastlioin mán- aðamót samþykkti Sveinafélag skipasmiða að segja upp kaup- ög kjarasamniugum sínum við Meistarafélag skipasmiða. Samningar félagsins eru út- runnir um næstu mánaðamót. Leiðréttíne. t frétt írá Norfifirði í Þjóðviijanum í gær misprentaðist í gær i fyrirsögn leigja en átti aS vera að byggja. Almanak Ólafs S. Thorgeirs sonar sem gefið er út í Wihni- peg hefur nú koniið út í 55 ár. Munu margir íslendingar kann- ast við það, og er það nú fáan- legt á skrifstofu Menningar- sjóðs og Þjóðvinafélagsins, Hverfísgötu 21. í árgangnum 1949 er þetta efni auk venjulegs almannaks- fróðleiks: Magnús Markússon skáld eftir Richard Beck, Frá Vopnafirði til Winnipeg eftir Svein Árnason, Páll Jónsson eft ir séra Sigurð Ólafsson, Tvö kvæði eftir Árna G. Eylands, Oddný Magnúsdóttir Bjamason, Ijósmóðir eftir séra Sigurð S. Christóphersson, Ólafur Guð- mundsson Nordal og Margrét ÓI afsdóttir Nordal eftir G. J. Ole- son. Til lesanda. I þreskingu eft ir Eyjólf S. Guðmundsson, Kol- beinsey eftir Berg Jónsson Horn fjörð, Helztu viðburðir meðal Vesturíslendinga og mannalát.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.