Þjóðviljinn - 12.05.1949, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 12.05.1949, Blaðsíða 8
Alþýðusamband Norðuríands skorar' á sainbandsfélög sfn ai segp upp samningum við afvinnurekendur og krefjast grurtnkaupshækkunar sem bæti upp veru- Eegan EiEuta Saunaráns þess sem framkvæmt hefur verið með föEsun vísitölunnar, festingu hennar og auknum álögum Stjórn Alþýðusambands Norðurlands kom saman til fundar á Akureyri s-1. sunaudag. Sarn- þykkti sambandsstjórnin einróma eftirfarandi álykíun: „Sambandsstjórnarfundur Alþýðusambands Norðurlands, hald- inn á Akureyri 8. maí 1949 lítur svo á að launþegar, og þá sérstak- lega þeir lægst launuðu, búi nú við slík launakjör og óverjandi Iífs- kjör að verkalýðssamtökin hljóti að snúast til varnar gegn hinum sífelldu árásum ríkisvalds atvinnurekenda á lífsafkomu almennings,] sem m. a. kemur fram í hraðvaxandi dýrtíð og þarafleiðandi lækk-j aðra launa vegna vísitölufestingarinnar ásamt stórauknu atvinnu- leysi í flestum kaupstöðum landsins. Þar sem nú er svo komið að stór hluti þeirra grunnkaupshækk- ana sem verkalýðsfélögin hafa knúð fram á síðustu árum hafa ver- ið gerð að engu með vaxandi dýrtíð, tolla- og skattahækkunum og öðrum slíkum ráðstöfunum og sýnilegt er að áfram verður haldið á sömu braut, samþykkir sambandsstjórn Alþýðusambands Norður- lands að beina þeirri áskorun til sambandsfélaga sinna að segja upp núgildandi kaupsamningum á þessu vori, ef unnt er, og krefjast grunnkaupshækkunar sem bæti upp verulegan hluta þess launaráns sem framkvæmt hefur verið með fölsun visitölunnar, festingu henn- ar og auknum álögum, sem harðast hafa komið niður á láglauna- stéttunum. Sambandsstjórn telur að nauðsynlegt sé að verkalýðsfélögin, hvar sem er á landinu, samræmi svo sem við verður komið kröfur sínar og hafi sem nánast samstarf um allan undirbúning og gerð samninga og styðji hvert annað svo sem frekast má verða, fari svo að vinnudeilur rísi út af væntanlegum launakröfum. Fundurinn samþykkti að næsta þing>- Alþýðusambands Norðurlands verði haldið í nóvem- ber n. k. Aðalfundur Leigendafélagsins Aðalfundur Leigjendafé- Iags Reykjavíkur, var hald- inn föstudaginn þann 6. naaí s. 1. næsta aðalfundar: Kristján Hjaltason, formaður. Með- stjórnendur: Guðmundur 111- ugason, lögnegluþjónn, Jón Hallvarðsson, lögfræðingur, frú Steinunn Pálsdóttir og Sveinn Guðmundsson, toll- vörður. Verkamenn á Aknreyri segja upp samningum Allsherjaratkvasfagreiiðslu um uppsögn samninga lauk j Verkamannafélagi Aknr- eyrarkaupstaðar í fyrra- kvöld og hafði hán staðið í þrjá daga. Úrslit urffu þau að 161 sagði já en 46 nei, 2 seðlar vorn ógildir og 1 auður. Nokkru áður hafði einnig farið fram atkvæðagreiðsla ú Þrótti á Siglufirði og voru úrslit hennar að 171 greiddu atkvæði með uppsögn samn- inga en 40 á móti. Dauðaslys Þriggja ára drengur varð í gær fyrir bifreið á Borgar- hólsbraut og beið bana. Þetta hörmulega slys varð rétt fyrir kl. 5 e. h., og mun drengurinn hafa lent undir afturhjól bifreiðarinnar. Málið er 1 rannsókn. í stjórn voru kosin til Framh. á 5. síðu Dagsbrún ræðir uppsögn samn- inga á íun£ sinmn íkvöld Vcrkamannafélagið Dagsbrún heldur fund í kvöld kl 8,30 í Iðnó til þess að ræða uppsögn á samningum félagyins. Verkamenn á Akureyri og Siglufirði liafa nú þegar sagt upp samningum sínum og stjórn Alþýðu- sambands Norðurlands skorað á sambandsfélög sín að segja upp samningum til að krefjast grunn- kaupshækkunar er bæti upp verulegan hluta þess launaráivs sem framkvæmt hefur verið með fölsun vísitölunnar, festingu hennar og auknum álögum. Dagsbrúnarmenn liafa í enn ríkari mæli en stéttar- bræður þeirra fyrir norðán fengið að kenna á dýr- tíðiuni, og launakjör þeirra orðin fyrir neðan það sem við verður unað, enda þarf ekki að efast um afstöðu Dagsbrúnarmanna í þessu máli. Að því er skrjfstofa Dagsbrúnar tjáði Þjóð- viljanum í gær hefst atkvæðagreiðsla um uppsögn samninga á Iaugardaginn og lýkur á sunnudaginn. JÓÐVIU ÍPlíufélagið greiðir Muthöf- um sínum 4*% arð Aðalfundur Olíufélagsins h. f. var haldinn í Reykjavík þann 26. apríl s.l. Fundarstjóri var Sig- urður Kristinsson fyrrv. forstjóri en fundarritari Þórður Ólafsson útgerðarmaður. Rekstursafgangur s.l. árs var 336 þús. kr. og höfðu þá eignir félagsins verið afskriíaðar um 580 þús. kr. Aðalfundurinn ákvað að greiða hluthöfum 6% arð af hlutabréfum þeirra. Forraaður félagsstjórnarinn- ar, Vilhjálmur Þór, setti fund- inn og gerði ýtarlega grein fyrir störfum stjórnarinnar og fram kvæmdum félagsins á s.l. ári. Samningur sá milli Olíufélags- ins og togaraeigenda ,sem und irritaður var snemma á árinu 1947 hafði verið framlengdur til ársins 1955, og viðskiptin við togaraeigendur farið vax- andi, sem og önnur viðskipti fé- lagsins. Einnig skýrði formað- urinn frá verkaskiptingu þeirri, sem nýlega hefur verið ákveðin milli Olíufélagsins h.f. og dótt- urfélags þess, Hins íslenzka Steinolíuhlutafélags. Annast hið síðarnefnda nú sjálfstætt öll viðskipti við innlend og erlend skip, þ. á m. hina samnings- bundnu nýsköpunartogara, svo og benzínsölu til flugvéia á Keflavíkurflugvelii. Þá annast H.I.S. sölu á eldsneytisolíu til Framhald á 6 síðu. „Armann sendir íþróttðhépa til Finnlands eg Svíþjóðar Frjálsíþróttasamband Firni- lands hefur boðið Glímufélaginu „Ármanni“ að senda 10 frjáls- íþróttamenn íil Finnlands í sumar, og munu þeir fara héðan 28. júní. Þá hafa Svíar bóðið Amianni að senda glímumenn á íþróttasýningu er haldin verður í sambandi við „Lingiaden“ 1 Stokkhólnii. Frjálsíþróttamenn Ármanns Framhald á 6. síðu. Landbúnaðarvörur aðrar en kjöt hafa hœkkað um 7-40% í tíð hrunstjórn- arinnar Þetta kallar Alþýðnblaðið baráttn rífcis- stiómaiiimar til að anfca kanpmátt Eannanna! í gær voru raktar hér í blaðinu verðhækkanir þær sem orðið hafa á kjöti í tíð hrunstjómarinnar, cn það hefur hækkað allt upp í 26% þrátt fyrir stórvægiíegar niðurgreiðslur. Sama ia&li gegnir um aðrar lanábán- aðarvörur, og skulu hér rak- in nokkur dæmi' 1. jauúar 1947 kostaði mjólkurlítrinn kr. 1,88, en kostar nú kr. 1,98. Hækkun 15 aurar. 1. janúar 1947 kostaði rjómalítrinn kr. 18,00, en kostar nú kr. 14,60. Hækk- un kr. 1,60. 1. janúar 1947 kostaði kílóið af tólg .!9,48, en kost- a.r nú kr. 11,85. Hækkun kr. 2,37. 1. janúar 1947 kostaði kilóáð af íslenzku smjöri kr. 30,00, en kostar nú kr. 32,0G. Hækkun 2 kr. 1. janúar 1947 kostaði kílóið af mör kr. 6,50, en kostar nú kr. 9,00. Hækkun kr. 2,50. 1. janúar 1947 kostaði kilóið al 45% mjólkurosti kr. 16.06, en nú kostar kil- óið af 40% mjólkurosti kr. 15,70. Verífið hefur þannig staðið að iTiestu í stað eu fituprósentan lækkað um,. rúman títinda hluta. Raun- veruleg verðhækkun er þann ig ea. 10%, eða um kr. 1,60. 1. janúar 1947 kostaði kílóið af snysuosti kr. 6.50 en kostar hú kr. 7,00. Hækkun 50 aurar. 1. januar 1947 kostaði kíióið af eggjum kr. 15,06, en kostar nú kr. 18,00. Hækk un 3 krónux. Hækkanir þessar nema frá 7—40%. Það er ekki að undra þó Alþýðublaðið tali í gær dig- urbarkalega nm baráttu stjórnai' sinnar tól að auka kaupmátt launanna!

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.