Þjóðviljinn - 13.05.1949, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 13.05.1949, Blaðsíða 5
Föstudagur 13. mai 1949. ÞJÓÐVILJINN 0 - - - ...-. .......... —---- ■ - '• 1 ........................ im* Reksfurskostnaður fólksbifrelðar hefur aukizt um 9744 kr. vegna skattaálagninga núverandi rikisstj. ef nýf benzKnskatlurlnn verðnr samþykktnr! ,,Hreyfill,,ÞrófturFélag sérleyfishafa og Félag isl. bifreiSaeigenda mótmæla benzinskattinum Hér fara á eftir mótmæli þau er samtök bif- reiðaeigenda hafa sent Alþingi gegn hinni ósvífnu hækkun benzínskattsins. Einar Olgeirsson birtir mótmælaskjaldið í minnihlutanefndaráliti fjár- hagsnefndar neðri deildar, og hefur ásamt öðrum sósíalistaþingmönnum barizt gegn þessum gífur. legu álögum stjórnarflokkamra. Reksturskostnað- ur fólksbifreiða hækkaður um hátt á 10. þús. kr. á tveim; árum „Undirrituð félög bifreiðaeig- enda. í landinu leyfa sér hér með að senda hinu háa" Alþingi eftirfarandi mótmæli við frum- 'komnu frumvarpi um breytingu á lögiun nr. 84 6. júlí 1932, um bifreiðaskatt o. fl. Þessi fyrirhugaða hækkun á irmflutningsgjaldi af benzíni mun hækka rekstrarkostnað fólksflutningabifreiðar um kr. 1909.00 á ári, ef gert er ráð fyrir, að hver benzínlítri hækki um 23 aura pr. lítra. þ. e. eyri bætt við vegna söluskatts og væntanlegrar þóknunar til ben- zinsala vegna innheimtu á þess um tollauka. Ef hér væri aðeins um það að ræða að hækka reksturskcsn að bifreiða um kr. 1909,00 eins og fyrrgreint frumvarp ber með sér, væri e. t. v. hægt að bæta bifreiðastjórum þessa hækkun með auknu ökugjaldi. En það er hinsvegar staðreynd, að Alþingi hefur tvivegis á s. 1. tveim árum stóraukið tolla og skatta á bifreiðastjórastéttinni, svo sem hér skal sýnt fram á. Með setningu hinna svoköll- uðu dýrtíðarlaga um s.l. áramót var reksrarkostnaður leigubif- reiða aukinn um kr. 4033,89, sem fólst í.hækkun á varahlut- um, gúmmíi, ýmissi efnisvöru, hækkun á bifreiðaverði, sölu- skatti af viðgerðarkostnaði og liækkun á benzíni. Á árinu 1947 var reksturs- kostnaður leigubifreiða hækk- aður að beinni tilhlutun Alþing- is með hækkun á benzínskatti, gúmmískatti og þungaskatti, tryggingagjöldum og verðtolls- hækkun. Nam þessi hækkun um það bil kr. 3000.00 á hverja bif- reið á ári. Aukinn rekstrarkostnaður fólksbifreiða vegna laga, er sett hafa verið af Alþingi s.l. tvö ár, nemur því: Vegna lagasetningar á árinu 1947 kr. 3000.00 Vegna lagasetningar í ársb. 1949 — 4834.89 Vegna fyrirhugaðrar hækkunar nú — 1909.00 Kr. 9743.89. Aðgerðir sem miða að því að útrýma at- vinnubílst jórum. Til þess að mæta þeim hækk- unum, sem hafa verið lagðar á* leigubifreiðastjóra s.l. ár, hafa þeir fengið hækkun á ökugjaldi einu sinni, þ. e. að byrjunar- gjald var hækkað um 50 aurn á hverja ökuferð, og er þetta sú eina hækkun, sem orðið hef- ur á ökugjaldi fólksbifreiða síð- en 19. apríl 1943, en þá var vísi tala framfærslukostnaðar 262. Samtímis þessu hefur ökugjald- ið verið lögþvingað og benzín takmarkað. Bifreiðastjórafélagið Hreyfill telur það hina mestu óhæfu, að þegar skattar eða tollar eru hækkaðir, þá skuli hækkanirn- ar alltaf vera látnar verka þann ig, að þær komi þyngst niður á launþegunum, sem liafa tak- markaðar tekjur, svo og, að þegar slíkar hækkanir eru gerð- ar, skuli þær ávallt koma þyngst niður á atvinnubifreiða- stjórum og á tekjur þeirra með fimm- til sexföldum þunga, mið að við aðrar stéttir. Þetta á þó alveg sérstaklega við um leigubifreiðastjóra á mannflutn ingabifreiðum, en þeim er nú gert að greiða hærra gjald af bifreiðainnflutningi en t. d. vörubifreiðastjórum og innflytj endum jeppabifreiða. —■. Bif- reiðastjórafélagið Hreyfill tel ur þetta vera liámark þeirra að- gerða ríkisvaldsins, sem virðast miða að því að útrýma atvinnu bifreiðastjórum sem stétt, og vítir Hreyfill harðlega þau sjón armið ríkisvaldsins að mismuna þegnunum eftir því, hvar í stétt þeir standa. Félagið telur, að við slíkt verði ekki öllu lengur unað, þvi að með slíku fyrir- komulagi er atvinna leigubif- reiðastjóra algerlega dauða- dæmd, vegna þess að ekki er nokkur leið til þess, að þeir geti haft kaup í þessari vinnu, eem nokkuð nálgast laun ann- arra stétta og þeim ber meðj hliðsjón af kaupi og kjarasamn ingum bifreiðastjóra, sem bein laun taka. Þá má einnig benda á það, að verðlagseftirlitið hefur fram að þessu daufheyrzt við öllum ósk um um lagfæringar á ökutaxta leigubifreiðastjóra. Þannig hef- úr kosti leigubifreiðastjóra verið þrengt í sífellu án nokk- urs tillits til greiðslugetu þess- arar atvinnustéttar. Hæpin ráðstöfun að hækka bifreiða- leiguna Bifreiðastjórafélagið Hreyf- ill telur hinsvegar, að það sé mjög hæpin leið, eins og nú standa sakir í þjóðfélaginu, að hækka bifreiðaleigu, sem virð- ist þó vera eina liugsanlega leiðin, eins og nú er málum kom ið, eða sæta þeim kosti að !eggja atvinnugreinina í heild niður, og lætur félagið þjóðfé- lagið og þegnana dæma um, hvort það sé sæmandi nútíma þjóðfélagi. 1 trausti þess, að það sé ekki stefna ríkisvaldsins að útrýma þessari stétt manna úr þjóðfé- laginu, þá skorar Bifreiðastjóra félagið Hreyfill á Alþingi að endurskoða nú þegar afstöðu sína til lífsafkomu leigubifreiða stjóra og gera þegar í stað ráð- stafanir til úrbóta með því að tryggja þessari stétt manna laun í hlutfalli við aukinn til- kostnað og aukna dýrtíð og leiðréttingu á þeim óskaplegu tolla- og skattaálögum, sem hvíla á þessari stétt og enn á að hækka. Enda þótt frumvarp þetta geri ráð fyrir.að atvinnubifreiða stjórum skuli tryggðar með auknu ökugjaldi tekjur, sem beri uppi þessar auknu álögur, þá telur Bifreiðastjórafélagið Hreyfill það ekki rétta leið með tilliti til dýrtíðarinnar í landinu og að hætta muni vera á því, að atvinna þeirra minnki við það og tekjurnar rýrni að sama skapi. Ennfremur skorar Bifreiða- stjórafélagið Hreyfill á Alþingi að sjá svo um, að gerðar verði ráðstafanir til þess, a. m. k. til bráðabirgða, að leigubifreiðum til mannflutninga fjölgi ekki, vegna hins gífurlega atvinnu leysis, sem í stéttinni er um þessar mundir. Hinsvegar er að taka til starfa nefnd skipuð af bæjarráði, Bifreiðastjórafél. Hreyfli og væntánlég^.ja^ ríjjj isstjómkmi, sem á að- gera- til- lögur um skipulag bifreiðaakst urs á leigubifreiðum til mann- flutninga. Atvinnubílstjórar skattlagðir umfram aðra þjóðfélags- þegna 1 sambandi við frumvarp til laga um hækkun á benzínskatt- xnum vill vörubílstjórafélagjið ,,Þróttur“ taka fram eftirfar- andi: Vörubilstjórar hafa litið svo á, að hinn aukni innflutningur á bifreiðum og öðrum vélknún- um vinnutækjum, er átt hefur sér stað á undanförnum árum, væri einn liður í nýsköpun at- vinnuveganna i landinu, en hið háa Alþingi virðist líta öðrum augum á notkun þessara tækja. Á síðasta ári, og þó einkum það, sem af er þessu ári, hefur Verið gripið til þess ráðs að skattleggja atvinnubílstjóra og bifreiðaeigendur yfirleitt um- fram aðra þjóðfélagsþegna, og með því virðist hið opinbera hafa slegið því föstu, að notk- un bifreiða við atvinnurekstur sé munaður, sem heimilt sé og raunar sjálfsagt að skattleggja alveg sérstaklega. Reksturskostnað- ur vörubíla lækkað- ur um 20% á 1^4 ári með auknum tollum og sköttum Þannig hafa eftirtaldar nauð- þurftir til bifreið'a verið hækk- aðar með beinum tollum og sköttum á árinu 1948 og það, sem af er þessu ári, sem hér segir: Benzín um 5,8%, gúmmí um 23%, varahlutir um 39%, og ef lögfest yrði að hækka benzínlítrann um 22 aura á iítra, mundi það hækka benzín- verðið um ca. 31%. Samkvæmt þessu mundi rekstrarkostnaður vörubíla hækka um a. m. k. 20% á tæpu hálfu öðru ári vegna beinna álaga á nauðþurft ir til bifreiða. Á þessu tímabili hefur leigugjald fyrir vörubif- reiðar staðið í stað, svo að hinn aukni reksturskostnaður hefur raunverulega verið beinn skatt ur, sem gtvinnubílstjórar hafa orðið að greiða til hins opin- bera vegna atvinnu sinnar, og þó að leigugjaldið yrði nú hækk að í sambandi við fyrirhugaða hækkun á benzini, mundi sú ráðstöfun að engu leyti rétta . hjpþ :työrubílstjórastéttarinnar. Atvinnuleysi er nú mjög mik- ið í stéttinni og hækkun á leigu gjaldinu mundi síður en svo bæta úr því, auk þess mundi sú hækkun ófrávíkjanlega auka almenna dýrtíð í landinu, sem að sjálfsögðu mundi bitna á vörubílstjórum engu síður en öðrum þegnum þjóðfélagsins. Vörubílstjórar mótmæla því eindregið framkomnu frumvarpi um hækkun á benzínskattinum og telja, að lifsafkoma atvinnu- bílstjóra hafi nú þegar verið rýrð það freklega með tollum og sköttum á nauðþurftir til bifreiða, að þar sé ekki á bæt- andi. Tap á serleyfisakstri 6%—60% Vegna frumvarps þess um hækkun á benzínskatti, sem nú liggur fyrir Alþingi vill Félag sérleyfishafa taka fram eftir- farandi: Þar sem sannanlegt er, að sérleyfishafar hafa tapað á sér- leyfisrekstri sínum undanfarið frá 6% til 60%, að frátöldum einum sérleyfishafa, sem sýndi hagnað, sem nam ca. 5%, vill félagið benda á, að þessi út- koma er bein afleiðing þeirra ráðstafana, sem hið opinbera hefur gert á umliðnum tveim árum með skatta- og tollahækk- unum á öllum nauðþurftum til bifreiða, og tregðu ríkisstjórn- arinnar gegn því, að fargjöíd hækki, þrátt fyrir óhrekjandi útreilíninga, sem sýna það, að okkur er nauðsyn á að fá far- gjöldin hækkuð. S.l. ár hefði þurft að hækka fargjöldin um 37%, en ríkisstj. leyfði ekki nema 25% hækkun, sem ekki kom til framkvæmda fyrr en í júlí s.l. Um síðustu áramót lagði Al- þingi enn nýja skatta og tolla á allar bifreiðar. Þessar ráð- stafanir komu mjög þungt nið- ur á sérleyfishafa vegna minnk andi flutninga á öllum sérleyfis- leiðum. Bensínskatturinn dragi stórlega úr fólksflutningum vegna minkandi kaupgetu Þótt fargjaldahækkun yrði leyfð, sem svarar skatta- og tollahækkunum þcssa árs, er það augljóst mál, að sú ráðstöf un mundi enn draga stórlega úr fólksflutningum með sérleyfis- bifreiðum vegna minnkandi kaupgetu almennings, auk þess sem alls konar smærri bifreið- um hefur fjölgað svo þúsundum. skiptir á síðari árum og þeirn leyfist að aka óhindrað. Ef far- gjöld yrðu hækkuð frá því, sern nú er, mundi þessum bifreiðum skapast möguleiki til þess að aka fólki fyrir sama gjald og sérleyfishafar og mundu á þann hátt verða okkur skæðir keppi- nautar. Við þetta bætist svo, að flugfélögunum er leyft að hafa áætlunarferðir sömu daga og sérleyfisbifreiðar, án þess að flugfélögin taki á sig nokkr- Framhald á 7. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.