Þjóðviljinn - 13.05.1949, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 13.05.1949, Blaðsíða 6
6 ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 13. maí 1949. f Ný bók; Skeytl til Garcia" er komin út á íslenzku. Rit þetta _hefur verið gefið út á 25 þjóðtungum. Fyrirtæki um allan heim hafa gefið ritið starfsmönn- um sínum. Skátafélög hafa keypt það. Rússar hafa útbýtt því til járnbrautar- verkamanna. Ritið er til sölu í Ritfangaverzlun ísafold- ar, Bankastræti. DAQSBRONARFUNDURINN Framhald af 1. síðu. greina hafi í engu batnað, nema síður sé. En til viðbótar við þessa gíf- urlegu kauplækkun, hafa hinar skertu tekjur verkamanna orð- ið að mæta sívaxandi verðhækk un á flestum vörum, bæði á þeim er aðallega hafa áhrif á vísitöluna og einnig þeim er minni eða engin áhrif hafa á hana. A síðastliðnu Iiausti lá fyrir þingi Alþýðusambands Islands ýtarleg skýrsla, samin af hag- fræðingunum Ólafi Björnssyni og Jónasi Haralz, er sýndi og sannaði greinilega, hvernig vísi- tala framfærslukostnaðar hafði ■■EBEHHEBHHEEíEBJSMHBHBEKæfflBHKBSEEHKHraHBHHHEHB þá þegar hækkað án afláts, jafn framt því sein kaup verka- IKniunilIIIIIIIIIimimiIIIIIIIIIIIIIIIIIIIimilllimiNIIIIIIIIillllIIIllIlllllIIIIIIIII' manna var bundið með lögum. Ein helzta niðurstaða þessarar skýrslu er sú, að á síðastliðnu hausti hafi raunveruleg vísitala framfærslukostnaðar í Reykja- vík verið komin yfir 400 stig. Orðrétt segir í skýrslunni: „Mun því óhætt að fullyrða, að vísitala, er rétt sýni breyt- ingar á framfærslukostnaði í Reykjavík, geti ekki uridir néin- um kringumstæðum nú verið lægri en rúm 400 stig.“ Síðan þessi skýrsla var birt er liðið meira en hálft ár og á þeim tíma hefur verð hækkað tilfinnanlega á ýmsum vöruteg- iiiiiimiiiiimmimmmmmimmmmimmmmimmmmimiiimiummiiuníluni- 1>að mun ^1'1 'cra ohætt að fullyrða, að raunveruleg visi- uiiiiiimiiimiiiiimimmiimiimmimiimiimiimmimimiimiimimiiimita'a framfærsiukostnaðar í Reykjavík sé nú komin töluvert á fimmta hundrað stiga, enda þótt kaupgjaldsvísitalaii sé enn bundin við 300 stig. Það er og eftirtektarvert, að í þessari sömu skýrslu eru færð óvéfengjanleg rök fyrir því, að sú kauplækkun, er framkvæmd var með vísitöluskerðingunni 1. janúar 1948, lækkaði vísitöluna raunverulega aðeins um ca. 3 stig, þótt kaupgjaldsvísitalan væri þá lækkuð um 28 stig. Til viðbótar liinni almennu reynslu verkamanna og niður- stöðum hagfræðilegra athug- ana, er svo hin opinbera yfir- lýsing ríkisstjórnarinnar um síhækkandi verðlag almennt landinu undanfarið. I greinar- ríkisstjórnarinnar fyrir = 15% verðhækkun á tóbaki (3. = maí 1949), er nauðsyn þessarar Everðhækkunar rökstudd með eft = irfarandi fullyrðingu: Tilkynning Viðskiptanefndin hefur ákveðið að verzl- anir megi ekki hafa vörur á boðstólum, nema þær geti gert verðlagseftirlitinu fulla grein fyrir, hvaðan varan er keypt. Reykjavík, 12. maí 1949. Verðlagsstjórinn. Umsjénarmaniisstaðan við Miðbæjarskólann í Reykjavík er laus til umsóknar. Skriflegar umsóknir sendist fyrir 1. júní n. k. til fræðslufulltrúa Reykjavíkur, sem gefur nánari upplýsingar. Borgarstjórinn. Niimiiiimiiiiiimiiiiiimimiiiiimiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimmiiii = iimimimimiimmimmmimmmimimiii. mmtmmmmmmmmmiii = gerð UPPBOÐ Opinbert uppboð verður haldið hjá Hjarðarholti = við Reykjanesbraut hér í bænum (á móts við blokk- = húsin við Eskihlíð) lauga.rdaginn 14. þ. m. og hefst | kl. 1,30 e. h. = Seldar verða allskonar byggingavörur, t. d. kross- = viður, málning, fernis, lökk, tékkhurðir, gluggar | o. fl. Útgerðarvörur allskonar, svo sem blokkir, keðjur, = keðjulásar, dúnkraftar, tóg, vírrúllur, pumpur o. fl. 5 Einnig-húsgögn, trésmíðavélar svo sem 'hjólsög með = tilheyrandi, brýnsluvél og borvélar. Ennfremur ein = þvottavél. Auk þess allskonar smíðatól, ritvélar, saumavél- = ar o. fl. = Greiðsla fari fram við hamarshögg. Borgarfógetinn I Reykjavík. fiitiiiiEmmmiiimmmiiimiimmiiiimmiHiiiiiimiiiiimiiiimmimmiiiir- „Verðlag hefur farið stöðugt hækkandi almennt í landinu und anfarið, og er eðlilegt, að verð- lag á tóbaksvörum, sem ríkis- sjóður nýtur hagnaðar af, fylg- ist með.“ Þrátt fyrir þessa viðurkenn- ingu ríkisstjórnarinnar á stöð- ugt liækkandi verðlagi og þar af leiðandi minnkandi kaupgetu launanna, er nú í uppsiglingu enn ein bein kauplækltun með afnámi kjötuppbótanna að veru iegu leyti. Þá hafa þær breyttu kringum stæður haft tilfinnanleg áhrif á fræmfærslugetu verkamanna, að yfirvinna er að verulegu leyti úr sögunni og að á s. 1. vetri hefur atvinnuleysi slcert mjög tekjur margra verkamanna. Það er mjög' áberandi stað- reynd, að gagnstætt því að fyrir fám árum voru flestir eða allir vinnufærir menn liverrar fjöl- skyldu í starfi, er nú aðeins um eina fyrirvinnu að ræða, en að- staða æskulýðsins til að fá vinnu hefur versnað til stórra muna. Opinberar álögur og þá fyrst og fremst tollar, hafa stórauk- izt á samningstímabilinu og mun láta nærri að sú upphæð sé ekki undir 100 milljónum króna á árunum 1947—1949, og verður þetta því tilfinnanlegra sem tekjur verkamanna fara minnkandi, beint og óbeint. Af því, sem hér hefur verið rakið, er ljóst: Að undaníarna 16 mánuði hef ur stórfé verið tekið af verka- mönnum með lögboðinni launa lækkun. Að „verðlag hefur farið stöð- ugt hækkandi almennt í Iand- inu undanfarið“, svo að notað sé orðalag ríkisstjórnarinnar. Að tolla- og skattabyrðar hafa stóraukizt. Að atvinnuleysi hefur rýrt mjög tekjur einstakra verka- manna og stórlækkað tekjur verkamannaheimilanna. Að raunveruleg vísitala fram færslukostnaðar I Reykjavík er komin langt yfir 400 stig, þótt grunnkaup sé greitt með aðeins 300 stiga álagi. Allar þessa staðreyndir leiða óhjákvæmilega til einnar og sömu niðurstöðu: Beint og óbeint er kaupmátt- ur launanna orðinn svo lítill, að engin leið er fyrir verkamenn Skrlfstofustarf Stúlka óskast í skrifstofu flugvallastjóra ríkisins á Keflavíkurflugvelli. Þarf að kunna ensku og vélritun og geta búið í Keflavík. Skriflegar umsóknir sendist flugvalla- stjóra ríkisins, Reykjavíkurflugvelli, fyrir 2Q.;þ.m. að sjá Iieimilum sínum farborða með núverandi kaupi. Kaupið hefur verið stýft í 16 mánuði, vöruverðið farið stöð- ugt hækkandi, nýjar álögur ver ið lagðar á almenning og at- vinna farið þverrandi, en Al- þingi fellt að afnema vístölu- bindinguna. ÖIl loforð um Iækk un vöruverðs hafa brugðizt. Stjórn Verkamannafélagsins Dagsbrún álítur því, að verlia- menn eigi aðeins þann kost að segja upp samningum sínum við atvinnurekendur með það fyrir augum að ná fram grunnkaups hækkun til að rétta hlut sinn.“ Framsöguræða Eðvarðs Sig- urðssonar var rökföst og ýtar- leg og hlaut óskipta athygli. Öllum er nú ljóst að lengur verður ekki haldið áfram á sömu braut — að milljónir eftir milljónir séu teknar úr vasa verkamanna með vísitölufest- ingu, vísitölufölsun, tollaálög- um og vaxandi dýrtíð, án þess að þeir krefjist kauphækkunar til þess að geta lifað. Önnur launþegasamtök hafa nú liafið baráttu fyrir bættum kjörum. Opinberir starfsmenn standa nú í baráttu fyrir bætt- um kjörum og verkálýðsfélög víða um land hafa sagt upp samningum sínum til að knýja fram kjarabætur. Nokkrir félgsmanna tóku til máls og voru allir á einu máli um að lengur yrði ekki við urrað núverandi kjör, og aðeins um það eitt að ræða að segja upp samningum og bæta kjörin. Sveinn Sveinsson var einn þeirra og hvatti eindregið til uppsagnar. Komið og greiðið atkvæði strax í dag Að lokum mælti Sigurður Guðnason formaður Dagsbrún- ar nokkur hvatningarorð til Dagsbrúnarmanna. Hvatti' hann þá-til að fjöl- menna á kjörstað. Nú eru allir Dagsbrún armenn einhuga, og það vita allir, en það er ekki nóg. Þeir verða að sýna það í verkinu með því að koma strax í dag og greiða atkvæði með upp- sögn samninga. Það er stærsta sporið til að tryggjar skjótuninn sigur. Allsherjaratkvæða- greiðsla um uppsögn samninga hefst á morg- un kl. 1 og heldur áfram á sunnudaginn- Landhelgisbrot Hinn 11. þ. m. tók varðbát- urinn Faxaborg mótorbátinn Gróttu, SI. 75, frá Siglufirði að landhelgisveiðum í Skagafirði, og fór varðbáturinn með hið brotlega skip til Siglufjarðar, þar sem skipstjórinn var í dag dæmdur í 29.500.00 kr. sekt og afli og veiðarfæri gerð upptæk. Dóminum var ekki áfríað. . Frétt frá skiptútgerðinni). .

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.