Þjóðviljinn - 18.05.1949, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 18.05.1949, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 18. maí 1949. ÞJÓÐVILJINN 8 ttæða Ásmundar Sigurðssonar rið eldhúsdagsumrœðuna í fgrrakvöid: Hæstu fjárlög - Síðhúnustu fjárlög Ráðleysi, fálm og handahóf einkennir afgreiðslu fjárlaganna 1 Hr. forseti. I þingsköpum Alþingis er svo ráð fyrir gert að útvarpað sé fjárlagaumræðu. Ástæðan mun sú, að afgreiðsla fjárlaga er talin svo mikilsve’rt atriði, að rétt sé og sanngjarnt að þjóðin fái sem gleggst að vita hvernig hún fer úr hendi. Þetta er rétt, því f járlögin eru aðalmál þings- ins, og samkvæmt stjórnar- skránni skulu þau afgreidd fyr- ir upphaf þess árs, er þau gilda fyrir. En brot á þessu ákvæði virðist núverandi ríkisstjórn ætla að gera að fastri reglu, þótt aldrei hafi keyrt svo um þverbak sem nú, þar sem stjórn- að er fjárlagalaust hátt á fimmta mánuð. Sjálfur formað- ur Framsóknar sagði um þetta í þingræðu í vetur, að ísland mundi .eina '.ýðræðisríkið í ver- öldinni þar sem slíkt ætti sér stað. En þess skal minnast að nú- verandi ríkisstjórn taldi það eitt af sínum aðalverkefnum að koma fjármálum ríkisins í betra horf en áður. fíæshi fjárlög í sögu Aíþingis Þessi fjárlög eru sérstæð um fleira en það, að vera síð- búnari en nokkur önnur fjárlög sem Alþingi hefir samþykkt. Þau eru líka hæstu f járlög sem samþykkt hafa verið. Árið 1946 námu rekstrarútgjöld fjárlaga 127 millj. kr. Um það sagði Tíminn, blað þáverandi stjórn- arandstöðu. „Framsóknarflokk- urinn hefir verið í stjórnarand- stöðu síðan 1944 vegna þess að hanir hefir ekki viljað taka þátt í þeirri stigamennsku, sem hér hefir viðgengist". Þessi fjárlög gera ráð fyrir rekstrar- útgjöldum er nema 263 millj. kr. eða 143 millj. hærri en 1946. Sæmileg viðbót á þrernur árum hjá ríkisstjórn, sem taldi sitt aðalverkefni að lækka dýr- tíðina og færa allt verðlag nið- ur. Til þess að fyrirbyggja mis- skilning vil ég strax taka það fram, að ca. 30 millj. af þess- ari hækkun, er vegna löggjafar, er sett var í tíð fyrrverandi stjórnar en komið til fram- kvæmda hin síðari ár. Þessi löggjöf er: Tryggingar- lögin, nýbyggðalögin, skólalögin og raforkulögin. Þetta er skylt að talca fram, en samt er eftir yfir 100 millj., sem önnur útgjöld hafa hækk- að á tímabilinu. Hafa þá verklegar fram- kvæmdir hækkað svo mjög? Ekki er það. Til vegamála og hafnarmála er aðeins mjög lítið hærra framlag. Til flug- mála aftur nokkru hærra, á aðra millj. kr. Einnig er skyltl að minna á framlög til sauð- fjárveikivarna, hátt á fimmtu milljón króna, hækkun á lög- boðnum jarðræktarstyrk og ýms smáatriði sem óviðráðanleg eru. Að öllu þessu frádregnu stendur samt eftir ca. 100 millj. kr. hækkun, er verður að skrif- ast á reikning þeirrar stjórnar og þeirra flokka sem ráðið hafa síðustu ár. v I „Eysiemssfefnan" Man nú þjóðin loforð stjórn- arinnar og flokka hennar þegar hún var mynduð. Þau eru víða skjalfest, m.a. í blöðum þeirra frá þessum tíma. 21. jan. 1947 sagði Tíminn: „Framsóknar- flokkurinn mun ekki skorast undan ábyrgð óvinsælla við- reisnarráðstafana og hann er fús að teygja sig langt til sam- komulags við -gamla andstæð- inga, ef hann telur það geta orðið þjóðinni til hagsbóta, en hann er sér þess líka fullkom- lega meðvitandi, að sú skylda hvílir þyngra á honum en hin- um flokkunum vegna fyrri bar- áttu hans og loforða um að berjast fyrir heilbrigðu fjár- málalífi“. Og fám dögum eftir stjórnarmyndunina segir Tím- inn í leiðara, þar sem rætt er um stefnu stjórnarinnar: „Ey- steinsstcfnan hefir þannig sigr- að eins greiinilega og verða má. Hún mun verða þjóðinni leiðar- 'jós út úr þeim fjárhagsógong- um sem hún hefir ratað í, alveg eins og hún barg þjóðinni yfir hina miklu kreppu fyrir stríðið“. Þá segir Alþýðublaðið tveim dögum eftir að stjórnin var mynduð: „Málefnasamningur ríkisstjórnarinnar á vísar vin- sældir þjóðarinnar. Með honum er tryggt, að samstarf lýðræð- isflokkanna þriggja grundvall- ist á því, að haldið verði áfram nýsköpun atvinnulífsins * og markvist og ákveðið stefnt í þá átt, að búa þegnum lýðveldisins öryggi um atvinnu og afkomu, og þá um leið Iífskjör, sem hæfi menningarþjóð, er byggir land mikilla auðæfa og mikilla mögu- leika“. Þá er ekki lakara hljóðið í Vísi. Ilann birti leiðara undir fyrirsögninni, „Á réttri leið“, og segir þar svo: „Nú hafa lýð- ræðisflokkarnir loksins hrist af sér hið andlega ok kommún- ismans .... tekið höndum sam- an hvað sem kommúnistar segja, til þess að stöðva þróun öfganna, sem ógna borgara- legu þjóðfélagi. Þetta er fyrsta skrefið, sem þjóðin þurfti að stíga til að komast á rétta leið.“ Ekki vantaði fullyrðing- arnar um að nú væri búið að tryggja liag þjóðarinnar. Samkvæmt tilkynningu. Sjálf- ctæðisflokksins hafði r.ö verið stígið fyrsta sporið, sem stíga þurfti, til að „komast á rétta Ieið“. Það sporið að útiloka só- síalista frá áhrifum öllum. Samkvæmt tilkynningu Al- þýðuflokksins höfðu „lýðræðis- flokkarnir telcið höndum saman til að búa þegnum lýðveldisins Ásmundur Sigurðsson öryggi um atvinnu og afkomu“. Og tilkynning Framsóknar var hvorki minni né ómerki- legri en það, að nú hefði bara sjálf Eysteinsstefnan sigrað, svo greinilega sem verða mátti, og mundi nú bjarga þjóðinni frá áföllum öllum, ekki síður en í kreppunni fyrir stríðið. Já, sitthvað má nú segja ís- lenzkum kjósendum. Víst er um það. En þá er vert að skoða betur hina réttu leið Sjálf- stæðisflokksins, atvinnu- og af- komuöryggi Alþýðuflokksins og sigurför Eysteinsstefnunnar, sjálft glansnúmer Framsóknar- flokksins. Hi8 síðbÚRa íjárlaga- fsumvasp Þess var áður getið að hátt á fimmta mánuð liefir landinu verið stjórnað fjárlagalaust. Þingið, sem enn er að störfum, er þing ársins 1948, og hóf starf sitt 11. okt. s.l. Fyrr gat það ekki byrjað vegna þess, að nokkrir af þingmönnum Sjálf- stæðis- og Framsóknarflokksins þurftu að slátra lömbum sínum áður en þeir fóru að heiman. En þó störfin byrjuðu ekki fyrr, var ekkert fjárlagafrum- varp tilbúið frá hendi hæstv. ríkisstjórnar. Það var fyrst lagt fram 1. nóv. og vísað til fjárveitinganefndar 5. sama mánaðar. Var þá lítill tími eftir til jóla en liefði þó vissu- lega mátt komast lengra með afgreiðsluna en varð, ef full- trúar stjórnarflokkanna í fjár- veitinganefnd hefðu mátt tjtíga þótt ekki hefði verið nema í annan fótinn hvað ákvarðanir snerti. Það máttu þeir ekki vegna óvissu um afgreiðslu annarra mála og ósamkomulags ínnan sjálfrar ríkisstjórnarinn- ar. Þegar frumvarpið var lagt fram, var það með áætluðum 27 millj. kr. rekstrarhagnaði, sem virtist i fljótu bragði all- glæsilegt. Við nánari athugun kom þó annað í ljós. Framlög til verklegra framkvæmda voru lækkuð um 12 millj. frá fjár- lögum síðasta árs. Dýrtíðar- ráðstöfunum voru ætlaðar 33 millj. í stað 55% millj. í fyrra. Samt voru rekstrarútgjöld á- ætluð 213 millj. í stað 221 millj. í fyrra. En þegar tekið var til- lit til 6,5 millj. aðstoð við báta- útveginn sem fyrirhuguð var, kom í ljós að önnur gjöld voru áætluð 20 millj. hærri en á síð- asta ári. 12 millj. af því átti að spara á verklegum fram- kvæmdum, og nú var látið í það skína að það ætti að fara að lækka dýrtíðina og áætla því dýrtíðargreiðslurnar lægri. Það var auðvitað ekki vonum seinna þótt fyrirhugað væri að lækka dýrtíðina eftir allt sem ríkisstjórnin, flokltar hennar og blöð hafa um það mál skrafað og skrifað. Hitt var miklu verra, að þeg- ar á reyndi kom strax í Ijós að þessum aðilum kom á engan hátt saman um hvað gera skyldt.'Það var rætt um verð- hjöðnun. Það var rætt um gengis lækkun, og það var rætt um niðurgreiðslur. Svo leið tíminn fram að jólum. Fáum dögum fyrir jól er kastað inn frum- varpi um dýrtíðarráðstafanir vegna atvinnuveganna. Þar voru ákveðnir nýir skattar er nema þessum upphæðum: Sölu- skattur hækkar um 17 millj. Ný I gjöld af innflutningsleyfum 101/ millj. og nýr söluskattur af bifreiðum 5 millj. Samtals 32þ4 millj. Auk þess skyldi stofnaour dýrtíðarsjóður og í hann renna 74,6 millji kr. Þetta var leiðin sem farin var. 32 millj. skattahækkun, sem öll kemur ofan á vöruverðið. Greiðslur vegna dýrtíðar hækk- aðar um 41,6 millj. kr. frá því sem frumvarpið gerði ráð fyrir. Og nú var ekki verið að hangsa við hlutina. Allt var hespað í gegnum báðar þingd. á tveim- ur sólarhringum með öllum þeim afbrigðum sem frekast eru heimil samkvæmt þingsköp- um. Enda reyndist löggjöfin ekki haldbærari en svo, að strax þegar til framkvæmda kom, varð ríkisstjórnin að semja um vissar undanþágur við ýmsa þá ^ðila, sem hún snerti mest s.s. útgerðarmenn- ina. Þó kom það berlega fram, að ýmsum stuðningsmönnum stjórnarliðsins leizt ekki á blik- una. Fyrsti þingm. Reykvík- inga, Björn Ólafsson, kvaðst vera móti málinu vegna þess að stefnan hlyti að skapa geng- ishrun. Þannig var framkvæmd sú „rétta leið“, sem Vísir hafði talað um áður. Þriðji lands- kjörinn, Hannibal Valdimars- son, kvað lögin tvímælalaust hækka dýrtíðina, enda hefðu verkalýðssamtökin, sem stjóm- arflokkarnir nú liafa náð völd- um í tilkynnt að þau mundu krefjast grunnkaupshækkana, Ekki voru það ófélegar efndir á loforðum Alþýðuflokksins um öryggi um atvinnu og afkomu. Og formaður framsóknar Her- mann Jónasson lýsti sinni skoð- un þannig, að hér væri stefnt út í algera ófæru. Þannig var Eysteinsstefnan að bjarga þjóð- inni frá glötun. Þetta er þó munur eða stiga- mennskan í tíð fyrrverandi stjórnar sem Tíminn talaði um, og m.a. var í því fólgin að dýr- tíðargreiðslur ríkissjóðs lækk- uðu úr 23 millj. árið 1945 niður í 16 millj. 1946. En þá voru líka rekstrarútgjöld ríkisins samkvæmt reikningi aðeins 170 millj. Nú duga ekki minna en 263 millj. samkvæmt áætlun, og má áreiðanlega gott þykja ef reikningur þcssa árs fer ekki yfir 300 millj. Það virðist sannarlega ekki hafa verið árangurslaust að útiloka Sósíalistaflokkinn frá áhrifum í rikisstjórn. , FermaSuE fjáEveitmga- nefndaE lýsir gesSum sfjÓEnaEÍnnaE Þahnig var sú viðbót við fjárlagafrumvarpið, sem fjár- veitinganefnd tók við í janúar- lok, þegar þing hófst aftur. Það voru lög um aukin útgjöld milli 40 og 50 millj. kr. Þar með var ákveðin sú stefna sem einn af aðaltrúnaðarmönnum Sjálf- stæðisflokksins, sjálfur formað- ur fjárveitinganefndar lýsti á þessa leið í framsöguræðu: „Þetta er fjárfrekasta stefn- an fyrir ríkissjóð, sem sjá má af því, að hækka verður fram- lag til dýrtíðarmálanna úr 33 jnillj. í 74 millj. eða um 41 millj. kr. og mun þó hvergi nærri nægjanlegt til að fullnægja. kröfum sem ríkissjóður batt sér með því að halda eitt árið enn þessu fyrirkomulagi. Það er líka hreinn misskiln- ingur að halda að með þessu séu kjör almennings í landinu óskert, eða að fullu tryggð, því það eru engir aðrir til en al- Framh. á 5. síðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.