Þjóðviljinn - 18.05.1949, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 18.05.1949, Blaðsíða 4
ÞJÓÐVILJItTN Miðýikudagur 18.' ttiaí 1940. 1 * útielandl: Samelnlngarflokkur alþýöu — Sósialistaflokkurinn Rititjórai: Magnúa Kjartanason. Sigurður GuBmundsson (4b>, Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason. BlaCam.: Arl Kárason, Magnrjs Torfl Úlaíason. Jónas Ároason. Ritatjórn, afgreiQsla, auglýsingar, prentsmiSja. SkólnvörSu- stig 18 — Síml 7600 (þrj&r linu r) AskrU'arverS: kr. 12.00 á m&nuOL — LausasóluverO 60 aur. elnt, PrentsmlSja Þjóðviljans h. t. Hóefalistaflokkurinn, Þóragötu 1 — Simi 7610 (þrjáx linur) I Gengislækkun Framkoma ráðherranna þriggja, Stefáns Jóhanns Stefánssonar, Eysteins Jónssonar og Emils Jónssonar, í fyrri hluta fjárlagaumræðnanna var að því leyti athyglis- verð að í þetta sinn héldu þeir sig ekki einvörðungu á bökkum Volgu eins og þeir hafa yfirleitt gert midanfarið, heldur véku þó nokkuð að ástandinu innanlands. Þó voru þáð vissulega ekki æskileg umskipti fyrir þremenningana. I umræðum um ástandið austantjalds er hægt að kríta liðugt án þess hlustendurnir geti sannprófað staðhæfing- arnar af reynslu sjálfra sín, en um innanlandsmál getur hver einstakur borið saman reynslu sína og orð ráðherr- anna. Það var gert og samanburðurinn verður ráðherr- imum þungbær. Launþegar hafa efláust hlustað á ræður ráðherranna af sérstakri athygli til þess að fá vísbendingu um afstöðu ríkisstjórnarinnar til hinna einbeittu kröfu launþegasam- takanna um bætt kjör. Sú vlsbending lét ekki á sér standa. Sú stjórn sem hóf feril sinn á yfirlýsingu um að kjara- harátta reykvískra verkamanna væri glæpur hefur síður en svo skipt um skoðun. Að þessu sinni lét hún sér meira að segja ekki nægja almenna dómfellingu, heldur beitti vægðarlausum hótunum: Ef verkamenn knýja fram kjara- hætur framkvæmir stjórnin gengislækkun! Hótun þessi var „rökstudd“ með því að launþegar bæru alla sök á verðbólgunni með kjarabaráttu sinni! Bjarni Benediktsson sagði meira að segja að verðhækkanir seinustu t\‘3ggja ára væru bein afleiðing af kauphækkun- um Dagsbrúnarmanna 1947! Staðreyndirnar eru þó aðrar. Hagfræðingar hafa reiknað út að kauphækkanirnar 1947 hafi aðeins hækkað vísitöluna um 3 stig. En hálfu ári síðar samþykkti Alþingi kaupránslögin frægu sem stýfðu vísitöluna um 28 stig, og tímakaup Dagsbrúnarmanna er nú aðeins 3 aurum hærra en í febrúar 1947 þegar hrun- stjórnin tók við. En hvað varðar Bjarna Benediktsson um staðreyndir! Hin staðhæfingin, að kauphækkanir nú hlytu að leiða' til gengislækkunar er í álíka samræmi við sannleikann. Samkvæmt framtölum síðasta árs áttu 200 ríkustu ein- staklingar og félög í Reykjavík þá 5—600 milljónir króna í hreinni skuldlausri eign. Þessir sömu 200 ríku höfðu þá í árstekjur 38 milljónir króna. Þó eignir þessara milljónara yrðu látnar óskertar en aðeins tekinn rúmur þriðjungur af tekjum þeirra, myndi það nægja til að hækka grunn- kaup allra Dagsbrúnarmanna um 25%. Og þó hefðu hinir 200 ríku yfir 100.000 kr. eftir í árstekjur hver, svo að ekki kæmust þeir á vonarvöl fyrir vikið! Dagsbrúnarmenn fara þannig aðeins fram á örlítið meiri jöfnuð, örlítið meira réttlæti — en það nægir til að ríkisstjórn hinna 200 ríku hótar í ofsa og æði: gengislækkun, gengislækkun! Hótunin um gengislækkun er þannig ekki í neinu sam- bengi við hinar sjálfsögðu réttindakröfu launþeganna, enda hefir sú hótun vofað yfir þjóðinni um allangt skeið. Þvert á móti má segja að sú réttindabarátta launastéttanna sem nú er að hef jast., sé barátta til að koma í veg fyrir gengis- Hækkun — eða veikja áhrif 'hennar ef ekki tekst að hindra hana að fullu. Árangursrík og sigursæl barátta alþýðu- samtakanna færir þeim stórum betri aðstöðu í stéttabar- áttunni og snýr sókn þeirri sem auðstéttin hefir háð /jundanfarin ár upp í vörn. Frásögn Alþýðublaðsins af söngskemmtun í Stokkhólmi. Blaðalesandi skrifar: — ,,Hef ur það farið framhjá mönn- um hvernig Alþýðublaðið , át nýléga ofan í sig allt sem það var áður búið að segja um söngskemmtun Pauls Robeson í Stokkhólmi? Eg hef að minnsta kosti hvergi séð minnst á þetta í blaðinu ykkar, og tek ég mér þessvegna penna •' nönd til að hneyksli þetta skuli ekki líða hjá athugasemdalaust. Hin „móðgandi frarn- koma.“ i „En þannig er mál með vexti, að þegar Paul Robeson hafði haldið söngskemmtun sína í Stokkhólmi í seinasta mánuði, kom Alþýðublaðið með gríðar- mikla frétt um það, að áheyrend ur hefðu pípt hann niður fyrir að syngja „kommúnistískan" söng og flytja áróðursræðu í sama dúr. Já, ég man ekki bet- ur en að blaðið segði að skemmt unin hefði leystst upp, þar sem yfirgnæfandi meirihluti áheyr- enda hefði gengið út í mótmæla skyni við þessa „móðgandi fram komu“ söngvarans. Var auðséð á öllu, að gleði þeirra Alþýðu- blaðsmanna yfir þessum atburð um var mjög mikil. Lýsing eins áheyrand- ans. „En svo var það aftur fyrir stuttu, að Alþýðublaðið birti fréttagrein frá ungum ísl. manni, sem dvelst í Stokkhólmi. Greinarhöf. hafði einmitt verið viðstaddur þessa söngskemmtun hjá Paul Robeson og hann lýs- ir henni.' Og svo undarlega vill til að þessi lýsing er algjör af- neitun á fyrri fréttum Alþýðu- blaðsins af sama atburði. Ein- hverjar sárafáar hræður reyndu að trufla Robeson þegar hann var að syngja söng einn um mannréttindi og nauðsyn á vin- áttu milli ólíkra kynþátta (það var kommúnisÞski söngurinn), en aðrir áheyrendur létu í 1 jós andúð sína á þessum skrílslát- um hins fámenna götustráka- hóps, og atburður þessi varð hinn glæsilegasti sigur fyrir per sónu Robesons. — Að þessu loknu lýsti söngvarinn með fáum orðum afstöðu sinni til frelsisbaráttu hinna undir- okuðu. Alþýðublaðið viður- kennir lygar sínar. „Hinn ungi Islendingur í Stokkhólmi, sem skrifar þessa grein, fer sérstaklega hörðum orðum um fréttaflutning blaða þar í borg út af atburði þess- um. Segir hann, að þar hafi hneykslið. gerzt, en alls ekki á söngskemmtuninni ......... En hér mætti fólk gjarnan athuga það, að fréttaflutningur Alþýðu blaðsins út af atburðinum var nákvæmlega eins og sá frétta- flutningur sem greinarhöfundur vítir svo mjög. Alþýðublaðið laug þarna öllu frá rótum; ... . og það viðurkennir þetta með birtingu greinarinnar ......... Þetta er hollt að hafa hugfast næst þegar lesin er í Alþýðu- blaðinu svipuð æsifregn utan úr heimi. — Blaðalesandi." Vitsmunavísitalan. Að endingu er ein vísa, gerð undir útvai’psumræðu i fyrra- kvöld: Eg hiusta með klígju á falsið og fagurgalann. Já, forsætisráðherrann talar sem alþýðuvin! Nú lækkar hún ört hjá þeim vitsmunavísitalan; verður hún ekki lögbundin eins og hin ? Hlustandi. H Ö F N I N. Togararnir Marz, Jón Þorláksson og Ingólfur Arnarson komu frá Englandi í gær og ísólfur var hér á leið til útlanda. ISFISKSAIAN: Búðanes seldi 13. og 14. þ. m. 3570 vættir fyrir 8477 pund í Aber- deen. Júlí seldi 5893 vættir fyrir 12678 pund, 16. þ. m. í Fleetwood. Fylkir seldi 306,6 smálestir 16. þ. m. í Bremenhaven. Bjarni Ólafsson seldi 282,7 smálestir i Cuxhaven. Garðar Þorsteinsson seldi 309,5 smálestir 16. þ. m. í Bremenbaven. Elliði seldi 304 smálestir 16. þ. m. í Cuxhaven. Bjarni riddari seldi 271,4 lestir 16. þ. m. í Hamborg. BtKISSKIP: Esja fer frá Reykjavík kl. 12 á hádegi í dag vestur um land í hringferð. Hekla var á Borgarfirði eystra í gær á norðurleið. Herðu- breið er á leið frá Austfjörðum til Reykjavíkur. Skjaldbreið er í R- vík. Þyrill var í Kollafirði í gær. E I M S K I P : Brúarfoss kom til Antwerpen i fyrradag frá Grimsby. Dettifoss er í Huil. Fjallfoss er í Antwerpen. Goðafoss var væntanlegur til Akur eyrar kl. 23.00 í gærkvöld 17.5. Lag arfoss er væntanlegur til Reykja- víkur árdegis í dag 18.5. frá Gauta borg og Kaupmannahöfn. Reylcja- foss var i Vestmannaeyjum, fór þaðan í gær 18.5. til Hamborgar. Selfoss fór frá Reykjavik í gær 17. 5. til Immingham og Antwerpen. Tröllafoss er í N. Y. Vatnajökull kom til Reykjavíkur í gær 16.5. frá Leith. EINARSSON&ZOÉGA: Foldin fór frá Færeyjum ki. 6 á mánudag, væntanleg til Reykjavik ur síðdegis á fimmtudag. Linge- stroom er í Stykkisbólmi. 20.30 Erindi: Danskt hervald gegn íslenzkum bónda (Raghaf Jó- hannesson skóla- stj.). 21.15 Söngur og upplestur: Draumkvæðið norska, í þýðingu Kristjáns Eld- járns þjóðminjavarðar. 21.20 „Ton- leikar Strengjakvartett í B-dúr eft ir Mozart. 22.05 Danslög 22.30 Dag skrárlok. Nýlega voru„ gefin saman í hjónaband af séra Jóni Thor arensen, ungfrú Aðalbj. Björns- dóttir, Bræðraborgarstíg 12 og Valdimar Guðmundsson, lögreglu- þjónn. Hekla fór i gær- morgun til Kph. og Stokkhólms með 30 farþega. Kemur hingað í dag. Flúg- vélar Loftleiða fóru í gær til Ak- ureyrar, Patreksfjarðar, Flateyrai-, Isafjarðar og 2 ferðir til Vest- mannaeyja. Gullfaxi fór til Prest- víkur og Kph. í gærmorgun með 28 farþega. Kemur hingað í dag lcl. 17.45. Flugvélar Flugfélagsins fóru i gær til Akureyrar, Vest- mannaeyja, Siglufjarðar og Kefla- víkur. □ Freyr, maí-heft ið, er komið út. 1 heftinu eru þessar greinar m. a.: Frá Rækt unarfélagi Norð urlands. Starfsval og fólksflutning ar. Jarðrækt og mannrækt, eftir Þorbjörn Björnsson. Ferguson landbúnaðarvélar. „Bændadagur." Yfirlit um skurðgröfureksturinn 1948. Búvélaeignin. Fóðurkál. Stefnur í hrossaræktinni. Hólm- járn og hestarnir. Hagnýting á- burðarins í ár. Húsmæðraþáttur. Páli Stefánsson, Þverá, er áttræð ur i dag. Nýlega opinber- uðu trúlofun sína ungfrú Guðr. Guð- jónsd. frá Djúpa- vogi og Gunnlaug- ur Sigurðsson frá Stafafelli A.-Skaft. — Þann 14. þ. m. opinberuðu trúlofun sína, ung- frú Sigríður Markúsdóttir og Sófus Bender, bifreiðastjóri. I . Hjónunum Önnu / Jónsd. og Bjarna ** M. Jónssyni náms- stjóra, Sveinskoti, Álftanesi fæddist 13 marka sonur 13. maí. G E N G I Ð: Sterlingspund 26,22 100 bandarískir doliarar 650,50 100 svissneskir frankar 152,20 100 sænskar krónur , 181,00 100 danskar krónur 135.57 100 norskar krónur 131,10 1000 franskir frankar 24.69 100 hollenzk gyilini 245,51 Bailey ög Mosðineiinimi? Franih. af 3. síðu. um til keppninnar og valdi Frjálsíþróttasamband Ncregs þá. Eru það tveir ungir og efni- legir menn — þeir Bjarne Möister frá Voss og Olav Höy- land frá Haugesund. Bjarni Mölster mun keppa hér í kúluvarpi og kringlukasti. Bezti árangur hans er: 44,40 og 14,39. Oiav Höyland keppir í ^00 m. hlaupi, og er bezti ár- angur hans á þeirri vegalengd 1:56,3 mín. Hann er sagður í góðri þjáifun.' ' Nor&mennirnir eru væntan- legir hingað fl'ugieiðis 20. þ. m.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.