Þjóðviljinn - 18.05.1949, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 18.05.1949, Blaðsíða 5
MiSvikudagur 18.' inai 1949. ÞJ<5ÐVIUINN r Gunnar Gunnarssori er frægð- ! geta rætt sín á milli innan arhugsjón Islendinga holdi klædd, eftirmynd forníslendings ins, höfðingjasonur er tekur sér ungur fari með óþekktum kaup- manni, stígur á land á ókunnri strönd, lendir í ýmsum hrakn- ingum þar k, uann stendur einn dag í mikilli höll frammi fyrir hásæti konungs, leggur honum höfuð sitt í skaut, gerist kon- ungi handgenginn, vinnur með honum óendanleg afrek, * er mest hetja ér sögur fara af allt til Miklagarðs, stökkvir her- sveitum óviria á flótta, gengur í hauga eftir gulli, hleður skip sín gersemum, er í kærleikum við drottningu eða næstum kvæntur systur konungs þegar hann vetur einn, hirð allri til undrunar, tekur ógleði mikla ér ágerist unz kemur upp úr dúrn- Um að hann þráir út til íslands og halda honum engin bönd, heitorð né kóngsríki, og leysir konungur hann þá út með miklu fé og fríðu föruneyti og drottningin dregur gullhring á hönd hans, og íslendingurinn, hinn frækrii hirðmaður konungs sezt að búi heima í sveit sinni. Sjóli sá er Gunnar gekk á hönd er konungur listarinnar. Honum hefur hann unnið öll sín afrek og hlotið frægð að laun- um. Hann sigldi utan 1906 og gerðist rithöfundur á danska tungu. Fyrsta skáldsaga hans er út var gefin er Saga Borgar- ættarinnar og kom fyrsta bindi hennar 1912 og gaf honum strax skáldnafn. Síðan kemur hver skáldsagan af annarri, Sælir eru einfaldir, Ströndin, Vargur í véum, unz hann á ár- unum 1922—1928 ritar Kirkj- una á f jallinu, eitt unaðslegasta skáldverk sem samið hefur ver- ið af íslenzkum höfundi. Með því verki hefur hann fundið sjálfan sig bæði sem Islending og listamann. Eftir það er hon- um vegur skáldfrægðarinnar greiður, bæði hafði listgáfa hans og stíll náð háum þroska og hann hafði fundið lífi sínu og verkum tilgang. Hann stóð með! íslenzka arfleifð sem bakhjarl sinn erlendis og fann styrk sinn vaxa, og ræðst í að semja stór- an bálk skáldsagna úr sögu íslands. Það liggur eftir hann fjöldi skáldsagna þó hér verði ekki nefndar, en meðal fremstu listaverka hans eru Svartfugl, Jörð og Frá Blindhúsum. Hér verður ekki reynt að lýsa bók- um hans né listeinkennum þeirra. Eg geri það lítilsháttar á öðrum stað. Máttug skynjun og frásagnarhæfileiki fylgist að í verkum hans, heillandi stíll og þrungið andrúmsloft. Með ein- beittri þjálíun og hörku við sjálfan sig hefur Gunnari tekizt að verða frábær listamaður. En mér finnst allt í éinu smá- munalegt að fara að tala um skáldverk Gunnars sem bækur er ritaðar séu svo og svo vel. Listvinna á bókum er í raun- luktra dyra, helzt fyrir ung skáld að deila um. Okkur les- endum eru sögur allt annað, heimur, örlög, hamfarir mann- lífs og náttúru. Mér er sagt að Gunnar Gunn- arsson sé í dag sextugur. Má vel vera, frá þröngu. sjónarmiði. En skáld hafa ekki aldur, og Gunnar skálda sízt. Þegar líða fyrir augu mér þær persónur er Jiann liefur sett á svið, og mér finnst allar vera hann sjálf- ur, fæ ég þá hugmynd a,ð hann sé ekki sextugur heldur æva- aldrei gert sér neinn greinar- mun ímyndunar og veruleika og lifir í heimi sem er fullorðnum skáldskapur og fim. .... Halldór Kiljan segir einhvers staðar að skáld séu þeir er rati í meiri raunir en aðrir menn. Eftir sögum Gunnars að dæma mætti ætla að slíkt sannaðist á honum. Og Kirkjan á fjallinu sem menn líta á sem ævisögu hans staðfestir slíkt. Uggi á í gegndarlausu basli, er alltaf með storminn í fangið. En mér kemur nú skyndilega í hug, eft- ir að hafa trúað þeirri bók eins forn, að minnsta kosti þúsund og saklaus Islendingur fornsög- ára, hafi átt hlut í öllum raun- um íslendinga frá upphafi, ver- ið úti í öllum hríðum, einn, fjarri mannabyggð, inni á öræf úm, kafað allan snjó íslands, byggt Feiknstaði alla, lifað í Drangey með Gretti, þó spyrja megi með skáldinu, „hvernig má binda slík firn í orð.“ Og mun hann þó eldri Islandsbyggð og líkt sem hann hafi snemma á öldum drýgt óskiljanlega synd sem hann hefur verið að friðþægja fyrir alla ævi, gengið eineygður, eilífa, göngu og þunga, þreifað fyrir sér blindur fálmandi höndum í órjúfanlegu myrkri þar til hann kemur loks ins að bænum sínum gamla og játar afbrot sín fyrir barni utan við túngarð. Þannig eru sögur Gunnars ekki bækur 'heldur þús- und vetra ganga með allan hinn átormasama heim í fangið ,saga riddarans eilífa er berst við vindmyllur, lambsins er tekur á sig synd heimsins, hins gang- andi gyðings; allt nema hvers- dagsleiki, eitthvað fjarri öllum veruleika, — sltáldskapur, firn gerningahríð. Þó er ef til vill nær sanni um Gunnar að hann sé ungur að ár- um, hafi jafnvel aldrei komizt af barnsaldri og allt sem manni finnst hamfarir, aldir og gern- ingahríð í sögum hans sé hug- unum, a,ð hún sé reyndar upp- diktur eins og Gunnar sjálfur hefur alltaf verið að troða inn í hausinn á mönnum. Líklega hafa í rauninrii fáir menn á öld vorri ratað í færri raunir en Gunnar Gunnarsson. Að réttu lagi hefur hann lifað í samfelld- um veizlufagnaði allt sitt líf, aldrei verið raunamaður nema í ímyndun sjálfs sín og sögum sínum. Meðan Uggi svalt í Ár- ósum, hefur Gunnar sennilega setið þar að krásum! En hver sem Gunnar er, hvort hann er sextugur, þúsund vetra eða tólf hve mikil ímynd- unarfóstur sem sögur hans kunna að vera, hefur hann með list sinni skapað okkur heim, stórbrotinp, töfrandi, heim með eigin landslagi, mannlífi og veðr áttu, ekki éinatt gerningahríð eins og ýkt er hér að framan heldur einnig með tærum himni og glitrandi skini. Eftir þrjátíu og fjögurra ára útivist kom G.unnar heim til Is- lands árið 1939 og reisti bú í Skriðuklaustri, á æskustöðvum sínum fyrir austan. I augúm venjulegra Islendinga hefur stórskáldið þar og stórbóndinn verið öfundsverðastur flestra roanna, skáldið er ritar snilld- arverk sín á daginn, bóndinn sem hefur sér til augnayndis að myndaflug barns sem hefur I kvöldi lagðprúðar ær á grund eða garða. En hvað mundi, ef Gunnar (eða Uggi) færi að segja söguna? Svo mikið er víst að Gunnar hefur brugðið búi, og hefur sýnt nærgætni i því og höfðingslund að gefa jörðina þeim sem öllum getur komið saman um að sé bágast staddur á landi hér, íslenzka ríkinu, enda hefur það ekki séð sér fært að launa honum svo miklu í staðinn sem íbúð í höf- uðstaðnum. Gunnar hefur nú flutzt til Reykjavíkur. Við bjóðum hann velkominn hingað, vonum hann festi hér yndi, finni hér jarðveg og skjól, finni að hér sé hann heima, ímyndun hans komist aftur á flug, en honum mætti þó gjarnan auðnast að sjá heiminn í raunsærra ljósi. Við þökkum honum á þessum degi hið mikla afrek hans í list og óskum honum langra og heillaríkra daga. Kr. E. A. I tilefni sextngsafmælis Gunn ars Gunnarssonar sendir Helga- fell í dag frá sér afmælisút- gáfu af bók hans „Lék ég mér þá að stráum“ í þýðingu Hall- dórs Kiljans Laxness og fylgir afmæliskveðja frá þýðanda. Á þessu ári mun Landnáma enn fremur halda áfram út- gáfu sinni á verkum Gunnars Gunnarssonar og eru væntan- Iegar í ár „Svartfugl“ í þýðingu Magnúsar Ásgeirssonar og „Jörð“ í þýðingu Sigurðar Ein- arssonar. Þá mun Helgafell senda frá sér fyrir jólin Fjallkirkju Gunn ars I þýðingu Halldórs Kiljans Laxness. Ræða Ásmundar Framh. af 3. síðu. menningur, sem greiða verður af þessum enn óskertu launa- kjörum þær rúml. 41 millj., sem ríkissjóður verður að afla sér á einn eða annan hátt við að fara þessa stjórnarforustu- ■leið, fram jdir þær 33 millj. sem þurft hefði ef leið fjár- málaráðherra (gengislækkun) hefði verið farin eða einhver önnur hliðstæð. Lakast er þó, að þessi leið sem farin hefir verið og stjórn- arforustan tileinkar sér gefur engar minnstu vonir til að leysa vandann nema síður sé, heldur leiðir lengra og lengra út í ó- vissuna og skapar rneiri erfið- leika til viðreisnar, sem verður að koma og þjóðin gerir kröfu til að komi, og þá fyrst og jnni einkamál höfunda sem þeir fremst fró þingi og stjórn. Þessar lýsingar, úr munni eða jpenna okkar sósíalista, mundu náttúrlega fyrirfram dæmdar áróður og lýgi af mörgum trú-l um tflokksmönnum þessara flokka. En hér hafa sjálfir trúnaðarmenn þeirra . talað. hvað þarf svo fleiri vitna við? Eins og áður er sagt gsrði frumvarpið' ráð fyrir 20 millj. kr. hækkun á rekstrarútgjöld- um ríkis og ríkisstofnana, frá fjárlögum síðasta árs. Um þetta sagði hv. formaður fjárveit- inganefndar í ræðu þeirri sem ég vitnaði í áðan. „Sú stjórn, sem ætlaði sér a£ gera gildandi festingu vísitölunnar, mátti sízt af öllu hækka á einu ári rekstr- arútgjöld ríkisins um 20 millj. kr. eða 22% og þenja þannig út takmarkalitið ýmsar stofn- anir á kostnað þegnanna." Stjéram á méti stjéte- asmeiíihkta fjá'E- ¥eitÍIigallefFlágl., Samkvæmt tillögum þeim, sem meirihluti nefndarinnar lagði fram, þegar nefndin hafði Iokið störfum, skyldu . tekjur hækka um 18,6 millj. rúml., gjaldahækkun 52,553 millj. rúml. Af þessari gjaldahækkun eru um 42 millj. samkv. ákvæð- um dýrtíðarlaganna, 2 millj. oamkv. öðrum lögum eða leið- réttingar, og 8,5 millj. hækkun til verkiegra framkvæmda. Eru bað ekki nema rúml. .% þeirrar lækkunar sem áætluð var, og kemur skerðingin aðallega nið- ur á skólabyggingum. Um þæin riiðurskurð var ágreiningur i nefndinni, miili okkar sósíalista og stjórnarmeirihmtans. Fjárveitinganefnd iagði til ' nokkra lækkun á öðrum út- gjaldaliðum, er samtals nam tæpum 6 millj. kr. Um þær tiilögur er til sparnaðar horfðu í sjálfu embættiskeríinu var euginn ágreiningur i nefndinni. E:i þegar á hólminn kom þá sýndi það sig greinilega að full- trúar flokkanna í fjárveitinga- nefnd höfðu alls ekki vísan stuðning sinna flokka með sín- um eigin sparnaðartillögum. Fyrst Var atkvæðagreiðsla ann- Jarrar umr. dregin nærri hálfan mánuð, eftir að umræðunni var lokið sem alveg er óvenjulegt, vegna ósamkomulags innan rík- iS'Stjórnariimar og hennar stuðningsflokka. Og loksins þegar hún fór fram var liver Ihöndin upp á móti annari svo I að stefnuleysið - hefði tæpast iorðið meir áberandi þótt hlut- ■ kesti hefði verið látið ráða um júrslit hiima einstöku mála. j Sparnsðar tillögur st jórnar- • Framhald á 6. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.