Þjóðviljinn - 18.05.1949, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 18.05.1949, Blaðsíða 6
6 ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 18. maí 1949. Ræða Ásmundar Framhald af 5. síðu meirihlutans í nefndinni, á em- bættiskerfinu, sem samþykki náðu fengu þetta kringum 26— 30 atkv. þótt Sósíalistafl. fylgdi þeim allur. Það sýnir að meiri hluti stjórnarliðsins ýmist sat hjá eða greiddi atkvæði á móti. Hinsvegar virtist einhver með- íædd eðlisávísun sameina þetta lið mjög vel til að standa fast á móti öllum sparnaði í saka- málum og lögreglumálum, þótt sá kostnaður blási nú út meir en flest annað. En til heilbrigð- ismála og menningarmála mátti lækka. Áreiðanlega mun það einsdæmi, að svo mikið hafi ver ið fellt af tillögum þess hluta fjárveitinganefndar er stjórn- inni fylgir að málum, og því síð ur þess dæmi eins og nú skeði að um stórar fjárveitingar væri jafnvel öll stjórnin á móti stjórnarmeirihlutanum í fjár- veitinganefnd. Heizfiu einkenni fjár- iagaafgreiðslunnar Það sem einkennir þessa fjár lagaafgreiðslu er því þrennt, og allt er þegar þrennt er segir gamall íslenzkur málsháttur: 1. Þau eru síðbúnustu fjárlög sem Alþingi hefur samþykkt. 2. Þau eru hæstu fjárlög sem Alþingi hefur samþykkt. 3. Afgreiðsla þeirra einkenn- ist meira af ráðaleysi, fálmi og handahófi en nokkurra annarra f járlaga, sem Alþingi hefur sam þykkt, a. m. k. hin síðari ár. Þetta síðasta er auðvitað eðliíeg afleiðing af því ósamkomulagi sem áður er lýst. En hver eru nú loforð stjórnarsamningsins fræga, um bætta fjármálastjóm og efndir þeirra. Þær birtast í á- ætlun sem er 100 millj. hærri en ríkisreikningurinn var fyrir þremur árum. Björgunarstarf Eysteinsstefnunnar virðist sann arlega ætla að verða þjóðinni dýrt. Aúiii nysköpuaaráí- anna 17. febrúar 1947, tæpum hálf um mánuði eftir að stjórnin var mynduð, sigldi fyrsti nýsköpun- artogarinn, Ingólfur Arnarson, inn á Reykjavíkurhöfn. Áður hafði vólbátaflotinn verið tvö- faldaður að rúmlestatölu. En á 17 árum næst á undan hafði eitt skip nýtt bætzt í ís- lenzka togaraflotann. Á þeim ár um hafði líka togurunum fækk- að úr 48 niður í 27. Síðan hafa nýsköpunartogararnir siglt í höfn í stöðugum straum, einn til tveir á mánuði fram á þenn- an dag. Þessi nýi floti hefur malað þjóðinni meira gull en nokkur hennar atvinnytæki hafa áður gert. Nú er svo komið að þeir sem eftir eru af gömlu tog urunum eru alls ekki starfrækt- ir og mjög í ráði að selja þá úr landi alla með tölu, því rekstur þeirra borgar sig svo miklu verr en hinna nýju. Nýja síldarverk- smiðjan á Siglufirði malaði Hvalfjarðarsíld í fyrravetur fyrir ca. 40 millj. kr. í útflutn- ingsverðmæti. Það er fróðlegt að bera sam- an útflutningsskýrslur síðari úra og sjá þá hækkun þjóðar- tekna, sem orðið hefur. 1942 200 millj. 1943 233 — 1944 254 — 1945 267 — 1946 291 — 1947 290 — 1948 400 — Á hverju byggist þessi gífur- lega aukning öðru en þeim ný- sköpunarframkvæmdum sem fyrrverandi stjórn gerði, þeim nýsköpunarframkvæmdum, sem Sósíalistaflokkurinn átti frum- kvæðið að og hinir flokkanir hafa brugðizt, síðan honum var sparkað úr ríkisstjórn. Hún byggist á þeim tækjum, sem Vísir sagði að væri glæpur að kaupa, meðan ekki væri búið að lækka kaupið í landinu, hún byggðist á þeim framkvæmdum sem Alþýðublaðið sagði að vseru, iskýjaborgir byggðar úr froð- unni einni saman. Hún byggist 'á þeim viðskipaflota, sem Framsóknarflokkurinn fullyrti, að aldrei muni fara í ganginn, (sbr. ræðu Skúla Guðmundsson ar í útvarpið 1946). Nú getur þjóðin áþreifanlega dæmt um það hvers virði það er að eiga þessi atvinnutæki, tilbúin til þess að halda áfram að mala verðmæti, eða það sem orðið hefði ef ekki hefði verið ráðizt í nýsköpunarframkvæmdirnar á réttum tíma, það, að andvirði þeirra hefði verið eytt fyrir al- gengustu lífsnauðsynjar, en við hefðum staðið uppi með atvinnu tæki í svipuðu ástandi og fyrir 30 árum síðan. Lofozð — Efndfr Hvernig hefur svo núverandi ríkisstjórn tekizt að efna önnur loforð þau er hún gaf er hún tók við völdum. Fjárlögunum er áður lýst. En hvernig hefur ver ið búið að launa- og framleiðslu stéttum. Lofað var, að lækka dýrtiðina í landinu eða minnsta kosti halda henni í skefjum. Efndir þeirra loforða eru þann- ig að vísit. var skrifuð niður á Konan mín, Uimur Björg Mefiúsalemsdóttir Daníelsson, Þingholtsstræti andaðist 15. þ. m. Úhförin fer fram næstkomandi föstudag, 20. þ. m., kl. 13,30 frá Kapellunni í Fossvogskirkjugarði. Fyrir mína Iiönd og annarra nánustu aðstand- enda. Páll Daníelsson. Kransar afbeðnir. pappírnum, en vöruverð allt hef ur hækkað og dýrtíðin stórauk- izt. Nú er svo komið að venju- legur launastarfsmaður í þjón- ustu ríkisins getur ekki séð fjölskyldu farborða með lögá- kveðnum launum. Það eru að- eins þeir sem hafa dottið í þann lukkupott að fá fleiri en eitt embætti og þannig tvöföld eða margföld laun, sem komast sæmilega af fjárhagslega. Lof- að var að koma í veg fyr- ir atvinnuleysi. Efndim- &r eru: Allmikið og vaxandi atvinnuleysi, víðsvegar um land, sem ásamt dýrtíðinni hef- ur þegar valdið fjárþröng og jafnvel skorti á fjölda verka- mannaheimila. Þetta snýr að launastéttum og hefur þegar skapað vinnudeilur, sem horfur eru á að fari vaxandi. Og opin- berir starfsmann krefjast nú allmikillar launahækkunar, sem enginn neitar að sé réttmæt. En hvað snýr að framleiðslu- stéttunum? Lofað var að vel skyldi búið að framleiðslunni. Hvað hefur verið gert fyrir sjáv arútveginn ? Hækkaðir vextir, hækkað verð útgerðarnauðsynja, lánsfjár- kreppa. Eftir hverja vertíð stendur í stímabraki um það hvort vélbátaflotinn eigi að stöðvast eða ekki. Við hver ára- mót hafa verið samþykkt dýr- tíðarlög, sem hafa átt að endast til að fleyta stjórninni næsta ár. Og nú er svo komið að hin síð- ustu endast sýnilega ekki nema fram á mitt ár. Og síðasta af- rekið var að láta togaraflotann Jiggja bundinn á Reykjavíkur- höfn í 7 vikur á bezta veiðitíma ársins. Stöðva liann þeg- ar fram fóí"u mestu toppsöl ur á ísfiski, sem gerðar hafa verið. Og sjálf ríkisstjórnin lét sér sæma að koma hvergi nærri lausn þeirrar deilu er þessu var valdandi. Hún hafði víst nauð- synlegri erindum að gegna í annarri heimsálfu á meðan. En íslenzka þjóðarbúið mátti tapa milli 20 og 30 millj. kr. í erlendum gjaldeyri fyrir vikið. Þannig hafa verið efnd loforð in við sjávarútveginn. Framkvæmd „Eysteins- stefnunnar" í verzlnnarmálum astar vörur. Nú er almennt hleg ið að þessu loforði. Á miðöldum var sá háttur algengur á um- ráðarétti jarðar í þjóðfélögum Evrópu, að konungarnir leigðu aðalsmönnum viss landssvæði fyrir ákveðið gjald, en aðals- maðurinn eða lénsherrann hafði síðan rétt á að arðræna íbúana eftir eigin geðþótta. Islendingar fóru ekki alveg varhluta af þessu fyrirkomulagi undir stjórn hinna erlendu konunga. Hliðstæð þróun hefur verið að gerast í verzlunarmálum Islend inga nú í meira en hálfan annan áratug. Sú þróun hófst, með skipun innflutnings og gjaldeyr isnefndarinnar árið 1933. Þá var tekin upp sú stefna, að út- hluta gjaldeyri þjóðarinnar til ákveðinna aðila og gefa þeim þannig rétt til vöruinnflutnings í landið. En þar sem alltaf hef- ur verið tryggt að vörueftir- spurn hefur verið meiri en fram boð var innflutningsverzlunin hér með gerð að áhættuminnsta atvinnuvegi í þjóðarbúskapnum. Þetta hefur skapað öran straum fjármagnsins í verzlunina, svo að hún hefur sífellt verið að vaxa öðrum atvinnuvegum yfir höfuð. Þeir sem hafa notið þeirra fríðinda að fá að verzla með þann gjaldeyri sem atvinnu vegirnir hafa skapað ,eru örugg ir um að geta tekið allt sitt á þurru, hvcrnig sem allt annað veltist. Nú er svo komið að mestur hluti af innflutnings- verzluninni er falinn nokkrum aðilum sem eru sérstakrar náð- ar aðnjótandi hjá hæstvirtum innflutningsyfirvöldum. Fólkinu er skipt á milli þeirra á svipaðan hátt og gert var í lénsríkjum miðaldanna, með landleigusöluaðferð þeirri sem þá tíðkaðist. Að fá gjaldeyris og innflutningsleyfi fyrir vörum fyrir ákveðinn hóp af fólki er að fá lögverndað leyfi til að skattleggja það fólk um vissar upphæðir, sem ekki hafa verið skornar við neglur. Það sýnir A ð a S f FEugfélags straumur fjármagnsins í verzl- unina, það sýnir straumur fólks ins í verzlunina og þó er gleggsta dæmið það, að sjálf ínnflutnings- og gjaldeyrisleyf- in eru eftirsóttasta varan, sem á boðstólum er í landinu. Og það embættis- og skrifstofu- bákn, sem utan um þetta stend ur og kostar nærri eina kr. af hverjum 100, af öllum þeim tekjum er þjóðin vinnur sér inn, er hámark skriffinnskunnar í þjóðfélagi, þar sem ríkisstjórn og þeir flokkar, sem að henni standa hafa gefizt upp við lausn þeirra mála er halda atvinnulífi þjóðarinnar gangandi. Nú veit ég að háttv. ræðumenn stjórnar flokkanna munu koma hér hver cftir annan, og lýsa þetta ósann indi ein, segja að hér sé um ein beran kommúnistaáróður að ræða, fluttan eftir fyrirskipun frá Moskvu, til að skaða þjóð- félagið og skapa glundroða og öngþveiti. En kjósendur hafa kannski gaman af að heyra um- mæli formanns fjárveitinga- nefndar um störf þessa skrif- finnskubákns og áhrif þess á atvinnulífið. I framsöguræðu ninni um fjárlögin sagði hann m. a. um þetta atriði: „... . Vart getur nokkur maður hreyft sig til athafna eða öflunar verðmæta, nema að hafa áður gengið í gegnum voða legasta hreinsunareld skrif- finnsku og leyfa, sem samfara því að glata þúsundum dags- verka og enn fleiri þús. tæki- færa kosta þegnana og ríkissjóð inn milljónir króna.“ Hér lieyra sjálfstæðiskjósend ur dóminn um „hina réttu leið“, er stigið var inn á með myndun stjórnarinnar ,eftir því sem blöðin þeirra sögðu. Framsókn- arkjósendurnir geta huggað sig við það, að Eysteinsstefnan er að bjarga þjóðinni út úr ógöng- um, og Alþýðuflokkskjósendur geta huggað sig við það, að þeirra leiðtogar hafa yfirstjórn framkvæmdanna á hendi. BQDBBBBHHKKHBaHHKBBQHIB u n d u r Íslðnds y. Þá var lofað umbótum á verzl uninni, enda hafði Framsóknar flokkurinn marglýst því yfir, að hann tæki ekki þátt í neinni stjórn sem ekki gerði róttækar umbætur í þeim málum. Efndirnar eru: Lög um Fjár- hagsráð, innflutningsverzlun og verðlagseftirlit. Samkvæmt þeim lögum hefur verið byggt upp embættísbákn, sem á engan sinn líka í sögu íslenzka ríkis- ins áður. Með því skömmtunar- skrifstofubákni sem ríkisstjórn in bætti síðar við hefur þetta kostað hátt á 4. millj. kr. eða hérum bil 1% af þjóðartekjun- um s.L ár. Því var lofað, að verzlunar- ástandið skyldi lagfært með því að veita þeim innflutnings- leyfi, sem sýndu skilríki fyrir því að þeir gætu flutt inn ódýr- [ varður haldinn í Kaupþingssalnum í Reykjavík, föstudaginn 24. júní 1949 kl. 2 e. h. DAGSKRÁ: Vénjuleg aðalfundarstörf. Aðgöngumiðar að fundinum og atkvæðaseðlar verða afhentir í skrifstofu félagsins, Lækjargötu 4, dagana 22. og 23. júní. STJÖRNIN. ■HHHHHHHBHHBBBBBaBHBBHBBHHBHBBHEHBHBBHHHHHBB 60 ára afmælvslvátíðaliöld Ármanns. I. fimleikasýning hins heimsfræga fimleikaflokks karla frá Fimleika- sambandi Finnlands undir stjórn Lektor Lathienen og dr. Birger Stenman verður í íþróttahúsinu að Hálogalandi, fimmtudaginn 19. maí kl. 9 síðd. Aðgöngumiðar seldir í bókabúð Lárusar Blöndal. Pantaðir aðgöngumiðar óskast sóttir í dag. Glímufélagið Ármann.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.