Þjóðviljinn - 20.05.1949, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 20.05.1949, Blaðsíða 6
6 ÞJÓÐVILJINN rte’ií.-Vii^. i TliiiA-:'n>iiW.iyr A.W Föstudagur 20. mai4949;: —«» .ÍAattx*.! . MHMMHMMMHMMMMHMHMHIÍM*MMM«'> : *'; '* '■ T i I k y n n i n g varðandi innflutning plantna Með til-.'lsun til laga nr. 17, frá 31. maí 1947, um varnir gegn sýkingu nytjajurta og reglugerð samkv. þeim frá 19. ágúst 1948 og laga nr. 78, fi*á l5. apríl 1935, um einkarétt ríkisstjómarinnar til að flytja inn trjáplöntur og um eftirlit með innflutningi trjá- fræs, viljum við vekja athygli innflytjenda á eftir- f arandi: Heilbrigðisvottorð skal fylgja sérhverri plöntu- sendingu frá opinberum aðila í því landi, sem send- ingin kemur frá. Skal vottorð sýnt Búnaðardeild Arí'innudeildar Háskólans og samþykkjast þar áður en tollafgreiðsla fer fram. Ef um trjáplöntur og runna er að ræða, verður einnig að fá samþykki Skógræktar ríkisins áður en varan er tollafgreidd. Þess skal getið, að innflutningur áims og rauð- grenis, verður ekki leyfður nema frá Norður- Skandinavíu. Reykjavík, 12. maí 1949. F. h. Búnaðardeildar Atvinnudeildar Háskólans, Ingólfur Davíðsson. F. h. Skógræktar ríkisins, Hákon Bjamason. MUHMniHinnMIMHIHNUIHMIIMaHUI TILKYNNING Sendibílastöðin, Ingólfsstræti 11, sími 5113. Frá og með deginum í dag verður leigugjald fyrir bíla okkar, sem hér segir: Dagvinna kr. 24.00 pr. klst. (var áður kr. .22.00) Eftirvinna — 29.00 — — (varáðurkr. 27.00) Nætur og helgi- daga vinna — 34.00 — — (var áður kr. 32.00) Lögtök Samkvæmt kröfu bæjargjaldkera Reykjavíkur f. h. bæjarsjóðs, og að undangengnum úrskurði, verða lögtök látin fara fram fyrir ógreiddum fast- eigna- og lóðaleígugjöldum til bæjarsjóðs, er féllu í gjalddaga 2. janúar s.l.s ásamt dráttárvöxtum og kostnaði, að átta dögum liðnum frá birtingu þess- arar auglýsingar. Borgarfógetinn í Reykjavík 19. maí 1949. Iír. Kristjánsson. Úthlutun listamannastyrks Þeir sem æskja þess að njóta styrks af fé því sem veitt er á þessa árs fjárlögum til styrkt- ar skáldum, rithöfundum og listamönnum, skulu senda umsóknir sínar stílaðar til út- hlutunarnefndar til skrifstofu Alþingis fyrir 7. júní n. k. Uthlutunarnefndin. EVELYN WAUGH : 28. DAGUB. KEISARARIKIB AZANIA ASM. JONSSON þýcicli. Lognstiltur dagur í Suezskurðinum, Madagask- arstúlkan máttfarin af of mikilli vinsemd. Rauða hafið, þriðjafarrýmisfarþegarnir liggja eins og dauðir á þilfarinu, fiðlan og pianóið óþreytandi, óhreinir ísmolar marandi í síðustu dreggjum appelsínusafans. Basil liggur úrillur í bólinu og reykir hvern vindilinn á fætur öðrum, án þess að skifta sér hið minnsta af örvæntingu sam- ferðamanna sinna. Djibuti. Öllum kýraugunum lokað, vegna ryksins, burðarkarlarnir lötra um borð með kolakörfur, hrokagikkslegir villimenn á strætum óg gatnamótum hreinsa úr tönnunum með trjákvistum, arabísk frú rekur erindi sín í franskri verzlun, og við akasíutré við pósthúsið húkir api með illt í huga. Basil slóst í fylgd með Hollending frá Suður-Afríku. Þeir borðuðu kvöld- verð á gangstéttinni framan við hótelið, og seinna fóru þeir í hestvagni til Sómali hverfis- ins. I leirkofa lýstum olíulampa hóf Basil hróka- ræður um hinar ýmsu peningamyntir heimsins, þangað til kofabúinn valt sofandi út af á fleti sínu og hinar.fjórar dansmeyjar skriðu eins og apar út í eitt hornið og nögguðu ólundarlega hver við aðra. Skipið átti að leggja á stað til Azaníu um mið- nætti. Það lá langt úti á vikinni, þrjár ljósarað- ir spegluðust í lygnum sjónum, tónarnir frá fiðl- unni og píanóínu hljómuðu út í myrkrið, en trufl- uðust hranalega við blástur skipsins, sem með vissu millibili hvatti farþegana til að hafa sig um borð. Basil sat aftur í bátskelinni og dró aðra hendina í sjónum. Miðja vegu til skipsins lögðu ræðararnir árar í bát, og reyndu að selja hon- um körfu, þeir böbluðu misþyrmda frönsku um stund og héldu. síðan áfram til skipsins. Basil klifraði upp á þilfarið, og fór strax niður í klefa sinn. Klefafélagi hans var sofnaður og snéri sér reiðilega við í rúminu, þegar hann kveikti ljósið. Kýraugað hafði verið lokað allan daginn, og það gat hnífur staðið í loftinu. Basil kveikti sér í vindli, lagði sig út af og fór að lesa. Eftir stundarkom fór skipið að hristast, og síð- an að dúa mjúklega, þegar það kom út í Ind- verska hafið. Basil slökkti og lá ánægður og reykti í myrkrinu. I London hélt lafði Metroland veizlu. Sonja sagði: „Nú orðið bjóða ekki aðrir okkur í veizlur, en Margot — og ef til vill hefur hún ekki boðið öðrum.“ „Það leiðinlega við veizlur er, að það er allt of þreytandi að hitta alltaf nýtt og ókunnugt fólk, en ef þar er bara þetta venjulega fólk, sem maður þekkir, þá getur maður allt að einu setið heima og símað til þeirra, í staðinn fyrir að leggja á sig það erfiði að muna rétta daginn, þegar maður á að koma.“ „Hvers vegna ætli Basil sé ekki hér ? Eg gerði þó ráð fyrir að hitta hann héma.“ „Fór hann ekki til útlanda ?“ „Ekki held ég. Manstu ekki að hann borðaði hjá okkur hérna um kvöldið?" „Var það? — Hvenær?" „Ö, elskan mín — hveraig í ósköpunum ætti ég að muna það? — Þama er Angela, hún veit sjálfsagt um hann“. „Er Basil farinn burtu, Angela?“ „Já — til einhvers afareinkennilegs staðar“. „Elskan mín — það hlýtur að vera þér ákaflegur léttir“. „Eh------— að vissu leyti-----“ Basil vaknaði við skarkalann í akkeriskeðj- unni, þegar skipið lagðist. Hann för í náttfötun- um upp áþilfar. I morgunskímunni logaði him- ininn í silfurlitum og grænum litbrigðum. Hálf- naktir farþegar lágu sofandi á borðum og bekkj- um á þilfarinu. Hásetarnar þræddu á milli þeirra og opnuðu lestarnar, stýrimennirnir stóðu á stjórnpalli og öskruðu fyrirskipanir til mann- anna við vindurnar. Það voru þegar komnir tveir flutningaprammar að skipshliðinni, tilbúnir að losa. Utan á hliðum þeirra voru bundnir smá- bátar hlaðnir ávöxtum. í hálfs kílómeters fjarlægð sást lág strönd Matodis. Bænaturninn, portúgölsku virkisvegg- irnir, trúboðskirkjan og nokkrar vömskemmur gnæfðu upp úr hinum húsunum. Upp úr hvítum og brúnum húsaþökum gnægði Grand Hótel de l’Empereur Amurath. Til beggja hliða breiddi azaníska ströndin úr sér með grænum ekrum og pálmalundum. Lengra burtu teygðu Sakuyufjöll- in sig til himins, ennþá hulin þokuslæðu, og Ukakaeinstígið og vegurinn til Debra-Dowa. Stýrmaðurinn kom að borðstokknum til Basils. „Ætlið þér ekki í land hér, herra Seal?“ „Jú.“ „Þér eruð eini farþeginn hingað. Við förum um hádegið." „Eg get farið í land, strax og ég er búinn að klæða mig.“ „Ætlið þér að dvelja lengi í Azaniu?“ ' „Hveir veit?“ „Viðskipti? Eg hef heyrt, að þetta sé merki- legt land“. En í þetta eina sinn var Basil ófáanlegur til að miðla öðrum af þekkingu sinni. „Nei, þetta er eingöngu skemmtiferð“, sagði hann. Síðan fór hann undir þyljur, klæddi sig og lokaði tösk- unum sínum. Klefafélagi hans leit á úrið sitt, andvarpaði og sneri sér til veggjar — en seinna saknaði hann raksápunnar sinnar, morgunskónna og fina sólhjálmsins, sem hann hafði keypt sér fyrir nokkrum dögum í Port Said. DAVIÐ 1 r

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.