Þjóðviljinn - 03.06.1949, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 03.06.1949, Blaðsíða 1
14. árgangur. Föstudagur 3. júní 1949. 121. tölublað. rrl BRENNUVARGURINN HANDTEKINN I GÆR Hefar játað á sig 7 íkveikjur síðan 12. maí s.l.—26 ára gamall — Fékk lönt- uiarveiki í höfuðið s.l. vetur og mun síðan vera andlega vanheill Kommúnistar | hreinsa til á \ Hainan Kínverskir kommúnistar til- kynna, að alþýðuherinn á eynni Hainan undan strönd Suður- Kína hafi gersigrað Kuomin- tangsetuliðið á eynni og sé nú ekki annað eftir en hreinsa til. Alþýðuher hefur verið á Hain- an alla tíð síðan 1927 og síð- ustu árin haft allan miðhluta eyjunnar á valdi sínu. Jeng Sjisjang, fyrr\Terandi fylkisstjóra í Sjansi, hefur ver ið falið að mynda nýja Kuo- mintangstjórn í Kanton. Lögreglan hefur nú upplýst hver valdur er að í- kveikjum þeim, sem gengið hafa yfir Reykjavíkur- bæ eins og faraldur síðan um miðjan fyrra mánuð, valdið milljónatjóni og vakið mikinn ótta meðal fólks. Ungur maður, Guðmundur Magnússon að nafni, sem lögreglan handtók í gær, hefur nú játað á sig 7 íkveikjur, framdar á tímabilinu frá 12. maí s.l., b- á. m. að hafa kveikt í netagerðinni við Holtsgötu og Franska spítalanum. Síðustu íkveikjuna framdi hann í gærmorgun hér í miðbænum, ók síðan bifreið ölv- aður upp í Mosfellssveit, fór bar út af veginum og náðist er hann kom fótgangandi aftur til bæjarins. Þótt geðveikrarannsókn hefði ekki enn farið fram á Guðmundi í gærkvöld, má með nokkurri vissu fullyrða að hann sé ekki heill á geðsmunum, enda getur hann, að eigin sögn enga grein gert sér fyrir hvaða hvatir urðu bess valdandi að hann framdi bessi afbrot. Það er hinsvegar vitað, að Guð- mundur, sem er fæddur Reykvíkingur en búsettur á ísafirði, fékk lömunarveiki í höfuðið í vetur og var fluttur hingað til skyldfólks síns, bá andlega van- heill maður. Kveikt í vörugeymslu. b? _ I fyrrinótt, kl. 5.12, var slökkviliðið kallað að vöru- geymslu á Vesturgötu 3 B. Hafði kviknað þar í vörum og sýnilegt að um íkveikju var að læða. Farið hafði verið inn í geymsluna með þeim hætti, að hleri var rifinn frá gluggaopi. Talsverðar skemmdir urðu, aðal lega á vörum, en eldurinn var bráðlega slökktur. Slökkviliðið gabbað. Um nóttina var brotizt inn i skúr rétt við vörug'eymsluna í húsinu Vesturgata-3 B og stolið þaðan rauðleitu mótorhjóli, og fannst það í morgun vestarlega á Ránargötu, en um svipað leyti var fólksbifreiðinni R-3624 stol ið á gatnamótum Stýrimanna- stígs og Bárugötu. 1 þann mund er brunaboðinn var brotinn, á Sunnutorgi, sást þar til ferða manns á mótor- hjóli. Við athugun á hjólförum þess þar, er nokkurnveginn víst að þar'hefur sama mótorhjólið verið og seinna fannst á Ránar-' götu. Bifreið brennur. Kl. 7.45 í gær komu boð á slökkvistöðina um að bifreið væri að brenna utan við þjóð- veginn milli Blikastaða og Korp úlfsstaða. Fór slökkviliðið þang að og slökkti í bifreiðinni. Var hún þá öll brunninn innan, og mikið skemmd. Þetta var bifreið in R-3624, sem stolið hafði ver- ið á Bárugötu. Við athugun lögreglunnar, J sem strax fór á staðinn, varð það augljóst, að maðurinn hafði gengið frá bifreiðinni og upp í fjallið þar fyrir ofan. Voru spor hans rakin suður af fjallsöxlinni. Fjölmenn lögreglu sveit leitaði í gær um þessar slóðir, án þess að verða nokkurs manns vör á fjallinu. Þjóðviljasöimmln: Þingholtsdeild og Meladeild sóttu mest fram í gær - t dag voru allgóð skil. Skil að var frá nokkrum deildum. 1 dag þurfa allar deildir að gera skil, því á sunnudaginn 1 verður röð deildanna birt. Heldur Barónsdéild fyrsta sæti? Hvað ná margar deild- ir 100% ? 13 dagár eftir — TAKMARKIÐ ER AÐ NÁ 100 ÞtJS. KR. FYRIR 15. JÚNÍ. SKILUM ÖLL I I)AG. Tekið er á móti framlögum á skrifstofu sósíalistaféiags Reykjavíkur Þórsgötu 1. STYRKIÐ YKKAR EIGIÐ MÁLGAGN. Maðurinn handtekinn á Sogavegi. Kl. rúmlega 4 e. h. sáu menn er voru við rafmagnsstöðina hjá Elliðaám til ferða manns, er kom gangandi austan hitaveitu- stokkinn. Á móts við lögreglu- vörðinn hjá Elliðaánum, fór hann niður af stokknum og gekk meðfram honum um hríð og síðan áfram niður í Soga- mýrina. Þótti sjónarvottum þetta ferðalag grunsamlegt, og tilkynntu lögreglunni það. Fóru þá lögregluþjónar á vettvang, og handtóku mann þennan er þá var kominn á Sogaveg. Maður þessi, sem er 26 ára gamall, heitir Guðmundur Magn ússon, er verzlunarmaður að at vinnu og til heimilis að Tanga- götu 19, ísafirði. Hann veiktist hastarlega af lömunarveiki í vetur, var þá fluttur hingað suð ur til skýldfólks síns og hefur dvalið hér síðan. Segist ekki hafa kveikt viljandi í bifreiðinni. Guðmundur hefur nú skýrt svo frá að hann hafi verið mjög drukkinn í fyrrakvöld og nótt. Hann minnist þess ekki að hafa kveikt í vörugeymsluhúsinu Vesturgötu 3 B, né að hafa tek- ið bifhjólið, en man eftir sér með rautt bifhjól þá um nótt- ina og efast ekki um að hafa framið bæði þessi afbrot. Hins- vegar man hann eftir að hafa stolið bifreiðinni, ekið henni upp að Álafossi og þaðan aftur á- leiðis til bæjarins, þar til hann ók henni út af veginum milli Blikastaða og Korpúlfsstaða. Hann kveður sig vissan um að hafa ekki viljandi kveikt í bif- reiðinni, en hún hafi verið í miklu ólagi, mjög heit og reykj arstybba í henni þegar hann yfirgaf hana. Hann fór frá bifreiðinni upp í fjallið fyrir ofan og réikaði þar um í gær, þar til hann reik- aði til bæjarins og lögreglan tók hann eins og áður segir. Viðurkennir að hafa framið 7 íkveikjur frá 12. maí sl. í sambaridi við rannsókn þessara atriða, hefur Guð- inundur viðurkerint að hafa framið 7 íkveikjur hér í bæn- ’um á tímábilinu frá 12. maí sl. Fyrsta íkveikjan var að- faranótt 12. maí í skúr við Skúlagötu, áustanvert við Framhald á 8. siðu Lokaður fundur um Berlín Engar opinberar upplýsingar verða gefnar um það, sem fram fer á fundi utanríkisráðherranna um Berlín í dag. Vishinski og Acheson hafa nú báðir lagt fram tillögur um fjórveldastjórn í höfuðborg Þýzkalands. Vishinski hefur lagt til að hernámsstjórn fjórveldanna taki á ný til starfa í Berlín eft- ir sömu reglum og áður og haldi þar kosningar með fyrir- komulagi, sem hún ákveði. Acheson leggur til fyrir hönd Vesturveldanna, að ráðherr- arnir setji hernámsstjórninni nýjar starfsreglur og síðan sé kosin bráðabirgðaborgarstjórn eftir kosningalögunum frá 1946, er semji stjórnarskipun.- arlög fyrir Berlín. Acheson vill breyta starfs- reglum hernámsstjórnarinnar, þannig, að innan hennar ráði afl atkvæða úrslitum nema í Öryggismálum, þar þurfi ein- róma samþykki eins og í gömlu hemámsstjórninni. wwifflwwpwrigfnrr'-----------;n Bevin lagði til, að fundurinn í dag yrði leynifundur. Dr. Ralph Bunche (á miðri myndinni) í aðalstöðvum sínucn á Ródos meðan stóð á vopnahiéssamninguin í Palestíriu. Kynþáitakúgunin í Washington fæíir Bunche frá ráðherraembætti Dr. Ralph Bunche, fcnndaríski svertinginn, sem gat sér heimsfrægð fyrir sátfasemjarastörf á végum SÞ í Palestínu, hefur skýrt fiá, að kynþáttakúgunin, sem við- gengst í Washington, liöfuðborg Bandaríkjánna, hafi fælt sig frá að taka fcoði Tr umans um embætti aðstoðarutan- ríkisráðherra í Bandaríkjastjórn. svertingja í Bandaríkjunum hefur nokkru sinni staðdð til boða. Meðan Bunche var sáttasémj ari í Palestínu varð hann fýrir því á ferðum til Bandaríkj- anna, að hótel í Washington neituðu honum tun gistingú og varð að þola aðrar móðgáriir og lítillækkanir. Bunche, sem er yfirmaður verndargæzluráðs SÞ, sagði Truman, að hann kysi heldur að vinna fyrir alþjóðasamtök en stjóm einstaks lands. Nú hefur Bunche hinsvegar viður- kennt að reynsla sín af ikyn- þáttakúgnninni í Washington hafi átt þátt í því, að hann hafnaði æðstu stöðu. sem .L .J lis mt0Þ> .

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.