Þjóðviljinn - 03.06.1949, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 03.06.1949, Blaðsíða 1
fj! IÁi nifii II III a m ^mmÆ PU' Uwil wM iii m n 14. árgangur. Föstudagur 3. júní 1949. - 121. tölublað. DDCM1 MlllfAE IfííIDIMy UARi IITTl :uim oh ui CÆD Kommúnistar hreinsa til á Hefur jáfaðá sig 7 íkvelkjiir síðán 12* fnaís.1.—26 ára gamall — Fékk löm unarveikí í höfuðið s.l. vefur og mun síðan nn andlega vanheil! Lögreglan heíur nú upplýst hver valctur er að í- kveikjum þeim, sem gengið haía yfir Reykjavíkur- bæ eins og-faraldur síðan um miðjan fyrra mánuð, valdið milljónatjóni og vakið mikinn ótta meðal fólks. Ungur maður, Guðmundur Magnússon að nafni^ sem lögreglan handtók í gær, hefur nú játað a sig 7 íkveikjur, framdar á tímabilinu frá 12. maí s.l., þ. á. m. að hafa kveikt í netagerðinni við Holtsgötu og Franska spítalanum. Síðustu íkveikjuna framdi hann í gærmorgun hér í miðbænum, ók síðan bifreið ölv- aður upp í Mosfellssyeit, fór par út af veginum og náðist er hann kom fótgangandi aftur til bæjarins. Þótt geðveikrarannsókn hefði ekki enn farið fram á Guðmundi í gærkvöld, má með nokkurri vissu fullyrða að hann sé ekki heill á geðsmunum, enda getur hann, að eigin sögn enga grein gert sér fyrir hvaða hvatir urðu bess valdandi að hann framdi þessi afbrot. Það er hinsvegar vitað, að Guð- mundur, sem er fæddur Reykvíkingur en búsettur á ísafirði, fékk lömunarveiki í höfuðið í vetur og var fluttur hingað til skyldfólks síns, þá andlega van- heill maður. . Kveikt í vörugeymslu. te í fyrrinótt, kl. 5.12, var slökkviliðið kallað að vöru- geymslu á Vesturgötu 3 B. Hafði kvikna.ð þar í vörum og sýnilegt að um íkveikju var að ræða. Farið hafði verið inn í geymsluna með þeim hætti, að hleri var rifinn frá gluggaopi. Talsverðar skemmdir urðu, aðal lega á vörum, en eldurinn var bráðlega slökktur. Slökk viliðið gabbað. Um nóttina var broíizt inn í skúr rétt við vörugeymsluna í húsinu Vesturgata-3 B.og stolið þaðan rauðleitu mótorhjóli, og fannst það í morgun vestarlega á Ránargötu, en um svipað leyti var fólksbifreiðinni R-3624 stol ið á gatnamótum Stýrimanna- stígs og Bárugötu. I þann mund er brunaboðinn var brotinn, á Sunnutorgi, sást þar til ferða manns á mótor- hjóli. Við athugun á hjólförum Kínverskir kommúnistar til- kynna, að alþýðuheririn á eynni Hainan undan strönd Suður- Kína hafi gersigrað Kuomin- tangsetuliðið á eynni og sé nú ekki annað eftir en hreinsa til. Alþýðuher hefur verið á Hain- an alla tíð síðan 1927 og síð- ustu árin haft allan miðhluta eyjunnar á valdi sínu. Jeng Sjisjang, fyrrverandi fylkisstjóra í Sjansi, hefur ver ið falið að mynda nýja Kuo- mintangstjórn í Kanton. þess þar, er nokkurnveginn víst að þar'hefur sama mótorhjólið verið og seinna f annst á Ránar- götu. Bifreið brennur. Kl. 7.45 í gær komu boð á slökkvistöðina um að bifreið væri að brenna utan við þjóð- veginn milii Blikastaða og Korp úlfsstaða. Fór slökkviliðið þang að og slökkti í bifreiðinni. Var hún þá öll brunninn innan, og mikið skemmd. Þetta var bifreið in R-3624, sem stolið hafði ver- ið á Bárugötu. Við athugun lögreglunnar, l sem strax fór á staðinn, varð það augljóst, að maðurinn hafði gengið frá bifreiðinni og upp í fjallið þar fyrir ofan. Voru spor hans rakin suður af fjallsöxlinni. Fjölmenn lögreglu sveit leitaði í gær um þessar slóðir, án þess að verða nokkurs manns vör á fjallinu. 3»3'o5viljasöí.íanaæiian: Þingholtsdeild og Meladeild sóttu niest frain í gær —13 dagár cftir ¦=- f dag voru allgóð skO. Skil að var frá nokkrum deildum. 1 dag þurfa allar deildir að gera skil, því á sunnudaginn verður röð deildanna birt. Heldur Barónsdéild fyrsta sæti? Hvað ni raargar deild- irl60%? TAKMARKIÖ ER AÐ NÁ 100 ÞtJS. KR. F¥RIR 15. JÚNl. SKILUM ÖLL IDAG. Tekið er á móti framlögum á skrif stofu sósíalistaf élags Reykjavíkur Þórsgötu 1. STYRKIÐ YKKAR EI6IÐ 'M-AXGAGN, Maðurinn handtekinn á Sógavegi. Kl. rúmlega 4 e. h. sáu menn er voru við rafmagnsstöðina hjá Elliðaám til ferða manns, er kom gangandi austan hitaveitu- stokkinn. Á móts við lögreglu- vörðinn hjá Elliðaánum, fór: hann niður af stokknum og gekk meðfram honum um hríð og síðan áfram niður í Soga- mýrina. Þótti sjónarvottum þetta ferðalag grunsamlegt, og tilkynntu lögreglunni það. Fóru þá lögregluþjónar á vettvang, og handtóku mann þennan er þá var kominn á Sogaveg. Maður þessi, sem er 26 ára gamall, heitir Guðmundvir Magn ússon, er verzlunarmaður að at vinnu og til heimilis að Tanga- götu 19, Isafirði. Hann veiktist hastarlega af lömunarveiki í vetur, var þá fluttur hingað suð ur til skyldfólks síns og' hefur dvalið hér síðan. Segist ekki hafa kveikt viljandi í bifreiðinni. Guðmundur hefur nú skýrt svo frá að hann hafi verið mjög drnkkinn í fyrrakvöld og nótt. Hann minnist þess ekki að hafa kveikt í vörugeymsluhúsinu Vesturgötu 3 B, né að haf a tek- ið bifhjólið, en man eftir sér með rautt bifhjól þá um nótt- ina og efast ekki um að hafa framið bæði þessi afbrot. Hins- vegar man hann eftir að hafa stolið bifreiðinni, ekið henni upp að Álafossi og þaðan aftur á- leiðis til bæjarins, þar til hann ók henni út af veginum milli Blikastaða og Korpúlfsstaða. Hann kveður sig vissan um að hafa ekki viljandi kveikt í bif- reiðinni, en hún hafi verið í miklu ólagi, mjög heit og reykj arstybba í henni. þegar hann yfirgaf hana. Hann fór frá bifreiðinni upp í fjallið fyrir ofan og réikaði þar um í gær, þar til hann reik- aði til bæjarins og lögreglan tók hann eins og áður segir. Viðuíkennir áð hafa framið 1 íkveikjur f rá 12. maí sl. 1 sanibáridi við rannsókn þessara atriða, hefur Guð- múridur viðurkennt að hafa framið 7 íkveikjur hér í bæn- um á tímábilinu frá 12. maí sl. Fyrsta íkveikjan Var að- faranótt 12. maí í skúr við Skúlagötu, aristanvert við Framhald á 8. siðu Lokaður fundiir um Berlíii Engar opinbérar upplýsingar verða gefnar um það, sem. fram fer á fundi utanrikisráðherranna um Berlín í dág. Vishinski og Acheson hafa nú báðir lagt fram tillögur um f jórvaldastjórn í höfuðbbrg Þýzkalands. Vishinski hefur lagt tií að hernámsstjórn fjórveldanna taki á ný til starfa í Berlín eft- ir sömu reglum og áður og haldi þar kosningar með fyrir- komulagi, sem hún ákveði. Acheson leggur til f yrir hönd Vesturveldanna, að ráðherr- arnir setji hernámsstjórninni nýjar starfsreglur og síðan sé kosin bráðabirgðaborgaristjórn 1946, er semji stjórnarskipun- arlög fýrir Berlín. Ach'eson vill breyta starfs- reglum hérnámsstjórnarinnar, þannig, að innan hennar ráði afl atkvæða úrslitum nema í öryggismálum, þar þurfi ein- róma samþykki eins og í gömlu. hernámsstjórninni. Bevin lagði til, að fundurLon eftir kosningalögunum frá í dag yrði leynifundur. Dr. Ralph Bunche (á miðri myndinni) í aðalstöðvum sínum á Ródos meðan stóð á vopnahléssamaaingum í Palestíriu. Kynþáf takúgunin i W ashington íælir Bunche frá ráðherraembætti Dr. Ralph Eunohe, fc^ndaríski svertinginn, sem gat sér heimsfrægð fyrir sáttásemjarastörf á végum SÞ í Palestínu, hefur skýrt frá, að kynþát'takúgunin, sem við- gengst í Washington, liöfuðborg Bandaríkjánna, hafi fælt sig frá að taka boði Trumans um embætti aðstoðarutan- ríkisráðherra í Bandaríkjastjórn. Bunche, sem er yfirmaður verndargæzluráðs SÞ, sagði Truman, að hann kysi heldur að vinna fyrir alþjóðasamtök en stjórn einstaks lands. Nú hefur Bunche hinsvegar viður- kennt að reynsla sín af kyn- þáttakúguninni í Washington hafi átt þátt í því, að hann uafnaði æðstu stöðu, sem. svertingja í BandaríkjunkmL hefur nokkru sinni staðið ; til boða. Meðan Bunche var sáttasémj ari í Palestínu varð hann fýrir því á ferðum til Bandaríkj- anna, að hótel i Washing.'.on. neituðu honum um gistingu og varð að þola aðrar móðgdnlr og lítillækkanir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.