Þjóðviljinn - 03.06.1949, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 03.06.1949, Blaðsíða 4
ÞJÖÐVILJINN Föetudagui S. júní 1B49. Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu —; Sósíalistaflokkurinn Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason Blaðam.: Ari Kárason, Magnús Torfi Ólafsson, Jónas Árnason Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðu- stíg 19 — Sími 7500 (þrjár línúr) Áskriftarverð: kr. 12.00 á mánuði — Lausasöluverð 50 aur. eint. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. Sósíalistaflokkurinn, Þórsgötu 1 — Sími 7510 (þrjár línur) A Alþýðuflokkurinn að fá að rjúfa stjórnarsamstarfið? Næturnar við Kcykjavíkurhöfn. ÁJþýðublaðið birtir í gær einstæða flærðargrein C íiiamtu síðu undir fyrirsögninni „Verðbólgan, verkalýðs- samtökin og ríkisvajdið." Er grein þessi sett upp rnct miklum leturbreytingum og ytra flúri og vakin sérstöl athygli á henni á fyrstu síðu, svo að auðsdð er að henni ci' ætlaður einhver sérstakur mikilvægur tilgangur. Uþpisíaðr greinarinnar er lofgerðarrolla til ríkisstjómarimiar fyrii allt hennar mikla óeigingjama starf í þágu verkalýðsins sem einkum hafi birzt i hinni alkunnu baráttu gegn dýp- tiðinni, en árangur þeirrar baráttu hafi orðið sá að dýr- tíðarvísitaJan (!) hefur aðeins hækkað um 11 stig. Þá er farið fögrum orðum um skilning og þjóðhollustu núver- andi Alþýðusambandsstjórnar sem telur verkalýðinn vel settan með hundsbótum sem nema 3—5% grunnkaups- hækkun. Síðan er lofað að lækka verðlagið, draga úr svartamarkaðsbraskinu, afnema húsaleiguokrið, og gera þetta allt saman — einhveratíma bráðum! En í niðurlagi greinarinnar er aðalatriði hennar. Eftir að minnzt hefur verið á þau „vandræðaúrræði, sem veru- legur hluti borgarfiokkanna virðist nú stefna að, — en það er gengislækkun og ef til vill lögbinding launa“ kemst Alþýðublaðið þannig að orði: „Er fyrir því full vissa, að Alþýðuflokkurinn mim ekki leggja inn á nýjar leiðir í þessum efnum, án þess að hafa náið samstarf við lamiastéttimar i landinu og reyna að koma á samstarfi þeirra og ríkisvaldsins til þess að marka leiðina og stuðla að því, að sem beztur árangur náist og til frambúðar. „Við því má búast áður en langt um Iiður, eftir að rílkisstjómin hefur látið framkvæma rannsóknir og athug- anir, að leitað verði til samtaka launamanna og reýnt að sameinast um ráðagerðir og komast að niðurstöðu. En þá er nauðsynlegt að vinnudeilur verði ekki til þess áður að skapa framleiðslustöðvun og öngþveiti er komi öllu í kaldakol og leiða síðan til neyðarúrræða að lítt hugsuðu máli og valdbeitingu, í stað samvinnu ríkisvaldsins og verkalýðssamtakanna, sem saman eiga að vir.na að þess-1 um málum. „Alþýðuflokkurinn mun vissulega vinna gegn því, að valdbeitingu og ójöfnuði verði beitt gegn verkalýðnum, en leggja höfuðáherzlu á það, að ná við samtökin fullu samstarfi til lausnar þessa þýðingarmikla stórmáls.” (Leturbreytingar Alþýðublaðsins).! Eins og sjá má felast i þessu tvenns konar hótanir. 1 fyrsta lagi hótun til verkalýðssamtakanna um það að^ þau verði beitt neyðarúrræðum, valdbeitingu og ójöfnuði, þ.e. gengislækkun og lögbindingu launa, er þau reyna að knýja fram réttlátustu lágmarksbætur fyrir sívaxandi dýr- tíð og verðbólgu og síversnandi lífskjör. 1 öðru lagi hótun til samstarfsflokkanna um það að Alþýðuflokkurinn muni ekki þola slíkt!! Og nú mun mönnun^. spurn, hvað þessi Joddaraleikur eigi að þýða. Skýringin er sú að stjórnarsamstarfið er að gliðna sundur. Stjómarflokkarnir með % þingsins á bak við sig fá ekki við neitt ráðið og þöra ekki að framki’jema þær ráðstafanir sem þeir þrá meðan kosningar eru skammt Jj^dan. Þeir vilja því Ijúkakosningunum af, .en , til '{æssj Enn á ný eru nætumar við Reykjavíkurhöíú búnar aö tryggja sér þá samvinnu kyrrð- ar og fegurðar, sem getur orðið manni næstum ómótstæoiicg freisting að vaka frammúr. Þannig t. d. nóftina fyrir skemmstu. Blaðið var komið í pressuna, og ég gekk ásamt ein um prentaranum eins og leið liggur undan brekkunni og inní það listaverk sem neðanvert byrjar í áhrifaríkri samstillingu skipa og báta, síðan spegilslétt- ur sjávarflötur og fjöll með bláa slæðu, en ofanvert engin takmörk önnur en heiðskír him ininn, litir allir með blæ þeirr- ar birtu sem er mjúk og þægi- leg þar sem birta dagsins er stundum hrjúf, listaverk sem kallast Reykjavíkurhöfn á blíðri sumamóttu. Þið ættuð að reyna það. Og við gengum hægt um höfn ina. Skipin sváfu, bátarnir sváfu, undir stefni Dettifoss voru tveir sjófuglar, og þeir sváfu líka. Vagtmaðurinn um borð hafði náð í Morgunblaðið beint úr pressunni, fletti því og fékk sér að reykja. Kyrrð stund arinnar var hvergi rofin, utan hvað einn yfirgefinn meðlimur einhvers löngu liðins kvöldsam- kvæmis stóð fyrir framan pakk- hús Eimskipafélagsins og flutti ráðalausan ræðustúf í tilefni þess, að hann var búinn að tína félögum sínum. Svo gafst hann upp og síðan var kyrrðin aí- gjör. Fegurðin var líka algjör. Það er hollt að ganga hægt um höfnina á blíðri sumarnóttu. Eg ráðlegg ykkur að reyna það við fyrsta tækifæri. — En þá skuluð þið líka vera við því bú- in að vaka frammúr. Varðandi hitaveituyatnið sem ekki er notað á sumrin. N. N. skrifar: „Einhverstað- ar las ég það viðvíkjandi hita- veitunni okkar, að meiningin' væri að nýta einhvern veginn vatnið sem enn er vel lieitt þeg- ar það kemur úr ofnúm hús- anna, en sérstaklega skildist mér að miklar framkvæmdir væru fyrirhugaðar til að nýta hitaveituvatnið á sumrin, þegar hverfandi lítið af því fer til að hita húsin.....Var til dæmis rætt um stórfélldan vermihúsa- rekstur sem bærinn gengist fyr ir og notaði hitaveituvatnið til starfseminnar...... Síðan hef ég ekki heyrt máiið rætt, en mér virðist að vert sé ao halda því vakandi, og því skrifa ég þessar línur til að spyrja hlut- aðeigandi aðila hvað sé að frétta af því N.N.“ * Vantar skóreimar. Það er erfitt að fá keyptar skóreimar núna, og af því til- efni skrifar „Hassi“: „.....I skóleysinu reynir maður auð- vitað að láta livert par endast sem lengst, og það eykur um leið eftirspurnina eftir skóreim- um. Þessi skortur á þeim er því kannski skiljanlegur að þessu leyti ..... En hitt er samt sem áður óviðunandi að ekki skuli vera séð um að útvega nóg af þeim til landsins .... Brún- ar skóreiniar fást nú held ég- hvergi.......“ ★ ^ Skólafólk á Landsbóka- safninu. Loks fáein orð frá skólapilti: „Það er margt skólafólk sem af ýmsum ástæðum hefur ekki næði til að lesa heima og það hefur fundið friðland á Lands- bókasafninu. Sérstaklega er margt skólafólk á safninu," þeg- ar próflestur stendur yfir.... Lestrarsalurinn skiptist í tvær borðaraðir, og eru borðin norð- an við ganginn ætluð fræðimönn um. Fræðimannaborðin eru hins vegar aldrei fullskipuð og stund um er ekki setið við nema eitt þeirra. Og þá er gött að geta fengið pláss þar, þegar almenn- ingsborðin eru alveg fullskipuð, sem oft vill verða. ★ Sérvitur bóbavörður. „Bókaverðirnir láta slíkt j'fir leitt afskiptalaust. En einn þeirra, sá sem þekktur var m. a. fyrir útvarpsgagnrýni um eina tíð, situr sig aldrei úr færi að reka skólafólk þaðan, þó að plássið sé yfrið nóg. En það er sama sem að hann reki mann alveg út....... Þessi sérvizka mannsins hefur valdið gremju hjá okkur, og vildum við mæl- ast til að einhverjar hömlur yrðu settar á hana. — Skólapiltur." HÖFNIN: Togarai nir Jón Þorláksson og Ingólfur Arnarson komu af veiS- um í gær og íóru áleiðis til ■ út- landa meö aflann í gærkvöld. I gær kom-hingað olíuskip með olíu- farm til BP og Shelí. E I N A R S S O N & Z O E G A: Foldin fór fiá Hull á miðvilcudags kvöld áleiðis til Antwerpen. Linge- stroom er í Amsterdam. EIMSKIF: Brúarfoss var í Vestmannaeyj- um fer þaðan. til Gautaborgar og Kaupmannahafnar í gffir 2.6. Detti : foss kom til Reýkjavíkur 29.5. frá Leith. Fjállfoss cr í Antwerpen. Goðafoss kemur til Kaupmanna- hafnar í dag 3.6. frá Gautaborg. Lagarfoss kom til Leith 31.5., lest ar þar og'í Hull 31.5.—4.6. vörur til Reykjavíkur. Reykjafoss er í Hiiil. Selfoss fór frá Antwcrpen 31.5. til . Reykjavíkur. Tröllafoss fór frá N. Y. 24.5., væntanlegur til Reykja- vikur i dag 3.6. Vatnajökull er í London. Hjómmum Körlu og Þóri Christen- sen, Barmahlið '39, fæddist 20 maika sonur þann 25. maí síðastliðinn. Leikfélag ítrykjarikur sýnir HAMLET í kvöld kl. 8. Þar sem komið er svo langt fram á vorið fer félagið að hætta sýningum á leiknum. Fer því að verða hver síðastur fyrir þá sem vilja sjá HAMLET. Tilkynning frá ríkisstjóminni: Hinn 22. f. m. var útrunninn , framboðsfrestur til forsetakjörs. Kosning fer ekki fram, þar eð að- eins einn maður, Sveinn Björns- son, núverandi forseti, var boðinn fram. Hafði hann léð samþykki sitt til þess að vera í kjöri. 'Full- nægt var öllum skilyrðum laga. um framboðið, og barst dómsmálaráðu neytinu í tæka tíð lögmælt tala meðmælenöa úr hverjum lands- fjórðungi, ásamt tilskyldum vott- orðum yfirkjörstjórnar um að hlut aðeigandi kjósendur væl-u á kjör- skrá. -— Öll gögn varðandi fram- boðið hafa verið send hæstarétti, sem gefur út kjörbréf forsetans. Reykjavík, 2. júni 1949. Hekla var enn ó- j komin frá Kph. síð degis í gær, og ’varð því ekki af farþegaflugi henn- ar til Kaupmannahafnar í gær- morgun eins og gert hafði verið ráð fyrir. Loftleiðir sendu í gær flugvélar til Vestmannaeyja, 2 ferð ir, Akureyrar, 2 ferðir og 3 ferðir til Sands. Gullfaxi er væntanlegur frá Osló kl. 17.00 í dag. Flugvélár F. I. fóru 3 férðir til Akureyrar í gær, 1 ferð til Vestmannaeyja og 1 ferð frá Akureyri til Húsavíkur og Siglufjarðar. þarf að búa til einhvern málefnalegan ágreining. Alþýðu- flokkurinn leggur nú á það mikla áherzlu að það verði hann sem rýfur samstarfið, enda hefur forsætisráðherrann rétt til að rjúfa þing, og ágreiningurinn á að vera sá að samstarfsflokkarnir vilji gengislækkun en Alþýðuflokk- urinn, flokkur launþeganna, mégi ekkert slíkt heyra nefnt — fyrir kosnirigar! Grein Alþýðublaðsins i gær er örugg vísbending um þessa nýju áróðursaðferð. 15.30—16.25 Mið- degisútvarp. 16.25 Veðurfregnir. 19.25 Veðurfregnir. 19.30 Tónleikar: Óperu- lög (plötur). 19.45 Auglýsingar. 20.00 Fréttir. 22.15 Fréttir og veðurfregnir. 22.20 Vih- sæl lög Iplötur). 22.30 Dagskrár- lok. MikiJ er fyrirlitning þeirra AJþýðublaðsmaxma. á. dóm- .greind. a Jmennings! Nýlega voru gefin saman í hjónaband í New York Nína. Tryggvadóttir, listmálari, Og Alfred Copley, prófessor í læknis- fræði. Heimilisfang þeirra er: Charles Street 29, New York, N. Y., U.-S.-A. . ..

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.